Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 18

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 18
18 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ                     ! " "#$ %!&'( $ #")**  #+),*- !.  #,#                     !  "# $%  !  &         /0  1                                                               !      "    #$%    &        ' (    "  )                ' ( ' *  &      "    % +, -  .          !  )   & "    # '  ! &   (  )        !     ' (  ' ( ' *  & %   & $    ) ( ) () ) (* )*( )*(* )"( )"() )"(" )( )(* % Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni: „Í kynn- ingarriti um Björgólf Thor Björgólfs- son (BTB), sem dreift var með Morg- unblaðinu sunnudaginn 20. ágúst sl. veittist hann að mér og fleiri fyrrver- andi samstarfsmönnum hjá Straumi- Burðarási með fullyrðingum sem ým- ist voru beinlínis rangar eða illilega slitnar úr samhengi. Ég vísa hér til umfjöllunar hans um ósætti í stjórn félagsins eftir að hann kom þar að og tók við formennsku á 8. síðu kynning- arritsins undir fyrirsögninni: „And- vökunæturnar orðnar margar.“ Langtímahagsmunir Straums Þar sakaði hann okkur stjórnar- mennina, mig og Kristin Björnsson og forstjóra bankans, Þórð Má Jó- hannesson, um að hafa tekið skamm- tímahagsmuni fram yfir langtíma hag bankans. Þessari fullyrðingu sýnist ætlað að hefja drenginn á æðri stall; hann sé sko enginn „Enron-maður“ en lætur um leið liggja að því, að við hinir höfum verið það. Hljóta menn ekki í senn að fyllast aðdáun og með- aumkun með þessum þrautum pínda riddara, sem fórnar sér svo skefja- laust í varðstöðu fyrir langtímahags- muni hluthafanna að hann hefur ekki lengur tölu á andvökunóttunum? Til þess sýnist að minnsta kosti ætlast. Lýsing BTB höktir á því að við, þessir skammsýnu lukkuriddarar, höfðum þó leitt Straum frá upphafi og gert að einum öflugasta fjárfesting- arbanka okkar Íslendinga með hvað besta arðsemi hlutafjár íslensku bankanna ár eftir ár eftir ár. Það var gert með því vera vakandi fyrir hags- munum og tækifærum bankans dag eftir dag. Við tókum alvarlega öll merki markaðarins, hvort sem þau lutu að Straumi sjálfum, nú eða öðrum fyrirtækjum og tækifærum sem þar biðu. Fyrir BTB var þetta víst óþarfa viðkvæmni fyrir skammtíma sveiflum, enda vissi hann alla hluti best – einn og sjálfur og þurfti hvorki samráð við okkur stjórnarmennina né starfsmenn bankans. Hann einn vissi. Sjálfstæður banki á sigurbraut Straumur hafði mark- að sér þá stefnu í árslok 2003 að skjóta bæri fleiri stoðum undir rekst- urinn, efla útlánasafn bankans og ráðgjafarstarfsemi til þess að gera tekjugrunn bankans breiðari, örugg- ari og ónæmari fyrir sveiflum á verði hlutabréfa. Um þessa stefnu töldum við fulla samstöðu við sameininguna. Eitthvað reyndist það þó málum blandið því fulltrúar Samsonar, eign- arhaldsfélags BTB hér á landi, pre- dikuðu yfir ýmsum stærri hluthöfun- um, að draga ætti úr þessari bankastarfsemi. Straumur-Burðarás ætti heldur að einbeita sér að ,,stöðu- töku“ í einstökum viðskiptum og einnig, og ekki síður, að fylgja BTB í fjárfestingum hans erlendis. Það væri öllum fyrir bestu. BTB víkur raunar að þessu í bækl- ingnum; segir að Burðarás og Straumur hafi þegið að fjárfesta í ein- um af sjóðum hans erlendis, Novator 1. Hann lýsir því á hjartnæman hátt, að stjórn Burðaráss hafi ein og óstudd, með sig sitjandi frammi á gangi, algerlega hjálparlaust tekið ákvörðun um að fjár- festa í sjóðnum. Þetta mun lögmaður hans í stjórninni hafa gert, nánustu vinir og sam- starfsmenn, algerlega að eigin frumkvæði og án nokkurra tengsla við það, að hann hefði sjálfur af því drjúga þóknun að forvalta féð! Það er rétt að við í Straumi ákváðum að prófa frammistöðuna – en það er rangt að BTB hafi ekki átt neinna hagsmuna að gæta í Straumi þegar þessi ákvörðun var tekin. Einn af bönkum hans var þá strax einn af stærstu hluthöfunum og honum ráða þeir Samsonarmenn eins og BTB hlýtur að ráma í. Þeir Samsonarmenn sóttu mjög á um að Straumur yrði með í Novator 1 sjóðn- um og við gengumst inn á það. Þegar sameiningin við Burðarás var að baki var sóknin aftur hert og voru hávær- ar raddir um að Straumur legði tugi milljarða í fjárvörslu með sama hætti. – Þá sagði ég nei. Ég sá ekki betur en að Straumur væri sjálfur að ná a.m.k. jafngóðri ávöxtun á sitt fé og þarna væri í boði – og það með miklu minni kostnaði. Ég hygg að þarna hafi fyrst orðið hinn raunverulegi trúnaðar- brestur milli okkar BTB, þar sem saman laust hagsmunagæslu fyrir hluthafa Straums-Burðaráss annars vegar og hagsmunum Novators, fé- lags BTB hins vegar. Hann tók þess- ari höfnun með þeim hætti að ég var á varðbergi æ síðan. Á síðasta fundi sem ég sat í stjórn Straums-Burðaráss, þar sem kynnt Um grjótflug úr glerhúsi Magnús Kristinsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í KJÖLFAR umferðarátaks sem hrundið hefur verið af stað vegna þeirrar óaldar sem geisað hefur á vegum landsins hefur fyrirtækið ND á Íslandi ehf. ákveðið bjóða foreldrum að leigja ökurita í bif- reiðar sínar í þeim tilgangi að ná til ungra ökumanna og veita þeim aðhald á fyrstu árunum í umferð- inni. Að sögn Friðgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er tækið ákaflega einfalt í notkun en aðeins tekur nokkrar mínútur að koma því fyrir í bifreiðinni. Tækið safnar saman akstursgögn- um og sendir til stjórnstöðvar ND sem á móti sendir skýrslu daglega til foreldra með tölvupósti. Í skýrslunni koma m.a. fram upplýs- ingar um ekna vegalengd, há- markshraða og góðakstur – þar sem fram kemur einkunn og upp- lýsingar um aksturshegðan öku- mannsins. „Við erum að stuðla að því að hægja á umferðarhraða, gera fólk ábyrgara í gjörðum sínum í um- ferðinni og draga úr kæruleysis- legum akstri. Þar fyrir aftan höf- um við sett upp þessa góðakstursformúlu okkar, þar sem við skilgreinum hvernig ökumað- urinn hegðar sér undir stýri og hvernig hann keyrir,“ segir Frið- geir. Á síðastliðnu ári var sameiginleg rannsókn milli ND og Vátrygg- ingafélags Íslands sem tók til átján ungmenna á aldrinum 17 til 20 ára í umferðinni. Var ökurita komið fyrir í bifreiðunum þátttak- enda og á endanum besti ökumað- urinn verðlaunaður. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom m.a. fram að átta ökumenn óku aldrei hraðar en á 98 km hraða og þar af voru þrír ökumenn sem ekki óku yfir 90 km hraða á tímabilinu. Fyrirtækið er um þessar mundir að vinna að sambærilegu verkefni með norsku vegagerðinni og tryggingafélaginu Gjensidige þar sem fimmtíu ökumenn undir 25 ára taka þátt í verkefninu. Þar að auki eru hafnar viðræður við sænsku vegagerðina og eins hefur áhuga gætt í Lettlandi. Á Ís- landi eru einnig í bígerð fleiri verkefni hjá ND en að sögn Frið- geirs er lítið hægt að segja um það á þessari stundu. ND á Íslandi býður upp á mis- munandi þjónustuleiðir eftir því hversu mikla möguleika viðkom- andi viðskiptavinur vill hafa. Til að mynda er hægt að velja um að fá aðgang að þjónustu- grunni tækisins en þá er hægt að skoða á landakorti hvar bifreiðin er staðsett hverju sinni, í raun- tíma. „Jafnvel er hægt að fá send SMS-skilaboð í símann, t.d. ef bif- reiðinni er ekið yfir 80 km hraða,“ segir Friðgeir sem segist hafa fengið margar fyrirspurnir vegna ökuritans. Hann tekur fram að lagt er til við fjölskyldur að kerfið sé notað sem forvörn, s.s. til að skapa já- kvæða keppni á milli manna um bestu aksturshegðunina. Frekari upplýsingar eru á vef- síðu ND, www.nd.is. Bjóða upp á ökurita í fjölskyldubílinn Hægt að fá send smáskilaboð, t.d. ef hraði ungra ökumanna fer yfir 80 km Í HNOTSKURN »ND á Íslandi var stofnaðárið 2000 en aðdragandi var þróunarverkefni stofn- enda. »Verkefnið miðaði að því aðnota nýjustu tækni til sjálf- virkrar skráningar á aksturs- lagi. »Fyrirtækið hlaut „Umferð-arljósið“, verðlaunagrip Umferðarráðs árið 2004. Morgunblaðið/Þorkell Öryggi Aðeins tekur örfáar mín- útur að koma ökuritanum fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.