Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Vesturberg Mjög fallegt 197,4 fm raðhús á 2 hæðum, þar af 32 fm bílskúr. 4-5 svefnherbergi. Nýlegt eldhús. 32 fm stór svalaverönd (mögul. á að byggja yfir). 2 baðherbergi. Frábært útsýni yfir borgina. VERÐ 39,5 millj. María og Jón Ægir bjóða þig og þína velkomna, sími 557 2430. Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 17:00 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. SUMARHÚS VIÐ HAFNARSKÓG BORGARFIRÐI - BÍLINN UPP Í Á sérlega skemmtilegu og kjarri- vöxnu svæði erum við með til sölu sumarhús sem er tilbúið til afhend- ingar. Húsið skilast fullbúið að utan og fokhelt að innan, með 80 fm sól- palli hringinn í kringum húsið. Kalt vatn ásamt rafmagni að lóðarmörk- um, heitt vatn er á svæðinu en eftir er að leggja að lóðarmörkum. Innan hússins er gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi og stofu, samtals um 68 fm, auk um 30 fm svefnlofts. Virkilega góð staðsetn- ing, stutt frá Borgarnesi. SELJANDI ER TILBÚINN AÐ TAKA BÍL UPP Í, T.D. JEPPA. Verð 12,8 millj. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Vatnsstígur Glæsileg 97 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð í endurbyggðu húsi í hjarta miðborgarinnar. Glæsilegar sprautulakkaðar innréttingar. Stór- ar og bjartar stofur með miklum frönskum gluggum, stórt svefnherb. með miklu skápaplássi, baðherb. með vönduðum tækjum. Eyja í eld- húsi og hellulagðar svalir til suðausturs með miklu útsýni. Sérgeymsla í kj. Verð 35,9 millj. Smiðjustígur Falleg 290 fm húseign, kj., hæð og ris í miðborginni með bygg- ingarrétti að öðru einbýli/þríbýli á lóðinni. Tvær aukaíb. eru í kj. Húsið er mikið endurnýjað á undanförnum 3-4 árum, m.a. allt járn og tréverk utan á húsinu, gler og gluggar. Einnig hefur önnur stúdíóíb. í kj. hússins verið nánast öll endurnýjuð. Auðvelt að breyta húsinu í eina íbúð. Nýleg um 100 fm vönduð verönd með skjólveggjum við húsið og þaðan gengið á um 150 fm hellulagða lóð. Á lóð hússins er 26 fm frístandandi gestahús (íbúð) sem er í útleigu í dag. Einimelur Stórglæsilegt og vel skipulagt 246 fm einlyft einbýlishús með innb. 36 fm bílskúr. Húsið var byggt árið 1990 á afar vandaðan og smekklegan máta. Eignin skiptist m.a. í rúmgóða og bjarta stofu, borðstofu með útgangi á verönd, rúmgott eldhús með fal- legi ljósri viðarinnrétt., vönd. tækjum og eyju, sjónvarpsstofu, 3 herb. auk fataherb. inn af hjóna- herb. og vandað baðherb. sem er flísalagt í gólf og veggi auk gesta- snyrtingar. Aukin lofthæð og innfelld lýsing er í stórum hluta hússins. Falleg ræktuð lóð með timburverönd í suður. Dyngjuvegur Mjög fallegt og afar vel skipulagt 341 fm einbýlishús sem stendur á 1.704 fm glæsilegri lóð á frá- bærum útsýnisstað í Laugarásn- um auk 30 fm sérstæðs bílskúrs. Húsið er tvær hæðir og kjallari og er bæði sérinngangur og inn- angengt í kjallara. Eignin skiptist m.a. í forstofu, stórt hol, stórar stofur, borðstofu, rúmgott eldhús, fjölda herbergja auk fataherbergis, nýlega endurnýjað baðherbergi á efri hæð auk baðherbergis með sturtu í kjallara. Útgangur úr stofu og hjónaherb. á um 40 fm svalir með frábæru útsýni yfir borgina. Kam- ína í kjallara. Húsið er teiknað af Gísla Halldórssyni. Fífuhvammur - Kópavogi Glæsilegt 276 fm tveggja íbúða hús á þessum gróna stað með fallegu útsýni niður við Kópa- vogsdalinn. Aðalíbúðin skiptist m.a. í eldhús með nýlegum inn- réttingum, samliggjandi bjartar og rúmgóðar stofur, nýlegan sól- skála, 5 herbergi, sjónvarpshol og flísalagt baðherbergi. Á neðri hæð er 2ja herb. samþykkt íbúð. Suðursvalir með heitum potti. 26 fm bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Verð 59,9 millj. Framnesvegur mikið endurnýjuð 5 herb. íbúð Falleg og mikið endurnýjuð 110 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð, efstu, í nýviðgerðu fjölbýli. Stórar sam- liggj. skiptanl. stofur, rúmgott eldhús með nýlegum HTH inn- réttingum, nýlegum tækjum og góðri borðaðstöðu, nýlega end- urnýjað baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi og 3 herbergi, öll með skápum. Rúmgóðar suðvestursvalir, fallegt útsýni. Ræktuð lóð með leiktækjum fyrir börn. Verð 24,9 millj. ÞAÐ ætti að vera öllum Íslend- ingum metnaðarmál að lækka vöruverð hér á landi. Í umræðu undanfarið hafa menn einkum litið til innflutningsgjalda þegar leitað er skýr- inga á háu verðlagi. Um leið og farið er að rýna í innflutnings- gjöldin blasir við hversu mikil frum- skógur hefur orðið til í tímans rás úr reglum um tolla, vörugjöld og virð- isaukaskatt. Í um- ræðu þeirra sem láta sig málið varða gætir þess jafnvel að menn greini einfaldlega ekki á milli þessara tveggja fyrirbæra, tolla og vöru- gjalda. Og víst er að neytendur eiga litla möguleika á að gera sér grein fyrir í innkaupum hversdags- ins hvernig álagningu þessara gjalda er háttað. Mönnum ber hins vegar saman um að álagning inn- flutningsgjalda sé flókin, ógagnsæ og afskaplega ósanngjörn með til- liti til mismunandi vöruflokka. Það sem skýtur hins vegar skökku við í umræðunni er að þó að það hljómi eins og menn virkilega vilji ein- falda skattheimtuna þá eru menn ekki beinlínis að leggja til þá ein- földun sem þarf. Lækkun vöru- gjalda er auðvitað góðra gjalda verð, og ætti tvímælalaust að vera markmið löggjafans á komandi vetri, en hún einfaldar í sjálfu sér ekki skattheimtuna. Þá hefur nokkuð borið á því að menn leggi áherslu á að matvara fái sérstaka meðferð við skattlagningu. Nú þegar bera matvörur lægri virðisaukaskatt og nú finnst mönnum fýsilegt að fella niður af þeim vörugjöld, eða að minnsta kosti af landbúnaðarafurðum. En hér liggur hund- urinn einmitt grafinn. Menn eiga nú þegar erfitt með að koma sér saman um hvað sé matvara. Enn og aftur missa menn sjónar á kostum þess að ein- falda kerfið frekar en að flækja það með undanþágum og sértækum aðgerðum. Tollarnir vernda evrópskar vörur Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru rúmir 30 milljarðar króna á ári. Tekjur af tollum nema hins vegar bara rúmum 3,5 milljörðum á ári. Tollarnir hafa hins mun meiri áhrif á neysluvenjur og verð- lag hér á landi en þessar tölur gætu gefið til kynna. Tollar leggj- ast nefnilega einungis á vörur sem upprunnar eru utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þannig standa bandarískar vörur, matvörur, fatn- aður, húsgögn og hvað eina annað sem flokka má sem hefðbundnar neysluvörur á íslenskum heimilum, óhjákvæmilega verr í samkeppn- inni við evrópskar vörur. Neyt- endur bera augljóslega tapið af samkeppnisskortinum. Þetta hefur verið einkar áberandi undanfarið þegar staða Bandaríkjadals hefur verið veik gagnvart íslensku krón- unni. Þrátt fyrir þann hagstæða gengismun hafa bandarískar vörur ekki fengið að njóta þess í þeim mæli sem eðlilegt væri ef þær sætu við sama borð og evrópskar vörur. Bandarísk jakkaföt, sem bera 15% toll, keppa auðvitað ekki með eðlilegum hætti við evrópsk jakkaföt sem bera engan toll. Ís- lensk barnafjölskylda sem kaupir leikföng í miklum mæli stendur frammi fyrir því vali að kaupa evr- ópsk leikföng sem bera engan toll eða til dæmis bandarísk sem bera 10% toll. Borðlampi sem kemur ut- an EES-svæðisins ber 10% toll og 15% vörugjald en evrópskur lampi einungis vörugjaldið, sem er auð- vitað ærið. Hinn hái virð- isaukaskattur sem leggst ofan á í öllum tilvikum ýkir verðmuninn svo enn frekar. Þótt hér hafi bandarískar vörur verið nefndar gildir það sama um allar vörur frá öðrum löndum utan EES- svæðisins. Íslenskir neytendur bera kostnaðinn af verndarstefnu Evrópusambandsins gagnvart evr- ópskri framleiðslu. Tökum frumkvæði í eigin málum Það er afar brýnt að Sjálfstæð- isflokkurinn bregðist við þeirri já- kvæðu þróun sem virðist eiga sér stað með því að sífellt fleiri, jafn- vel hörðustu talsmenn ofurskatta á vinstri vængnum, átta sig á því að skattar, tollar og vörugjöld og flókið regluverk því tengt, skerða lífsgæði. Afnám tolla er leið sem ekki kostar ríkissjóð miklar tekjur en eykur fjölbreytni í verslun og veitir neytendum raunhæfa mögu- leika á að leita hagkvæmustu leiða til að minnka útgjöld heimilanna. Afnám vörugjalda verður svo í framhaldinu takmarkið. Afnám tolla er raunhæfur kostur Sigríður Á. Andersen fjallar um tolla og vöruverð » Íslensk barna-fjölskylda stendur frammi fyrir því vali að kaupa evrópsk leikföng sem bera engan toll eða til dæmis bandarísk sem bera 10% toll. Sigríður Á. Andersen Höfundur er lögfræðingur. vaxtaauki! 10%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.