Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
PANTIÐ MIÐA
TÍMANLEGA Í
SÍMA 437 1600
Leikstjóri:
Peter
Engkvist
Sýningar í
september
og október
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga til fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
LEIKHÚSTILBOÐ:
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800
Sunnudagur 17/9 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 23/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 24/9 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27/9 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 28/9 kl.20 Laus sæti
Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 6/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8/10 kl. 20 Örfá sæti
Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 14/10 kl. 20 Örfá sæti
Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 21/10 kl. 20 Laus sæti
Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14
Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir
hópinn.
Fös 22/9 kl. 20 frumsýning UPPS.
Lau 23/9 kl. 20 hátíðarsýning UPPS.
Sun 24/9 kl. 20 Mið 27/9 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI
Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept. fá
gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Água í Borgarleikhúsinu.
Í kvöld kl. 20 UPPS.
Mán 18/9 kl. 20
Þri 19/9 kl. 20
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar.
Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN.
MEIN KAMPF
Lau 23/9 frumsýning UPPS.
Mið 27/9 kl. 20 UPPS.
Fös 29/9 kl. 20
MIÐASALA HAFIN.
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Leikhúsferð með LA til London - UPPSELT
Karíus og Baktus
Lau 23. sept kl. 14 UPPSELT, Frumsýning
Lau 23. sept kl. 15 UPPSELT
Sun 24. sept kl. 14 UPPSELT, 2. kortasýn
Sun 24. sept kl. 15 Aukasýning
Lau 30. sept kl. 14 3. kortasýn, örfá sæti laus
Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT, 4. kortasýn
Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT
Sun 1. okt kl. 16 Aukasýning
Næstu sýn 8/10, 15/10, 22/10
hans má vel heyra á áður nefndri Out of the
Races and Onto the Tracks, sex laga plötu sem
Sub Pop gaf út 2001.
Danspönk með áherslu á dans
Out of the Races ... fékk fína dóma og enn
betri dóma næsta plata, House of Jealous Lo-
vers, en á henni gengu þeir félagar enn lengra
í átt að danstónlistinni – danspönk með
áherslu á dans, en í framhaldi af útgáfu þeirrar
plötu gekk saxófónleikarinn Gabriel Andruzzi
til liðs við sveitina.
FYRIR nokkrum árum bræddu menn saman
nýbylgjurokk og danstónlist í New York með
góðum árangri. Blönduna kölluðu menn dans-
pönk og fjöldi hljómsveita fetaði þá braut. Ein
af þeim helstu, sú sem einna mest áhrif hafði
og vakti hvað mesta athygli, var The Rapture,
sem sendi frá sér tvær magnaðar smáskífur og
eina stóra plötu á árunum 2001 til 2003 en síð-
an ekki söguna meir. The Rapture sneri aftur í
sviðljósið með nýja plötu í síðustu viku.
The Rapture vakti mikla athygli fyrir stutt-
skífuna Out of the Races and Onto the Tracks
sem kom út 2001 og enn meiri eftirtekt vakti
önnur 12", House of Jealous Lovers, sem kom
út ári síðar. Fyrsta platan, Echoes, kom svo út
2003 eins og getið er og fékk allajafna fína
dóma, en einhverjum fannst þó sem sveitinni
hefði ekki tekist að standa undir þeim miklu
væntingum sem House of Jealous Lovers
vakti. Hvað sem því líður voru tónleikar The
Rapture á Iceland Airwaves haustið 2003
skemmtilegir, fínt stuð og mikið fjör.
Sofið í sendibíl
Stofnendur The Rapture eru félagar frá San
Diego, Luke Jenner og Vito Roccoforte, en
Jenner leikur á gítar og Roccoforte á tromm-
ur. Þeir stofnuðu hljómsveitina Calculators
1998 og reyndu fyrir sér á vesturströnd
Bandaríkjanna, fyrst í San Francisco og síðan
Seattle, en komust lítt áleiðis. Þeir pökkuðu
því dóti sínu saman og óku þvert yfir landið á
gömlum sendibíl, komu sér fyrir undir brú í
Brooklyn og bjuggu í bílnum í nokkra daga á
meðan þeir leituðu hófanna.
Í New York tóku þeir svo upp þráðinn með
hljómsveitina en með nýju nafni, The Rapture,
og nýjum liðsmanni, bassaleikaranum Matt
Safer. Á næstu mánuðum spilaði sveitin svo
sem mest hún mátti og fléttaði smám saman æ
meiri danstakti saman við rokkið. Steininn tók
þó úr hvað það varðaði þegar þeir félagar kom-
ust í kynni við James Murphy, annan þeirra
DFA-manna sem höfðu gríðarleg áhrif í dans-
heimi New York upp úr aldamótum. Áhrif
Á tónleikum á Gauknum á Airwaves fyrir
þremur árum var tónlist The Rapture öllu
rokkaðri og vakti óneitanlega spurningar um
hvort þar væri komin hin raunverulega hljóm-
sveit, þ.e. hvort dansbræðingurinn hefði ekki
verið sveitarmönnum eðlislægur eftir allt sam-
an, hvort þeir félagar séu rokkarar sem kryddi
með danstakti en ekki öfugt. Á Echoes voru
þeir aftur á móti við sama heygarðshornið og á
House of Jealous Lovers, en platan langt í frá
eins sterk og vonast var eftir; víst var þar að
finna frábær lög, en allt of mikið af lakara efni.
Höggvið í sama knérunn
Eftir tónleikaferð til að kynna Echoes tóku
þeir félagar frí og hófust svo handa við að taka
upp nýja plötu, en það tók hálft annað ár. Sú
plata er svo komin út, heitir Pieces of the
People We Love og er talsvert betri en Echo-
es. Upptökustjórar á plötunni eru þeir Paul
Epworth og Ewan Pearson, sem sitja við takk-
ana í átta lögum, og Danger Mouse, sem vélar
um tvö.
Pieces of the People We Love er uppfull
með fjörugu rokki, sem skotið er fönki og
dansmúsík. Gott dæmi er lagið Whoo Alright –
Yeah Uh Huh sem segir frá lífinu í The Rapt-
ure – svellandi klifandi danstaktur með fínum
gítarsprettum og grípandi viðlagi. Á plötunni
eru fleiri slík stuðlög og þó ekkert sé eins
magnað og House of Jealous Lovers þá verður
það lag seint toppað hvort eð er.
The Rapture snýr aftur
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíassson
The Rapture
OFURKÆRASTAN mín fyrrver-
andi, flokkast seint undir merkileg
fyrirbæri á kvikmyndasviðinu þó
hún fjalli um slíka hluti. Wilson leik-
ur Matt, pasturslítið góðmenni sem
öllum vill gott gera en laun heimsins
er frekar einn á baukinn en klapp á
kinnina. Matt er hrifinn af Hönnu
(Faris), vinnufélaga sínum, en
laumupokast með það, þar sem hún
er kærasta aðalkarlfyrirsætunnar í
New York-borg, þar sem myndin
gerist.
Sakir óútreiknanlegs gangs örlag-
anna sýnir Matt karlmennskubrag
er hann hefur uppi á töskuþjóf og
Jenny (Thurman), eigandi hennar,
gustukar sig yfir hetjuna og fer með
honum út að borða.
Þá er fjandinn laus. Yfir New
York hefur vakað verndarengill, G-
stúlkan, eins konar feminískt af-
brigði af Superman. Til að gera
langa sögu stutta kemst Matt að því
að Jenny, sem hann er farinn að
vera með, og G-stúlkan, er eina og
sama persónan. Það er unaðslegt í
fyrstu en hefur smám saman hinar
svæsnustu aukaverkanir. En fátt er
svo með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott.
Myndin á skemmtilega, léttgeggj-
aða spretti, ofurkvendið lyftir henni
rétt yfir meðallagið og er það eink-
um að þakka handritshöfundinum
Don Payne, sem hefur talsvert kom-
ið við sögu The Simpsons, fyndnustu
þáttaraðar sjónvarpssögunnar. Reit-
man leikstýrir af fagmennsku (sonur
hans Jason (Thank You for Smok-
ing), er þó greinilega föðurbetr-
ungur), og leikaravalið er sallafínt.
Thurman er ógnvænlegt kyntröll,
Wilson er frábær sem skræfan sem
skyndilega fær ofurskammt af því
sem honum þykir eftirsóknarverðast
og Rainn Wilson, frábær sjónvarps-
leikari (The Office), lætur að sér í
kveða í hlutverki vinar Matts. Hann
átti einnig stórgóðan leik í Baa-
dasssss, sem kom út á DVD í sumar,
og er nafn sem óhætt er að leggja á
minnið. Að öllu samanlögðu, enginn
stórviðburður en óvænt augnabliks-
afþreying.
Ofurgellan og gæðablóðið
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Laugarásbíó, Borg-
arbíó Akureyri
Leikstjóri: Ivan Reitman.Aðalleikarar:
Uma Thurman, Luke Wilson, Anna Faris,
Eddie Izzard, Rainn Wilson. 110 mín.
Bandaríkin 2006.
My Super Ex-Girlfriend
Sæbjörn Valdimarsson
Reuters
Ofurkonan „Thurman er ógnvæn-
legt kyntröll og Wilson er frábær
sem skræfan“, að mati gagnrýn-
anda.