Morgunblaðið - 30.09.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 37
✝ Anna MargrétGuðrún Sumar-
liðadóttir fæddist á
Meiðastöðum í Garði
25. ágúst 1917. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
22. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Tóm-
asína Oddsdóttir, f. á
Guðlaugsstöðum í
Garði 6. mars 1896,
d. 17. júní 1989, og
Sumarliði Eiríksson,
f. á Hellum í Garði
19. apríl 1887, d. 22. mars 1970.
Anna ólst upp á Meiðastöðum í hópi
átta systkina, hin eru Ríkarður, f.
1916, d. 1998, Oddur Guðbjörn, f.
1920, d. 1986, Einarína, f. 1922, d.
1987, Guðrún, f. 1927, Hörður, f.
1930, Anton Geir, f. 1931 og Guð-
laugur Björn, f. 1931.
5. júní 1938 giftist Anna Þorsteini
Kristni Halldórssyni, f. 22. febrúar
1912, d. 1990. Foreldrar hans voru
Kristjana Pálína Kristjánsdóttir, f.
Guðrún, f. 5. ágúst 1986 og Kristín
Fjóla, f. 8. desember 1991. Maki
Tómasar er Brynhildur Jónsdóttir,
f. 12. júní 1962. 5) Kristjana Oddný,
f. 1. nóvember 1957. Börn hennar
eru Anna Margrét, f. 12. maí 1987,
Sigrún Bjarglind, f. 18. maí 1992,
Steina Kristín, f. 9. mars 1994 og
Þorsteinn Kristinn, f. 9. júlí 1996.
Maki Kristjönu er Ingólfur Björg-
vin Ingólfsson, f. 28. mars 1959. 6)
fóstursonur, bróðursonur Önnu,
Jón Steinar Guðbjörnsson, f. 26.
janúar 1942, d. 22. maí 1991. Dóttir
hans er Anna, f. 11. janúar 1969,
dóttir hennar Þórdís Ásta, f. 22.
febrúar 2000.
Anna lauk fullnaðarprófi frá
Gerðaskóla, sótti síðar kvöldskóla
sem starfræktur var í Garðinum
um tíma. Hún tók virkan þátt í
störfum eiginmanns síns við fisk-
vinnslufyrirtæki fjölskyldunnar.
Árið 1938 reistu þau Anna og Þor-
steinn sér hús í Garðinum sem þau
nefndu Borg. Að Borg bjuggu þau
allan sinn búskap. Anna starfaði í
Kvenfélaginu Gefn og í Slysavarna-
deild kvenna í Garði í áratugi.
Anna verður jarðsungin frá Út-
skálakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
2. nóvember 1885, d.
1975 og Halldór Þor-
steinsson, f. 22. febr-
úar 1887, d. 1980.
Börn Önnu og Þor-
steins eru: 1) Halldór
Þorsteinn, f. 12. júlí
1938. Börn hans eru:
a) Tómas Þorsteinn, f.
15. janúar 1973, maki
Jessica Agan Macas-
arte, f. 1975, dóttir
þeirra Anna Helga
Macasarte, f. 2005, b)
Þorsteinn Axel, f. 12.
mars 1974, maki Lilja
Dís Birgisdóttir, f. 1976, sonur
þeirra Halldór Daði, f. 2003, c)
Helga Sigurlína, f. 22. janúar 1978,
maki Valdimar Ragnar Valdimars-
son, f. 21. ágúst 1975, og d) Anna, f.
28. september 1998. Maki Halldórs
er Lija Davletbaeva, f. 11. desem-
ber 1970. 2) Gylfi, f. 31. desember
1944, maki Margrét Reynisdóttir, f.
30. maí 1952. 3) Óskírð dóttir, f. og
d. 3. apríl 1954. 4) Tómas Sumarliði,
f. 25. febrúar 1956. Dætur hans eru
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Börnin.
Minningar æskuára minna eru all-
ar samofnar minningum mínum um
ömmu mína og afa á Borg. Ég ólst
upp við mikið ástríki ömmu minnar
og afa sem umvöfðu mig miklum
kærleik. Sem elsta barn foreldra
minna naut ég þeirra forréttinda að
fá oft að dvelja á Borginni hjá ömmu
um lengri eða skemmri tíma. Frá
þeim tíma er gott að ylja sér við þeg-
ar ég fékk að kúra í afa bóli við hlið
ömmu.
Amma var afar hlý kona sem hafði
yndislega nærveru. Hún var alltaf til
staðar fyrir litla stúlku og vissi upp á
hár hverjar þarfir mínar voru. Ekk-
ert þótti henni of gott fyrir nöfnu
sína. Amma hafði létta lund og
skemmtilegan húmor sem hún aldrei
missti. Amma var hrifnæm, hún
hreifst af náttúru lands okkar sem
hún elskaði svo heitt. Hún var ung í
anda og hlynnt öllum framförum og
nýjungum. Til ömmu var gott að
leita, hún hafði ráð undir rifi hverju
auk þess að vera mjög bænheit.
Hún fylgdist náið með öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur, hafði trú á
mér og hvatti mig til dáða. Stolt ber
ég nafn þessarar heiðurskonu sem
hefur verið svo mikill áhrifavaldur í
mínu lífi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Guð geymi þig elsku amma mín.
Þín
Anna Margrét.
Elsku amma,
Ef glöð ég var – það gladdi þig að heyra
og gréti ég – þú straukst mér blítt um kinn.
Er sit ég hljóð, þá man ég alltaf meira.
Já minningarnar streyma – í hugann inn.
Þú fús og viljug varst að binda um kaunin,
og valdir oftast þann er smæstur var –
þú spurðir ei – hve mikil mundu launin,
en miðlaðir af gleði – allstaðar.
(G.G.)
Þú varst besta amma sem hægt
var að hugsa sér.
Við elskum þig, amma, þínar
Guðrún og Kristín Fjóla.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Við systkinin nutum þeirra for-
réttinda að vera mikið samvistum við
ömmu okkar í uppvextinum. Það
voru sannkölluð forréttindi að eiga
hana ömmu að.
Amma okkar á Borg var einstök
kona sem átti sérstakan stað í hjarta
okkar systkina.
Við minnumst ömmu fyrst og
fremst fyrir skilyrðislausa ást henn-
ar til okkar. Amma hafði alltaf nógan
tíma fyrir okkur þótt oft væri mikið
hjá henni að gera. Hún hafði einkar
hlýja nærveru og tók okkur alltaf
opnum örmum.
Amma bar hag okkar systkina
mjög fyrir brjósti og fylgdist náið
með öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Þegar vel gekk gladd-
ist amma innilega, gleði hennar var
einlæg og fölskvalaus. Þegar við vor-
um yngri þótti okkur öllum gott að
skríða upp í til ömmu og kúra í hlýju
holunni hennar. Sögur fyrir svefninn
og nýbakaðar pönnukökur var eitt-
hvað sem við gátum gengið að vísu
þegar amma var annars vegar.
Amma var kona trúuð, hún lagði
áherslu á það að við treystum Guði
sem myndi fyrir öllu sjá. Hún kenndi
okkur bænirnar og lagði áherslu á að
við færum með bænirnar fyrir svefn-
inn. Þegar okkur lá á, þá var alltaf
gott að leita til ömmu sem var mjög
bænheit.
Þegar leiðir skilja í bili þá langar
okkur að þakka ömmu fyrir allt það
sem hún var okkur, fullviss um að
hún muni eiga góða heimkomu.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig elsku amma.
Þín elskandi,
Sigrún Bjarglind, Steina
Kristín og Þorsteinn Kristinn.
Þegar ég hugsa um Önnu frænku
hlýnar mér í hjartanu því það var allt
svo fallegt við hana. Hún var svo fal-
leg bæði að innan og utan, og ávallt
stutt í skemmtilegan húmorinn hjá
henni. Þegar ég var lítil stelpa heim-
sóttum við Önnu og Steina á Borg í
Garði. Þar var vel tekið á móti öllum
með hlýju viðmóti, kaffi og með því.
Fjölskylduhundurinn þeirra hún
Nellí lék við gestina og upp spunnust
skemmtilegar sögur og frásagnir af
liðinni tíð. Þau hjónin voru alla tíð
hörkuduglegt fólk sem margir gætu
tekið sér til fyrirmyndar. Þau ráku
útgerð og fiskverkun í Garðinum
sem fjölskyldan tók virkan þátt í að
annast.
Systurnar voru þrjár í átta barna
hópi: Anna, Einarína sem er látin og
Guðrún móðir mín. Þær voru alla tíð
mjög nánar og eiga saman yndisleg-
ar minningar. Móðir mín hefur oft
sagt mér skemmtilegar sögur af
þeim systkinum þegar þau voru að
alast upp á Meiðastöðum í Garði. Líf-
ið var ekki alltaf dans á rósum hjá
henni Önnu frænku, þrátt fyrir að
hún væri alltaf brosandi. Sumt fólk
er demantar sem verið er að slípa til í
lífinu og Anna frænka er einmitt einn
af þessum demöntum sem ég er svo
lánsöm að hafa fengið að kynnast á
lífsins leið.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Ég og fjölskylda mín sendum inni-
legar samúðarkveðjur til Halldórs,
Gylfa, Tómasar, Kristjönu og fjöl-
skyldna þeirra. Megi minningin um
yndislega konu veita ykkur styrk á
erfiðum stundum. Guð blessi ykkur
öll.
Bryndís María Leifsdóttir.
Elsku Anna frænka, hinsta kveðja
frá Sínu frænku.
Addi frændi, bróðir þinn, hringdi
til þess að láta mig vita um andlát
þitt, hann hafði heimsótt þig á Kefla-
víkurspítala oft en var hjá þér síð-
ustu tvo dagana því hann vissi að
hverju stefndi. Gulli og Sigrún voru
þar, ég talaði við Gulla líka, þau hjón
hafa alltaf verið til staðar við allar
kringumstæður sem snert hafa fjöl-
skylduna, bæði fyrr og nú. Aldeilis
góð hjón með stórt hjarta, ég þakka
þeim fyrir það.
Anna, mig langar til þess að kveðja
þig vel. Þegar ég hugsa um þig, þá
man ég hversu þú hugsaðir alltaf um
aðra, ekki sjálfa þig. Það sýnir þitt
stóra hjarta sem alltaf var til reiðu til
að hjálpa öðrum. Ég var fædd á
Meiðastöðum í Garði, hjá afa Sum-
arliða og ömmu Tómasínu. Ég man
vel þegar þú komst yfir öll túnin frá
Borg, sem var þitt heimili og þinnar
fjölskyldu. Ég var eldri þá og oft hjá
ömmu og afa á Meiðastöðum. Oft
man ég þú nartaðir í agúrku á leið-
inni, ég hugsaði mér kannski til að
gefa þér orku! Tobba systir man
þetta líka mjög vel. Anna, ég man
líka að þegar ég var u.þ.b. 10 ára
fékk ég slæma lungnabólgu, vissi
ekki af mér í nokkra daga – ég held
mér hafi vart verið hugað líf. Þegar
ég vaknaði upp úr mókinu varst þú
fyrsta andlitið sem ég sá, sitjandi á
rúminu mínu. Mamma sagði þú hefð-
ir beðið fyrir mér, þá vissi ég að Guð
svaraði bænum, lof sé Guði.
Anna frænka, alltaf varst þú góð
heim að sækja, sérstaklega man ég
eftir flatkökunum sem þú bakaðir á
gömlu Borginni. Heitar með smjöri,
nammi, namm! Steini og Gylfi sátu
við eldhúsborðið og biðu með
óþreyju eftir ilmandi flatkökunum
þínum. Steini frændi, Þorsteinn
Halldórsson frá Vörum í Garði, átti
glansandi fallegan hvítan Cadillac-
bíl sem hann keyrði okkur systkin
stundum í. Þá fannst okkur við vera
prinsessur og prinsar, jafnvel bara
stutta stund. En þetta var Steini
frændi. Steini hugsaði vel um sína
bíla sem hann var hreykinn af. Hann
átti fyrirmyndarverkstæði á Borg,
kenndi sonum sínum vel hvernig líta
mætti best eftir bílum, þvo og bóna.
Á seinni árum man ég að við heils-
uðum upp á ykkur hjón – á nýju
Borginni sem þið byggðuð með mikl-
um glæsibrag, með fallegum blóma-
garði á bak við húsið. Alltaf var
veisluborð, hlaðið af góðgerðum þín-
um, Anna mín. Ekki nóg með það,
alltaf var konfekt með kaffinu á eftir,
sem var kannski meira heldur en fólk
gerði á þeim tíma. En þú, Anna
frænka, varst gestrisin svo um mun-
aði, vön að sjá um mat fyrir marga
menn sem unnu fyrir Steina frænda.
Enda hafðir þú líka efni á því. Þor-
steinn eiginmaður þinn sá vel um að
engan skorti neitt. Steini átti sitt eig-
ið fyrirtæki og vann mikið til þess að
fjölskyldan hefði nóg til alls. Ég sá
hversu samhent þið hjón voruð alltaf.
Samt sem áður gafst þú þér alltaf
tíma á hverjum degi til að heimsækja
móður þína, Tómasínu á Meiðastöð-
um. Síðustu ár hennar komst þú
tvisvar á dag til að hugsa um hana
aldraða, til að henni liði aðeins betur.
Addi frændi sagði mér það. Anna
mín, þetta sýndi þitt stóra hjarta,
hlýjuna og góðmennskuna sem ávallt
geislaði af þér.
Ég færi mínar þakkir fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkar fjölskyldu,
mömmu þótti svo vænt um þig og
Gunnu systur sem var yngst af ykk-
ur systrum. Ég er viss um að Addi,
Gulli og fjölskylda eru mér sammála.
Ég get samt ekki kvatt þig án þess
að minnast á eina af mínum bestu
minningum um þig. Stóra steininn
bak við „Borgina“, þegar þú komst
með þurrkaðan fisk á fallegum sum-
ardegi, settir fiskinn á steininn og
barðir fiskinn með sleggju þar til
hann yrði nógu mjúkur til að borða
hann. Ég man það var feitur og góð-
ur steinbítur. Mér þykir harðfiskur
svo góður, eins og flestum Íslending-
um, en kannski betri, því ég bý í
Ástralíu, við fáum ekki harðfisk hér.
Stundum var ég hjá ykkur í
nokkra daga í skólafríum á sumrin,
þá áttir þú fallegan blómagarð, rétt
fyrir utan heimilið. Mér þótti svo
gaman að koma í garðinn þinn,
stundum með Dóru vinkonu til þess
að dást að fallegu blómunum og finna
lyktina af þeim. Ég man ekki nöfnin
á þeim, en sérstaklega er mér í minni
fjólublátt blóm með stóra krónu,
blómin voru löng, slétt og mikið af
þeim, í miðjunni voru dökkblá lítil
blóm. Það var mitt uppáhaldsblóm.
Þegar ég var hjá þér á sumrin fór-
um við oft á saltfiskreitina fyrir ofan
Borg og breiddum saltfisk í sólinni.
Þessu gleymi ég aldrei, Anna
frænka, frekar en öðrum góðum
minningum úr Garðinum. Í herberg-
inu hans Halla, elsta sonar þíns, var
að finna stóra bókahillu fulla af bók-
um. Þú vissir að ég var „bókaormur“,
sagðir ég gæti farið þar inn og lesið
ef ég vildi. Þar voru bækur um
Nonna og Manna, ævintýri Grimms-
bræðranna ásamt öðrum ævintýrum
sem gáfu mér innsýn í aðra veröld.
Þakka þér fyrir það, Anna, ég veit
þetta allt var til þess að undirbúa mig
fyrir lífið sem ég hef lifað.
Ég get ekki endað þetta án þess að
minnast á Jón Steinar, son Guð-
björns bróður þíns sem þið hjónin
tóku í fóstur og óluð upp sem ykkar
eigin son. Steinar var góður drengur
sem dó fyrir aldur fram úr hvítblæði.
Elsku Halli, Gylfi, Tómas, Krist-
jana og fjölskyldur, innilegustu sam-
úðarkveðjur frá mér, Einari Axel og
Óðni. Ég veit hversu sárt er að missa
og sakna góðrar móður sem gerði
allt til þess að gefa ykkur gott líf og
framtíð. Það var hennar von og lífs-
tilgangur að þið börnin hennar ættuð
sem besta framtíð. Þetta var Anna
Sumarliðadóttir frænka mín.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku Anna, ég bið algóðan Guð
um að blessa þig, varðveita og
vernda, þú átt það svo sannarlega
skilið fyrir allt sem þú gerðir fyrir
aðra í þessu lífi. Guð gefi þér hvíld og
frið ávallt.
Þín elskandi frænka og systur-
dóttir,
Tómasína Einarsdóttir
og synir,
Perth, Vestur-Ástralíu.
Anna Sumarliðadóttir
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir,
mágkona og amma,
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Meistaravöllum 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudag-
inn 3. október kl. 13.00.
Harpa Jónsdóttir,
Andrea Jónsdóttir, Marinó Njálsson,
Magnús Gunnlaugsson, Ólöf Steinunn Einarsdóttir,
Gunnlaugur Magnússon, Valdís Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Grétar Magnússon, Nadezda Klimenko,
Svanhvít Magnúsdóttir,
Ægir Magnússon, Anna Bragadóttir,
Katrín, Freyja og Nói Jón.