Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 15
um, að því er fram kom í skýrslu
sem Magnús Óskar Hafsteinsson,
nemandi við HÍ, vann á síðasta ári.
Magnús Óskar taldi reyndar ein-
sýnt að þetta ætti ekki eingöngu við
um bankana, heldur fyrirtæki al-
mennt.
Óhætt er að taka undir þau orð
Halldórs J. Kristjánssonar, banka-
stjóra Landsbankans, í grein í Les-
bók Morgunblaðsins í október í
fyrra, að mikill vöxtur fyrirtækja og
aukin arðsemi sem orðið hafi, m.a.
vegna einkavæðingar bankanna,
hafi sannarlega skilað sér í stór-
auknum stuðningi við menningar-
lífið hér á landi.
Eitt dæmi um slíkan stuðning er
40 milljóna króna styrktarsamn-
ingur FL Group við Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í mars sl., en
við það tækifæri sagði Hannes
Smárason, forstjóri FL Group, að
rekstur fyrirtækisins hefði gengið
vel „og teljum við okkur bera skyldu
til að styðja við bakið á menning-
unni í landinu“.
Halla Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir
að í stuðningi fyrirtækja felist
gjarnan að þau vilji bæta ímynd sína
og auðvitað mæli ekkert gegn því að
þau njóti góðs af, rétt eins og þiggj-
endur framlaga. Spurð um hvers
vegna bankarnir standi jafn fram-
arlega og raun ber vitni segir hún að
ein ástæðan sé sú, að þeir berjist af
hörku um gott starfsfólk og leggi
því mikið á sig til að skapa góðan
liðsanda. Áhersla á góða ímynd
bankanna lúti því ekki eingöngu að
því að höfða til viðskiptavinanna,
heldur ekki síður þeirra fjölmörgu
starfsmanna sem hjá þeim starfa.
UNICEF-styrkurinn
Styrkur fyrirtækjanna Baugur
Group, FL Group og Fons við verk-
efni Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna í Gíneu-Bissá í desember í
fyrra vakti verðskuldaða athygli,
enda stærsti styrkur sem íslensk
fyrirtæki hafa veitt í þróunarverk-
efni. Fyrirtækin þrjú gáfu samtals
135 milljónir króna. Fram kom að
upphæð af þessu tagi breytti fram-
tíð eitt hundrað þúsund barna í
landinu, sem er eitt fátækasta ríki
heims.
Fyrirtækin þrjú héldu að auki
veislu, þar sem efnt var til uppboðs.
Þar lét efnafólk hendur standa fram
úr ermum og áður en upp var staðið
höfðu safnast 90 milljónir til við-
bótar. Töluverða athygli vakti að
menn voru reiðubúnir að greiða 21
milljón króna fyrir ómálað málverk
og 2,5 milljónir fyrir að fá að
spreyta sig sem veðurfréttamenn á
NFS, svo dæmi séu tekin. Skýringin
er vitanlega sú, að boðsgestir fyr-
irtækjanna þriggja voru beinlínis að
veita fé til góðgerðarmála, en ekki
að verðleggja það sem boðið var
upp. Uppboð af þessu tagi eru al-
þekkt í heimi efnafólks erlendis.
Skömmu áður en til þessarar stór-
gjafar kom hafði Pétur Björnsson,
fyrrverandi forstjóri og eigandi Víf-
ilfells, gefið UNICEF fimm millj-
ónir króna til verkefnisins í Gíneu-
Bissá og almenningur lét ekki sitt
eftir liggja þegar sérstakur sjón-
varpsþáttur UNICEF Ísland á Skjá
einum hvatti fólk til að gerast
heimsforeldrar.
Styrkirnir taka oft á sig frum-
legar myndir, eins og ómálaða mál-
verkið fyrir 21 milljón sýnir. Í maí
sl. afhenti Glitnir UNICEF rúm-
lega eina milljón króna, sem fékkst
m.a. með uppboði á treyju áritaðri
af knattspyrnugoðinu Ronaldinho.
Framar í forgangsröðinni
Forkólfar í viðskiptalífinu hafa
látið líknar- og menningarmál til sín
taka í vaxandi mæli, eins og dæmin
af fjölskyldum Björgólfs Guð-
mundssonar og Jóhannesar Jóns-
sonar sanna. Áður var líka nefnt að
þeir beita sér jafnframt fyrir að fyr-
irtæki í eigu þeirra og undir þeirra
stjórn geri slíkt hið sama. Skemmst
er að minnast þess að í fyrra stofn-
aði Baugur 300 milljóna króna
styrktarsjóð, sem úthlutað er úr
tvisvar á ári í þrjú ár, 50 milljónir í
hvert skipti.
Upphæðirnar, sem auðugasta fólk
landsins og fyrirtæki þeirra leggja
til líknar- og menningarmála, eru
miklu hærri en dæmi eru um fyrir
t.d. áratug. Fyrirtæki létu sér t.d.
oft nægja að greiða smávægilega
styrki til fjölda verkefna, til dæmis í
formi styrktarlína. Enn er hægt að
finna fjölda fyrirtækja sem halda
sig við þá reglu, en þróunin er öll í
þá átt að þau styrki ákveðin verk-
efni veglega.
Almenningur hefur líka úr meiru
að moða núna en nokkru sinni fyrr.
Þegar fólk hefur eignast húsið, bíl-
ana, sumarbústaðinn og getur veitt
sér margt annað sem hugurinn girn-
ist, þá komast góðgerðarmálin of-
arlegar á blað.
Stuðningur við háskóla
Þótt hér hafi aðallega verið litið
til stuðnings við ýmiss konar góð-
gerðarstarfsemi, þá er ljóst að ein-
staklingar og fyrirtæki beita sér á
mun stærri vettvangi. Þannig hafa
fyrirtæki mörg séð sér hag í að
styrkja háskóla, t.d. eru svokallaðir
„bandamenn“ Háskólans í Reykja-
vík fyrirtækin Glitnir, Síminn, VÍS,
Eimskip, Sjóvá-Almennar, Skelj-
ungur og Orkuveita Reykjavíkur. Í
hópi „hollvina“ Háskóla Íslands
er Glitni, VÍS, Sjóvá og Skelj-
ung einnig að finna, en líka Ac-
tavis, Árvakur, Bakkavör,
Haga, KB banka, Landsbanka,
Straum-Burðarás, Visa Ísland og
fjölmörg önnur fyrirtæki. Á síðasta
ári var starfsemi Háskólasjóðs Eim-
skipafélags Íslands breytt í þá veru,
að sjóðurinn stóreykur styrki sína
til rannsóknartengds framhalds-
náms við Háskóla Íslands og
munu árlegir styrkir nema 100
milljónum króna þegar úthlutanir
verða komnar á rekspöl. Að auki
lagði sjóðurinn 500 milljónir króna
til byggingar Háskólatorgs.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 15
LÍTUM UPP TIL
HREINS LOFTS
REYKJAVÍK, 15.–22. SEPTEMBER
Hreinn Loftur er ungur og fersku
r og sönn fyrirmynd. Hann er á u
ppleið.
Hann kemur með nýjan andblæ
í borgina.
Það er margt sem þú getur gert
til að auka veg Hreins Lofts.
Vertu með – þú getur notið þess
besta sem borgin hefur að bjóð
a fyrir
tilstuðlan Hreins Lofts.
Það er mikilvægt að velja rétt.
FRAMTÍÐ HREINS LOFTS E
R Í ÞÍNUM HÖNDUM!
www.reykjavik.is
EVRÓPSK
SAMGÖNGU-
VIKA
SAMGÖNGUVIKAN 2006
LOFTSLAGSBREYTINGAR
Reykjavíkurborg tekur nú, fjórða árið í röð, þátt í Evrópsku
Samgönguvikunni. Þema Samgönguvikunnar í ár er
loftslagsbreytingar og mun dagskrá vikunnar taka mið af því.
Leiðarljós Samgönguviku er hreint loft og verður lögð áhersla
á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu
og borgarbrag.
DAGSKRÁ
Sunnudagur 17. september
Göngudagur
Hvers vegna liggja götur eins og þær gera og hvað ræður stærð húsa?
Á Samgönguviku er að þessu sinni hægt að kynnast Grafarholtinu
betur. Arkitektar frá Kanon arkitektum leiða göngu um eitt nýjasta
hverfi Reykjavíkur, Grafarholtið. Kanon arkitektar voru meðal þeirra
arkitektastofa sem komu að hönnun og skipulagi svæðisins. Lagt af stað
frá bílastæðinu við Ingunnarskóla kl. 14.00.
Mánudagur 18. september
12.00 Umhverfi og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Geta hjólreiðar og ganga verið raunverulegir valkostir fyrir
íbúa Reykjavíkur? Munu vistvænni bílar ryðja sér til rúms í
borginni? Er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum
samgangna á umhverfið?
Frummælendur: Gísli Marteinn Baldursson, formaður
umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra og Samúel Torfi Pétursson
skipulagsverkfræðingur. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson.
Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla.
Þriðjudagur 19. september
12.00 Heilsa og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Munu fleiri Reykvíkingar velja sér samgöngumáta með
heilsufarslegan ávinning í huga? Framtíðarsýn
Reykjavíkurborgar er að hjólreiða- og göngufólk verði
sýnilegra í umferðinni.
Frummælendur: Dagur B. Eggertsson læknir, Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona og Sigurður Ingi Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson
Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla.
Meira um dagskrá Samgönguviku á reykjavik.is
TALSMENN
HREINS LOFTS
Reykjavíkurborg
Hreinn Loftur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
3
4
9