Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Læknastofa
Steingerðar Sigurbjörnsdóttur
í Domus Medica
Læknastofunni verður lokað 1. nóvember næstkomandi.
Þeim sem verið hafa í reglulegu eftirliti er bent
á að panta tíma sem fyrst í síma 563 1011.
Den Norske Opera søker:
Administrerende direktør
Stillingsutlysning og informasjon om Den Norske Opera og Nasjonalballetten finnes på www.operaen.no.
Tiltredelse er 01.01.2009. Søknadsfristen er 9. oktober 2006. Alle søknader vil bli behandlet konfidensielt.
Spørsmål om stillingen kan rettes til styrets leder, Einar Solbu tlf. +47 91 56 83 43 eller Korn/Ferry International
v/Torbjørn Gjelstad, tlf. +47 22 82 39 00. Søknader sendes: torbjorn.gjelstad@kornferry.com
Litið til baka stendur tvenntupp úr frá liðnu sumri,hvorugu hafði ég gert ráðfyrir en bæði tilvikin komu
mér til góða, sköruðu annars vegar
efni, hins vegar anda. Þótt ég ætti
nóg af nýjum myndverkum stefndi ég
ekki endilega að sýningu þeirra alveg
strax, vildi fara rólega í sakirnar, sýn-
ingastúss vafasamt þá sköp-
unargleðin hámarkar sig. Rótar
hættulega upp í ritmanum og getur
tekið tímann sinn að komast á skrið
aftur. Þetta þekkja allir málarar og
er ástæða þess að yfirleitt láta þeir í
útlandinu umstangið í hendur list-
húsa sem þeir eru á samningi við og
rétt kíkja inn við opnun. Sýningar
eiga ekki að vera markmið heldur
sjálfsagður hlutur í fyllingu tímans,
gera sig sjálfar, alveg sami háttur
skal og um námsgráður í listum. Við-
komandi eiga ekki að eyða of miklu
púðri í þess lags til hliðar, listin
kröfuharður húsbóndi sem heimtar
sinn toll og helst óskiptan, með sanni
ekki út í bláa loftið sem Mark Twain
sagði; ég lét skólagöngu aldrei trufla
menntun mína! Sólarlandaferð á
miðju sumri var svo mjög neðarlega
ef ekki neðst á óskalistanum eins og
slík fyrirbæri yfirleitt, en lúmskar til-
viljanir réðu því að ég óforvarendis
var kominn til Majorka, fyllti upp í
skarðið þá annar nálægur forfall-
aðist. Lét helst tilleiðast vegna þess
að lysthöfum hafði verið tjáð að þetta
væri í Palma og tíu mínútna gangur í
miðborgina, nefnilega margt for-
vitnilegt óséð er ég var þar fyrir fjór-
tán árum. Upplýsi þetta sérstaklega
vegna þess að er til kom teygði Palma
ískyggilega úr sér, minnst hálftíma
ferð með strætisvagni í miðborgina
en gat farið upp í þrjú korter í há-
annatímanum! Þetta jafngildir því að
ferðaskrifstofa syðra planti Spán-
verjum í skíðahótelið í Hveradölum,
og telji þeim trú um að tíu mínútna
gangur sé í miðbæ Reykjavíkur!
Fengum svo sem ágætt þriggja
stjörnu hótel, veit ekki viðmiðið á sól-
arströndum, en hins vegar var Direc-
teur-hótelið í Santíagó í Chile hvar
við gistum í ársbyrjun paradís við
hliðina á þessu að auk hálfu ódýrara,
var þó einnig þriggja stjörnu og
sömuleiðis íbúðarhótel. Frá suð-
ursvölum var gott útsýni til hafs þar
sem sjá mátti skemmtiferðaskip
mjakast til og frá langt úti við sjón-
rönd ásamt margvíslegum minni
fleytum nær, flugvélar koma og fara.
Fólk á svifvængjum tengdum við vél-
báta með taug leið fram og aftur hjá,
annað á fleygiferð á sjóskíðum, fleiri
hugkvæmum farartækjum brá og
fyrir, loks sást rétt aðeins til strandar
hvar meðvitundarlaust fólk flatmag-
aði á milli þess sem það rankaði við
sér og fór í sjóinn til að busla, fleyta
sér áfram á vindsængum eða ein-
ungis pissa. Sem sagt ákaflega mynd-
rænt en hitinn úr öllu hófi fyrstu dag-
ana eða nálægt 40 gráðum, fylgdi því
leti og svitalöður hreyfði maður sig
eitthvað að ráði. Sem betur fer féll
hitinn niður um tíu stig á fimmta
degi, hvörfin komu í kjölfar þrumna
og eldinga að næturlagi og leið okkur
þá stórum betur og nenntum þá fyrst
til miðborgarinnar.
Var kominn til að hvíla mig, hafaþað rólegt og lesa bækur semég var með í farteskinu, í
fyrra skiptið hafði ég endasenst um
alla eyjuna með strákunum mínum,
mér enn í fersku minni og verður
aldrei endurtekið á sama hátt né ann-
an og nóg fyrir lífið. Majorka er
mögnuð eyja, einkum hálendið í
norðri og strendurnar í austri hvar
sjórinn er hreinni og túristar færri
enda vindasamara. Varla þarf að geta
þess hér að þessar sólarstrendur eru
allar að stórum hluta keimlíkar, sama
ruslfæðið í boði en fátt um staði fyrir
matgæðinga þótt finna megi þá. Stað-
inn mætti nefna, þýsku ströndina,
jafn mikið og var um Þýðverja og
verslunarfólkið skildi margt þýsku og
svo var spaghettið jafn óætt og í
heimalandi þeirra, fengum það í æð á
fyrsta degi og hryllti við. Það var
helst í Palma að við fengum góðan
mat og fyrirtaks þjónustu, þó með
einni undantekningu er við borðuðum
á dýrum stað í nágrenninu, gáfumst
loks upp og brösuðum mikið til
heima. Annars höfðum við svo sem
yfir engu að kvarta á hótelinu nema
ræstingunni sem þoldi engan sam-
anburð við þá í Santíagó hvar skipt
var á öllum sængurfatnaði á hverjum
degi. Mæli með fjögurra stjörnu hót-
eli á svona stöðum, nema þegar ung-
viði á galsaaldri er með í för. En sem
sagt var ég kominn til að hafa það
náðugt og lesa bækur sem ég hafði
ekki haft næði til að fletta í að gagni.
En svo æxlaðist að í stað þess var ég
svo upptekinn af blaðalestri að þær
lágu nær óhreyfðar í töskunni allan
tímann. Mál að þarna var hægt að
ganga að flestu því besta í enskum og
þó mun frekar þýskum dag- og viku-
blöðum, þó ekki á hótelinu sjálfu sem
hafði helst dönsk og þýsk síðdeg-
isblöð til sölu, svonefnda búlív-
arðapressu. Var helst upptekinn af
þýsku blöðunum sem víða mátti fá á
svo til réttu verði, notfærði mér það
óspart og naut þess að vera í góðu
sambandi við heimsmálin og hafa fyr-
ir framan mig námu fróðleiks um list-
ir, vísindi, ferðalög sem og ótal annað
sem forvitni seður og heilasellum
byltir. Blöðin; Frankfurter Allge-
meine Zeitung, Süddeutsche Zeit-
ung, Der Tagespiegel, ásamt viku-
blöðunum Die Zeit og Die Welt,
virðast ekki hafa breyst í hálfa öld
nema þau séu enn betri og fjölþættari
en fyrrum. Ekki á hverjum degi að
maður hafi einhver þeirra milli hand-
anna og tíma til að sinna að ráði.
Léttir að uppgötva staðfestu í heimi
sem er alltaf að breytast og gott að til
skuli fólk sem heldur tryggð við jarð-
bundna menningu, hér komin betri
hliðin á íhaldssemi. Leiðir hugann að
safaríkum ávöxtum gærdagsins áður
en neysluþjóðfélagið hóf að krukka í
framleiðsluna og meta útlit geymslu-
og flutningaþol öðru fremur. Enginn
telst gamaldags þótt honum sé eft-
irsjá að bragðmiklum eplum sem
fylltu vitin unaðslegum ilmi, eða safa-
ríkum appelsínum með þunnu hýði, í
stað nær lyktarlausra epla og saf-
arýrra appelsína með tommuþykku
hýði.
Og trauðla telst það íhaldssemi að
rýna djúpt í hlutina og tala umbúða-
laust og hreint út um þá, því síður
framsækni að tala um hug sér,
kveinka sér við allri skeleggri rök-
ræðu og snúa út úr málflutningi ann-
arra sjálfum sér til upphafningar en
andmælandanum til ávirðingar.
Sjálfsafhjúpandi rökræða þar sem
hlutirnir eru krufðir í bak og fyrir er
á jafn háu stigi í Þýskalandi og lágu
hér á hjara veraldar, hvar líkast er
sem gerandinn sé að meiða þoland-
ann beiti hann gagnrýninni hugsun.
Opin og skelegg gagnrýni undirstaða
allra framfara og hefur verið frá tím-
um grísku spekinganna og þyrfti að
vera gild námsgrein í hérlendum
skólum. Sláandi hve margur tekur
undir gagnrýni á aðra en umturnast
ef hún beinist að þeim sjálfum og á
ekki síst við í listum. Í Frakklandi,
landi matgæðinganna, eru börn hvött
til að finna að matnum telji þau eitt-
hvað að honum og einungis það gefur
auga leið, einneigin dytti engum þar-
lendum í hug að hreyta út úr sér:
„þetta er nógu gott ofan í þig, helvítið
þitt“ eins og heyrðist í matsölum á ár-
um áður og kannski í einhverju formi
enn.
Alveg sérstakt þótti mér að getaorðið mér úti um Suður-þýska blaðið, sem ég las nær
daglega árin tvö í München, á því
margt gott upp að unna, opnaði mér
marga glugga á umheiminn, aðgang
að kjarngóðu þýsku máli um leið,
reyndist drjúg menntun og ótrufluð
af allri skólagöngu! En þrátt fyrir að
þýðverskur almenningur hafi aðgang
að öllum þessum hlutlæga fróðleik og
djúpu rökræðu í morgun- og viku-
blöðunum er sama vandamálið uppi á
teningnum og annars staðar, sem er
gleymska á gærdaginn. Munu hér
kvöld og æsifréttablöðin ásamt sjón-
vörpunum eiga stóran hlut í þeirri
þróun, á oddinum andlaus og for-
heimskandi síbylja úr dæguriðn-
aðinum. Meðal fjölmargs sem upp
kom í hugann við lesturinn var
hversu veldur þegar sagan er krufin
til mergjar, að það virðist í dimmri
þoku að 1945 voru 300 milljónir fer-
metra rústahraukar einir eftir loft-
árásir bandamanna á Þýskaland og
fjórar milljónir íbúða eyðilagðar. Að
ekki sé talað um Dresden sem var
hermdarverk af alverstu gerð. Að
mati ýmissa hernaðarsérfræðinga,
einnig enskra, voru loftárásir á íbúð-
arhverfi nær tilgangslausar og bitn-
uðu helst á almenningi. Hefur
kannski verið beðist afsökunar á
þeim öllum og eyðileggingu ómet-
anlegra menningarverðmæta í Dres-
den, eða voru sigurvegararnir sem
oftar stikkfrír? Kom einneigin til
hugar að íslenskir íþróttafréttamenn
mættu ganga í smiðju þýðverskra
starfsbræðra sinna um vel skrifaðar
og fjölþættar fréttir. Flestum kunn-
ug um að þýskaland er eitt af stór-
veldum fótboltans og margfaldur
heimsmeistari, en sé litið til innlends
fréttaflutnings mætti halda að land-
inn væri það miklu frekar. Íslend-
ingum gengur seint að melta að ein-
hæfni í fréttaflutningi eru svik við
fámenna þjóð á hjara veraldar, sem
fyrir einangrun sína fer á mis við svo
margt sem er á brennidepli ytra.
Nefni hér sérstaklega íþróttir en hef
endurtekið vakið athygli á upplýs-
ingafátækt fjölmiðla varðandi sjón-
listir, þótt þær eigi ekki minni fylgi að
fagna utan landsteinana en bolta-
leikir. Skilja eftir sig varanlegri verð-
mæti, snerta að auk sérhvern hugs-
andi einstakling. Birtingarmyndin
helst í fáeinum línum smádálkafrétta
sem eitthvað ómarkverðara til hliðar,
sem jafngildir því að efnið sé tekið
fram fyrir andann og vitið fært niður
í skóna …
Lestur á sólarströnd
Bökuð Mioquel Barceló: Leirlistaverk 1995- 1998. Nútímalistasafnið á Palma.
Sjónspegill
Bragi Ásgeirsson