Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 45
Nú hefur bæjarstjórn Akureyrar
sótt um og fengið að halda Lands-
mót UMFÍ 2009. Til þess þarf að
byggja nýjan völl. Er þá ekki besti
kosturinn að endurbyggja Akureyr-
arvöll?
Veðurfarslega er Akureyrarvöllur
besti kosturinn. Að ætla sér að
byggja nýjan völl ofarlega í bænum
er ekki góður kostur, eða þekkja
menn ekki veðurfarið hér í bæ?
Aðstaða til að iðka frjálsar íþróttir
er engin á svæðum félaganna og
vafasamt að hægt sé að koma henni
fyrir þar.
Þriðjudaginn 12. september sl.
horfði ég á fund bæjarstjórnar Ak-
ureyrar í sjónvarpinu. Mikið lánleysi
þótti mér yfir þeirri samkomu.
Á þessum fundi var samþykkt
nýtt aðalskipulag til ársins 2018. Í
hinu nýja skipulagi er gert ráð fyrir
því að Íþróttavöllur Akureyrar verði
lagður niður og svæðið tekið undir
útivistarsvæði, verslun og þjónustu
ásamt íbúðabyggð.
Spyrja má:
Er íþróttavöllur ekki útivist-
arsvæði? Skapar hann ekki líf í bæn-
um?
Verslun: Hvað er stórmarkaður
og hvað hefur hann að gera í miðjum
bæ og hvar tíðkast það?
Í mínum huga er stórmarkaður
gríðarlega stórt hús fullt af vörum
og stórt bílastæði fyrir framan. Þar
kemur fólk í bílum og leggur þeim í
bílastæðin. Gengur inn í stórmark-
aðinn og kemur svo út með troðfulla
plastpoka, hendir þeim í skottið og
ekur burtu án þess að horfa til hægri
eða vinstri. Skapar þetta líf í miðbæ-
inn sem alltaf er verið að tala um?
Þetta kalla ég bílaumferð og ekk-
ert annað.
Bæjarfulltrúarnir voru ánægðir
með nýja aðalskipulagið (99%) það
væri harla gott og metnaðarfullt.
Tveir bæjarfulltrúar (konur) vildu
halda Akureyrarvelli í skipulaginu
og fluttu mál sitt mjög skil-
merkilega. Önnur þeirra flutti til-
lögu þar um.Tillagan var felld með 7
atkv. gegn 2.
Völlurinn skal burt.
Bæjarfulltrúar tala mikið um hvað
það landsvæði sem Akureyrarvöllur
er á sé verðmætt.
En hvað finnst þeim um æsku
bæjarins? Er hún ekki það dýrmæt-
asta sem við eigum? Í henni er fram-
tíðin fólgin. Á hún ekki skilið það
besta sem við getum látið henni í té?
Er það mat bæjarfulltrúa að þetta
landsvæði, sem er í raun hjarta bæj-
arins, sé of dýrmætt fyrir hana?
Einn bæjarfulltrúinn talaði um að
menn ættu að vera stórhuga og ekki
hanga alltaf í sömu holunni.
Já, sannarlega var stórhugurinn
mikill.
Í Guðs friði.
MAGNÚS BJÖRNSSON,
Hólsgerði 8, Akureyri.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 45
Stórar eignarlóðir
fyrir frístundabyggð í landi Kílhrauns
í Skeiða- og GnúpverjahreppiSuðurlandsbraut 20 • Bæjarhraun 22Run lfur Gunnlaugsson vi skiptafr., l gg. fast.- og skipasali
Krist n PØtursd ttir, l gg. fasteignasali
Öll aðstaða í boði
Á svæðinu í heild hafa verið skipulagðar 88 frístundalóðir, frá 5.500 fm til 11.600
fm að stærð, og eru þær allar eignarlóðir. Vegir verða komnir að lóðamörkum og
landið allt afgirt. Á svæðinu verður aðgangur að rafmagni, köldu vatni og há-
hraða internettengingu.
Frábær staðsetning
Kílhraun er einungis um 65 km frá Reykjavík (Rauðavatni). Frístundabyggðin er
skammt frá Selfossi og í næsta nágrenni við margar af helstu náttúruperlum lands-
ins s.s. Þingvelli, Laugarvatn, Kerið, Gullfoss og Geysi. Fjölbreytt afþreying er í
boði í nágrenni svæðisins og má þar nefna golfvelli, sundlaugar, veiðisvæði, en alla
þjónustu má nálgast á Selfossi sem er aðeins í 13 mín. fjarlægð frá svæðinu.
Leiðin
Ekið er í gegnum Selfoss í um 10 mín. og þá beygt til vinstri inn á þjóðveg nr.
30. Þaðan er ekið í 3 mínútur og þá blasir auglýsingaskilti við á vinstri hönd.
Einstök náttúrufegurð
Landið er allt gróið og er það um 50 metra yfir sjávarmáli. Landið er nokkuð flat-
lent með hrauni og er því frábært útsýni. Í miðju landsins er skógrækt Árnesinga-
félagsins, með minnisvarða um Áshildarmýrarsamþykkt frá 1496. Lítill lækur lið-
ast í gegnum landið og kemur hann úr uppsprettum undan hrauninu. Á honum
er hlaðin steinbrú frá 19. öld. Landið hentar einstaklega vel til trjáræktar og er
rétt að benda á 13 ára gamla skógrækt á landamörkunum í landi Merkurlautar,
með 3 metra háum trjám.
Verð og greiðslukjör
Lögð var sérstök áhersla á að bjóða lóðirnar til sölu á góðu verði og er það með
því allra besta sem gerist á þessu svæði. Möguleiki er á 50% láni frá seljanda til
10 ára með 6,5% vöxtum. Verð frá 1,2-3,2 millj.
Nú er tækifærið!
Í september bjóðum við nokkrar valdar lóðir á lækkuðu verði.
Sölumenn hjá Fasteignasölunni Höfða veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar í
síma 565 8000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hofdi@hofdi.is
Ægifagur fjallahringur blasir við af landinu sem er allt gróið og kjörið til áframhaldandi ræktunar
Byggja má allt að 200 fm hús á hverri lóð auk 25 fm geymslu eða gestahúss
SÖLUSÝNING sunnudag kl. 12-17
Suðurlandsbraut 20 - Sími 533 6050 - Fax 533 6055 - Bæjarhrauni 22 - Sími 565 8000 - Fax 565 8013
Til sölu glæsileg 4ra herb. lúxusíbúð við
Strandveg í Garðabæ með einstöku útsýni yfir
Arnarnesvoginn og fjöruna þar sem kvöldsólar
nýtur. Íbúðin er á jarðhæð en hefur óhindrað
útsýni úr öllum gluggum yfir Arnarnesvoginn,
Álftanes, Reykjavík, Kópavog og Garðabæ.
Íbúðin er alls 125,7 fm með geymslu í kjallara.
Vandaðar innréttingar. Granítborðplata og
vandaðar flísar í eldhúsi og borðstofu. Fallegt
eikarplankaparket á gólfum. Bílastæði í bíla-
geymslu og þvottahús í íbúð. Edda tekur á móti áhugasömum, væntanlegum kaupendum milli
kl. 14-15 í dag. Verð 41,9 millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Strandvegur 15 - Garðabæ - Opið hús
Breiðholtsbúar sem vilja stækka við sig: Vel skipulagt og gott
raðhús m. innb. bílskúr, samtals 211 fm. Stutt í alla þjónustu.
Hverfið er rótgróið og miðsvæðis í höfuðborginni. Hiti í plani og
stéttum fyrir framan húsið. Skjólsæll og fallegur suðurgarður.
Eign sem býður upp á mikla möguleika. Verð 37,9 millj.
Guðmundur og Ósk bjóða ykkur velkomin!
Réttarbakki 9
Opið hús í dag milli kl. 16 og 18
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Mjög björt og skemmtileg 85,7 fm 3ja herb. endaíbúð með glæsilegu útsýni
til 3 átta. Stórar svalir til vesturs. Sérgeymsla (3 fm) er ekki inni í fermetratölu
eignar. Stofa er björt, rúmgóð með stórum svölum og stórkostlegu útsýni.
Parket og flísar á gólfum. Baðherbergi er flísalagt með innréttingu og
baðkari. Þvottahús/geymsla inn af eldhúsi. Stutt í alla þjónustu. Aðgangur
að bílageymslu. Laus við kaupsamning.
Brynja og Sveinn taka vel á móti gestum í dag milli kl. 15 og 17.
Bjalla merkt Brynju og Sveini. Teikningar á staðnum.
Opið hús milli kl. 15 og 17 í dag
Fannborg 9 - Glæsilegt útsýni
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700