Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 49 AUÐLESIÐ EFNI Öryggis-vörður stunginn Öryggis-vörður á bensín-stöð í Fella-hverfi í Breið-holti var stunginn í bakið þegar hann lenti þar í á-tökum við 3 unga menn. Hann slapp með minni-háttar meiðsli en lög-reglan leitar mannanna. Tvær íslenskar kvik-myndir til-nefndar Tvær ís-lenskar kvik-myndir eru til-nefndar til Kvikmynda-verðlauna Norðurlanda-ráðs árið 2006. Það eru Blóð-bönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson og Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kormák. Úr-slit verða til-kynnt 11. október, en verð-launin veitt 1. nóvember. Barcelona byrjar vel Eiður Smári Guðjohnsen og fél-agar hans í knattspyrnu-félaginu Barcelona, byrjuðu meistara-deildar-keppnina með látum þegar þeir unnu Levski Sofia 5:0 á þriðju-daginn. Eiður Smári lék inná sein-asta hálf-tímann fyrir Evrópu-meistarana. Stutt Tveir ára-tugir eru frá því að Íslend-ingar hættu hval-veiðum í ágóða-skyni. Kristján Loftsson framkvæmda-stjóri Hvals hf. segir að nú sé tíma-bært að snúa blaðinu við. Ef að-stæður leyfa hyggst hann hefja hval-veiðar í lok september. Efa-semdir eru uppi í sam-félaginu um að mark-aður sé fyrir hval-kjöt, og margir sam-mála um að al-mennt sé tals-verð and-staða við hval-veiðar. Þrátt fyrir að um 90 þúsund manns muni fara í hvala-skoðunar-ferðir um land allt í ár, segir forsvars-maður eins þeirra að hval-veiðar séu þegar farnar að skemma fyrir hvala-skoðun. Hval-veiðar á ný? Á miðviku-daginn hóf 25 ára maður skot-hríð í mat-sal Dawson mennta-skólans í Montreal í Kanada. Hann skaut unga konu til bana, særði 19 manns og þar af 2 lífs-hættulega. Árásar-maðurinn lést þegar lög-reglan skaut á hann. Maðurinn hét Kimveer Gill og sagði á blogg-síðunni sinni að uppáhalds- tölvu-leikurinn sinn væri byggður á fjölda-morðunum sem framin voru í Columbine framhalds-skólanum í Banda-ríkjunum 1999. Á síðunni birti hann um 50 myndir af sér með riffil og klæddum svörtum frakka. Þar sagði hann: „Vinnan er ömur-leg ... skólinn er ömur-legur ... lífið er ömur-legt ... hvað á ég að segja? Lífið er tölvu-leikur, maður hlýtur að deyja ein-hvern tíma.“ Skot-hríð í mennta- skóla Reuters Við Dawson háskólann Fjögur lið í Landsbanka-deild karla í knatt-spyrnu hafa skipt um þjálfara á þessu leik-tímabili. Ólafur Þórðarson hjá ÍA og Bjarni Jóhannsson hjá Breiða-bliki hættu báðir eftir fyrri um-ferðina, og nú hafa Guðlaugur Baldursson hjá ÍBV og Sigurður Jónsson hjá Grinda-vík sagt upp störfum sínum. Sigurður Þórir Þorsteinsson for-maður Knattspyrnu-þjálfara-félags Íslands segist hafa miklar á-hyggjur af þessari þróun, en það virðist vera orðið ó-líft fyrir menn í þessu starfi. „Starfsumhverfi þjálfara hér á landi er mjög erfitt,“ segir Sigurður Þórir. „Pressan er gríðar-lega mikil að ná góðum á-rangri og þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni má ekkert út af bera.“ Hann segir vanda-málið einnig felast í því að það séu of fáir leikir í mótinu og lausnin gæti reynst að fjölga liðum. Á næsta tíma-bili verða 1. og 2. deild með 12 liðum. 4 þjálfarar hættir Á mánu-daginn voru liðin 5 ár frá því að sjálfs-morð-ingjar al-Qaeda hryðjuverka-samtakanna flugu flug-vélum á Tvíbura-turnana í New York. Við það eyðilögðust turnarnir, hrundu og tæp-lega 3.000 manns létu lífið. Að því til-efni var minningar-stund haldin þar sem turnarnir stóðu á Manhattan. George W. Bush Bandaríkja-forseti og eigin-kona hans Laura Bush lögðu blóm-sveiga á staðinn og ætt-ingjar fórnar-lambanna lásu upp nöfn allra sem fórust þennan dag. Við á-rásina breyttist heims-mynd Banda-ríkjamanna þar sem þeir voru ekki lengur öruggir í skjóli út-hafanna. Síðan hefur hryðju-verka-hættan og við-brögð við henni verið helsta viðfangs-efnið í utanríkis-stefnu landsins. Fjöl-miðlar víða um heim fjölluðu mikið um á-rásina á mánu-daginn og var rauði þráðurinn í leiðurum þeirra hörð gagn-rýni á ríkis-stjórn George W. Bush Bandaríkja-forseta. Minningar-stund í New York Reuters George W. Bush og Laura Bush á Man- hattan. Söng-varinn Magni Ásgeirsson er nú á heim-leið eftir 15 vikur í Banda-ríkjunum, þar sem hann tók þátt í raunveraleika-þættinum Rockstar Supernova. Magni komst í úr-slit, en það var Kanada-maðurinn Lukas Rossi sem var að lokum valinn söng-vari Supernova. Magni varð sá fjórði síð-asti til að vera rekinn heim, en segist sáttur við úr-slitin: ,,Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sannar-lega skilið.“ Þrátt fyrir að vera ekki söng-vari Supernova fer Magni í 6 vikna tónleika-ferðalag í janúar með hljóm-sveitinni sem spilaði í þátt-unum. Kepp-endurnir Dilana, Toby og lík-lega Storm munu einnig fara með. Magni hefur fengið nokkur til-boð vegna frammi-stöðu sinnar í þátt-unum, en vill ekki tala um þau núna, heldur drífa sig heim að hvíla sig og leika við drenginn sinn. Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Lukas knúsar vin sinn Magna í loka-þættinum. „Lukas átti skilið að vinna“ Á fimmtu-daginn voru víða um land haldnir báráttu-fundir gegn bana-slysum í um-ferðinni. Nú þegar hafa 19 látið lífið, en það er jafn mikið og allt árið í fyrra. Á-varp sem samgöngu-mála-ráðherra Sturlu Böðvarssonar hélt á borgara-fundi í Hallgrímskirkju, var lesið upp á fundum úti á landi. Þar sagði hann að stöðva yrði það of-beldi sem veg-farendur mæta í um-ferðinni á hverjum degi. Liður í því er að endur-skoða refsingar við umferðarlaga-brotum og setja upp hraða-myndavélar á þjóð-vegum. Einnig að bæta umferðar-fræðslu í skólum. Sturla hefur gefið Vega-gerðinni fyrir-mæli um að hefja undir-búning við að flýta lag-færingum á vegum til að auka öryggið í um-ferðinni. Lík-lega verður vegurinn upp á Kjalar-nes byggð-ur upp sem 2 + 1 vegur og líka vegurinn austur fyrir fjall. Þeim verður síðar breytt í 2 + 2 vegi. Víða á að bæta inn-keyrslu á megin-umferðar-æðar, og í því skyni á að setja hring-torg við Þingvalla-afleggjarann á Vestur-lands-vegi. Slysa-alda í um-ferðinni Morgunblaðið/Golli Sturla Böðvarsson flytur á-varpið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.