Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FANGI FYRIR FRIÐ AUNG SAN SUU KYI ER ORÐIN AÐ TÁKNMYND LÝÐRÆÐISBARÁTTU Í HEIMINUM >> LESBÓK SARA KOLKA ÍSLENSKUR FRÉTTA- FRAMLEIÐANDI Í PARÍS ER Í DRAUMASTARFINU >> 24 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MIKIÐ er um að sjúkraliðar sem starfa á heilbrigðisstofnunum verði daglega fyrir ofbeldi frá sjúklingum. Dæmi eru um að hnífum sé beitt. Of- beldið er mest á bráðamóttökum og lokuðum deildum en einskorðast þó ekki við þær. Þá er einnig um kyn- ferðislega áreitni að ræða en það á sér stað á ýmsum deildum heilbrigð- isstofnana. „Innanlærisstrokur eru algengar eða hreinlega er gripið í klofið á okkur,“ hefur Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, eftir starfssystr- um sínum. Viðvarandi mannekla ger- ir erfitt að fást við ofbeldisfulla sjúklinga. Ofbeldið færist sífellt í aukana og helgast það m.a. af aukn- um fjölda fíkniefnaneytenda sem lagðir eru inn. „Sjúkraliðar hafa verulegar áhyggjur af þessu aukna ofbeldi og þeir hafa áhyggjur af því að þó að ofbeldi sjúklinga sé viður- kennt inni á stofnunum sé reynt að draga úr umræðu um þetta mál op- inberlega, kannski eðlilegt, því þarna sé um sjúklinga að ræða en ekki heil- brigða einstaklinga, og meðhöndla þurfi þá með öðrum hætti en þá sem beita ofbeldi utan sjúkrastofnana,“ segir Kristín. Besta tryggingin sé að nægilegur mannafli sé til þess að fást við ofbeldishneigða sjúklinga. Ofbeldi gagnvart sjúkra- liðum er daglegt brauð Viðvarandi mannekla gerir erfitt að fást við ofbeldisfulla sjúklinga Í HNOTSKURN » Á félagsfundi sjúkraliða íReykjavík og nágrenni í vik- unni var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að kjör sjúkraliða og vinnuumhverfi verði endurskoðað. »Vilja sjúkraliðar að tekið veriðtillit til ofbeldis og annarra þátta. UM kvöldmatarleytið í gær var Hálslón komið upp í 45 metra næst Kárahnjúkastíflu. Lónið var þá einn ferkílómetri að flatarmáli, en vatnið mun þekja 57 ferkílómetra þegar það hefur náð fullri stærð. Að sögn Sigurðar Arnalds, tals- manns Kárahnjúkavirkjunar, mun vatnsborðið halda áfram að hækka um nokkra metra daglega næstu daga, en í vetur má gera ráð fyrir að yfirborðið hækki aðeins um tvo metra á mánuði. Sigurður Aðal- steinsson á Vaðbrekku segir mun minna í Jöklu við Brú en var þótt enn hafi hún sinn jökulbrúna lit. Fáir voru á ferli við Kárahnjúka í gær, enda var veður vont og dimmt yfir. Erlendir og innlendir ljósmynd- arar og kvikmyndatökumenn kepptu þó við tímann og skrásettu breyt- inguna. Hinum megin við stífluna gengu menn hins vegar í fyrsta sinn þurrum fótum í Hafrahvammagljúfri í hinum gamla farvegi Jöklu.Morgunblaðið/RAX Síðasti nagl- inn negldur Hálslón komið upp í 45 metra Tbilisi. AP. | Spenna milli Georgíu og Rússlands náði nýjum hæðum í gær þegar Rússar svöruðu handtöku fjögurra meintra njósnara í Tbilisi fyrr í vikunni með því að hóta að draga herlið sitt ekki á brott úr land- inu fyrir árslok 2008 eins og að er stefnt. Stjórnvöld í Georgíu sökuðu í gær stjórnvöld í Rússlandi um að færa herlið sitt nær landamærum Georgíu og sögðu að gert væri ráð fyrir að rússneski flotinn á Svartahafi nálg- aðist landið á næstu dögum. Vano Merabishvili, innanríkisráðherra Georgíu, ráðlagði Rússum að fara hægt í sakirnar og sagði að fram- koma þeirra væri óviðunandi og óskiljanleg. Samskipti Rússlands og Georgíu hafa verið frekar stirð undanfarin ár eða síðan Mikhail Saakashvili varð forseti Georgíu í kjölfar „rósabylt- ingarinnar“ 2003. Þá lofaði hann að færa landið undan áhrifum Rúss- lands, sameina aftur héruðin Abkas- íu og Suður-Ossetíu Georgíu og ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO) 2008. Georgía hefur vingast við Vesturveldin, sem hefur valdið reiði yfirvalda í Moskvu, og stjórn- völd í Tbilisi hafa sakað Rússa um að styðja aðskilnaðarsinna í Georgíu. Á miðvikudag voru fimm rúss- neskir herforingjar handteknir í Georgíu og ákærðir fyrir njósnir. Einum þeirra var sleppt í gær en gæsluvarðhald hinna framlengt um tvo mánuði. Eftir handtökurnar köll- uðu Rússar sendiherra sinn í Tbilisi heim, byrjað var að flytja embætt- ismenn og fjölskyldur þeirra aftur til Rússlands og hjá Sameinuðu þjóð- unum mótmæltu Rússar framkomu stjórnvalda í Georgíu. Rússar hóta Georgíu EKKERT varð af því að fimmta skákin í einvígi þeirra Víktors Kramníks og Veselins Topalovs væri tefld í gær og raunar var þá með öllu óvíst hvort einvíginu yrði haldið áfram. Var ástæðan hörð deila um „grunsamlega“ tíðar ferð- ir Kramníks á klósettið í hvíldarherbergi sínu meðan á skák- unum hefur staðið. Staðan í einvíginu í Elista, höf- uðborg rússneska sjálfstjórnar- lýðveldisins Kalmykíu, er 3–1 fyrir Kramník en hann mætti ekki til leiks í gær. Þá hafði áfrýjunarnefnd ákveðið að banna notkun klósetta í hvíldarherbergjum en á það vildi Kramník ekki fallast. Kvaðst hann reiðubúinn að tefla fimmtu skákina nú í dag ef allt yrði sem áður var. Annars væri hann hættur. | 19 Einvígið út um þúfur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.