Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 3

Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 3
HUGSUN Hugsa fyrst, framkvæma svo. Uppbygging vörumerkja og markvisst markaðsstarf útheimtir vandaða ráðgjöf, hvort sem um ræðir öflun og greiningu upplýsinga, markmiðasetningu, áætlanagerð, vörumerkjastjórnun eða hámarksnýtingu ármuna. HUGMYND Slæm hugmynd skilar alltaf slæmri auglýsingu. Góð hugmynd getur hins vegar lifað af slæma útfærslu. Opið flæði hugmynda og uppbyggileg samskipti eru grundvallaratriði í starfi okkar. HAMINGJA Allir eiga að skunda glaðir til vinnu á morgnana. Ánægja í starfi endurspeglast í gæðum verka okkar. Til að geta unnið skapandi vinnu af fítonskrafti þarf vinnuumhverfið að vera skemmtilegt og hvetjandi. Samstarf við viðskiptavini á að grundvallast af trausti og trúnaði. HÖNNUN Vönduð hönnun þrífst best í andrúmi framsækni og dirfsku. Þetta snýst um ferðalagið, ekki áfangastaðinn. Við höfum náð langt en viljum enn lengra. Hefur þú áhuga á hönnun, hugmyndavinnu, uppbyggingu og stjórnun vörumerkja, merki og útliti íslenska hersins eða sýn myndskreyta á forsetahjónin? Fimmta Fítonblaðið kom út í gær. Þú getur nálgast frítt eintak hjá okkur. FÍTONBLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT. HAGNAÐUR Samstarf okkar og viðskiptavina okkar skal skila mælanlegum árangri fyrir báða aðila. Við erum ekki bara að tala um krónur og aura, því hagnaður liggur líka í auknu virði vörumerkja, skilvirkari miðlun upplýsinga og betri þjónustu. Fíton auglýsingastofa fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni af því hefur Fíton fengið nýtt útlit, nýja ásýnd. Við erum samheldinn hópur ólíkra einstaklinga, sem leitar ávallt að bestu lausn ölbreyttra verkefna. Allt sem við gerum liggur á mörkum kaos og kosmos, reglu og óreiðu, öryggis og áhættu. Hugsun, hugmynd, hönnun, hamingja og hagnaður eru grundvallaratriði í starfi Fítons. Við erum síleitandi og margbreytileg, bjóðum núinu birginn og erum óhrædd við að kanna nýjar slóðir. Við blásum í lúðra og hyggjumst sækja enn lengra, af fítonskrafti. Fíton auglýsingastofa, Garðastræti 37, 101 Reykjavík, s. 595 3600, fiton@fiton.is, www.fiton.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.