Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKIPULAGSSTOFNUN hefur auglýst tillögu að breyttu deiliskipu- lagi Ármúlareits, sem afmarkast af Lágmúla, Háaleitisbraut, Ármúla og Hallarmúla, en um er að ræða lóð á Ármúla 1 sem er í eigu fasteigna- þróunarfélagsins Immobilia. Að sögn Árna Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Immobilia, var félag- ið stofnað fyrir rúmu ári í þeim til- gangi að kaupa fasteignina Ármúla 1 með það fyrir augum að fjarlægja húsið sem þar stendur og undirbúa byggingu skrifstofuhúsnæðis í hæsta gæðaflokki á lóðinni. Aðspurður segir Árni alltaf eftir- spurn eftir góðu skrifstofuhúsnæði og tekur fram að staðsetningin við Ármúla sé afar góð og eftirsótt eftir því. „En fyrst og fremst er þetta af- bragðshönnun. Þetta hús verður í sérflokki hvað varðar glæsileik í út- liti og notagildi,“ segir Árni og tekur fram að gangi allt eftir geti fram- kvæmdir hafist snemma á næsta ári. Byggingarmagn á lóðinni færi úr 4.300 m² í 7.200 m² Aðspurður segir hann fyrir liggja frumteikningar að átta til níu hæða byggingu með bílageymslu á fjórum hæðum neðanjarðar, þar sem pláss væri fyrir 206 bíla. Bendir hann á að níunda hæðin nái yfir hálfan grunn- flöt áttundu hæðarinnar, en á hinum helmingi hæðarinnar er ráðgert að vera með útigarð sem er opinn til vesturs og verður að hluta til í skjóli. Samkvæmt upplýsingum frá Árna er núverandi lóðarstærð 3.242 fer- metrar. Núverandi byggingarmagn á umræddri lóð er rúmlega 4.300 fermetrar, en ráðgert er að bygging- armagn fyrir utan bílageymslu verði tæplega 7.200 fermetrar. Það þýðir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verð- ur fyrir utan bílageymslu 2,22 en 3,19 með bílageymslu. Núverandi leyft byggingarhlutfall er 1,3. Að sögn Árna er tillagan unnin í samvinnu við tvö alþjóðleg hönn- unarfyrirtæki og eitt innlent. Þannig sá bandaríska fyrirtækið OWP/P um vinnslu frumteikninga vegna skipu- lagstillögunnar í samvinnu við Úti Inni arkitekta í Reykjavík. OWP/ P hefur haft samráð við alþjóðlega verkfræðifyrirtækið ARUP vegna verkfræðiþátta verkefnisins. Ráð- gert er að OWP/P taki að sér yfir- umsjón allra hönnunarþátta bygg- ingarinnar og verði áfram í sam- vinnu við ARUP og íslenska aðila. Ný frárein á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar Því er við að bæta að í tillögum Immobilia er gert ráð fyrir að hluti lóðarinnar fari undir frárein á gatna- mótum Ármúla og Háaleitisbrautar. „Við buðum Reykjavíkurborg sneið úr lóðinni undir frárein til þess að greiða fyrir þeirri umferð sem fer um gatnamótin, en við núverandi að- stæður skapast oft mikil þrengsli eða stíflur á háannatímum.“ Þess má að lokum geta að tillög- urnar um breytt deiliskipulag má nálgast á byggingarsviði Reykjavík- urborgar í Borgartúni eða á heima- síðu sviðsins (www.skipbygg.is). Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila eigi síðar en 23. október nk. Immobilia undirbýr byggingu níu hæða skrifstofuhúsnæðis við Ármúla „Hús í sér- flokki“ Eftir Um er að ræða níu hæða skrifstofubyggingu, með bílageymslu á fjórum hæðum neðanjarðar sem rúmar 206 bíla. Á hálfri efstu hæðinni er gert ráð fyrir útigarði sem verði opinn til vesturs og að hluta til í skjóli. Morgunblaðið/ÞÖK Fyrir Samkvæmt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Ármúla 1 verður nú- verandi bygging þar rifin og í stað þess reist níu hæða glerhýsi. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rann- ís) stendur fyrir vísindavöku á föstu- daginn kemur, 22. september, en sá dagur er tileinkaður vísindamönnum og er haldinn hátíðlegur í öllum helstu borgum Evrópu. Að auki verða haldin svonefnd vísindakaffi frá mánudegi til fimmtudags, þar sem vísindamenn fjalla um rann- sóknir sínar með alþýðlegum hætti og kynntar verða niðurstöður úr tveimur samkeppnum sem Rannís hefur efnt til meðal grunn- og fram- haldsskólanema og fleira. Markmiðið með vísindavökunni er að kynna almenningi vísindafólkið sjálft á bakvið rannsóknirnar og verk þess og draga fram mikilvægi rannsókna og þróunar í nútímasam- félagi, að því er fram kemur í frétt af þessu tilefni, og beina sjónum ungs fólks að þeim möguleikum sem liggja í starfsframa í vísindum. Á vísindavökunni verða um fimm- tíu rannsóknarverkefni háskóla, stofnana og fyrirtækja kynnt í opnu húsi í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsinu á föstudaginn frá 18–21. Gestir fá að skoða ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknirnar, ræða við vísindamennina um starfið og skoða hinar ýmsu niðurstöður sem rannsóknirnar hafa leitt af sér. Meðal stofnana og verkefna sem verða til sýnis á föstudaginn kemur má nefna rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á fiskkvörnum, rannsókn- ir félagsvísindadeilda HÍ í sál- og mann/þjóðfræði, Hreinherbergis HÍ á nanótækni o.fl., gervigreindarset- urs Háskólans í Reykjavík á gervi- greind, örflögutækni í rannsóknum á krabbameini frá Krabbameinsfélag- inu, lífshætti laxa og silunga frá Lax- fiskum ehf., svefnrannsóknir á LSH og fleira. Vísindakaffið verður haldið öll kvöld í vikunni fram til vísindavök- unnar á í Hafnarhúsinu frá 20–21.30. Annað kvöld, mánudagskvöld, fjalla Gísli Pálsson og Níels Einarsson sér- fræðingar um mannvist á norður- slóðum. Vísindavaka og vísindakaffi á vegum Rannís Í HNOTSKURN »„Má bjóða þér sjálflýsandisvín?“ fjallað um erfðabreytt matvæli á miðvikudagskvöld. »„Pálmatré við Jökulsárlón?“fjallað um hnattrænar breyt- ingar og áhrif þeirra á Ísland. »Niðurstöður samkeppnigrunn- og framhaldsskóla- nema um „Vísindamanninn minn“ og „Andlit vísindamanns- ins“ kynntar. LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um ferðir tveggja manna sem vopnaðir voru haglabyssu í Efra-Breiðholti á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu munu mennirnir hafa hleypt af einu skoti í íbúðarhverfinu en byssunni var þá beint að jörðinni. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að hafa uppi á mönn- unum og fundust þeir í Elliðaár- dalnum. Tveir menn úr sérsveit lög- reglu lentu í átökum við annan mannanna en hann hlýddi engum fyrirmælum lögreglu. Var hann yfirbugaður af sérsveitarmönnum eftir nokkur átök. Félagi hans gafst hins vegar upp án erfiðleika. Báðir voru mennirnir færðir í fanga- geymslur lögreglu þar sem þeir fengu að gista yfir nótt og voru þeir yfirheyrðir í gærdag. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvað mennirnir ætluðu sér með vopnið. Vopnaður maður yfirbugaður í Breiðholti HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo menn á þrí- tugsaldri til refsingar fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Var þeim gefið að sök að hafa samtals í vörslum sín- um rúm 45 grömm af hassi og 5,32 grömm af tóbaksblönduðu hassi. Lögregla fann hassið í bifreið þegar akstur félaganna var stöðvaður í júlí sl. og á heimili annars þeirra. Mennirnir játuðu brot sín en sögð- ust hafa átt mismikið af fíkniefn- unum. Sá er meira átti hafði að auki nokkuð langan sakarferil að baki, m.a. fjölmörg fíkniefnabrot og hlaut hann 30 daga fangelsisvist. Sá er minna átti af hassinu fékk hins veg- ar aðeins 90 þúsund króna sekt. Engan sakarkostnað leiddi af mál- inu. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Dæmdir fyrir fíkniefnabrot ÞINGKOSNINGARi fara fram í Sví- þjóð í dag og bendir allt til þess að þær verði mjög spennandi, en mjótt hefur verið á munum með stjórn og stjórn- arandstöðu í skoðanakönn- unum. Í tilefni þingkosninganna verður haldin kosningavaka hjá Norræna fé- laginu, Óðins- götu 7, en samstarfsaðilar Norræna félagsins eru Sænska félagið og sendiráð Svíþjóðar. Kosningavakan stendur frá klukkan 18 til 23.30 og í tilkynningu eru allir sagðir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Sænsk kosninga- vaka í kvöld Göran Persson MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags og að sögn varðstjóra óvenjumikið um útköll vegna slagsmála. Hóp- slagsmál brutust m.a. út í Hraunbæ í Árbæ þar sem ungmenni voru með skemmtanahald. Munu um tuttugu aðkomumenn hafa komið þar við þar sem einn þeirra taldi sig eiga eitthvað sökótt við ungmenni í gleð- skapnum. Leiddi það til slagsmála og voru tveir aðkomumannanna teknir höndum og fengu þeir að gista fangageymslur lögreglu. Voru þeir yfirheyrðir í gærmorgun en sleppt í kjölfarið. Ekki þurfti að flytja neinn á slysavarðstofu vegna slagsmálanna en nokkrir munu þó hafa fengið högg og spörk í andlit. Óvenjumikið var um slagsmál „ÉG hef aldrei orðið eins kjaftstopp í símann eins og þegar hringt var í mig og þetta tilkynnt, ég átti ekki von á þessu,“ segir Guðrún Ásta Halldórsdóttir, en hún var fyrr í vikunni dregin úr verðlaunapotti í afleysingakapphlaupi blaðbera. Guðrún Ásta bar mest út fjögur hverfi á einum degi í afleysinga- kapphlaupinu, en hún vann ferð fyrir tvo til Barcelona. Hún hyggst sækja borgina heim næsta sumar og bjóða móður sinni með. „Ég ætla að gefa henni ferðina í sextugs- afmælisgjöf,“ segir Guðrún Ásta. Hún hefur starfað um nokkurt skeið sem blaðberi hjá Morg- unblaðinu og ber venjulega út blöð í tvö hverfi í Hólunum í Breiðholti. Guðrún Ásta segist kunna vel við starfið enda fái hún góða hreyfingu út úr því. Það var Gestur Hreinsson sem af- henti Guðrúnu Ástu verðlaunin. Með henni var bróðurdóttir hennar, Elísabet Drífa. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mamma fær ferðina í sextugsafmælisgjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.