Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Innlent | Öðru hvoru blása kaupmenn til verðstríða en hagnast einhver á þeim? Bera neytendur herkostn-
aðinn síðar í formi hærra vöruverðs? Íþróttir | Kappaksturskappinn Michael Schumacher ætlar að leggja
hjálminn á hilluna í lok tímabilsins. Ekki er víst að allir muni sakna hans.
VIKUSPEGILL»
’Á Íslandi er fjölskyldan og þarer hjartað.‘Magni Ásgeirsson eftir að ljóst varð að
hann yrði ekki næsti söngvari hljómsveit-
arinnar Supernova.
’Við söfnumst saman hér í dagþeirra vegna.‘Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á
borgarafundi sem efnt var til vegna
ófremdarástands og tíðra banaslysa í um-
ferðinni.
’Ég vil hætta á toppnum og vona að ég hafi skilað góðu
verki‘Rannveig Guðmundsdóttir , þingkona
Samfylkingarinnar, er hún skýrði frá því á
miðvikudag að hún hygðist ekki sækjast
eftir sæti á lista flokksins í kosningum á
næsta ári.
’Sumt af því, sem menn hafa lát-ið út úr sér um stríðið gegn
hryðjuverkum, endurspeglar
mjög einfalda sýn, bara hvítt og
svart, gott og illt, en ég lít öðrum
augum á málin.‘
David Cameron, leiðtogi breska Íhalds-
flokksins.
’Mér finnst aðstæður vera slík-ar að ekkert réttlæti sé að það
hvíli yfir þessu leynd.‘
Ögmundur Jónasson , þingmaður Vinstri-
grænna, eftir að hafa gengið af fundi iðn-
aðarnefndar Alþingis þar sem ekki var
orðið við þeirri kröfu hans að trún-
aðarskyldu yrði létt af nýju mati Lands-
virkjunar á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar.
’Við erum voðalega góð eining.‘Þorsteinn Eyjólfsson , betur þekktur sem
Steini í Hákoti, sem fagnaði hundrað ára
afmæli sínu á mánudag, um samband hans
og eldri systur sinnar, Þorbjargar, sem er
101 árs gömul.
’Mér finnst eins og menn séufarnir að hoppa yfir ána úti á
miðju túni.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , formaður
Samfylkingarinnar, er hún gagnrýndi um-
ræðu um stóriðju á miðvikudag.
’Við erum búin að prófa ým-islegt og höfum auglýst víða.
Þetta er ein leið til að fá starfs-
fólk til starfa.‘
Hrönn Harðardóttir , starfsmannastjóri
Svæðiskrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi sem nú hefur brugðið á það ráð
að bjóða þeim starfsmönnum sem geta út-
vegað annan starfsmann allt að 35.000 kr.
greiðslu.
’Við höfum verið að athuga mat-vöruverðsmálin í allt sumar. Það
hefur tafist vegna sumarleyfa og
fleira eins og gengur en það er
sem sagt í athugun og ég á von
á því að okkur takist að ljúka
þeim undirbúningi og tillögugerð
síðar í þessum mánuði.‘Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra að-
spurður um hvort niðurstöður athugana
ríkisstjórnarinnar á matvöruverði hér á
landi séu væntanlegar.
’Stöðugar tilraunir okkar til aðkoma á fót ríkisstjórn þjóðarein-
ingar hafa borið árangur.‘Mahmoud Abbas , forseti Palestínu um
sættir í valdabaráttu Fatah- og Hamas-
hreyfinganna
Ummæli vikunnar
Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson
V
ERSLANIR, sem mest
lækkuðu verðið á mat-
vöru í verðstríði á síð-
asta ári, hafa hækkað
verð á matvöru veru-
lega á þessu ári, að því er fram kom
í könnun verðlagseftirlits ASÍ í vik-
unni. Hækkanir frá því í janúar
nema í mörgum tilvikum á annan
tug prósenta, á sama tíma og vísi-
tala matar- og drykkjarvöru hefur
hækkað um 6,4%. Áberandi hækkun
hefur orðið á mjólk og öðrum
mjólkurafurðum.
Fréttirnar núna eru nánast berg-
mál af fréttum frá því í október í
fyrra, þegar skýrt var frá því að
þessar sömu lágvöruverðsverslanir
hefðu dregið stóran hluta lækk-
ananna til baka.
Verðstríðið á fyrri hluta síðasta
árs var því horfið um haustið og enn
bætir í hækkanirnar. Sú spurning
vaknar, hvort tímabundin verðstríð
gagnist neytendum yfir höfuð nokk-
uð, þegar til lengri tíma er litið.
Ábyrgð Bónuss er mikil
Jóhannes Gunnarson, formaður
Neytendasamtakanna, segir alveg
ljóst að neytendur borgi brúsann,
allan tilkostnað sem verði hjá versl-
unum. „Neytendasamtökin hafa
lengi haldið því fram að við viljum
ekki fá mjólkina gefins í nokkra
daga, heldur hagstætt verð á henni
allan ársins hring. Það er alveg
ljóst, að miðað við kannanir verð-
lagseftirlits ASÍ þá erum við að
borga það sem verðstríðið kostaði.
Það liggur sömuleiðis fyrir, þegar
maður skoðað tölur úr mörgum síð-
ustu könnunum, að einn aðili, Bón-
us, leiðir verðlagið. Ábyrgð Bónuss
er mikil og ég brýni forráðamenn
þeirrar verslunarkeðju til að sýna
ábyrgð. Verðmunur Bónuss og
Krónunnar er allajafna ein króna.
Væntanlega raðar Krónan sér
þarna vegna þess að forráðamenn
þeirrar keðju vita að verðlækkunum
þar er svarað með krónu meiri
lækkun hjá Bónus. Þetta er veru-
leikinn og miðað við markaðs-
hlutdeild og sterka stöðu Bónus á
markaðnum er ábyrgð þeirra mik-
il.“
Aðspurður hvort sala á vörum
undir kostnaðarverði skekki ekki
verðskyn neytenda svarar Jóhannes
að slík verðlagning sé ekki til hags-
bóta fyrir neytendur. „Við þurfum
að borga brúsann og fyrirtæki eru
misvel sett. Sum gefast upp, svo
þetta getur leitt af sér aukna sam-
þjöppun á markaðnum, sem er ærin
fyrir. Það er reyndar ekki óheimilt
að selja einstaka vöru undir kostn-
aðarverði, en þegar markaðsráðandi
aðili gerir það ættu samkeppnisyf-
irvöld að grípa í taumana, enda get-
ur þetta skekkt samkeppni og dreg-
ið úr henni.“
Jóhannes vísar í skýrslu sam-
keppnisyfirvalda á Norðurlöndum
um matvælamarkaðinn og segist
hafa talið að samkeppnisyfirvöld
myndu hafa vakandi auga með mat-
vörumarkaði. „Ég legg áherslu á
mikilvægi þess og að tryggt verði
að stærri fyrirtæki komi ekki öðr-
um út af markaði með aðgerðum
sínum. Eina trygging neytenda fyr-
ir sem hagstæðustu verði á vöru og
þjónustu er virk samkeppni og þar
bera samkeppnisyfirvöld mikla
ábyrgð.“
Jóhannes segir enn fremur ljóst
að ef sett sé óeðlileg pressa á heild-
sala að lækka verð sitt til versl-
anakeðja geti það ýtt þeim út af
markaði. „Hvað mjólkurvörur varð-
ar er hins vegar meira eða minna
einokun í heildsölu og staðið mjög
stíft gegn miklum afsláttum. Osta-
og smjörsalan, MS og Norðurmjólk
veita miklu minni afslætti en al-
mennt tíðkast hjá heildsölum, enda
geta þau staðið gegn slíku í krafti
stöðu sinnar. Eigendur minni versl-
ana hafa sagt mér að þetta tryggi
að það sé ekki þessi mikli verðmun-
ur á innkaupum þeirra og stóru
keðjanna á mjólkurvörum, eins og
er á öðrum vörum. Staða lítilla aðila
á matvörumarkaði myndi versna til
muna ef heildsöluverðið yrði gefið
frjálst. Sjálfur hef ég lengi verið
talsmaður frjálsrar samkeppni og
verðmyndunar, en þegar um er að
ræða einokunarfyrirtæki hljótum
við að skoða hlutina með öðrum
hætti.“
Undrandi á yfirvöldum
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur segir erfitt að svara því hvort
verðstríð gagnist neytendum. Þau
geti verið eðlilegur þáttur í sam-
keppni fyrirtækja og samkeppni
eigi að koma neytendum til góða.
„Hitt er svo annað mál að sam-
keppnin getur farið úr böndum, en
almennt er hún talin af hinu góða.
Hins vegar finnst mér að grípa ætti
í taumana þegar verðstríðið er kom-
ið á ólöglegar brautir, það er þegar
fyrirtæki selja vöru undir kostn-
aðarverði. Verslunarkeðjur hafa til
dæmis stundað langtímum saman
að selja mjólkina á verði sem er
undir innkaupsverði hennar og
reyna þannig að bola keppinaut-
unum út af markaðnum. Ég er
undrandi á að samkeppnisyfirvöld
skuli ekki hafa látið það mál til sín
taka.“
Guðmundur bendir á að mjólk-
urvörur hafi nú stórhækkað í verði
hjá þessum verslunarkeðjum, enda
hafi verðið verið óeðlilega lágt mán-
uðum saman. „Sala á vöru undir
kostnaðarverði er alltaf óeðlileg og
mér finnst að markaðsráðandi fyr-
irtæki geti ekki leyft sér að bolast
svona á samkeppnisaðilum. Sam-
keppnisyfirvöld sáu hins vegar enga
ástæðu til að gera neitt í þessu,
enda virðast þau alveg sérstaklega
þolinmóð. Þar virðist þægilegur
maður fara með völd.“
Guðmundur kveðst reikna með að
neytendur greiði herkostnað fyr-
irtækja í verðstríði þegar upp er
staðið. „Neytendur borga alltaf fyr-
ir verslun og þjónustu, að svo miklu
leyti sem hún ber sig, það segir sig
sjálft.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Neytendur
greiða her-
kostnað
verðstríða
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
INNLENT»
»Verðstríðið á fyrri hlutasíðasta árs var horfið um
haustið og enn bætir í hækk-
anirnar.
»Neytendasamtökin viljaekki fá mjólkina gefins í
nokkra daga, heldur hagstætt
verð allan ársins hring.
»Sala markaðsráðandi aðilaá vöru undir kostn-
aðarverði skekkir samkeppni.
Í HNOTSKURN
M
argir munu sakna
hans – en fjarri því
allir. Aðdáendurnir
hafa löngum hrifist
af dirfsku hans,
sjálfsöryggi og hæfilegri ósvífni.
Aðrir telja manninn nánast óþol-
andi og er þá hrokinn oftast nefnd-
ur til sögu. Þjóðverjinn Michael
Schumacher hefur löngum verið
umdeildur en nú þegar hann hefur
ákveðið að leggja hjálminn á hill-
una í lok keppnistímabilsins
treysta vísast fáir sér til að and-
mæla því að hann megi teljast
magnaðasti ökuþór Formúlu-1-
keppninnar.
„Fullkomin“ tímasetning
Schumacher, sem er 37 ára gam-
all, skýrði frá því eftir enn einn
sigurinn á Monza-brautinni í lið-
inni viku að hann hefði ákveðið að
hætta keppni. „Ekki yngist ég og
ég varð því að spyrja sjálfan mig
hvort ég hefði orku, kraft og elju
til að vera áfram í fremstu röð í
greininni á næstu árum. Vitanlega
veit ég að ég er enn í góðu formi
og vissulega get ég keppt en það
er ekki minn stíll að keppa til að
vera með,“ sagði Schumacher m.a.
í ávarpi til aðdáenda á heimasíðu
sinni, www.michael-schumacher.
rtl.de. Schumacher bætti því við að
hann teldi þessa tímasetningu sína
„fullkomna“.
Og það er hún sennilega. Sig-
urinn á Monza var sá 90. í röðinni
og þegar aðeins þrjár keppnir eru
eftir á tímabilinu á Schumacher
eða „Schumi“ eins og vinir og
aðdáendur kalla hann góða mögu-
leika á að hreppa heimsmeistara-
titilinn í áttunda skiptið. Þegar
tímabilinu lýkur mun hann, gangi
Hraði
og
hroki
Michael Schu-
macher hættir
á toppnum
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
ÍÞRÓTTIR»