Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutn- ingamenn njóta gífurlega mikils trausts almennings samkvæmt nýrri Gallup-könnun og fær stéttin ein- kunnina 4,7 af 5 mögulegum. Rann- sakendur hjá Gallup hafa ekki séð aðra eins einkunn í sambærilegum könnunum. Könnunin leiðir í ljós að 99% svarenda bera mikið traust til stéttarinnar. Í könnuninni voru eldvarnir í heimahúsum einnig kannaðar og kom í ljós að eldvarnir eru hins veg- ar alls ekki í nægilega góðu lagi á mörgum heimilum. Þannig vantar talsvert upp á að nægilega margir séu með reykskynjara, eldvarna- teppi og slökkvitæki. Allt of fáir eða 17% segjast þá hafa gert neyð- aráætlun fyrir heimilið. Reykskynj- ara vantar á 6% heimila að meðaltali en verst er ástandið á höfuðborg- arsvæðinu, eða 8,4%. Um þriðjungur fólks hefur reykskynjara og um 42% segjast hafa allt þrennt, þ.e. reyk- skynjara, slökkvitæki og eldvarna- teppi. Rúm 3% hafa ekkert af þess- um öryggistækjum. Fólk í sambúð og með börn er líklegast til að vera með þessi tæki á heimilum sínum og þá kom einnig í ljós að í dreifbýli hugsar fólk meira fyrir örygginu en í þéttbýlinu. Telur Gallup skýringuna e.t.v. felast í því að fólk geri meiri ráðstafanir ef langt er í slökkvilið. Þegar spurt var hvort kviknað hefði í á heimilinu síðustu 10 árin, svöruðu 12,5% játandi. Könnunin var gerð fyrir Lands- samband slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna og Brunamálastofnun. Í úrtakinu voru 1.261 á aldrinum 16– 75 ára og var svarhlutfall 63,6%. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri SHS, segir það engan áfell- isdóm yfir SHS þótt eldvarnir séu lakastar á starfssvæði síns liðs. „Við viljum hvetja fólk til að gera betur,“ sagði hann. „Við höfum skynjað að við höfum ekki náð til fjöldans og þurfum að beita nýjum leiðum til þess.“ Í því skyni eru í nýjasta tölu- blaði Slökkviliðsmannsins eldvarna- leiðbeiningar handa fólki á átta tungumálum. Ljóst er að talsverð brögð eru að því meðal útlendinga að þeir búi í húsnæði með lélegum eldvörnum. Vernharð Guðnason, formaður LSS, sagði það óviðunandi að sum heimili væri án eldvarna og slökkvi- liðsmenn yrðu ekki ánægðir fyrr en hvert einasta heimili yrði búið slík- um öryggistækjum. „En traust landsmanna til okkar er eftirtektarvert og við erum mjög þakklátir fyrir það. Verkefnið er að halda þessu trausti,“ sagði hann. Í könnuninni sagðist rúmlega helmingur eða þeirra nánustu hafa þurft á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að halda und- anfarin ár og 98% sögðust ánægð með þjónustuna. Eldvarnaátak LSS hófst á mið- vikudag og eru slökkviliðsmenn byrjaðir að heimsækja grunnskóla og fræða heimilin um eldvarnir. Eldvarnaátak að hefjast og sjónum nú sérstaklega beint að heimilum innflytjenda Morgunblaðið/Ásdís Átak Vernharð Guðnason, Björn Karlsson og Jón Viðar Matthíasson. Eldvörnum ábótavant á heimilum Almenningur er ekki með eldvarnir í nægilega góðu lagi en ber á sama tíma gífurlega mikið traust til slökkviliðsmanna. Ástandið er betra í dreifbýli en versnar á höfuðborgarsvæðinu. Í HNOTSKURN »Í könnun Gallup kom íljós að 22% fólks eru með reykskynjara heima hjá sér og 18% með bæði reykskynj- ara og slökkvitæki. Þá voru tæp 12% með eldvarnateppi og reykskynjara. Um 42% voru með þetta allt þrennt en 3% eru með ekkert af þessu. »Það hefur kviknað íheima hjá ríflega tíunda hverjum landsmanni und- anfarin tíu ár en langflestir, eða 83%, hafa ekki gert neyð- aráætlun heima hjá sér ef eld ber að höndum. Sama hlutfall telur eldvarnaátak slökkvi- liðsmanna fyrir hver jól mik- ilvægt. Þá skiptir um 41% reglulega um rafhlöður í reykskynjaranum. orsi@mbl.is FJÖLMENNUR hópur frá Geðhjálp og Fjölmennt afhenti í gær ráð- herrum ríkisstjórnarinnar ályktun frá baráttufundi Geðhjálpar, þar sem skorað var á ráðamenn að tryggja fjármagn til mennt- unarmála geðfatlaðra. Í samtali við Svein Magnússon, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, minnir hann á að samkomulagið sem gert var við Tómas Inga Ol- rich, þáverandi menntamálaráð- herra, snemma árs 2003 um sam- starfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar varðandi menntun og starfsendurhæfingu geðfatlaðra væri enn í fullu gildi, enda hefði því ekki verið sagt upp. Segir Sveinn það hafa verið ljóst á sínum tíma að verkefnið færi af stað sem til- raunaverkefni þar sem óljóst væri hver hin raunverulega þörf væri og hversu mikil aðsóknin í það yrði. Hugsanleg aðkoma félagsmála- ráðuneytis að málinu Bendir Sveinn á að það mat hafi farið fram árið 2004 með stöðu- matsskýrslu Ásgeirs Sigurgests- sonar, sem gerð var að frumkvæði þriggja ráðuneyta, og hafi hún sýnt fram á að aðsóknin var mun meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Bend- ir Sveinn á að fjárþörf upp á 24 milljónir á ári til að geta sinnt 100 manns byggist á fyrrgreindri mats- skýrslu. Að sögn Sveins var skömmu fyr- ir baráttufundinn sl. miðvikudag haft samband við hann frá félags- málaráðuneytinu og honum tjáð að þar væri vilji til þess að leita leiða til mögulegra lausna á málinu án þess að ákveðnu fjármagni væri lofað eða hugmyndin útfærð nánar. „Enda þótt málið varði mennta- málaráðuneytið er ábyrgð á mál- efnum faltaðra í félagsmálaráðu- neytinu og þar hef ég sett málefni geðfatlaðra í forgang. Ég hef þeg- ar kynnt uppbyggingu á vegum ráðuneytisins á stuðningi við þenn- an hóp og vil að þessi mál séu ávallt skoðuð í samhengi,“ sagði Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra er leitað var viðbragða hans í gær. Morgunblaðið/Ásdís Með kröfuspjöld á lofti Fjölmenni var við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þegar fulltrúar Geðhjálpar og Fjöl- menntar afhentu ráðherrum ríkisstjórnar ályktun frá baráttufundi Geðhjálpar sem fram fór sl. miðvikudag. Ályktun Geðhjálpar afhent ráðherrum ríkisstjórnar ARNÞÓR Helga- son, íbúi á Sel- tjarnarnesi, gagn- rýnir harðlega afgreiðslu skipu- lags- og mann- virkjanefndar Sel- tjarnarnesbæjar á tillögu Þyrpingar hf. um landfyll- ingu norðan við Eiðsgranda. Að mati Arnþórs er hér um það stórt hagsmunamál að ræða að eðli- legra hefði verið að umræða og kynn- ing á þessu færi fram í bænum, en ekki aðeins á lokuðum fundum. Telur hann að skipulagsnefnd hefði átt að afgreiða málið til bæjarstjórnar jafn- framt því að tillögurnar væru settar í umhverfismat. Að sögn Arnþórs eru miklar líkur á að lágvöruverðsverslunin Bónus hverfi úr bænum, þar sem verslunin sé að missa núverandi húsnæði sitt. Tekur hann það fram að málið sé í ljósi þessa ekki aðeins hagsmunamál íbúa Seltjarnarness þar sem íbúar Vesturbæjar Reykjavíkur noti búðina talsvert. Að mati Arnþórs er skipu- lagsnefndin, með höfnun sinni á tillög- unni, einnig að missa af kjörnu tæki- færi til þess að gera Eiðistorgið að stjórnsýslulegri miðstöð bæjarins. Arnþór er í samvinnu við aðra íbúa að vinna að því að boða til borgarafundar um málið þar sem fulltrúum Þyrping- ar hf. gefist tækifæri á að kynna land- fyllingarhugmynd sína og uppbygg- ingu, enda hefur að mati Arnþórs skort á að íbúar á Nesinu hafi fengið nægar upplýsingar. Gagnrýnir höfnun á landfyllingu Vill efna til borgara- fundar um málið Arnþór Helgason „SAMFYLKINGUNNI er margt betur gefið en að segja sannleikann,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, um þá gagnrýni Samfylkingar að standa þurfi bet- ur að kynningu tillagna um upp- byggingu í vest- urbæ Kópavogs. Gunnar vísar þessu á bug og segir að forkynn- ing hafi farið fram hjá skipulagsnefnd og hún sé nú að fara af stað með kynningu fyrir íbúum. Á stefnuskrá allra flokka hafi verið að íbúðabyggð verði á hluta hafnarsvæðisins og allir verið sam- mála um að þar ætti að vera blönduð byggð. Uppi væru hugmyndir um rammaskipulag til næstu 15 til 20 ára sem mögulega gæti orðið af en ekkert væri fast í hendi hvað þær hugmyndir varðaði. Bendir Gunnar einnig á að stærsta fyrirtækið í Kópavogi, BYKO, hafi sótt um að all- ur innflutningur fyrirtækisins geti komið inn í gegnum Kópavogshöfn. „Staðreyndir málsins eru þær að á síðustu 14 árum hefur fækkað um það bil um 400 manns í vesturbæ Kópavogs og á síðustu tveimur árum hefur börnum í Kársnesskóla fækk- að um 100,“ segir Gunnar. Hann bendir m.a. á að búið sé að sam- þykkja uppbyggingu í bryggjuhverfi fyrir 340 íbúðir og reikna megi með 2 íbúum á hverja íbúð og 230 íbúðir á Kópavogstúni. Ekki sé því um neina byltingu að ræða í fjölgun íbúa. Áhersla á blandaða byggð 400 íbúa fækkun í vesturbæ á 14 árum Gunnar I. Birgisson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ljósmyndurum með iðnréttindi og nemendum í ljósmyndun sé einum heimilt að taka ljósmyndir í vegabréf hjá sýslumönnum og lögreglustjóra. Dómurinn féllst hins vegar ekki á kröfu Ljósmyndarafélags Íslands um að viðurkennt yrði að óheimilt væri að haga gjaldtöku við útgáfu vegabréfa þannig að myndataka væri innifalin í kostnaði umsækjanda vegna útgáfu vegabréfs. Í dómi segir að útgáfa vegabréfa sé hluti af verkefnum sem stjórn- völdum séu falin með lögum. Vinnsla þeirra sé því í atvinnuskyni í skiln- ingi iðnaðarlaga. Samkvæmt því verði að fallast á að þegar teknar eru ljósmyndir til notkunar við útgáfuna skuli það gert undir stjórn meistara í ljósmyndun og yfirleitt af meistara, sveini eða nemanda í ljósmyndaiðn. Skipti ekki máli hér þótt ljósmyndin verði ekki nýtt til neinna annarra nota. Þá segir að iðnlærðir ljósmyndar- ar hafi ekki einkarétt á töku ljós- mynda þótt aðrir en þeir megi ekki stunda atvinnuljósmyndun. Sé ekki að lögum unnt að banna öðrum töku ljósmynda, sem eigi að nota í vega- bréf, þótt unnt sé að viðurkenna að töku stafrænna mynda hjá lögreglu- stjóra og sýslumönnum skuli iðn- menntaðir ljósmyndarar sinna. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari dæmdi málið. Stefán Geir Þórisson hrl. flutti það fyrir Ljósmyndara- félag Íslands og Guðrún M. Árna- dóttir hrl. fyrir ríkið. Mega einir mynda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.