Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 10

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegur 63 • S: 551 4422 Kápurnar komnar H jónin Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hall- grímsson stofn- uðu á síðasta ári minningarsjóð um dóttur sína, Margréti, sem lést af slysförum árið 1989, 33 ára að aldri. Stofnfé sjóðs- ins var 500 milljónir króna og hlut- verk hans er að auka almannaheill og bæta mannlíf á Íslandi. Styrk- veitingar nema 75–110 milljónum á ári. Sjóðurinn er stærsta einstaka styrktarframlag einstaklinga hér á landi. „Okkur er ekki sama,“ hafði Morgunblaðið eftir Björgólfi í mars sl., þegar tilkynnt var að sjóðurinn myndi kosta þrjár stöður við ís- lenska háskóla. Aðrir styrkir hafa m.a. runnið til gerðar spænskrar orðabókar, til fjölda myndlist- armanna, uppsetninga á listsýn- ingum og tónleikahalds, til Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og svo mætti lengi telja. Sjaldgæft er að fólk setji á fót styrktar- og minningarsjóði með eigin fé í lifanda lífi. Slíkir sjóðir hafa gjarnan verið settir á laggirnar vegna ákvæða í erfðaskrá og hefur þá dánarbú, eða hluti þess, runnið í slíkan sjóð. Þekkt dæmi um slíkt er minningarsjóður hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar kaupmanns. Styrkir úr sjóðn- um renna til stuðnings nýjungum í læknisfræði. Nýlegra dæmi er gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladótt- ur, ekkju Pálma Jónssonar í Hag- kaupum. Hún stofnaði sjóðinn árið 2000 til minningar um mann sinn og lagði fram 200 milljónir króna í stofnfé og bætti síðar 17 milljónum við. Meginhlutverk sjóðsins er að efla hjartalækningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Annað nýlegt dæmi um höfð- ingleg framlög einstaklinga er 300 milljóna króna gjöf þeirra feðgina, Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs, til Barnaspítala Hringsins í mars sl., til að efla hágæslu við spítalann. Við sama tækifæri kom fram að Jóhann- es hefði um árabil styrkt Barnaspít- alann um tugi milljóna. Björgólfur Guðmundsson og fjöl- skylda hans og Jóhannes Jónsson og hans fjölskylda eru líklega stór- tækust í stuðningi við menningar- og líknarmál, þegar allt er talið. Þar er ekki eingöngu vísað til persónu- legra gjafa þeirra, heldur einnig til þeirra framlaga sem fyrirtæki þeirra veita. Landsbanki Íslands, undir stjórn Björgólfs, hefur látið mjög til sín taka í menningarmálum og Björgólfur Thor, sonur hans, beitti sér fyrir breyttum reglum um Háskólasjóð Eimskipafélagsins, sem kom Háskóla Íslands til góða. Baugur veitir háa styrki árlega til ýmissa verkefna og það á einnig við um ýmis fyrirtæki þar sem Jóhann- es og fjölskylda eiga ítök, s.s. FL „Okkur er ekki sama“ Félagasamtökum í hjálpar- og líknarstarfi hefur reynst auðveldara að fá fjár- framlög til starfsemi sinnar á undanförnum misserum en dæmi eru um áður. Fyrirtæki gefa stórar fjárhæðir, almenningur lætur meira af hendi rakna og efnafólk lætur ekki sitt eftir liggja. Dæmi eru um að einstaklingar gefi fleiri hundruð milljónir til ákveðinna verkefna. Hverjir gefa mest Texti | Ragnhildur Sverrisdóttir | rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.