Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 11
„SNEMMA í morgun kom banda-
rískt fluglið til Keflavíkurflug-
vallar.“ Þannig var upphaf forsíðu-
fréttar í aukablaði Morgunblaðsins,
sem gefið var út mánudaginn 7. maí
1951 í tilefni af komu varnarliðsins
til Íslands. Á forsíðu var einnig birt-
ur varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna sem gerður var á
grundvelli Norður-Atlantshafs-
samningsins. Einnig var birt til-
kynning sem ríkisstjórnin sendi frá
sér skömmu eftir að bandarísku
hermennirnir komu til landsins.
Með varnarsamningnum sem
undirritaður var 5. maí skuldbundu
Bandaríkjamenn sig til að taka að
sér varnir Íslands fyrir hönd Atl-
antshafsbandalagsins (NATO).
Fyrstu flugvélarnar sem hingað
komu, með fyrsta hóp varnarliðs-
manna og útbúnað þeirra, lentu í
Keflavík árla morguns 7. maí. Þar
voru á ferð Skymaster-flugvélar frá
bandaríska flotanum og um borð
voru um 280 manns, þar með taldir
fulltrúar í herráði Bandaríkjanna
með E.J. McGaw, hershöfðingja og
yfirmann varnarliðsins, í broddi
fylkingar. Á meðal þeirra sem tóku
á móti fyrstu varnarliðsmönnunum
á vellinum voru sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi og Hans G. And-
ersen, sem var fulltrúi utanrík-
isráðuneytisins.
Alls komu 13 flugvélar með varn-
arliðsmenn og búnað þeirra til
landsins á fyrsta degi. Nánar var
svo gerð grein fyrir komu varn-
arliðsins í Morgunblaðinu 8. maí:
„Um kl. 6 í gærmorgun kom flokk-
ur bandarískra hermanna til Kefla-
víkurflugvallarins.
Stundu síðar var ritstjórnum
Reykjavíkurblaðanna gert aðvart
um að ríkisstjórnin hefði gefið út
tilkynningu til birtingar í blöðunum
um komu liðs þessa og varnarsamn-
ing sem ríkisstjórnin hefur nýlega
gert við Bandaríkjastjórn.
Tilkynning þessi og samningur
var birtur í aukaútgáfum dagblað-
anna er komu út fyrir hádegi í gær.
Hvorttveggja var lesið upp í morg-
unútvarpinu kl. 8.30 í gærmorgun
og síðar í hádegisútvarpi,“ sagði í
forsíðufrétt Morgunblaðsins.
Í ávarpi E.J. McGaw, yfirmanns
varnarliðsins, sem birt var í fjöl-
miðlum, sagði m.a.:
„Jeg er hreykinn af því að þið Ís-
lendingar eruð húsbændurnir, gest-
gjafarnir og við erum gestir ykkar.
Eins og þið getið sjeð eru í liði mínu
flokkar úr þremur herþjón-
ustugreinum Bandaríkjanna – land-
her, flota og flugher. Við ætlum
okkur að vera velkomnir gestir.
Það mun tryggja okkur góð sam-
skipti og leysa greiðlega úr vanda-
málum, sem að okkur kunna að
steðja sameiginlega,“ sagði
McGaw, sem lauk ávarpinu með
orðunum: „Ísland – Jeg heilsa þjer“.
Forsíða aukablaðs Morgunblaðsins
um komu varnarliðsins 7. maí 1951.
„Ísland – Jeg
heilsa þjer“
Í HNOTSKURN
»Fyrstu varnarliðsmenn-irnir komu til Íslands í 13
flugvélum mánudaginn 7. maí
árið 1951.
»Um 280 manns voru ífyrsta hópnum sem kom til
Keflavíkur og fóru hermenn-
irnir strax að koma sér fyrir í
bröggum og íbúðum á svæð-
inu.
» Í júlí 1951 kom svo stórtflutningaskip til Reykja-
víkur með 3–4 þúsund tonn af
byggingarefni til húsbygginga
fyrir varnarliðsmenn og fluttu
50 vörubílar frá Þrótti efnið til
Keflavíkur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 11
FRÉTTIR
HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri
á Ísafirði, var í gær kjörinn formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
undir lok 20. landsþings þess á Ak-
ureyri. Fram fór kosning í embættið í
fyrsta skipti og var hún æsispenn-
andi; Halldór hlaut 68 atkvæði en
Smári Geirsson, bæjarfulltrúi og fyrr-
verandi forseti bæjarstjórnar í
Fjarðabyggð, 64 atkvæði.
Halldór tekur við formennsku af
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem hættir
eftir 16 ár á formannsstóli enda orð-
inn borgarstjóri í Reykjavík.
„Fyrstu viðbrögð mín eru þakkir
fyrir traustið sem sveitarstjórnar-
menn víðs vegar um land sýndu mér,
og þakkir til Vilhjálms, fráfarandi for-
manns, sem staðið hefur sig með því-
líkum ágætum að það er ákveðið
kvíðaefni að feta í fótspor svo öflugs
manns,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið.
Halldór segir það ekki hafa komið
sér á óvart hve jöfn kosningin var.
„Við Smári töluðum um að við gætum
átt von á hverju sem er. Við sátum
saman á meðan atkvæði voru talin og
gengum reyndar hönd í hönd út úr
salnum!“ sagði Halldór, en kjörnefnd
tilkynnti þeim úrslitin áður en þau
voru lesin upp fyrir þingheim. „Við
töluðum líka um það í gríni að ef við
yrðum hnífjafnir yrðum við að taka
eina bændaglímu á sviðinu …“
Framundan eru mörg mikilvæg
mál hjá sambandinu, að sögn nýkjör-
ins formanns. Hann nefndi sérstak-
lega samskipti ríkis og sveitarfélaga
og tekjustofna sveitarfélaganna. „Það
mál verður að taka föstum tökum,
mikið hefur verið unnið í því en þarf
enn að bæta. Svo þarf að huga vel að
stöðu þeirra sveitarfélaga sem eiga
hvað erfiðast í rekstri en ég kem ein-
mitt frá þannig sveitarfélagi.“
Til umræðu kom á þinginu hug-
mynd um að skipta Sambandi sveitar-
félaga upp í tvö sambönd, þar sem
annars vegar yrðu þau stóru en hins
vegar þau litlu – og rökin eru fyrst og
fremst þau hversu ólík sveitarfélögin
eru. „Mér finnst það slæmur kostur
og þetta kemur reyndar ekki til
greina að mínu mati. Það er gríðar-
lega mikilvægt að sveitarfélögin eigi
einn málsvara, einmitt vegna þess hve
þau eru ólík. Vilhjálmur, fráfarandi
formaður, lagði áherslu á það að sem
borgarstjóri myndi hann ekki styðja
það að sambandinu yrði skipt í tvennt
og myndi berjast fyrir því að það yrði
óbreytt. Ég er ánægður með það,“
sagði Halldór.
Smári Geirsson sagði, þegar hann
ávarpaði þingheim eftir að úrslit
höfðu verið tilkynnt, að kosning sem
þessi gæti eflt sambandið, en þó skipti
afskaplega miklu máli hvernig þeir
sem töpuðu tækju úrslitunum. „Að
þeir sem tapa láti ekki verða eftirmála
og eigi gott samstarf við þá sem
vinna. Ég hlakka til að setjast í stjórn
sambandsins og hlakka til að vinna
með Halldóri Halldórssyni, enda er
hann verðugur formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Smári
Geirsson.
Í lok þingsins var kjörið í nýja
stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. Aðalmenn eru eftirtaldir, vara-
menn þeirra innan sviga:
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
Reykjavík (Gísli Marteinn Baldurs-
son, Reykjavík), Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, Reykjavík (Stefán Jón Haf-
stein, Reykjavík), Árni Þór
Sigurðsson, Reykjavík (Svandís
Svavarsdóttir, Reykjavík), Ragnheið-
ur Ríkharðsdóttir, Mosfellsbæ
(Gunnar Einarsson, Garðabæ), Lúð-
vík Geirsson, Hafnarfirði (Guðríður
Arnardóttir, Kópavogi), Halldór Hall-
dórsson, Ísafirði (Gunnar Sigurðsson,
Akranesi), Elín R. Líndal, Húnaþingi
vestra (Sveinbjörn Eyjólfsson, Borg-
arbyggð), Kristján Þór Júlíusson, Ak-
ureyri (Sigrún Björk Jakobsdóttir,
Akureyri), Smári Geirsson, Fjarða-
byggð (Sigrún Stefánsdóttir, Akur-
eyri), Þorvaldur Guðmundsson, Ár-
borg (Jón Hjartarson, Árborg), og
Björk Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ
(Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði).
Halldór hafði betur
í hnífjöfnu kjöri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Til hamingju Halldór Halldórsson og Smári Geirsson sátu saman við borð
þegar úrslitin voru tilkynnt og féllust í faðma þegar niðurstaðan lá fyrir.
Smári Geirsson
fékk 64 atkvæði
en Halldór Hall-
dórsson hlaut 68
Í HNOTSKURN
»Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son er hættur eftir 16 ár
sem formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
»Þetta var í fyrsta skiptisem kosning fer fram um
embætti formanns.
» Sjálfstæðismaðurinn Hall-dór að vestan hafði betur í
baráttu við Samfylking-
armanninn Smára að austan
en munurinn var mjög lítill.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
GERT er ráð fyrir því að þingið, sem kemur
saman að nýju á mánudag, verði stutt en snarpt.
Líklegt er að prófkjör flokkanna og kosning-
arnar framundan eigi eftir að setja svip sinn á
þingstörfin með einum eða öðrum hætti. Upp-
hlaup þingmanna í upphafi þingfunda og heitar
umræður eiga væntanlega eftir að verða reglan
fremur en undantekningin. Þannig reyna þing-
menn m.a. að vekja athygli á sér og sínum
áherslum. Að prófkjörum loknum munu flokk-
arnir svo örugglega reyna að skerpa og draga
fram málefnaáherslur sínar.
Á kosningavetri verður aukinheldur forvitni-
legt að fylgjast með því hvernig flokkunum
gengur að vinna saman með tilliti til mögulegs
stjórnarsamstarfs að kosningum loknum, t.d.
hvernig stjórnarflokkarnir eiga eftir að starfa
saman og hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir
munu starfa saman. Má í því sambandi minna á
að formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu
því yfir í byrjun september að þeir hygðust
stilla betur saman strengi sína í vetur. Þeir
kváðust jafnframt sammála um að ef ríkis-
stjórnarflokkarnir fengju ekki meirihluta í
kosningunum yrði fyrsti kostur stjórnarand-
stöðunnar að kanna samstarfsgrundvöll sinn.
Frá því að þingi var frestað í vor hefur Hall-
dór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Fram-
sóknarflokksins, látið af forsætisráðherradómi
og þingmennsku. Í kjölfarið urðu þónokkrar
breytingar á ráðherraliðinu eins og kunnugt er.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins,
tók við forsætisráðuneytinu um miðjan júní sl. Á
sama tíma komu þrír nýir ráðherrar frá Fram-
sóknarflokknum inn í ríkisstjórnina, þau Jón
Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokks-
ins, sem varð iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Magnús Stefánsson sem varð félagsmálaráð-
herra og Jónína Bjartmarz sem varð umhverf-
isráðherra. Jón Kristjánsson vék úr félagsmála-
ráðuneytinu og Sigríður Anna Þórðardóttir vék
úr umhverfisráðuneytinu. Þá má nefna að Sæ-
unn Stefánsdóttir tók sæti Halldórs á þingi. Víst
er að fylgst verður með því í vetur hvernig nýj-
um ráðherrum gengur í nýju hlutverki.
Geir H. Haarde forsætisráðherra mun flytja
sína fyrstu stefnuræðu á þriðjudagskvöld og í
kjölfarið verða umræður um hana. Eflaust verð-
ur málefnatónn flokkanna sleginn í þeim um-
ræðum. Áherslur flokkanna koma einnig m.a.
fram í umræðum um fjárlög næsta árs, sem
hefjast næsta fimmtudag.
Flestum þeim sem blaðamaður ræddi við ber
saman um að umræður um efnahagsmál eigi
eftir að verða áberandi á þingi í vetur. Fulltrúar
stjórnarandstöðunnar nefna auk þess fleiri mál,
sem þeim eru hugleikin. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, segir t.d. að umhverfismál, varnar-
mál og símahlerunarmál eigi eftir að verða
áberandi í vetur. „Það eru óvenjumörg heit og
pólitísk mál uppi, sem kallar auðvitað á það að
þingið verði að sama skapi mjög heitt,“ segir
hann.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir að sinn flokkur muni m.a.
leggja áherslu á auðlindamál, menntamál og
náttúruvernd. „Þá munum við fjalla um mat-
arverð og leggja áherslu á að ná niður útgjöld-
um heimilanna.“ Magnús Þór Hafsteinsson,
þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, seg-
ir að sinn flokkur muni m.a. setja umhverfis- og
byggðamál á oddinn í vetur.
Kosningar setja svip sinn á Alþingi
Búast má við stuttu en snörpu þingi og er líklegt að prófkjör hafi áhrif á þingstörf
Morgunblaðið/Árni Torfason
Kosningavetur Búast má við því að kosn-
ingaveturinn verði líflegur á þingi.
ÞINGSETNINGARATHÖFN hefst kl. 13.30 á
mánudag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Þar predikar sr. Dalla Þórðardóttir. Að henni
lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands,
ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir
fylktu liði til þinghússins.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
setur þingið og að því loknu tekur starfsald-
ursforseti þingsins Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, við fund-
arstjórn. Minnst verður látins fyrrverandi al-
þingismanns og að því búnu stjórnar Jóhanna
kjöri forseta þingsins.
Þegar fundi verður framhaldið kl. 16 verða
kosnir varaforsetar þingsins. Þá verður m.a.
kosið í fastanefndir þingsins. Að síðustu verð-
ur hlutað um sæti þingmanna.
Þing hefst á mánudag