Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tókýó. AFP, AP. | Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, flutti stefnuræðu sína á þingi í gær og vill hann að framvegis láti þjóðin meira til sín taka á alþjóðavettvangi og stjórnarskráin verði endur- skoðuð en í henni eru heimildum til að beita herafl- anum settar afar þröngar skorður. Jafnframt leggur hann áherslu á að bæta samskiptin við grannríkin og segist stefna að því að Japanar njóti „trausts, virðingar og ástar“ í heiminum. „Núgildandi stjórnarskrá var lögfest þegar Japan var hernumið land fyrir meira en 60 árum,“ sagði Abe. Hvatti hann til þess að samin yrði stjórnarskrá sem hentaði betur „nýrri kynslóð“ en Bandaríkjamenn komu því til leiðar eftir stríð að sett yrði ákvæði um að herafla Japans mætti ein- göngu nota til að verjast árás. Stjórnvöld í Wash- ington vilja á hinn bóginn að Japanir, sem eru nú ein öflugasta bandalagsþjóð þeirra í heiminum, axli meiri ábyrgð í öryggis- og varnarmálum í Austur-Asíu. Japanir verja miklu fé til varnar- mála, um 40 milljörðum Bandaríkjadollara á ári, og bæði flotinn og flugherinn eru afar vel búnir nýtísku hátæknivopnum. Abe er fyrsti forsætisráðherra Japans sem fæddur er eftir seinni heimsstyrjöld og er talinn meiri þjóðernissinni en fyrirrennarar hans í emb- ætti. Hann er mikill stuðningsmaður Bandaríkj- anna og vill meðal annars að komið verði á föstu fjarskiptasambandi við Hvíta húsið. En Abe sagð- ist einnig vilja efla og bæta samskiptin við grann- þjóðirnar sem hafa verið stirð síðustu árin auk þess sem Japanir óttast mjög að Norður-Kóreu- menn komi sér upp kjarnorkuvopnum er geti ógn- að landinu. „Kína og S-Kórea eru mikilvæg grann- ríki,“ sagði hann. „Það er afar brýnt fyrir Asíu og alþjóðasamfélagið allt að Japanir efli tengsl og gagnkvæmt traust við þessar tvær þjóðir.“ Hann hefur ekki sagt neitt um það hvort hann hyggist sem forsætisráðherra heimsækja helgi- skrínið Yasukuni en þar er minningarreitur um fallna hermenn, þ.á m. nokkra hershöfðingja sem teknir voru af lífi fyrir stríðsglæpi í heimsstyrjöld- inni síðari. Heimsóknir forvera Abe, Junichiro Ko- izumis, til Yasukuni fóru mjög fyrir brjóstið á grannþjóðunum. Abe vill bæta samskiptin við Kína og Suður-Kóreu AP Nýr í embætti Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans (t.v.), með Taro Aso utanríkisráðherra. Japanar láti meira til sín taka á alþjóðavettvangi PALESTÍNSK kona og dóttir hennar ganga fram hjá hinni svokölluðu hvelfingu á klettinum í gamla hluta Jerúsalem-borgar á leið til bænastundar, en Ramadan, föstumánuður múslíma, er nú genginn í garð. Á meðan Ramadan varir fasta trúræknir múslímar frá sólarupp- rás til sólarlags í samræmi við siði íslam. Lögreglan í Ísrael óttast að til átaka kunni að koma milli araba og gyðinga í Jerúsalem meðan á Ramadan stendur, en upphaf Ramadan kemur nú upp á sama tíma og Yom Kippur, helgasti dagur ársins í dagatali gyðinga. Þúsundir lögreglumanna voru á götum Jerú- salem í gær til að reyna að tryggja öryggi en jafnframt var fyrirskipað útgöngubann á nokkrum stöðum, þ.á m. á Gaza-svæðinu. AP Ramadan genginn í garð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hunsaði haustið 2003 ákafar viðvaranir af hálfu helsta ráð- gjafa þjóðaröryggisráðsins í mál- efnum Íraks, Roberts D. Blackwells, en hann sagði að senda þyrfti tug- þúsundir hermanna í viðbót á vett- vang, ella gætu menn misst algerlega stjórn á ástandinu. Bush og nánustu ráðgjafar hans gerðu sér litla grein fyrir því að í kjölfar hernaðarsigurs á Saddam Hussein hefði fylgt vaxandi andúð almennings í Írak á hernáms- liðinu. Kemur þetta fram í nýrri bók, State of Denial, eftir blaðamanninn heimsþekkta, Bob Woodward, á The Washington Post. Blackwell og L. Paul Bremer, sem þá var æðsti embættismaður Banda- ríkjastjórnar í Írak, hafi síðar ítrekað þörfina á fjölmennara liði í samtölum við Condoleezzu Rice, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bush, en rík- isstjórnin hafi látið þær óskir sem vind um eyrun þjóta. Fram kemur í nýju bókinni að harðar deilur og ringulreið hafi ríkt í röðum æðstu manna Bush eftir Íraksstríðið. En Bush hafi ávallt tek- ið meira mark á fegruðum lýsingum bjartsýnismanna á ástandinu í Írak og almennt hunsað efasemdir um stefnuna. Faðir hans, George Bush eldri, og móðirin Barbara hafi ekki verið sammála syninum um innrás- ina, móðirin hafi tjáð fjölskylduvini að Bush eldri væri mjög áhyggju- fullur, „hann vakir á næturnar“ vegna kvíða. George Tenet, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, CIA, hafi ekki sagt Bush milliliðalaust frá efasemdum sín- um um að rétt væri að ráðast á Írak. Andrew Card, þáverandi skrif- stofustjóri forset- ans, hafi tvívegis reynt að fá forset- ann til að reka Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra þar sem hann væri óútreikn- anlegur og honum væri hreinlega ekki treystandi. Laura Bush for- setafrú hafi veitt Card liðsinni í seinna skiptið, árið 2005, hún hafi tal- ið að hrokafull framkoma Rumsfelds græfi undan stöðu forsetans. Þegar Card hætti í mars sl. hafi hann verið sannfærður um að Íraksstríðið yrði síðar borið saman við Víetnam- stríðið og sagt að enginn háttsettur embættismaður hefði andmælt að- ferðunum við stríðsreksturinn. Woodward hefur margt orðrétt eftir heimildarmönnum sínum, sem oft eru nafngreindir, þ. á m. er Rumsfeld. Forsetinn hafi farið að ráðum Dicks Cheneys varaforseta og helsta stjórnmálaráðgjafa síns, Karls Rove, og ekki viljað reka Rumsfeld vegna þess að það gæti valdið trufl- unum á störfum varnarmálaráðu- neytisins. Woodward segir að Rumsfeld hafi verið svo andvígur Condoleezzu Rice að forsetinn hafi orðið að skipa Rumsfeld að svara símhringingum hennar. Lýst er einnig hörðum ágreiningi Rumsfelds og Colins Po- wells, þáverandi utanríkisráðherra, sem hætti fljótlega eftir að Bush var endurkjörinn haustið 2004. Ringulreið og afneitun staðreynda Bob Woodward Bob Woodward segir að Bush og menn hans hafi haft þokukenndar hugmyndir um ástandið í Írak Í HNOTSKURN »Woodward hefur áður ritaðtvær bækur um forsetatíð Bush og hefur haft góðan að- gang að Hvíta húsinu síðustu ár- in. Fyrri bækurnar þóttu jákvæð- ar í garð forsetans og manna hans, jafnvel hlutdrægar. »Blaðamaðurinn sagði nýlegaí sjónvarpi að mun meira væri um árásir á Bandaríkja- menn í Írak en viðurkennt væri. »Hann segir Bush staðráðinn íað hörfa ekki frá Írak, forset- inn njóti í þeim efnum ráða Hen- rys Kissingers sem telji stað- festuleysi hafa á sínum tíma valdið ósigrinum í Víetnam. BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, sætir nú vaxandi þrýstingi vegna uppljóstrana um að hann hafi tekið við peningum frá vinum um miðjan síðasta áratug. Nú hefur Ahern greint frá því að hann þáði um eina milljón króna fyrir að flytja ræðu á fundi í Manchester 1994. „Ég þekki engin dæmi þess að ráðherrar þiggi greiðslur fyrir að flytja ræður á fundum,“ sagði Enda Kenny, leiðtogi helsta stjórnarand- stöðuflokksins á Írlandi, Fine Gael. Ahern viðurkenndi á þriðjudag að hafa tekið við fjórum milljónum króna frá vinum sínum 1993–1994 en hann stóð þá í kostnaðarsömum skilnaði. Nýjustu uppljóstranirnar víkja hins vegar að greiðslu, sem hann þáði fyrir að flytja ræðu í Manchester 1994. Ahern segir að um 25 aðilar í viðskiptum hafi greitt sér 8.000 pund en ræðuna segist hann hafa flutt sem einstaklingur, ekki sem fjármálaráðherra. Hann hafi m.a. greitt ferðakostnað til Manchester úr eigin vaxa. Ekkert athugavert sé því við að hann hafi þegið þessa greiðslu. Ahern enn í vanda Fékk eina milljón greidda fyrir ræðu Bagdad. AFP. | Embættismenn í Írak greindu frá því í gær að tveir ætt- ingjar aðaldómarans yfir réttarhöld- unum yfir Sadd- am Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks, hefðu verið myrtir í fyrradag. Um var að ræða mág og frænda dómar- ans, Mohammeds al-Oreibi al-Kha- lifa, en þeir munu hafa orðið fórnarlömb byssumanna í hverfi í Bagdad þar sem spenna hef- ur verið undanfarið. Réttað er yfir Saddam á grund- velli ákæra um þjóðarmorð á Kúrd- um 1988. Fréttir hafa verið sagðar af því að bæði verjendur og saksókn- arar hafi sætt hótunum og sumir úr liði verjenda Saddams hafa verið myrtir. Íraskir embættismenn gátu þó ekki kveðið upp úr um það í gær hvort morðin á ættingjum al-Khalifa tengdust réttarhöldunum. Al-Khalifa tók við sem dómari í réttarhöldunum yfir Saddam nýver- ið, en fyrri dómara var vikið úr starfi eftir að hann hafði sagt að Saddam hefði ekki verið neinn einræðisherra. Ættingjar dómarans myrtir Saddam Hussein London. AP. | Háttsettir yfirmenn í breska hernum vilja að herliðið í Írak, um 7.500 manns, verði flutt þaðan til Afganistan. Þar sé meiri þörf fyrir liðið en nú eru um 5.600 breskir hermenn í Afganistan. Telja þeir að þá sé hægt að vinna sigur á talibönum í Afganistan. Kemur þetta fram í skýrslu sem sagt er frá í dag- blaðinu The Guardian í gær. Blaðið segir ekki frá því hver hafi látið því skýrsluna í té. Yfirmenn- irnir segja að takmörk séu fyrir því hve miklu breska herliðið í sunnan- verðu Írak fái áorkað og tími sé kom- inn til að Írakar taki ábyrgð á eigin öryggismálum. „Í reynd eru bresku hermennirnir í Írak gíslar – það urðu þeir þegar herráðinu mistókst að fá því framgengt að breska liðið yrði flutt frá Írak með það að markmiði að tryggja sigur í Afganistan – og við berjumst nú (og erum hugsanlega að tapa eða gætum tapað) á tvennum vígstöðvum,“ segir í skýrslunni. Frá Írak til Afganistan? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.