Morgunblaðið - 30.09.2006, Page 50

Morgunblaðið - 30.09.2006, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 51 menning Í blaðinu á miðvikudaginn varsagt frá því að stjórnvöld í Ka-sakstan hefðu áhyggjur af þeirri mynd sem dregin er upp af landinu í kvikmyndinni Borat: Cult- ural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazak- hstan, en um er að ræða „heim- ildamynd“ þar sem kasakski sjón- varpsmaðurinn Borat Sagdiyev ferðast til Bandaríkjanna í því augnamiði að kynnast landi og þjóð. Það sem ergir kasakska ráðamenn er að svo er að skilja á allri hegðun og tali Borats að víða sé pottur brot- inn í siðferðisvitund og menningar- hefðum Kasaka. Sérstaklega virðist sem hugmyndir þarlendra um konur og lýðræði séu vægast sagt fornfá- legar.    Í rauninni er Borat ekki frá Ka-sakstan. Í rauninni er Borat yfir höfuð ekki til, nema þá í óeiginlegri merkingu. Borat er nefnilega tilbúin persóna, sköpunarverk breska grín- istans Sacha Baron Cohen. Cohen þessi er einnig maðurinn á bak við hinn borubratta Ali G en það var einmitt í þáttunum Da Ali G Show sem Borat kom fyrst fram á sjón- arsviðið – í innslögum þar sem sýnd voru brot úr „ferðaþáttum“ hans. Þar gátu áhorfendur fylgst með Bo- rat á ferðalagi sínu um Bretland og síðar Bandaríkin, þar sem hann lagði sig í líma við að kynna sér þar- lenda siði og venjur með kostulegri útkomu. Ali G og Borat eru kvistir af sama meiði og svo sannarlega kynlegir. Þeir eru báðir sjónvarpsspyrlar en svo yfirgengilegir í bæði hegðun og hugsun að viðmælandinn, sem er ókunnugt um málavexti, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Seinni tíma fígúrur, t.d. Johnny National og Silvía Nótt á Íslandi, eru tilbrigði við þetta stef.    Að mínu mati hefur Borat þaðfram yfir aðra sjónvarpsspyrla af þessari tegund að þrátt fyrir alla siðgæðisbrestina, karlrembuna og fordómana er hann með eindæmum viðfelldinn og geðþekkur maður. Þar að auki er hann trúverðugri en aðrar sambærilegar persónur. Fyrir vikið þreytast viðmælendur hans síður á vitleysisganginum og falla frekar í þá gryfju að samsinna bull- inu eða reyna í einlægni að leiða honum fyrir sjónir hin vestrænu gildi. Þessir eiginleikar Borats skírast fyrst og fremst af frábærri persónu- sköpun og leik Cohens. Borat er ein- faldur og klaufskur. Hann er hóg- vær, glaðvær og umfram allt einlægur. Hann er enginn ruddi og alls ekkert illmenni. Það er engin fyrirlitning í viðhorfi hans til kvenna eða annarra hópa sem hallar á í „heimalandinu“. Þess í stað skrif- ast viðhorf hans á fáfræði og þá staðreynd að hann kemur frá öðrum menningarheimi – en undir þeim formerkjum virðist fólk reiðubúið til að fyrirgefa ansi margt. Þegar hann t.d. kemst að því að konur hafa kosn- ingarétt í Bandaríkjunum er nær að segja að hann sé hissa en hneyksl- aður. Viðbrögð hans eru frekar í ætt við undrun okkar yfir saklausum siðum annarra þjóða, t.d. að kýr séu heilagar á Indlandi, en mannhatur. Allt sem snýr að Borat er ein alls-herjar satíra. En satíra er vandmeðfarið form þegar tekið er á kreddum og hleypidómum. Takist vel upp getur háðið verið beitt og skemmtunin mikil. Hins vegar er alltaf hætt við því að menn gangi of langt og þá kárnar gamanið. Grínið verður klént og í versta falli meið- andi. Borat hefur hingað til tekist að halda sig réttu megin við línuna. Það verður hins vega forvitnilegt að sjá hvernig Cohen tekst upp við línu- dansinn í kvikmyndinni. Það er ósk- andi að Borats bíði ekki sömu örlög og Ali G, en mynd um Ali sem kom út fyrir nokkrum árum missti gjör- samlega marks. Borat Sagdiyev » Allt sem snýr aðBorat er ein alls- herjar satíra. En satíra er vandmeðfarið form þegar tekið er á kredd- um og hleypidómum. Tilbúningur Þau myndskeið frá „Kasakstan“ sem birtast í kvikmyndinni eru í raun frá Rúmeníu. Einnig sum meint kasöksk lög. floki@mbl.is AF LISTUM Flóki Guðmundsson ruglaða „Óberón“ þar sem sveitin sýnir heilmikla „Birthday Party“- takta, og lokalag plötunnar, „Ted Danson“ þar sem hinu gamla og góða „Killer Boogie“ með íslensku pönksveitinni Þeyr er hrært saman við þeirra eigin hljóm. Það er eins og að við að hlusta ítrekað á nýjan geisladisk sveit- arinnar Reykjavík! fari eitthvert ferli af stað sem gjörbreyti öllum hugmyndum manns um tónlist. Við fyrstu hlustun er tónlistin skrýtin, óaðgengileg og furðuleg en svo allt í einu smellur allt og þá getur maður ekki alveg áttað sig á því hvað það var sem maður skildi ekki. Reynslan er ekkert ósvipuð því að fara í fyrsta tímann í einhverju framandi fagi í háskóla og skilja ekki baun, en mæta svo sem gestur í sama tíma ári síðar þegar maður hefur tekið prófið og tileinkað sér efnið. Reynslan við að tileinka sér hinn splunkunýja hljóm Reykjavíkur hefur breytt manni, og það er ekki hægt að bakka og verða aftur það sem maður var fyrir. Enda langar mann ekkert til þess. Ragnheiður Eiríksdóttir Nýr hljómur Nýja platan frá hljómsveitinni Reykjavík! fær fimm stjörnur af fimm mögulegum frá gagnrýnanda Morgunblaðsins. Kvikmynda-leikstjórinn Oliver Stone lýsti því yfir á San Sebastian- kvikmyndahátíð- inni á Spáni á dögunum að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði fært Bandaríkin tíu ár aftur í tímann og gert það að verkum að hann skammist sín nú fyrir að vera Bandaríkjamaður. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Stone sagði Bush hafa brugðist allt of harkalega við hryðjuverka- árásunum í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001, misnotað þjóð- arauðinn og ýtt undir öfgastefnu. „Frá 12. september hefur atvikið verið notað í pólitískum tilgangi og klofið heimsbyggðina,“ sagði hann. „Þetta er synd því það tekur orku frá okkur að sjá að allur heimurinn er enn í helgreipum 11. september. Það tekur orku frá hlutum sem skipta máli eins og fátækt, dauða, sjúkdómum, jörðinni og því að laga hlutina heima fyrir í stað þess að heyja stríð við aðra.“ Af Stone er það annars að frétta að hann hyggst á næstunni ráðast í þriðju útgáfu á stórmynd sinni Alex- ander á mynddisk, en hann er að sögn enn ekki fullkomlega ánægður með myndina í heild sinni. Myndin var rándýr í framleiðslu en gagnrýn- endur voru fæstir ánægðir með út- komuna. Fólk folk@mbl.is Miðasala LA opin frá kl. 13–17 alla virka daga. Samstarfsaðili: F í t o n / S Í A KARÍUS OG BAKTUS: GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON OG ÓLAFUR STEINN INGUNNARSON. HÖFUNDUR: THORBJORN EGNER ÞÝÐANDI: HULDA VALTÝSDÓTTIR LEIKSTJÓRN: ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR TÓNLISTARUMSJÓN: 200.000 NAGLBÍTAR LEIKMYND OG BÚNINGAR: ÍRIS EGGERTSDÓTTIR LÝSING: SVEINN BENEDIKTSSON GERVI: RAGNA FOSSBERG sígilt leikrit sem staðist hefur tímans tönn! SÝNT Í RÝMINU. RÝMIÐ ER SAMSTARFSVERKEFNI LA OG Sýningin tekur 25 mínútur í flutningi. Lækkað miðaverð. Lau 30. sept kl. 14 UPPSELT Lau 30. sept kl. 15 UPPSELT Lau 30. sept kl. 16 UPPSELT Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT Sun 1. okt kl. 16 UPPSELT Sun 8. okt kl. 17 UPPSELT Sun 15. okt kl. 14 UPPSELT Sun 15. okt kl. 15 UPPSELT Sun 15. okt kl. 16 UPPSELT Sun 22. okt kl. 14 nokkur sæti laus Sun 22. okt kl. 15 Sun 22. okt kl. 16 Aukasýning Næstu sýn: 29/10, 5/11, 12/11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.