Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 50

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 50
50 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Þrátt fyrir útkomuSteinsbiblíu 1734, fórumenn litlu síðar aðhuga að nýrri útgáfuritningarinnar. Halldór Brynjólfsson, sem tók við bisk- upsembætti á Hólum 1746, mun áður hafa tekið sér fyrir hendur að þýða Nýja testamentið úr dönsku, og var í ráði að gefa það út, til að leysa úr brýnasta skort- inum. En áður þurfti að yfirfara verkið, eins og gefur að skilja, og til þess var ráðinn Jón Þorkels- son, hinn nýskipaði íslenski túlkur í Kaupmannahöfn. Í ævisögu hans er þetta sagt um framhaldið: Þó varð bráðlega sú breyting á þessu, er gerði vinnu hans óþarfa, að nú var ekki leingur í ráði, að bókin skyldi prentuð í al- mennings prentsmiðju, enda hafði prófast- urinn ekki þýtt leingra aptur en Postulanna gerninga, því að eptir bendingum og svo til- lögum Ludvigs Harboe’s, sem var orðinn biskup í Niðarósi, virtist trúarútbreiðslu- ráðinu það heppilegast og bezt við hæfi kirkjumálanna íslenzku, að Biblían yrði prentuð í heilu líki í prentsmiðju hinnar kon- unglegu Uppeldisstofnunar. Var því alveg fallið frá því að fást við að gefa út þýðingu Halldórs af Nýjatestamentinu, og eptir fyr- irmælum leyndarráðs konungs og forseta í hvorutveggja ráðinu, er var stórfrægur maður, var öll umsjón með þessu starfi um útgáfu Biblíunnar á íslenzku í Höfn feingin í hendur Jóni Þorkelssyni, og honum falið að annast allar endurbætur á prentuninni, eða leiðrétting og endurskoðun, sem aðrir nefna svo. Þetta var árið 1746. Jóni til aðstoðar átti að vera Gísli Snorrason, er nam guðfræði þar ytra. Er mælt, að hann muni þó lítið hafa getað komið að þessu, en sent námsfélaga þrjá til skiptis, Björn Markússon, síðar lögmann og sýslumann, Jón Vídalín, síðar prest í Laufási við Eyjafjörð, og Jón Þorgilsson, síðar prest á Hellnum undir Jökli. Þegar Gísli hverfur alfarinn út til Íslands ári síðar, og gerist prestur í Odda á Rangárvöllum, kemur Björn í hans stað. Að Nýja testamentinu var starfað frá hálfnuðum maímánuði til 1. ágúst 1746. Hafði verið ákveðið að gefa það út í örlitlu broti, duodecimo, eða tólfblaða, „handa fátæklingum eða öðrum, því að þetta snið hinnar helgu bókar var betur við almennings hæfi, af því hve lítið það var og handhægt“, eins og segir í áður ívitnuðu riti, og kom það út seinna á árinu. Samtímis hafði verið unnið að prentun Nýja testamentisins, sem átti að nota í Biblíuna, en það var í stærra broti, eða quarto, fjögurra- blaða, svipað og A4 nú á tímum. Að þessu loknu var komið að Gamla testamentinu. Var unnið að því til 1. febrúar 1747, en þá gert hlé, út af einhverju, en svo haldið áfram frá miðjum apríl og klárað í byrjun október. Og út kom loks BIBLIA, Þad er Øll Heiløg Ritn- ing Utløgd a Norrænu; Epter Þeirre Annare Edition Bibliunnar sem finnst prenntud a Hoolum i Islande Anno MDCXLIV. Med Formaalum og Utskijringum Doct. MARTINI LUTHERI, Einnig med Stuttu Innehallde sierhvers Capitula, og so Citati- um. Prentud í KAUPMANNA- HØFN, I þvi Konunglega Wäy- sen-Huuse, og med þess Til- kostnade, af Gottmann Friderich Risel, Anno MDCCXLVII. Athygli vekur, að þetta var ein- ungis 13 árum eftir Steinsbiblíu. Er þetta fjórða Biblíuútgáfa okkar, og jafnan kennd við prent- stað sinn, munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn, sem árið 1727 hafði fengið einkarétt á útgáfu Biblíunnar í Danaveldi, til að fjár- magna reksturinn. Og eins og sést í titlinum, er um að ræða endur- prentun Þorláksbiblíu (án stór- vægilegra breytinga alla vega), alls 1742 blaðsíður, og kostaði bókin „O-Innbundinn Einn Rijk- isDal og Slettann; Enn Innbund- inn með Spennlum, Tvo Rijk- isDale og Fiora Fiska“, eða m.ö.o. 1–2½ ríkisdal, sem var engin býsn, enda hafði verið lagt upp með þá hugsun, að gefa nú alþýð- unni kost á að eignast Heilaga ritningu, og slíkt markmið gat að- eins náðst, ef hún fékkst á lágu verði. Þetta var unnt, af því að hún var að miklu leyti kostuð með framlagi, sem innheimt var af öll- um kirkjum á Íslandi. Upplag var 1.000 eintök. Þessar tvær útgáfur Vajsen- hússins bættu mjög úr þörfinni fyrir Guðs orð á íslensku, en dugðu þó skammt. Varð að prenta Nýja testamentið eitt og sér þremur árum síðar í 2.000 eintök- um, í tólfblaðabroti. Fyrir tilstilli dansks kaup- manns, Laurenz Stistrup, var rétt eftir miðja 18. öldina úthlutað hér ókeypis til snauðs fólks nærfellt 600 Biblíum og tæpum 1.700 Nýja testamentum. Á árunum 1824–1825 voru 898 eintök Vajsenhússbiblíu til í land- inu, samkvæmt könnun Hins ís- lenska Biblíufélags. Lbs. 313, 4to („Tafla yfir Biblíur, Nya- Testamenti og Harmoníur a Ís- landi árið 1827“), sem varðveitt er á Handritadeild Landsbókasafns- Háskólabókasafns, segir 901 ein- tak. Hvernig staðan er núna, er erfitt um að segja. En að lokum er hér textasýn- ishorn, 23. Davíðssálmur, eins og fyrrum: DROTTinn er Minn Hyrder, Mig mun ecke neitt bresta. Hann foodrar mig j grænum Haga, Og leider mig framm ad ferskum Vøtnum. Hann endurnærer Saal mijna, hann leider mig a Riettann Veg, fyrer sijns Nafns Saker. Og þott ad eg raafade j Mirkvum Dal, þa hrædest eg þo øngva Olucku, Þviad Þu ert hiaa mier, þinn Vøndur og Stafur hugsvala mier. Þu tilbyr Matbord fyrer minne Saalu, j giegn Ovinum mijnum, Þu smyr mitt Høfud med Vidsmiøre, og skeinker fullt a fyrer mig. Giædska og Miskunseme mun mier epter- filgia mijna Lijfdaga, Og eg mun bwa j Hwse DROTTins æfen- lega. Vajsenhússbiblía sigurdur.aegisson@kirkjan.is Árið 1747 leit fjórða út- gáfa Biblíunnar á íslensku dagsins ljós og nú var þrykkt í útlöndum, í svo- kölluðu Vajsenhúsi, mun- aðarleysingjahæli í Kaup- mannahöfn, en ekki á Hólum, eins og áður hafði verið. Sigurður Ægisson rekur í pistli dagsins þá sögu. SÍMINN hefur ákveðið að færa Rauða krossi Íslands í kringum 800 úlpur og 230 flíspeysur. Um er að ræða hlífðarfatnað sem merktur er Símanum. Fatnaðurinn verður sendur til Malaví í Afríku, þar sem alnæmissmitaðir skjólstæðingar Rauða krossins munu njóta góðs af sendingunni enda getur hitastig fallið niður undir frostmark yfir vetrartímann sem stendur frá júní til ágústloka, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru frá vinstri, Örn Ragnarsson verk- efnisstjóri fatasöfnunar RKÍ, Sólveig Ólafssdóttir upp- lýsingafulltrúi RKÍ og Eva Magnúsdóttir upplýsinga- fulltrúi Símans. Síminn styrkir starf RKÍ FRÉTTIR MAGNI Ásgeirsson er vænt- anlegur heim í dag eftir frábæra frammistöðu í Rock Star: Super- nova. Verður tekið á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukk- an 16.00 í dag. Áður en Magni kemur í hús munu ýmsir af kunnustu tónlist- armönnum þjóðarinnar koma fram og spila með Á móti sól. Kemur það fram í fréttatilkynn- ingu frá Skjánum. Magni hefur farið mikla sig- urför, heillað heimsbyggðina með framgöngu sinni í þáttunum og komið Íslandi á rokk-kortið. Lagði þjóðin sitt af mörkum með metfjölda atkvæða, bæði með SMS- og netkosningu. Skjár einn ætlar að taka vel á móti Magna og býður því aðdá- endum hans á tónleikana í Vetr- argarðinum í dag. Eins og áður segir hefst fjörið klukkan 16 og verður Felix Bergsson kynnir. Heiða, Hreimur, Sjonni Brink og Gunni Óla munu magna upp stemninguna áður en Magni stíg- ur á svið með félögum sínum í Á móti sól. Magni Ásgeirsson ásamt syni sínum, Marinó. Magna fagnað í Smáralind Hella | Umhverfisnefnd Rangár- þings ytra veitti á dögunum viður- kenningar fyrir góða umgengni og snyrtimennsku í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru í fjórum flokkum; lögbýli, sumarhús, fyrir- tæki og garðar. Umhverfismál og umgengni al- mennt, fá sífellt stærri sess í nútím- anum, meiri kröfur eru gerðar en áð- ur varðandi fallegt og gott umhverfi. Koma þarf í veg fyrir mengun og tryggja þarf öryggi. Skilningur og áhugi á umhverfismálum, góðri um- gengni og snyrtimennsku fer vax- andi, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli og því var umhverfisnefnd Rangár- þings ytra nokkur vandi á höndum, margir áttu skilið að hljóta viður- kenningar. En að þessu sinni voru það eft- irtaldir aðilar sem fengu viðurkenn- ingar: Félagsbúið Raftholti fyrir áratuga snyrtimennsku og góða um- gengni, en þar búa þau Hjalti Sig- urjónsson, Jóna Valdimarsdóttir, Guðríður Júlíusdóttir og Sigurjón Hjaltason. Klofakot í Landsveit, sumarhús sem þau Ruth Árnadóttir og Grétar N. Skarphéðinsson eiga, en þau fengu viðurkenningu fyrir vel unnin uppgræðslustörf, ræktun og snyrti- mennsku. Söluskálinn Landvegamótum fékk viðurkenningu fyrirtækja, enda tek- ist vel til þar með nýju húsi og um- hverfi þess. Aðkoma hefur stórbatn- að, sem þýðir aukið öryggi fyrir vegfarendur og viðskiptavini, auk þess sem umhverfi hefur verið snyrt til fyrirmyndar á skömmum tíma. Það voru síðan Guðni Jónsson og Þórunn Jónasdóttir sem fengu við- urkenningu fyrir garð sinn við Breiðöldu 9 á Hellu, en þar þótti snyrtimennska vera framúrskarandi og fjölbreytileiki í útfærslu á garði. Umhverfismál munu verða tekin nokkuð föstum tökum í Rangárþingi ytra á næstu misserum. Undir stjórn Önnu Heiðu Kvist garðyrkjustjóra hefur nú þegar verið unnið átak í hreinsun og snyrtilegum frágangi á nokkrum opnum svæðum í og við Hellu, m.a. við þjóðveginn gegnt Suðurlandsvegi 1–3, en þar hefur verið snyrt og komið upp aðstöðu fyrir vegfarendur til að staldra við. Þessi nýi áningastaður, sem hentar vel vegfarendum á stærri bílum eða með aftanívagna, hefur notið mikilla vinsælda. Hreint og snyrtilegt um- hverfi skiptir miklu fyrir íbúana og vellíðan þeirra, einnig bætir það ásýnd sveitarfélagsins gagnvart þeim sem það sækja heim. En betur má ef duga skal, og þó fyrrnefndir aðilar hafi fengið viðurkenningu um- hverfisnefndar í ár, vildi Örn Þórð- arson nýráðinn sveitarstjóri, minna íbúa á að viðurkenningar verða veitt- ar að ári og næstu ár og hvetur fólk til að huga að umhverfi sínu, því hreint land er fagurt land. Skilningur vex á mikilvægi góðrar umgengni Eftir Óla Má Aronsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.