Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 57

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 57 menning E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 7 1 CHEAPER BY THE DOZEN 2 Aðeins í SkjáBíói getur þú leigt nýjustu bíómyndirnar og fengið ókeypis barnaefni með einum takka á fjarstýringunni. SÝNISHORN AF NÝJUM OG VÆNTANLEGUM MYNDUM Þú færð SkjáBíó í gegnum Skjáinn ásamt SkjáEinum, SkjáHeimi og SkjáSporti í bestu myndgæðum. Þú færð myndlykil Skjásins FRÍTT ef þú ert með ADSL hjá Símanum. Fáðu þér Skjáinn strax í dag á einhverjum af sölustöðum Símans, í síma 800 7000 eða á skjarinn.is NÝTTÍ SKJÁBÍÓI NÝTT NÝTT VÆNTANLEG VÆNTANLEG FRÍTT EFNI FRÍTT EFNI Um miðjan júlí skrifaði égljósvakapistil um RockStar: Supernova-þættina sem þá höfðu nýlega hafið göngu sína. Sagðist ég í pistlinum vera lítill aðdáandi Magna og fannst mér lítið varið í þættina og gaf ég frat bæði í dómnefnd og keppendur. Sagði ég jafnvel að rokkið væri heldur betur farið í hundana. Nú er ævintýrið afstaðið og ég, sem áður fannst Magni hálfhallær- islegur, er nú orðinn einlægur Magnaaðdáandi.    Í þáttunum hefur Magni, þessi öð-lingspiltur, borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Bæði rödd hans og sviðsframkoma eiga sér fáa jafnoka og ekki er nóg með að Magni sé bráðgóður gítarleikari heldur munar hann ekki um að leika á píanóið með ágætum. Hann var yfirvegaður og jarð- bundinn alla keppnina, þrátt fyrir sumarlanga sambúð með rokkurum sem allir voru meira eða minna farnir á límingunum undir lokin. Sannkallaður klettur í hafi banda- rískra froðusnakka og gervitöff- ara.    Ég veit það nú að ég dæmdiMagna of hart og ætla ekki að þræta fyrir það að fordómar mínir eru aðallega til komnir fyrir störf hans með hljómsveitinni Á móti sól sem ég held ekki mikið upp á. Sveitaballslegir lóðarísslagarar eins og „Spenntur“ (Ég er svo spenntur fyrir þér …), „Vertu hjá mér“ (Ó, ég verð að fá að koma við þig …) og „Á þig“ (Ó, mig langar upp á þig …) mótuðu álitt mitt á Á móti sól, og Magna um leið. Það þurfti að setja Magna í annað samhengi, fjarri niðursoðnum ís- lenskum sumarsmellum, til að ég sæi hann í réttu ljósi, sem hrein- ræktaðan eðal-tónlistarmann sem kann heldur betur sitt fag. Magni hefur sýnt að hann er drengur góður, laus við alla vit- leysu og vesen, fjölskyldufaðir með forgangsröðina á hreinu. Er Magni núna ekki aðeins búinn að skipa sér sess í mínum huga sem einn af öfl- ugri og fjölhæfari tónlistarmönnum þjóðarinnar, heldur finnst mér hann hreinlega skínandi fyrirmynd fyrir æsku þessa lands.    Ég stend reyndar enn við þauorð mín að mér þykir lítið spunnið í þá Gilby, Jason og Tommy, þótt þeir hafi, blessaðir sjúskuðu galgoparnir, unnið tölu- vert á með tímanum.    Í dag, sunnudag, kemur Magniheim til Íslands. Ég reikna ekki með öðru en að Magni fái kon- unglegar móttökur enda hefur hann ekki aðeins heillað Íslendinga með framkomu sinni og frammi- stöðu í þáttunum, heldur heims- byggðina alla. Fjölmennum í Smáralind kl. 16 og sýnum Magna hvað við kunnum vel að meta afrek hans í sumar. Þá ét ég hattinn minn ’Magni hefur sýnt aðhann er drengur góður, laus við alla vitleysu og vesen, fjölskyldufaðir með forgangsröðina á hreinu‘ Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Magnaður Magni Ásgeirsson hefur heldur betur vaxið í áliti hjá grein- arhöfundi síðustu þrjá mánuði. asgeiri@mbl.is Eftir Ásgeir Ingvarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.