Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 23
hversu mikla aðlögunarhæfni börn hafa. Á þessum tíma voru þreng- ingar í íslensku efnahagslífi og þeg- ar Sverri bauðst starf í Noregi fluttum við aftur þangað. Svo kom- um við alkomin heim 1971 með börnin tvö; Sigurjónu 12 ára og Eyjólf Orra 6 ára.“ Rannveig nýtti tímann í Noregi til að verða sér úti um frekari menntun og framsýni hennar varð til þess að hún fór að læra tölvu- forritun. „Eftir að heim kom réð ég mig til starfa hjá tölvudeild Loft- leiða og starfaði þar til 1976 er yngsti drengurinn okkar fæddist. Á þessum árum voru tvær konur á Ís- landi að vinna við tölvur, ég og önn- ur kona sem vann við tölvuna hjá Sláturfélagi Suðurlands. Það voru aðrir tímar og tölvurnar fylltu heilu salina.“ Ætlaði ekki út í stjórnmálin Þau settust að í Kópavogi, við Hlíðarveginn, þar sem þau búa enn og það er greinilegt að mikið hefur verið nostrað við húsið og garðinn í þessi nær 35 ár. Rannveig sýnir mér stolt garðinn sinn og bendir á háar aspirnar sem mynda fullkomið skjól fyrir sólpallinn og grasflötina. Sverrir á mörg handtök í húsinu og segist hafa dundað við það í róleg- heitum að stækka húsið og byggja við það. Þetta er fallegt heimili og tekur vel á móti manni þegar inn er komið. „Fyrstu árin okkar í Kópavog- inum tók ég þátt í starfi Kvenfélags Alþýðuflokksins; við vorum að vinna í því sem hétu „mjúku málin“ og tókum virkan þátt í stefnumótun flokksins um barnið í samfélaginu og fjölskyldumál almennt.“ Hún segist ekkert hafa velt því fyrir sér í hvaða flokk hún ætti að ganga. „Það vafðist aldrei fyrir mér. Ég vissi alveg hvar ég átti heima. Ég hafði alltaf kosið Al- þýðuflokkinn og innganga mín í flokkinn var hreint formsatriði. Ég man satt að segja ekki nákvæmlega hvenær það var. Líklega mjög stuttu eftir að við fluttum heim.“ Rannveig segir að árin í Noregi hafi verið sér einkar mikilvæg í því að þroska og móta stjórnmálaskoð- anir sínar. „Árin í Noregi skiptu mig mjög miklu máli og stjórn- málaskoðanir mínar mótuðust mjög á þessum tíma. Ég fylgdist mjög vel með norskum stjórnmálum í gegnum dagblöð og útvarp, og Norski jafnaðarmannaflokkurinn var geysilega sterkur á þessum ár- um og ég dáðist mjög að forystu- manni hans, Einari Gerhardsen. Norskar vinkonur mínar voru oft mjög hissa á því hvað ég fylgdist vel með og komu stundum alveg af fjöllum þegar ég vildi ræða nýjustu hræringarnar í stjórnmálunum. Þær höfðu seinna á orði að það hefði ekki komið þeim á óvart að ég varð stjórnmálamaður!“ Varstu með áætlun fyrir sjálfa þig á þessum árum, ætlaðir þú þér frama í íslenskum stjórnmálum? „Nei, það datt mér aldrei í hug. Ég var mjög mikil jafnréttiskona en ég var ekki rauðsokka og á þess- um árum var ég ekki femínisti. Ég gerði mikinn greinarmun á þessu. Mér finnst ég vera mikill femínisti í dag. En á þessum árum var ég það ekki en með gífurlega sterka rétt- lætiskennd og ofboðslega mikla jafnréttispólitík innanborðs.“ Hvernig var að vera kona í jafn- aðarmannaflokki á þessum árum en samt hvorki rauðsokka né fem- ínisti, félluð þið ekki dálítið í skugg- ann af hinum róttækari? „Jú, og ég gæti alveg trúað því að hinum hörðu rauðsokkum hafi fundist að við konurnar sem vorum að berjast innan gömlu flokkanna, jafnréttissinnaðar en flokkshollar, værum hálfgerð dauðyfli. Á sama hátt og okkur fannst að harka þeirra gæti orðið til þess að skjóta yfir markið og seinka okkur í jafn- réttisbaráttunni. Hins vegar slógu öll hjörtu í takt á kvennafrídaginn 24. október 1975, sama hvar í flokki við konurnar stóðum.“ Þú ætlaðir þér ekki frama í stjórnmálum, jafnvel ekki þegar þú gafst kost á þér í annað sæti á lista Alþýðuflokksins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1978. „Ég var beðin um að taka þátt í prófkjöri um annað sæti á listanum í ársbyrjun og þá gerði enginn sér grein fyrir því hversu mikil vinstri sveifla var í vændum í kosning- unum. Flokkurinn í Kópavogi vildi prófkjör og gjarnan konu í annað sætið og ég hugsaði sem svo að flokkurinn myndi halda sínu í kosn- ingunum, einum bæjarfulltrúa, og þar sem ég var heimavinnandi með yngsta drenginn tveggja ára þegar þetta var þá hugsaði ég sem svo að ég gæti alveg gefið þessar vikur í kosningabaráttuna, skrifað nokkr- ar greinar og tekið þátt í fund- arhöldum. Ég yrði svo varamaður í bæjarstjórn eitt kjörtímabil og for- dæmi mitt gæti greitt götu annarra kvenna síðar. Þetta yrði mitt fram- lag til jafnréttisbaráttunnar.“ Úrslit kosninganna urðu nú held- ur betur á annan veg, Alþýðuflokk- urinn vann stórsigur í Kópavogi eins og reyndar vinstri flokkarnir gerðu víðast hvar á landsvísu, m.a. í Reykjavík þar sem vinstri meiri- hluti varð í fyrsta sinn að veruleika. „Og ég var allt í einu orðinn bæj- arfulltrúi og ekki nóg með það, heldur var ég komin í meirihluta og varð varaforseti bæjarstjórnar. inn Morgunblaðið/Brynjar Gauti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 23 Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›? E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.