Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 35
Kjartansson myndhöggvari, en hún
var tveim árum eldri en hann.
– Þegar hann var fimm ára lékum
við okkur í fjörunni á Snæfellsnesi, ég
náði í dollu af hvítum sandi og hann
bjó til stórkostleg listaverk, kirkjur
og borgir. Svo kom báruskömmin.
„Hún er að koma, hún er að koma,“
sagði hann skelfingu lostinn. Og þeg-
ar báran hafði tekið allt saman, þá
leiddumst við grátandi heim. Mamma
róaði okkur og sagði: „Þetta er allt í
lagi. Eftir þrjá tíma getið þið byrjað
aftur.“ Það leyndi sér ekki að lista-
mannsgáfan lá í þessu barni.
Ragnar hlóð síðar Snæfellsás við
Arnarstapa til minningar um foreldra
Margrétar. Mikið vatn hefur til sjáv-
ar runnið síðan, en ellin þvælist ekki
fyrir Margréti.
– Ég ætla að eldast þannig að ég
verði aldrei rugluð heldur allir sem
eru í kringum mig, segir hún hlæj-
andi. Það er yndislegt að stofnanir
eins og Grund eru til. Við byrjum
daginn í sundi, þar sem yndislegur
maður, Alberto, dansar og syngur á
bakkanum við kúbversk lög á meðan
við dönsum í lauginni. Svo er sungið á
daginn við harmóníkuleik. Og þótt
herbergin séu lítil, þá er maður aldrei
í þeim. En auðvitað verður maður að
bera sig eftir félagsskapnum.
Hún staldrar við og hugsunin tek-
ur nýja stefnu:
– Galdurinn er að muna ekki hvað
maður er gamall. Ég passaði mig á að
gleyma því fyrst. Ég man þegar ég
var 69 ára og síðan ekki söguna meir.
Auðvitað gleymir maður ýmsu og
skírir upp alla, ég man aldrei manna-
nöfn, en það skiptir ekki nokkru máli.
Ég hef átt gott líf og aldrei baslað við
neitt, hvorki í hjónabandi né öðru. Ég
bið ekki um meira en ég á. Ef mig
vanhagar um eitthvað, þá lít ég fyrst í
budduna mína – ég hef aldrei
skuldað. Og ég er heppin með
tengdasyni og barnabörnin sex.
Meira get ég ekki óskað mér.
Ellin, heldur hún áfram hugsi. Ég
held að fólk hræðist orðið mest. En
það flýr enginn ellina. Verst að þeir
ríku geta ekki haft neitt með sér. Nú
orðið þarf að hafa stóra vasa á lík-
klæðunum. Einu sinni hjúkraði ég
gömlum manni sem talaði aðeins um
aurana sína. Honum var ekki sama
hvar þeir lentu. Fólk hefur mestar
áhyggjur af þeim verðmætum sem
það getur ekki tekið með sér.
Og Margrét hefur skoðun á mis-
skiptingu samfélagsins.
– Ég segi bara að fína fólkið gæti
ekki verið til ef þrælarnir væru ekki
til – ef ekki væri til fólk sem ynni fyr-
ir 100 þúsund krónur á mánuði. Og
það eru ekki léttustu verkin að
hjúkra, sama hvort það er ungum eða
gömlum.
Að lokum.
– Þakka þér fyrir, Margrét, þetta
var dásamlegt spjall.
– Já, en þú mátt ekkert segja frá
þessu. Þá skrifa ég á móti að ég hafi
verið rugluð þegar ég talaði við þig,
segir hún og hlær.
plbl@mbl.is
þjóðlífsþankar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 35
Ljubljana
! "#
"$
%
$
& ' (& & #
! " " #
"
(& &
"
) *
+ # " *)
&
! " "#
$ " "#
$ % "# "
% " "#
% &&'()
* % " "#
+
"
*
$
+
" " , " -
Hafnarstræti 5 – sími 551 6760 – Síðumúli 8 – sími 568 8410
Veidihornid.is
Hafnarstræti 5 – sími 551 6760 – Síðumúli 8 – sími 568 8410
Veidihornid.is
Haustútsalan
er hafin
í veiðibúð allra
landsmanna
Fluguhjól
frá 2.995
Flugustangir
frá 3.995
Neoprenvöðlur
frá 7.995
Allir spúnar
195
Veiðijakkar með útöndun frá 7.995
Nestisbakpokar með borðbúnaði fyrir 4
aðeins 3.995
Allt girni á hálfvirði
Úrval af sjóveiðivörum á hálfvirði
og fleira og fleira og fleira
Öndunarvöðlur
frá 10.995
Kasthjól
frá 1.995
Kaststangir
frá 1.995
Opið í dag kl. 12-16
Nýtt kortatímabil
Um daginn heyrði ég á tal tveggja
ókunnugra manna sem hvorki sáu
mig né vissu af mér. Þeir voru að
tala um fótbolta.
„Helvíti sem hann stóð sig vel í
gær, þeir hefðu ekkert getað ef
hann hefði ekki
verið með,“ sagði
annar þeirra og
vísaði til íslenskr-
ar fótboltastjörnu.
„Fólkið hans má
vera stolt,“ sagði
hinn.
„Það minnir
mig á að einu
sinni var ég á leik þar sem hann
stóð sig mjög vel sem endranær.
Þá sá ég systur hans, mjög fallega
stelpu.“
Hinn gaf frá sér samsinnandi
hljóð … mjög falleg stelpa.
„Í hálfleik lenti ég fyrir aftan
systurina í mikilli mannþvögu,“
hélt sá fyrri áfram. „Þá sá ég allt í
einu að sonarsonur minn þriggja
ára, sem ég leiddi, hafði lagt hina
höndina á afturenda systurinnar.
Hún leit við og sendi mér hreint
drepandi augnaráð. En hvað gat
ég gert? Gat ég farið að útskýra
málið – fyrirgefðu en barnið gerði
þetta – nei, ég tók þann kost að
þegja en oft hefur mér gramist að
vera þarna hafður fyrir rangri sök.
Ég sá á andliti stúlkunnar að hún
hugsaði: „Enn einn karlfauskur-
inn!““
„Nei, þú gast ekki gert neitt,
það er mitt mat,“ sagði hinn.
„Einmitt, en það sem mér
gramdist mest er að ég hef aldrei
verið í hópi þeirra karla sem eru í
því að þukla kvenfólk.“
Hinn þagði nokkra stund og
sagði svo: „Skyldi það vera árang-
ursríkt – að vera að þessu káfi sem
sumir geta ekki stillt sig um.“
Síðan héldu þeir áfram að ræða
þetta mál, hvort það borgaði sig
upp á árangur í kvennafari að gera
að þukla konur í umhverfinu.
„Ég held ekki, ég held þær falli
ekki fyrir því, aðrar aðferðir eru
betri,“ sagði loks viðmælandi þess
sem átti sonarsoninn fjölþreifna.
Ég hélt áfram að hugsa um
þetta vandamál karlmanna eftir að
raddir þeirra hljóðnuðu og komst
að sömu niðurstöðu og viðmæland-
inn. Ég held að konur séu yfirleitt
ekki mjög snoknar fyrir káfi, enda
flokkast það nú um stundir sem
kynferðisleg áreitni og þykir ekki
fínt. Ég heyrði einu sinni um mann
sem vann í stóru fyrirtæki og hafði
þennan plagsið, að þukla þær kon-
ur sem hann náði til. Hann hafði
ekki annað upp úr því en vera kall-
aður Nonni slepja.
En hitt veit ég líka að konur
vilja gjarnan vera þuklaðar af
manni sem þær eru hrifnar af og
vilja hafa slík samskipti við – „men
det er en anden sag!“
Borgar sig að þukla konur?
Strákurinn
gerði það!
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Fréttir
í tölvupósti
smáauglýsingar
mbl.is