Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 11

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 11
til góðs efnahagsástands, en líka til þess að fréttir af ástandinu víða í heiminum eru meira áberandi en nokkru sinni fyrr og aðgengilegar öllum. Margir sem koma hingað og ákveða að styrkja börn í fjarlægum löndum nefna að þeir hafi það svo gott og eigi allt til alls, svo þeir megi til með að láta eitthvað af hendi rakna. Fólki finnst það eiginlega skuldbundið til þess, ef það er sjálft svo lánsamt að njóta góðs lífs. Börn þessa fólks alast svo upp við þessi viðhorf.“ Þar nefnir Úlla atriði, sem skýtur upp kollinum aftur og aftur hjá þeim sem ræða um góðgerðarmál, þ.e. að nú er að hasla sér völl kyn- slóð sem lítur á framlög til góðgerð- armála sem sjálfsagðan hlut. „Þetta endurspeglast líka í því að margir mennta sig núna í alls konar þróun- arfræðum, mannfræði, kynjafræði og fleiri fögum sem bjóða upp á starf með fólki og fyrir fólk. Heims- sýnin er víðari en áður og fólk hefur kynnst svo mörgu.“ Úlla segir spurð að auðkýfingar vilji gjarnan gefa háar upphæðir í einu, í afmörkuð verkefni. „Sá hóp- ur skráir sig ekki fyrir 2.300 króna framlagi á mánuði til einstakra barna, heldur vill sjá áþreifanlegan og mikinn árangur af stórum upp- hæðum. Þeir gefa kannski heilt hús í barnaþorpi, sem kostar um 8 millj- ónir. Mörg stórfyrirtæki hafa sama háttinn á. Ég veit að í hvert sinn sem samtökin SOS barnaþorp í Noregi byggja hús í barnaþorpi þá rífast stórfyrirtæki þar um að fá að standa undir kostnaði. Þar er líka að finna margt efnað fólk, sem kostar uppbyggingu heilu þorpanna. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að nálgast auðugt fólk, sem getur lagt sitt af mörkum á þennan hátt.“ Hærri upphæðir en áður Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, segir að töluverðar breytingar hafi orðið á framlögum til Barnaheilla und- anfarin tvö ár. „Fyrirtæki og ein- staklingar gefa hærri upphæðir en áður. Þegar sérstök söfnunarátök eru í gangi safnast oft verulegar upphæðir. Sú var til dæmis raunin þegar safnað var meðal landsmanna eftir flóðbylgjuna á Jövu og Sri Lanka. Barnaheill hefur að vísu ekki átt í miklu samstarfi við fyr- irtæki, en við erum að byrja að þreifa fyrir okkur og mér sýnist jarðvegurinn góður. Tilfinning mín er alla vega sú að áhugi á góðgerð- armálum sé meiri en áður og að Group. Raunar liggja þræðir þessa fólks svo víða um viðskiptalífið að erfitt er að henda reiður á. Þegar Íslensk erfðagreining lagði fram 4–500 milljóna stofnframlag Velferðarsjóðs íslenskra barna árið 2000 sagði Kári Stefánsson, for- stjóri fyrirtækisins, að það hefði lengi verið áhugamál sitt að hlúa að hagsmunamálum barna á Íslandi. Í anda hinna nýju tíma, sem legðu áherslu á að flytja ábyrgð yfir á ein- staklinga og fyrirtæki, þætti sér gaman að koma fram fyrir hönd einkaframtaksins til að setja saman þennan sjóð. Þá hvatti Kári önnur fyrirtæki á Íslandi og þá ein- staklinga sem meira mættu sín til að stíga fram og gera slíkt hið sama. Velferðarsjóður barna hefur m.a. lagt háar fjárhæðir til hjúkr- unarheimilis fyrir langveik börn, rannsókna á lesblindu og Mæðra- styrksnefndar. Að koma að gagni Efnaðir einstaklingar virðast í auknum mæli leggja fé til ákveðinna verkefna, eins og fram kemur í máli forsvarsmanna ýmissa líkn- arsamtaka. Skemmst er að minnast fregna af gjöf þeirra hjóna, Ingi- bjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Sam- skipa, en þau veittu um 36 milljóna styrk til uppbyggingar 50 skóla í Sierra Leone á vegum UNICEF. „Hafi fólk fé aflögu, áhuga og getu er þetta kjörinn vettvangur til að koma að gagni,“ sagði Ingibjörg eft- ir ferð þeirra hjóna og sonar þeirra til Afríku í upphafi árs. Ýmis fleiri dæmi er hægt að finna um höfðinglegar gjafir einstaklinga, þar sem stærri upphæðir eru nefnd- ar en dæmi eru um áður. Ekki er þar allt þjóðþekkt fólk á ferð. Í júlí gaf kona að nafni Brynfríður Hall- dórsdóttir eina milljón króna til Barnaspítala Hringsins í tilefni af níræðisafmæli sínu. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði tekist að safna þessari upphæð af því að hún hefði ekki farið mikið í siglingar um ævina. Örlátir einstaklingar, sem gefa af litlu eins og Brynfríður, hafa alltaf verið ein styrkasta stoðin undir góð- gerða- og líknarstarfi. Í góðærinu undanfarið virðast Íslendingar hins vegar vera að feta sig inn á sömu braut og t.d. Bandaríkjamenn, þar sem algengt er að vel stætt fólk leggi háar fjárhæðir til ýmissa verk- efna til almannaheilla. Í sumar vakti mikla athygli þegar milljarðamær- ingurinn Warren Buffet tilkynnti að hann ætlaði að gefa 80% auðæva sinna í sjóð Melindu og Bill Gates, sjóð sem þau hjón hafa reyndar sjálf lagt í milljarða á milljarða ofan. Mikil vakning Orð Björgólfs Guðmundssonar, „okkur er ekki sama“, eiga við um marga landsmenn. Félagasam- tökum í hjálpar- og líknarstarfi hef- ur reynst auðveldara að fá fjár- framlög til starfsemi sinnar á undanförnum misserum en dæmi eru um áður. Úlla Magnússon, for- maður SOS barnaþorpa, segir góða tíð hjá fyrirtækjum og ein- staklingum endurspeglast í fleiri og stærri framlögum til góðgerðarmála á undanförnum misserum. „Fyr- irtæki gefa miklu meira en áður, ég verð mjög vör við það,“ segir hún. Úlla nefnir sérstaklega bankana, sem hafi látið mikið fé af hendi rakna til góðgerðarmála, síðast Glitnir í kjölfar maraþonhlaups- ins í Reykjavík. Hún nefnir einn- ig að margir leikara í fót- boltaauglýsingum Lands- bankans hafi gefið laun sín og bankinn bætt við sömu upphæð. Þar hafi SOS barnaþorp fengið háa fjárhæð. „Það er áreiðanlega mikil vakning almennt í þessum málum. Ég held að þetta megi bæði rekjaMyndskreyting/Árni Torfason MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.