Morgunblaðið - 30.09.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
TÓMAS R. Einarsson hefur varið síðustu ár-
um í að rannsaka latíntónlist og hefur nú gefið
út þrjár plötur með slíku efni. Sú nýjasta
kemur út á laugardaginn, kallast Romm
Tomm Tomm, og er allt efni á henni frum-
samið. Platan var tekin upp bæði hér á landi
og á Kúbu og verður útgáfunni fagnað með
viðamiklum tónleikum á Nasa, laugardaginn
30. september, og eru þeir í tengslum við við
Jazzhátíð Reykjavíkur. Auk þess verða aðrir
útgáfutónleikar (með Kúbönum og Íslend-
ingum) á Casa de la Música í Havana, 17. nóv-
ember. Suðræna sveiflan mun þá rata alla leið
til Moskvuborgar um miðjan næsta mánuð, en
þá mun Tómas leika efnið ásamt kvintett í
helsta djassklúbbi borgarinnar, Le Club.
Þrenna
„Þetta er þriðja latínplatan,“ segir Tómas
R. „Eða latíndjassplatan ef svo má segja. Ég
byrjaði á Kúbönsku árið 2002, með Íslend-
ingum. Árið eftir kom svo Havana út, gerð í
samnefndri borg með kúbönskum tónlist-
armönnum. Svo fannst mér við hæfi að enda
þessa þrennu með því að blanda öllu saman.
Ég og Samúel J. Samúelsson, básúnuleikari
með meiru, fórum út til Havana í mars og vor-
um þar á þriðju viku. Við tókum upp slatta af
lögum í gamla EGREM-stúdíóinu, sem er
elsta og þekktasta hljóðver borgarinnar. Svo
komum við heim og tókum upp frekara efni
með Íslendingum. Þeir spiluðu og inn á sum
lögin sem við höfðum tekið upp í Havana. M.a.
klóraði („scratch-aði“) Gísli Galdur Þor-
steinsson yfir nokkra heiðarlega Kúbumenn!
En svo fór ég aftur út til Havana í apríl og
fékk nokkra félaga mína þar til að spila inn á
nokkur af þeim lögum sem við höfðum tekið
upp á Íslandi. Þannig að þetta er mikill sam-
hræringur.“
Tómas segir að verkefni þetta hafi undið
upp á sig óforvarandis. Aldrei hafi verið lagt
upp með það að þetta yrði þrenna.
„Ég var búinn að liggja yfir þessari tónlist í
nokkur ár og það braust út á þennan hátt.
Það var aðallega það að mér fannst svo gam-
an að þessu, og eftir fyrstu plötuna var ég alls
ekki búinn að tæma alla möguleikana fannst
mér. Núna er ég hins vegar búinn að tæma
mig, hvað þetta form á tónlistinni varðar
a.m.k. Ég er engan veginn hættur í lat-
íntónlistinni, en mun leita nýrra nálgana við
hana. Ég er mikið beðinn um að spila þetta
efni hérna heima en upp á að frumsemja efni
á nýja plötu, þá yrði það í einhverjum öðrum
anda. Maður á líka að hætta að gera hluti
þegar maður er farinn að ná einhverju valdi á
þeim. Þá er þetta ekki nógu ögrandi lengur.
Nú þarf ég að ögra mér einhvern veginn
öðruvísi.“
Latínplötur Tómasar hafa gengið vel, og
hafa selst hvor um sig í um 3.000 eintökum,
sem telst harla gott á íslenskan mælikvarða.
Þá er töluvert spilað af plötunum á útvarps-
stöðvum í Suður-Ameríku; Argentínu, Perú
og Kólumbíu m.a.
Orka
Tómas segir, aðspurður um sérkenni þess-
arar nýjustu plötu, að Romm Tomm Tomm sé
á heildina litið sú kraftmesta.
„Þannig er ekkert píanósóló á plötunni –
sem er í fyrsta skipti á mínum ferli – en gít-
ararnir fá mikið að njóta sín. Ómar Guð-
jónsson leikur t.d. á tólf strengja gítar og raf-
magnsgítar. Þannig að það ber á
rokkslæðingi, sem hefur ekki verið einkenn-
andi áður á mínum plötum. Hún er „ag-
gressívari“ ef svo mætti segja.“
Aðrir Íslendingar sem á plötunni leika, fyr-
ir utan þá sem þegar hafa verið nefndir, eru
Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson,
Matthías M.D. Hemstock og Pétur Grét-
arsson.
Tómas er spurður að því, hvernig hann sé
að upplifa stemninguna í Havana, sem að
margra mati er algerlega einstök.
„Tónlistarlega er þetta mjög skemmtileg
borg. Tónlistin og dansinn umlykur allt þarna,
og er mjög stór hluti af daglegu lífi.“
Tómas segir að lokum að upptökur hafi
gengið prýðilega, og hann sé afar sáttur við
niðurstöðuna.
„Í Havana æfðum við í stofunni hjá kvik-
myndaleikstjóra sem var að mynda okkur og
einnig tróðum við átta manna bandi inn í
pínulitla herbergið okkar Samúels. Þetta
nægði til að koma mönnum í gírinn. Hér
heima gengu upptökurnar feykilega vel, þetta
rann einhvern veginn átakalaust inn. Það
myndaðist einhver einstök orka sem mér
finnst vera að skila sér vel á þessari plötu.“
arnart@mbl.is
Krafturinn frá Kúbu
Morgunblaðið/Kristinn
Kraftmesta platan „Nú þarf ég að ögra mér einhvern veginn öðruvísi,“ segir Tómas.
Nýjasta platan úr smiðju Tómasar R. Einarssonar, Romm
Tomm Tomm, kemur út í dag. Arnar Eggert Thoroddsen
ræddi við hann um verkefnið sem vatt upp á sig.
FARSI, harmleikur og dramatík
eru til staðar í mynd Frears um vik-
una sem gekk í garð eftir að Díana
prinsessa fell frá í blóma lífsins og
Tony Blair (Sheen) settist í for-
ætisráðherrastólinn. Sögusviðið eru
helstu stjórnstöðvar breska ríkisins;
Buckingham Palace, Downing-
stræti og hinn heittelskaði Bal-
moral-kastali. Mögnuð leiktjöld ut-
an um grafalvarlega atburðarás sem
Peter Morgan gerir að bráðfyndinni
háðsádeilu á bláa blóðið, múgsefjun,
stjórnkænsku og lævísi og sækir
innblástur úr Shakespeare og The
Sun.
Samkvæmt Morgan er stjórn-
viskuna að finna hjá nýliðanum
Blair, konungsfjölskyldan er búin að
afskrifa Díönu og fráfall hennar er
ekki inni á borðum hallarinnar. El-
ísabet II. vill helst fá að vera í friði
fyrir harmleiknum, þessum nýja og
borubratta ráðherra sem er ð ónáða
hana sínkt og heilagt. Tilfinningar
lýðsins sem hún stjórnar skilur hún
ver og virðist meira annt um
hundana sína. Hvað tengslin við
Díönu snertir, þarf Blair að minna
hana á að hún er amma, þegar hon-
um hefur tekist að koma vitinu fyrir
hátignina.
Morgan er sagður byggja hand-
ritið á heimildum úr innstu röðum,
en sannleiksgildið skiptir ekki
mestu máli heldur hitt að þeim Fre-
ars hefur tekist frábærlega að
breyta atburðarásinni í kaldhæðn-
islega sápuóperu. The Queen er
einn óvæntasti gleðigjafi ársins, það
úir og grúir af meinfyndnum til-
svörum og spaugilega vandræða-
legum uppákomum. Cromwell er
borubrattur sem „Drottningarmað-
urinn“, pirraður á sínu ævilanga,
ábyrgðarlausa vappi, ca fjóra metra
aftan við spúsu sína. Ríkisarfanum
Karli, er lýst sem siðfáguðu dauðyfli
og báðir eru þeir feðgar greinilega
undir hælnum á hátigninni. Drottn-
ingarmóðirin var viðkunnanlegasta
manneskjan í fjölskyldunni og það
er engin önnur en Sylvia Syms, sem
leikur hana og meðhöndlar á réttum
nótum.
Sheen tekst vel upp sem Blair,
nær röddinni svo unun er á að heyra
og rullan er vel skrifuð en útlitið
minnir meira á Rowan Atkinson en
forsætisráðherrann. Það er dálítið
spaugilegt og á sjálfsagt að vera
það. En það er stólpakonan Mirren
sem stelur The Queen með húð og
hári, ótrúlegt hvað þessi undur
heillandi leikkona, með sína vel
þekktu og þokkafullu framkomu,
getur búið til. Fyrir utan að vera
nánast eins og Elísabet drottning í
útliti, nær hún fasinu og limaburð-
inum, frekar stirðbusalegu göngu-
laginu og þeirri óspennandi „holln-
ingu“ sem gjarnan einkennir
þjóðhöfðingjann, einkum ef hún ber
skuplu á höfði. Það kemur hins veg-
ar ekki á óvart að Mirren gerir hana
reista og tígulega og gefur henni ör-
fá, ljúf augnablik, með krónhirt-
inum, hundum sínum og við blóma-
hafið utan við Buckinghamhöll.
The Queen er frábær kvikmynd í
flesta staði, meinfyndin skemmtun
þar sem höfundunum og leik-
urunum hefur tekist ætlunarverkið
mjög ásættanlega; að gera skop að
nánast afbrigðilegu ástandi og sam-
félagslegum vanþroska fjölskyld-
unnar í Buckinghamhöll og halda
Díönu smekklega utan við myndina.
En Mirren er þegar komin langt
með að tryggja sér öll helstu leik-
listarverðlaun ársins.
Þjóð og hundar hennar hátignar
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
RIFF: 2006: Tjarnarbíó – opn-
unarmynd
Leikstjóri: Stephen Frears. Aðalleikarar:
Helen Mirren, Michael Sheen, James
Cromwell, Sylvia Syms. 95 mín. England
2006.
Drottningin – The Queen Drottningin The Queen var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar.
HVERNIG er ástandið í borg í
herkví, hvernig er hversdagslífið
innan um brennandi hús, vegatálma,
hrundar byggingar, hermenn, fanga,
matarskort og aðra neyð, og snar-
geggjaður óvinurinn rétt utan borg-
armarkanna?
Því er lýst á raunsæjan hátt í Blo-
kada, rússneskri heimildarmynd
sem klippt er saman úr gömlum
myndskeiðum frá umsátrinu mikla
um Leningrad. Höfundurinn, Loz-
nitsa, lætur gömlu filmubútana tala
sínu máli og þeir segja meira en
nokkur orð. Það eina sem heyrist
eru umhverfishljóð.
Í 900 daga varðist Rauði herinn
hetjulega sókn Þjóðverja og hefst
myndin um haust á ógleymanlegu
atriði þegar sovéskir hermenn reka
stríðsfanga á undan sér í gegnum
borgina, þeir stika skömmustulegir
eftir götunum og íbúarnir fylgjast
með hersingunni. Ung kona skyrpir
í átt að óvininum sem hefur að öllum
líkindum rænt hana því sem hún átti
helgast. Síðar koma svipmyndir af
Leningrad lamaðri í snjóalögum
vetrarins, fallið fólk og helfrosið
liggur á víð og dreif, borgararnir
farnir að venjast slíku. Óvinurinn
spýr linnulaust eldi og eimyrju, síð-
an tekur að hlána og að lokum hefur
þrautseigjan skilað sigri í höfn.
Engra
orða þörf
KVIKMYNDIR
RIFF: 2006: Tjarnarbíó
Heimildarmynd. Leikstjóri: Sergei Loz-
nitsa. 52 mín. Rússland 2006.
Umsátur - Blokada Sæbjörn Valdimarsson