Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að greiðslu vaxtabóta fyrir áramót ENDURÁKVÖRÐUN vaxtabóta skal lokið eigi síðar en 31. desember nk., samkvæmt frumvarpi um vaxta- bætur sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í gær. Með lögunum hækkar lágmark eignaviðmiðunar að frá- dregnum skuldum til skerðingar á vaxtabótum um 30%. Það þýðir, svo dæmi sé tekið, að vaxtabætur hjóna byrja að skerðast þegar nettóeign þeirra fer yfir átta milljónir. Þær falla niður þegar nettóeignin er yfir 12 milljónum. Stefnt er að því að búið verða greiða sem flestum, sem hljóta vaxtabætur vegna þessara laga, fyr- ir áramót, að sögn Péturs H. Blön- dal, formanns efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Lögin voru samþykkt með at- kvæðum stjórnarliða en stjórnar- andstæðingar sátu hjá. Þeir síðar- nefndu vildu ganga lengra en stjórnarliðar og tóku undir gagnrýni Alþýðusambands Íslands en greint er frá henni annars staðar í blaðinu í dag. Sæunn Stefánsdóttir, varafor- maður efnahags- og viðskiptanefnd- ar, sagði á Alþingi í gær, að breyt- ingarnar í lagafrumvarpinu þýddu um 590 milljóna kr. aukaútgjöld fyrir ríkissjóð. „Það skiptir máli að við stöndum vörð um vaxtabótakerfið,“ sagði hún. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu og Ögmundur Jónas- son, Vinstri grænum, vísuðu hins vegar allri ábyrgð á frumvarpinu á ríkisstjórnina. „Fjöldi fólks sem vænti leiðréttingar mun annað hvort fá litlar eða engar greiðslur vaxta- bóta nú í desember eins og lofað hafði verið,“ sagði Jóhanna. Frumvarpið um vaxtabætur var lagt fram á Alþingi fyrr í vetur. Í því var gert ráð fyrir að fyrrgreind við- miðunarmörk myndu hækka um 25%, en meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar hækkaði þau í 30%. Stjórnarandstaðan vildi ganga lengra en stjórnarliðar Í HNOTSKURN »Hækkun fasteignaverðs áárinu varð til þess að vaxtabætur til fjölda ein- staklinga féllu niður eða lækk- uðu. » Í kjölfar samkomulags viðASÍ lagði ríkisstjórnin fram frumvarp, þar sem lögð var til hækkun á viðmið- unarmörkum vaxtabóta. »ASÍ og stjórnarandstaðaneru hins vegar ósátt við niðurstöðuna og vildu ganga lengra. PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi einn þing- manna í gær atkvæði gegn tillögu um aukafjárveitingu á fjárlögum vegna heiðurslauna listamanna. Stjórnarliðar greiddu atkvæði með tillögunni en stjórnarandstæðingar sátu hjá. Pétur sagði að með fjárveiting- unni væri verið að greiða atkvæði um opinbera listastefnu, líkt og gerðist í einræðisríkjum. Nær væri að heiðra Björk Guðmundsdóttur söngkonu, sem ekki þyrfti á fjárstyrk að halda, með einni krónu á mánuði. „Þar með fengi hún heiðurinn.“ Hann kvaðst vera á móti því að hið opinbera segði „þetta er list og annað er ekki list“. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, eins og það lítur út eftir aðra umræðu, er gert ráð fyrir alls 48 milljónum til þeirra sem njóta heiðurslauna listamanna. Króna til Bjarkar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is TILLÖGUR meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis, sem fela m.a. í sér um 9,5 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári, miðað við upphaflegt fjár- lagafrumvarp, voru samþykktar á Alþingi í gær, með atkvæðum stjórn- arliða. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar sátu hjá. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði í at- kvæðagreiðslu um tillögurnar, að þær sem og fjárlagafrumvarpið sjálft, bæru með sér að kosningar væru á næsta ári. Það biði því nýrrar ríkisstjórnar að gera raunhæf fjár- lög fyrir næsta ár. Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra sagði hins veg- ar að tillögurnar væru lýsandi fyrir þá möguleika sem sköpuðust þegar efnahagslífið fengi að blómstra og þegar haldið væri með ábyrgum hætti um ríkisfjármálin. „Þetta er gott fjárlagafrumvarp og tillögurnar frá stjórnarmeirihlutanum eru góð- ar,“ sagði hann. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu, eins og það lítur út eftir aðra umræðu, verður tekju- afgangur ríkissjóðs nærri níu millj- arðar á næsta ári. Sameiginleg tillaga stjórnarand- stöðunnar um að greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega hækki um 7,4 milljarða á næsta ári, var hins vegar felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær, að viðhöfðu nafnakalli. Stjórn- arandstæðingar greiddu, eins og við mátti búast, atkvæði með tillögunni en stjórnarliðar gegn henni. Fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 2007 var síðan vísað til þriðju og síðustu um- ræðu. Gert er ráð fyrir því að hún fari fram í byrjun desember. Þingmenn gerðu margir hverjir grein fyrir atkvæðum sínum í at- kvæðagreiðslunum í gær um ein- stakar breytingartillögur við fjár- lagafrumvarpið. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, sagði m.a. að þótt margt gott væri í frum- varpinu, skorti enn á fjármagn m.a. til allmargra heilbrigðisstofnana, sérstaklega á landsbyggðinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tók í sama streng. Hann sagði að ýmislegt í frumvarpinu væri til bóta, en annað skorti, t.d. auknar fjárveitingar til sjúkrahússins á Akranesi. Birkir J. Jónsson, formaður fjár- laganefndar, sagði að staða ríkis- sjóðs væri sterk. Þar með væri hægt að halda áfram að standa vörð um velferðarkerfið. Morgunblaðið/ÞÖK Annir á þingi Þingmenn eru niðursokknir í vinnu sína á Alþingi. Atkvæðagreiðslur fóru fram í gær um fjárlagafrumvarpið. Margt gott en ýmislegt vantar Tillögur meirihlutans samþykktar Fjárlagaumræðan hefur veriðáberandi í þingstörfunum ívikunni. Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk með atkvæðagreiðslu á Al- þingi í gær, en þá voru samþykktar breytingatillögur meirihluta fjár- laganefndar þingsins við fjárlaga- frumvarpið. Stjórnarliðar greiddu breytingatillögunum atkvæði sitt, eins og við mátti búast, en stjórn- arandstæðingar sátu hjá. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi í byrjun október. Nákvæmlega fimmtíu og einum degi síðar lauk fjárlaganefnd um- fjöllun sinni um frumvarpið. Meiri- hluti nefndarinnar lagði þá til að útgjöld ríkissjóðs myndu aukast um 9,5 milljarða á næsta ári, frá því sem gert var ráð fyrir í frumvarp- inu. Það þýðir m.ö.o. að útgjöld rík- issjóðs aukast um 2,7% frá upp- haflegri áætlun. Sé farið í talnaleiki má halda því fram að útgjöld rík- issjóðs hafi aukist um 186 milljónir á dag, í meðförum þingsins. Til samanburðar jukust útgjöld fjárlaga í meðförum þingsins um 6,8 milljarða, fyrir síðasta kosn- ingaár, þ.e. árið 2003, eða um 2,7% frá upphaflegu frumvarpi. Ári síð- ar jukust útgjöld um 2,3 milljarða í meðförum þingsins eða um 0,8% frá upphaflegu frumvarpi og árið þar á eftir jukust útgjöld um 1,8 millj- arða, eða um 0,6% frá upphaflegu frumvarpi. Stjórnarandstaðan hefur m.a. haldið því fram að frumvarpið og breytingar meirihlutans beri þess merki að kosningar séu framundan. Frekar sé horf til „fjölmiðlaþarfar einstakra ráðherra“, eins og það var orðað, en mikilvægi efnahags þjóðarinnar. Því hafa stjórnarliðar vísað á bug. Birkir J. Jónsson, for- maður fjárlaganefndar Alþingis, sagði t.d. í samtali við mbl.is í vik- unni að útgjaldatillögur meirihlut- ans endurspegluðu fjárþörf ýmissa stofnana. Þá sagði Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra í viðtali við blaðamann að „ekkert kosn- ingamóment“ væri í tillögunum. Hann benti á að af þessum 9,5 millj- örðum væru samtals 6 milljarðar vegna vaxtagjalda og fjármagns- tekjuskatta. Bein útgjöld til verk- efna væru því um 3,5 milljarðar. Þess má geta að stjórnarand- stæðingar lögðu líka fram tillögur um aukin útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, þ.e. þeir vildu að greiðslur til lífeyrisþega hækkuðu um 7,4 millj- arða. Þær tillögur voru felldar. En eftir stendur: hafa kosningarnar áhrif? Svari hver fyrir sig. Dýrar kosningar? ÞINGBRÉF Arna Schram arna@mbl.is ÞRÍR þingmenn Samfylkingarinn- ar hafa að nýju lagt fram á Al- þingi frumvarp um að lög um stimpilgjöld verði felld brott. Fyrsti flutningsmaður er Margrét Frí- mannsdóttir. Meðflutnings- menn eru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að skattheimta á borð við inn- heimtu stimpilgjalda hafi verið á hröðu undanhaldi í OECD-ríkjum síðustu áratugi. Slík skattheimta hafi neikvæð áhrif. Til dæmis mis- muni hún aðilum innnanlands og veiki samkeppnisstöðu íslenskra fyr- irtækja gagnvart erlendum. „Eins og íslenskt viðskiptaumhverfi hefur þróast er óhætt að halda því fram að stimpilgjöldin séu bein samkeppnis- hindrun fyrir íslensk fjármálafyrir- tæki sem og íslenska útgefendur verðbréfa. Þá er einnig á það að líta að stimpilgjöld geta lagst mjög þungt á þá sem kaupa sér húsnæði, sérstaklega þá sem eru að festa sér húsnæði í fyrsta sinn og þurfa að teygja sig svo langt sem þeir geta, t.d. ungt barnafólk.“ Þá benda flutn- ingsmenn jafnframt á að óeðlilegt sé að við skuldbreytingar á lánum sem fjölskyldur hafa tekið sé stimpilgjald innheimt hvað eftir annað. „Þarna er á ferðinni gjaldtaka sem er umfram það sem þjónustan kostar,“segir m.a. í greinargerðinni. Vilja afnema stimpilgjöld Margrét Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.