Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 22
fólk
22 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Rannveig er farsæl kona ístarfi og einkalífi ogdregur ekki dul á aðhennar mesti styrkur í
lífinu sé góð og traust fjölskylda.
Málefni fjölskyldunnar, barna og
foreldra, hafa löngum verið meg-
inbaráttumál hennar og réttlæt-
iskenndin og samkenndin eru tveir
gildustu þættirnir sem pólitísk
hugsjón hennar er ofin úr.
Rannveig er ættuð af Horn-
ströndum í báðar ættir. Foreldrar
hennar voru Sigurjóna Jónasdóttir
frá Sléttu í Sléttuhreppi og faðir
hennar Guðmundur Kr.Guðmunds-
son frá Stakkadal í Aðalvík. „Pabbi
var skipstjóri á Ísafirði, einn af
stofnendum Samvinnufélagsins og
þar með einn af upphafsmönnum
Samvinnubátanna sem var dálítið
sérstakt fyrirbrigði í íslenskri at-
vinnusögu, segir hún þegar við
hefjum samtalið. Hún er ein níu
systkina, næstyngst, og af þeim
komust átta til fullorðinsára. Síðar
í samtali okkar vísar hún til upp-
vaxtaráranna þegar hún veltir fyrir
sér spurningunni hvernig henni
hafi tekist að sigla heilu fleyi í
gegnum öldugang jafnaðarmanna-
hreyfingarinnar frá því á fyrri
hluta tíunda áratugarins. „Það er
góður undirbúningur fyrir stjórn-
málamann að alast upp í stórum
systkinahópi. Við áttum það til að
kýta og rífast en að kvöldi skriðum
við undir sæng sæl í þeirri trú að
allir væru ein elskandi fjölskylda.“
Eiginmaður Rannveigar er
Sverrir Jónsson, tæknifræðingur
frá Ísafirði, og þau héldu upp á 48
ára trúlofunarafmæli sitt sl.
fimmtudag, 14. september. „Við
vorum skólasystkini og pabbi hans
var kennarinn minn, Jón H. Guð-
mundsson, sem síðar varð skóla-
stjóri Digranesskóla í Kópavogi og
var mikilhæfur skólamaður. Sverr-
ir er elstur níu systkina þannig að
samanlagt erum við í býsna stórri
fjölskyldu.“ Börn þeirra Rann-
veigar og Sverris eru þrjú, Sig-
urjóna, Eyjólfur Orri og Jón Einar.
Barnabörnin eru sex, „fjórir flottir
strákar og tvær yndislegar stelpur.
Svo við erum sannarlega mjög rík.“
Gott að alast upp á Ísafirði
Rannveig lítur til baka til æsku-
áranna með gleði og þakklæti. „Það
var mjög gott að alast upp á Ísa-
firði á fimmta og sjötta áratug síð-
ustu aldar. Ísafjörður var mikill
menningarbær þótt maður gerði
sér enga sérstaka grein fyrir því
sem barn. Við krakkarnir tókum
snemma þátt í atvinnulífinu, ég fór
fyrst að vinna tólf ára gömul við að
pilla rækjur og síðar vann ég við
fiskvinnslu, bæði á sumrin og einn-
ig með skólanum þegar landburður
var af fiski og allar vinnufærar
hendur þurfti til að bjarga verð-
mætunum. Í dag erum við í raun-
inni að herma eftir þessum að-
stæðum með því að sveitarfélögin
bjóða unglingum á skólaaldri að
vinna á sumrin til að kynna þau fyr-
ir atvinnulífinu. Andrúmsloftið á
Ísafirði á þessum árum var svo já-
kvætt og kröftugt; kennararnir
voru góðir og krakkarnir ólust upp
í sjálfstrausti og trú á sjálfa sig og
það er örugglega engin tilviljun að
frá Ísafirði kom á ákveðnu tímabili
margt af helsta athafnafólki þjóð-
arinnar. Ísafjörður var á sínum
tíma annar af tveimur „rauðu“ bæj-
um landsins, þar sem jafnaðarmenn
höfðu verið í meirihluta um allangt
skeið. Hinn bærinn var Hafn-
arfjörður. Þetta hafði örugglega
mikil og góð áhrif,“ segir Rannveig
brosandi og rifjar upp að spennan
fyrir bæjarstjórnarkosningar hafi
verið slík að krakkarnir í skólanum
héldu kosningar fyrir sig. „Þá var
ég á þeim sama stað í pólitíkinni og
ég hef verið síðan. Á heimili mínu
var ekki mikil flokkspólitísk um-
ræða en jafnaðarmennskan var
samt sem áður sú hugsun sem ríkti
á æskuheimili mínu. Aftur á móti
var tengdafjölskyldan mín mjög
pólitísk og Jón tengdafaðir minn
var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins
og ég hrærðist strax inn í pólitíska
umræðu á því heimili. Við vorum
miklir vinir og eftir að ég fór út í
pólitíkina þá varð hann minn dygg-
asti stuðningsmaður og það var
mér geysilega mikils virði að eiga
hann að í baráttunni.“
Fólk eins og ég
Hvort sem það var góðum kenn-
urum að þakka eða frábærum
námshæfileikum þá lauk Rannveig
landsprófi frá Gagnfræðaskóla Ísa-
fjarðar vorið 1956 með ágæt-
iseinkunn og hæstu einkunn í
stærðfræði yfir landið. Hefði því
mátt telja nær sjálfsagt að hún
héldi áfram menntaveginn með
þetta glæsilega veganesti. En
skólagangan varð ekki lengri, strax
sama vor réði hún sig til Landsím-
ans á Ísafirði og gerðist tal-
símakona og síðar við ritsímann.
Hvers vegna?
„Fyrir foreldra mína var það
metnaðarmál að öll börnin þeirra
lykju gagnfræðanámi. Fyrir for-
eldra á þessum tíma var það jafn
mikilsvert og er í dag að börnin
manns ljúki stúdentsprófi eða til-
svarandi áfanga. En þetta hefði
örugglega ekki komið í veg fyrir
lengra nám hjá mér ef ekki hefðu
orðið miklar breytingar á högum
fjölskyldu minnar árið áður. Móðir
mín dó árið áður eftir stutt veikindi
og fljótlega eftir það ákvað faðir
minn að flytja suður í einsemd sinni
eftir konumissinn. Ég bjó fyrst í
skjóli þeirra eldri systkina minna
sem enn voru heima og síðar hjá
eldri systur minni sem flutti inn á
heimilið. Mér bauðst að fara suður
og fara í menntaskóla og búa hjá
systur minni en ég hugsa að ég hafi
bara ekki haft kjark til þess. Mitt
skjól var að vera um kyrrt á Ísa-
firði og byrja að vinna. Ég vann síð-
an á Landsímanum þar til við
Sverrir fluttum suður og ári síðar
til Noregs þar sem hann fór í fram-
haldsnám í tæknifræði. Þá var Sig-
urjóna orðin fjögurra ára gömul.“
Og enn var talsvert langt í að
stjórnmálamaðurinn Rannveig
Guðmundsdóttir kæmi í ljós. „Á
þessum árum datt mér aldrei í hug
að ég ætti eftir að verða stjórn-
málamaður. Ef ég hefði hitt spá-
mann sem hefði spáð því að ég ætti
eftir að verða langtímum saman
forystumaður í bæjarmálum Kópa-
vogs og síðar alþingismaður og ráð-
herra þá hefði ég litið í kringum
mig og svarað: Þú ert að tala um
einhverja aðra konu. Fólk eins og
ég fer ekki þessa leið í lífinu.“
Af hverju ekki fólk eins og þú?
„Ég sá fyrir mér að þeir sem
náðu frama í stjórnmálum var fólk
sem annaðhvort var mjög athafna-
samt í verkalýðshreyfingunni eða
hafði gengið menntaveginn og byrj-
að að hrærast í pólitískum straum-
um í gegnum það sem undirbúning
fyrir atvinnumennsku í stjórn-
málum. En ekki sjómannsstelpa frá
Ísafirði.“
Finnst þér þú koma úr annarri
átt en þeir sem þú hefur átt sam-
skipti við í stjórnmálabaráttunni?
„Já, mjög oft hefur mér fundist
það. Þegar ég var nýbyrjuð í bæj-
arstjórn Kópavogs kom ég eitt sinn
heim og sagði við manninn minn:
Ég vildi að ég væri lögfræðingur,
hagfræðingur og verkfræðingur
með! Fljótlega áttaði ég mig á því
að til þess eru sérfræðingarnir að
þeir leggi fyrir mann valkostina og
síðan byggjast stjórnmálin á því að
velja rétta kostinn. Ég hef þess
vegna aldrei burðast með nein
vandamál útaf því að hafa ekki há-
skólapróf heldur farið út á vinnu-
markaðinn 15 ára gömul. Reynslan
af því að byrja snemma að vinna
fyrir mér og fara síðan til Noregs
og takast á við allt sem fylgir því að
dvelja erlendis hefur reynst mér
ágætt veganesti í stjórnmálin.“
Noregsár Rannveigar og Sverris
urðu samtals sex. „Fyrst þrjú ár
frá 1963–66 meðan Sverrir var að
læra og aftur 1969–1971. Árin tvö á
milli bjuggum við í Reykjavík og
það var rótlaus tími fyrir okkur.
Við þurftum að flytja fjórum sinn-
um og í hvert skipti þurfti Sig-
urjóna að skipta um skóla. Ég dáð-
ist að því þá og geri enn í dag
Góð fjölskylda er grunnur
Rannveig Guðmunds-
dóttir, alþingismaður og
fyrrverandi félagsmála-
ráðherra, lýsti því yfir í
vikunni að hún hygðist
draga sig í hlé frá stjórn-
málum að loknu þessu
kjörtímabili. Í samtali við
Hávar Sigurjónsson
stiklar Rannveig á stóru
um æsku sína og uppvöxt
og tildrög þess að hún hóf
þátttöku í íslenskum
stjórnmálum, sem spann-
ar tæpa þrjá áratugi, 10
ár í bæjarstjórn Kópa-
vogs og 17 ára samfellda
setu á Alþingi, þar af 8 ár
sem þingflokksformaður
og einnig forseti Norð-
urlandaráðs.
»Ég hef þess vegna
aldrei burðast með
nein vandamál út af því
að hafa ekki háskólapróf
heldur farið út á
vinnumarkaðinn
15 ára gömul.