Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 49

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 49 AUÐLESIÐ EFNI Öryggis-vörður stunginn Öryggis-vörður á bensín-stöð í Fella-hverfi í Breið-holti var stunginn í bakið þegar hann lenti þar í á-tökum við 3 unga menn. Hann slapp með minni-háttar meiðsli en lög-reglan leitar mannanna. Tvær íslenskar kvik-myndir til-nefndar Tvær ís-lenskar kvik-myndir eru til-nefndar til Kvikmynda-verðlauna Norðurlanda-ráðs árið 2006. Það eru Blóð-bönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson og Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kormák. Úr-slit verða til-kynnt 11. október, en verð-launin veitt 1. nóvember. Barcelona byrjar vel Eiður Smári Guðjohnsen og fél-agar hans í knattspyrnu-félaginu Barcelona, byrjuðu meistara-deildar-keppnina með látum þegar þeir unnu Levski Sofia 5:0 á þriðju-daginn. Eiður Smári lék inná sein-asta hálf-tímann fyrir Evrópu-meistarana. Stutt Tveir ára-tugir eru frá því að Íslend-ingar hættu hval-veiðum í ágóða-skyni. Kristján Loftsson framkvæmda-stjóri Hvals hf. segir að nú sé tíma-bært að snúa blaðinu við. Ef að-stæður leyfa hyggst hann hefja hval-veiðar í lok september. Efa-semdir eru uppi í sam-félaginu um að mark-aður sé fyrir hval-kjöt, og margir sam-mála um að al-mennt sé tals-verð and-staða við hval-veiðar. Þrátt fyrir að um 90 þúsund manns muni fara í hvala-skoðunar-ferðir um land allt í ár, segir forsvars-maður eins þeirra að hval-veiðar séu þegar farnar að skemma fyrir hvala-skoðun. Hval-veiðar á ný? Á miðviku-daginn hóf 25 ára maður skot-hríð í mat-sal Dawson mennta-skólans í Montreal í Kanada. Hann skaut unga konu til bana, særði 19 manns og þar af 2 lífs-hættulega. Árásar-maðurinn lést þegar lög-reglan skaut á hann. Maðurinn hét Kimveer Gill og sagði á blogg-síðunni sinni að uppáhalds- tölvu-leikurinn sinn væri byggður á fjölda-morðunum sem framin voru í Columbine framhalds-skólanum í Banda-ríkjunum 1999. Á síðunni birti hann um 50 myndir af sér með riffil og klæddum svörtum frakka. Þar sagði hann: „Vinnan er ömur-leg ... skólinn er ömur-legur ... lífið er ömur-legt ... hvað á ég að segja? Lífið er tölvu-leikur, maður hlýtur að deyja ein-hvern tíma.“ Skot-hríð í mennta- skóla Reuters Við Dawson háskólann Fjögur lið í Landsbanka-deild karla í knatt-spyrnu hafa skipt um þjálfara á þessu leik-tímabili. Ólafur Þórðarson hjá ÍA og Bjarni Jóhannsson hjá Breiða-bliki hættu báðir eftir fyrri um-ferðina, og nú hafa Guðlaugur Baldursson hjá ÍBV og Sigurður Jónsson hjá Grinda-vík sagt upp störfum sínum. Sigurður Þórir Þorsteinsson for-maður Knattspyrnu-þjálfara-félags Íslands segist hafa miklar á-hyggjur af þessari þróun, en það virðist vera orðið ó-líft fyrir menn í þessu starfi. „Starfsumhverfi þjálfara hér á landi er mjög erfitt,“ segir Sigurður Þórir. „Pressan er gríðar-lega mikil að ná góðum á-rangri og þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni má ekkert út af bera.“ Hann segir vanda-málið einnig felast í því að það séu of fáir leikir í mótinu og lausnin gæti reynst að fjölga liðum. Á næsta tíma-bili verða 1. og 2. deild með 12 liðum. 4 þjálfarar hættir Á mánu-daginn voru liðin 5 ár frá því að sjálfs-morð-ingjar al-Qaeda hryðjuverka-samtakanna flugu flug-vélum á Tvíbura-turnana í New York. Við það eyðilögðust turnarnir, hrundu og tæp-lega 3.000 manns létu lífið. Að því til-efni var minningar-stund haldin þar sem turnarnir stóðu á Manhattan. George W. Bush Bandaríkja-forseti og eigin-kona hans Laura Bush lögðu blóm-sveiga á staðinn og ætt-ingjar fórnar-lambanna lásu upp nöfn allra sem fórust þennan dag. Við á-rásina breyttist heims-mynd Banda-ríkjamanna þar sem þeir voru ekki lengur öruggir í skjóli út-hafanna. Síðan hefur hryðju-verka-hættan og við-brögð við henni verið helsta viðfangs-efnið í utanríkis-stefnu landsins. Fjöl-miðlar víða um heim fjölluðu mikið um á-rásina á mánu-daginn og var rauði þráðurinn í leiðurum þeirra hörð gagn-rýni á ríkis-stjórn George W. Bush Bandaríkja-forseta. Minningar-stund í New York Reuters George W. Bush og Laura Bush á Man- hattan. Söng-varinn Magni Ásgeirsson er nú á heim-leið eftir 15 vikur í Banda-ríkjunum, þar sem hann tók þátt í raunveraleika-þættinum Rockstar Supernova. Magni komst í úr-slit, en það var Kanada-maðurinn Lukas Rossi sem var að lokum valinn söng-vari Supernova. Magni varð sá fjórði síð-asti til að vera rekinn heim, en segist sáttur við úr-slitin: ,,Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sannar-lega skilið.“ Þrátt fyrir að vera ekki söng-vari Supernova fer Magni í 6 vikna tónleika-ferðalag í janúar með hljóm-sveitinni sem spilaði í þátt-unum. Kepp-endurnir Dilana, Toby og lík-lega Storm munu einnig fara með. Magni hefur fengið nokkur til-boð vegna frammi-stöðu sinnar í þátt-unum, en vill ekki tala um þau núna, heldur drífa sig heim að hvíla sig og leika við drenginn sinn. Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Lukas knúsar vin sinn Magna í loka-þættinum. „Lukas átti skilið að vinna“ Á fimmtu-daginn voru víða um land haldnir báráttu-fundir gegn bana-slysum í um-ferðinni. Nú þegar hafa 19 látið lífið, en það er jafn mikið og allt árið í fyrra. Á-varp sem samgöngu-mála-ráðherra Sturlu Böðvarssonar hélt á borgara-fundi í Hallgrímskirkju, var lesið upp á fundum úti á landi. Þar sagði hann að stöðva yrði það of-beldi sem veg-farendur mæta í um-ferðinni á hverjum degi. Liður í því er að endur-skoða refsingar við umferðarlaga-brotum og setja upp hraða-myndavélar á þjóð-vegum. Einnig að bæta umferðar-fræðslu í skólum. Sturla hefur gefið Vega-gerðinni fyrir-mæli um að hefja undir-búning við að flýta lag-færingum á vegum til að auka öryggið í um-ferðinni. Lík-lega verður vegurinn upp á Kjalar-nes byggð-ur upp sem 2 + 1 vegur og líka vegurinn austur fyrir fjall. Þeim verður síðar breytt í 2 + 2 vegi. Víða á að bæta inn-keyrslu á megin-umferðar-æðar, og í því skyni á að setja hring-torg við Þingvalla-afleggjarann á Vestur-lands-vegi. Slysa-alda í um-ferðinni Morgunblaðið/Golli Sturla Böðvarsson flytur á-varpið sitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.