Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 19
Kl. 11.00
Málþing Sjónlistar „Verðlaun og aðrir viðburðir
á sviði sjónlista.“ Frummælendur eru, Lizzie
Carey-Thomas, sýningarstjóri hjá Tate Britain,
Maziar Raein, deildarstjóri þverfaglegsMaster
náms í Listaakademíunni í Osló,Marina Fokidis,
sýningarstjóri frá Aþenu, LillyWei, sýningarstjóri
og gagnrýnandi frá New York,Karen Peters,
aðstoðarforstöðumaðurWhiteboxmiðstöðvarinnar
í NY og GuðjónBjarnason, myndlistarmaður og
arkítekt. Fundarstjóri er Fríða Björk Ingvarsdóttir,
menningarritstjóri Morgunblaðsins.
Kl. 21.00
Sjónlist 2006 lýkurmeð grímuballi
í Ketilhúsinu
Kl. 16.00
Dómnefndir spjalla við tilnefnda
listamenn um verk þeirra á sýningu
Sjónlistar í Listasafninu á Akureyri.
22. september
Föstudagur
23. september
Laugardagur
Kl. 20.00
Afhending Sjónlistarorðunnar 2006
í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Athöfnin fer fram í beinni
útsendingu Sjónvarpsins sem hefst
kl 20:10
Nánari upplýsingar umSjónlist
2006má nálgast á vefslóðinni
www.sjonlist.is
Aðalfyrirtækjabakhjarl Verðlaun veita Aðrir samstarfsog styrktaraðilar
Bakhjarl dagskrárgerðar
Nýtur stuðningsSjónlist ersamstarfsverkefni
Listaháskóli Íslands
Hönnunarvettvangur
CIA.is
GG Flutningar
Tilnefningar í hönnun
Guðrún Lilja Gunnarsdóttir
SteinunnSigurðardóttir
Studio Granda
Tilnefningar í myndlist
Hildur Bjarnadóttir
Margrét H. Blöndal
Katrín Sigurðardóttir
Sjónlistarorðan
verður afhent á
Akureyri helgina
22.-23. september
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Prag
í allt haust
frá kr. 19.990*
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Fegursta borg Evrópu
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Ís-
lendinga sem fara þangað í þúsunda-
tali á hverju ári með Heimsferðum.
Haustið er frábær tími til að heim-
sækja borgina. Fararstjórar Heims-
ferða gjörþekkja borgina og kynna
þér sögu hennar og heillandi menn-
ingu. Góð hótel í hjarta Prag auk frá-
bærra veitinga- og skemmtistaða.
27. sept. - 5 nátta helgarferð á frábærum tíma
*Verð kr.19.990
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð
2.-5. okt. eða 6.-9. nóv. Netverð á mann.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 27. sept. í
5 nætur á Hotel ILF með morgunmat.
27. sept. - örfá sæti laus
2. okt.
05. okt. - örfá sæti laus
9. okt.
12. okt.
16. okt.
6. nóv.
09. nóv. - örfá sæti laus
13. nóv.
16. nóv. - örfá sæti laus
20. nóv.
23. nóv.
Beint flug
*
Bókaðu
núna!
var miklu betra 6 mánaða uppgjör fé-
lagsins en nokkrir greiningaraðil-
anna höfðu vænst, spurðist ég fyrir
um ávöxtum Novator 1 sjóðsins
fyrstu 6 mánuði ársins. Það varð fátt
um svör – og ég hef engin svör séð
enn. Vonandi hefur þetta allt gengið
að óskum, en hitt veit ég að betri af-
koma en markaðurinn vænti skýrðist
ekki af frammistöðu Novator. Þar réð
aukið vægi útlána mestu – einmitt sá
þáttur sem útsendarar Samsonar
höfðu sagt að leggja ætti af.
Þetta var því ágreiningur um
stefnu. Við gömlu Straumsmennirnir
vildum þróa bankann áfram sem öfl-
ugan og sjálfstæðan banka en ekki
gera hann að uppsprettu fjár fyrir
aðra, sjóð sem treysti á getu annarra
til að ná árangri og greiða ætti fyrir
það mikið fé.
Jafnt fyrir alla hluthafa
Í fyrrnefndu kynningarriti kemur
vel fram að BTB hefur náð afar góð-
um árangri í fjárfestingum sínum.
Það hlýtur hins vegar að vera BTB
verðugt umhugsunarefni á andvöku-
nóttunum, hvort það sé ekki óþægi-
legt þegar slíkur feiknarárangur
næst í samskiptum hans við almenn-
ingshlutafélögin sem hann hefur
komist til áhrifa í. Ég minnist þess
t.d. að hann hafði ásamt fleirum
keypt afar áhugavert og stórt land-
svæði á Spáni fyrir mikið fé. Þetta
land beið þess að skipulagsvinnu yrði
lokið svo hefja mætti glæsilega og
ábatasama uppbyggingu. Eitthvað
tafðist þetta og fór svo að kunnáttu-
menn voru fengir til að meta upp
verðmæti þessara eigna, AB Capital
trúi ég að félagið um þetta heiti.
Burðarás keypti myndarlegan hlut í
þessu félagi, ugglaust á afar sann-
gjörnu verði. Ég ímynda mér ekki
annað en að BTB hafi setið frammi á
gangi á meðan á þessum viðskiptum
stóð; ég ætla slíkum sómadreng ekki
annað.
Ég man það líka að í undanfara
sameiningar Kaldbaks hf. og Burðar-
áss hf. seldi KEA myndarlegan hlut í
Kaldbaki til óþekkts kaupanda fyrir
milligöngu Kaldbaks sjálfs. Síðar
sama dag kom í ljós að kaupandinn
var Samson undir farsælli forystu
BTB. Liðlega sólarhring síðar seldi
Samson þessi sömu bréf til Burðaráss
sem þá laut einnig forystu BTB. Skv.
tilkynningu Samsonar til Kauphallar-
innar þann 24. október 2004 var
hagnaðurinn af þessum viðskiptum
BTB um einn milljarður króna; það
var það verð sem stjórnarformaður
Burðaráss reyndist viljugur til að
greiða umfram það sem KEA sætti
sig við deginum áður. Og hver var nú
betur til þess fallinn að brúa þetta bil
en einmitt þeir félagarnir Samson og
BTB?
Ég nenni ekki að rekja fleiri svona
sögur en þær eru til marks um það,
hversu brýnt er að stjórnendum al-
menningshlutafélaga sé það aldeilis
ljóst að þeim ber umfram allt að gæta
hagsmuna félagsins sjálfs og allra
hluthafa þess – og það jafnt. Þetta var
alla tíð leiðarstefið hjá Straumi enda
tókst fyrrverandi forstjóra félagsins
að fá öflugustu lífeyrissjóði landsins í
hluthafahópinn. Til marks um traust
þeirra á félaginu má benda á að hlut-
ur þeirra í Straumi-Burðarási var
stærri en samtala hlutafjár þeirra í
Glitni og Landsbankanum á sama
tíma. Það segir meira en mörg orð.
Ég er afar stoltur af þeim árangri
sem Straumur náði á þeim tíma sem
ég starfaði þar í stjórn. Ég játa það
hins vegar að okkur gömlu samstarfs-
mennina úr Straumi þraut örendið
eftir að BTB beitti ofbeldi til að reka
forstjórann sem leitt hafði þessa sig-
urgöngu Straums síðustu 5 árin. Þá
kom í ljós að eftirlitsstofnanir þjóð-
félagsins töldu sig ekki í færum til að
aðhafast, þótt ráðandi eigandi Lands-
bankans, Samson (BTB), yfirtæki
með bolabrögðum alla stjórnun á fé-
laginu og gerði það praktískt talað að
deild í sínum rekstri. Þá taldi ég tíma-
bært að aðrir tækju við þessum
kyndli.
Í andvökukafla kynningarritsins
hefur BTB geð í sér til þess að hnýta í
söluréttarsamning sem gerður við
fyrrverandi forstjóra Straums-Burð-
aráss og lætur hann eins og hann hafi
hvergi nærri komið. Ekki finnst mér
það stórmannlegt af BTB að vega að
honum með þessum hætti, en hann
verður að eiga það við sína samvisku.
Sannleikur málsins er sá að ég hafði
sem stjórnarformaður Straums hafið
gerð þessa samnings þegar samrun-
inn við Burðarás var í sjónmáli, en
ekki var gengið frá honum fyrr en eft-
ir sameininguna. Samningurinn var
gerður með vitund og vilja BTB og
það að láta líta svo út að hann hafi
verið gerður án hans vitundar og
samþykkis er rangt. Hann vissi ná-
kvæmlega um málið, enda hafði hann
setið ekki færri en þrjá fundi með
mér og fleirum þar sem það var út-
kljáð.
Samningurinn er áþekkur því sem
þekktist í öðrum árangursdrifnum
fjármálastofnunum hér á landi og
Straumur-Burðarás þurfti engu til að
kosta við uppgjör hans. Aðrir lykil-
starfsmenn nutu einnig árangurs í
kjörum sínum, þótt auðvitað væri það
ekki með nákvæmlega sama hætti.
Starfsandinn í Straumi var góður og
liðsheildin öflug. Það var ekki fjölda-
flótti starfsmanna frá fyrirtækinu þá.
Ég veit ekki hvernig það er nú.
Eigið eftirlit
BTB segist hafa boðað aukafund í
stjórninni til að efla innri endurskoð-
un félagsins. Þetta er líka rangt.
Hann boðaði aukafund til að ræða
,,ástandið á fjármálamörkuðum“,
sjálfsagt vegna þess að hann átti hér
leið um og það var auðvitað fullt til-
efni til að ræða ólguna sem var á
markaðnum og ekki síst á gjaldeyr-
ismarkaðnum. Tveimur dögum fyrir
fund boðar hann svo tillögu um stofn-
un sérstakrar endurskoðunardeildar
og val á forstöðumanni þeirrar deild-
ar. Við vorum með eitt af stóru
lögfræðifirmunum í þessu verkefni og
það með fullu samþykki Fjármálaeft-
irlitsins. Ég fullyrði að undir forystu
þess og með tilstyrks einhvers öflug-
asta lögmanns landsins á sviði fjár-
munaréttar var haldið uppi mjög
virku eftirliti með útlánum, áhættu og
starfsháttum, á borð við það besta
sem þekkist hér á landi. Þessi þáttur í
starfseminni hafði einmitt alltaf verið
settur í sérstakt öndvegi hjá Straumi
og aldrei slakað þar á. Það var því
sannarlega ekki ágreiningur um það
að við ættum að hafa sem öflugast eft-
irlit með starfseminni. Mér fannst
hins vegar ekki sjálfgefið að sérlegur
fulltrúi BTB tryggði það eftirlit til
jafns við það sem eftirlit eins stærsta
lögmannsstofu landsins í samvinnu
við stærsta endurskoðunarfirmað
gerði! Ég er enn sömu skoðunar.
Fagurt galaði fuglinn sá
Í kynningarriti Morgunblaðsins á
BTB er margt fleira sem áhugavert
væri að staldra við. Þarna er t.d.
dregið fram hvernig þessi árangurs-
drifni stjórnandi hefur losnað úr
fjötrum áætlunarflugsins, en hann ku
jafnan koma úthvíldur til funda m.a.
hér á landi úr rúmi sínu í einkaþot-
unni.
Hann segist reyndar hafa misst
svefn út af áhyggjum af Straumi-
Burðarási og segir kynnin af mér sér-
kennilega reynslu. Nú get ég ekki
ráðið því hvaða áhrif ég hef á sálarlíf
fólks sem á vegi mínum verður en ég
hef þó aldrei fyrr fengið þá einkunn
hjá nokkrum manni að það sé furðu-
leg reynsla að vinna með mér. En
BTB hlýtur að vita sínu viti hvað
þetta varðar, enda hóf hann feril sinn
í viðskiptum í brugghúsi í Rússlandi
og umgekkst þar eflaust eingöngu
fólk sem er jafnvant að virðingu sinni
og hann. Hann hefur þannig ekki
sama reynsluheim og ég sem hef í
gegnum tíðina einkum haft samskipti
við venjulegt fólk úr mínu nánasta
umhverfi, í Vestmannaeyjum aðal-
lega, auk sjómanna og útvegsmanna
á Íslandi. Í þeim hópi hef ég ekki þótt
undarlegri en aðrir Eyjapeyjar.
Myndirnar í bæklingnum sýna
jafnframt afar gefandi tengsl við for-
setaembættið og öll umgjörðin vitnar
um velgengni og velsæld. Samt hefur
söguhetjunni tekist með athyglis-
verðum hætti að komast hjá þeirri ár-
vissu umræðu um launakjör, sem iðu-
lega kallar fram umræðu um það
hvað hæstu skattgreiðendurnir hljóti
nú að hafa allt of há laun. Ég sé að
BTB hefur fundið einföldu leiðina til
að komast hjá hnútukasti af þessum
toga; hann kýs að greiða ekki sína
skatta og skyldur hér á landi – hingað
kemur hann til að sækja fé og fyr-
irgreiðslu, ekki til að skilja það við
sig. Hann velur sínar eyjar til að njóta
ávaxtanna af sínu striti, ég vel mínar.
Ég átti ekki von á því, að þurfa að
eiga frekari orðaskipti við BTB efir
að ég vék úr stjórn og hluthafahópi
Straums-Burðaráss. Ég ber hins veg-
ar þá virðingu fyrir lesendum Morg-
unblaðsins að ætla að þeir vilji sjá
mína hlið af myndinni hans BTB. Ég
vona þó að þeir fyrirgefi þótt ég leggi
ekki í útgáfu sérstaks kynningarrits
til að koma athugasemdunum á fram-
færi og eins hvað það hefur dregist
hjá mér að svara því sem til mín var
beint.
Ég treysti því að þeir sem settust í
stjórn Straums-Burðaráss Fjárfest-
ingarbanka þegar við ,,minnihluta-
mennirnir“ drógum okkur í hlé geti
haldið uppi rétti og hagsmunum allra
hluthafanna. BTB óska ég allra heilla
og vona að hann nái þeim þroska að
geta átt gefandi samstarf við aðra
menn – t.d. um mótun stefnu og töku
ákvarðana. Honum er líka rétt að at-
huga að það er engum manni hollt að
stunda grjótkast úr glerhúsi, eins
þótt það sé skreytt í bak og fyrir.
Vestmannaeyjum 14. september
2006.“