Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 30
|laugardagur|25. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Við lifum á tímum mikillar um-
ræðu um erfiðleika í hjónabönd-
um en hjónasæla getur líka
blómstrað á 21. öldinni. » 32
daglegt
Grrr … það er tími til kominn að
gefa innra villidýrinu lausan
taumin því sjóðheit og villt
tígramynstur eru í tísku. » 36
tíska
Önnu Maríu Sigurðardóttur
fannst vanta jólatengt efni fyrir
börnin og skellti sér því sjálf í
útgáfumálin. » 33
börn
Listmálarinn Guðný Eysteins-
dóttir er vön að framkvæma
hlutina um leið og henni detta
þeir í hug. » 34
lifun
Stólkollar hafa fengið veiga-
meiri sess í hönnun og híbýlum
á fyrsta áratug þessarar aldar
en þeir hafa áður haft. » 33
hönnun
Hugmyndin að Lykkjufallikviknaði hjá mér fyrirnokkrum árum þegarvinkona mín eignaðist
barn og ég sá að hún átti í miklum
vandræðum með að gefa barninu
sínu brjóstamjólk í fjölmenni,“ segir
fatahönnuðurinn Sigrún Bald-
ursdóttir, sem er nýlega búin að opna
verslunina Lykkjufall við Garða-
stræti 2 ásamt manni sínum, Valdi-
mar Geir Halldórssyni ljósmyndara.
Þar selur hún eigin hönnun, peysur
úr prjónaefni, sem sérstaklega eru
hannaðar fyrir konur með börn á
brjósti. Þó er hægt að nota þær
áfram eftir að brjóstagjöfinni lýkur.
Sigrún hlaut styrk frá Nýsköpun-
arsjóði námsmanna sumarið 2005 og
lét þá verða af þeirri hugmynd að at-
huga hvort á markaðnum væri þörf
fyrir fatnað, sem auðveldaði aðgang
fyrir brjóstagjöf. Skoðanakönnun
sem hún gerði sannreyndi að svo
væri. „Með þessari hönnun vonast ég
til að uppfylla að einhverju leyti þarf-
ir markhópsins með því að auðvelda
aðgengi fyrir brjóstagjöf í þægileg-
um fatnaði. Útlitslega séð er fatn-
aðurinn hönnunarvara, sem nota má
svo áfram eftir að brjóstagjöfum lýk-
ur.“
Hyggur á útflutning
Sigrún er fædd árið 1980, en auk
þess að starfa sem fatahönnuður
Lykkjufalls hefur hún starfað sem
fatahönnuður hjá prjónafyrirtækinu
Janus ehf. og sem „freelance“-stílisti.
Sigrún útskrifaðist sem textíl- og
fatahönnuður úr Listaháskóla Ís-
lands vorið 2005. Hún hefur að und-
anförnu sótt Brautargengisnámskeið
hjá Impru nýsköpunarmiðstöð sem
hún segir að hafi reynst sér vel við að
koma af stað eigin atvinnurekstri.
Hún lítur björtum augum til versl-
unarrekstursins enda segir hún að
peysurnar sínar hafi hlotið góðar við-
tökur. Peysurnar eru framleiddar í
Shanghai í Kína. Sigrún hyggur nú á
útflutning til Norðurlandanna og
hefur hún nýlega hlotið styrk til frek-
ari markaðssetningar frá Atvinnu-
málasjóði kvenna sem heyrir undir
félagsmálaráðuneytið.
Verslunin Lykkjufall býður einnig
upp á fylgihluti og handunnar smá-
vörur tengdar börnum. Þá ætlar Sig-
rún einnig að hafa til sölu handunnar
töskur eftir hönnuðinn Hedí Jóns-
dóttur.
Nýja verslunin er opin á virkum
dögum nema miðvikudögum frá
13.00–18.00 og á laugardögum kl.
12.00–16.00.
Peysurnar auðvelda aðgengi að brjóstinu
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fatahönnuðurinn Sigrún Baldursdóttir hefur nú opnað verslunina Lykkjufall ásamt manni sínum.
Ljósmynd/Valdimar Geir Halldórsson
Brjóstagjöf Peysurnar eru sér-
hannaðar fyrir konur með börn á
brjósti, en þær má líka nota eftir að
brjóstagjöfinni lýkur.
TENGLAR
.....................................................
www.lykkjufall.com
www.silbataska.com
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar ernú hægt að fá nýstárleggjafakort sem fela í sér gjafir
til þurfandi einstaklinga í fátækari
löndum heims. Gjafabréfin, sem í boði
eru, eru sex talsins. Þannig má gefa
vatn eða geitur til fátækra fjölskyldna.
Það má líka mennta börn á Indlandi
eða leysa þrælabörn úr ánauð með
gjafabréfi. Líka má gefa gjafabréf
sem styrkir íslensk ungmenni til
náms.
Hjón gáfu hvort öðru brunn
„Þrjú ár eru liðin síðan við byrj-
uðum að búa til þessi gjafakort sem
við prentum út úr litaprentara og
skrifum á mismunandi texta. Kort
þessi voru mjög vinsæl í fyrra. Sem
dæmi get ég nefnt að hjón komu og
gáfu hvort öðru helming í brunni og
greiddu þannig fyrir heilan brunn sem
getur séð allt að þúsund manns fyrir
hreinu vatni. Einn einstaklingur kom
og keypti tíu gjafabréf fyrir vatn
á 1.000 krónur stykkið og gaf öll-
um frændsystkinunum. Ömmur
hafa gefið barnabörnum gjafa-
kort, t.d. með eða í staðinn fyrir
páskaegg og vinsælt hefur ver-
ið að gefa svona gjafakort í
stórafmælisgjafir. Margir láta
það berast til væntanlegra
gesta sinna að þeir óski þess
að andvirði gjafa fari í tiltekið
málefni hjá okkur. Við höfum
þá, eftir óskum fólks, látið það hafa
gjafabréf til að afhenda í afmælinu eða
við höfum safnað nöfnum saman á
lista og sent afmælisbarninu eftir af-
mælið með samanlagðri upphæð gjaf-
anna,“ segir Anna M. Þ. Ólafsdóttir,
fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálp-
arstarfs kirkjunnar.
Eitt þúsund að lágmarki
Til að gefa gjafakort getur fólk
skoðað þau á vefnum www.help.is.
Fólk velur sér kort og lætur vita í síma
eða með tölvupósti um textann sem á
að fara á kortið. Staðlaður texti er auk
þess á kortinu sem segir frá verkefn-
inu en fólk ákveður sjálft persónuleg
skilaboð. Borgað er fyrir gjafakortin í
gegnum síma eða þegar komið er að
sækja kortin sem afhendast svo þiggj-
endum eins og hver önnur gjöf.
Lágmarksupphæð gjafakorts er
eitt þúsund krónur en geitabréfin
kosta 2.400 krónur í takt við almennt
geitaverð í Malaví.
Gefa má geit, vatn og frelsi í jólagjöf
Elsku mamma og pabbi.
Okkur langaði til að bæta aðeins
við bústofninn hjá ykkur í
tilefni brúðkaupsafmælis
ykkar. Fyrir andvirði gjafa-
bréfsins verða keyptar
þrjár geitur sem fátækar
fjölskyldur í Malaví munu ann-
ast fyrir ykkur næstu árin.
Innilegar hamingjuóskir
frá okkur.
Bára, Biggi og Jói,
makar og börn.
TENGLAR
.....................................................
www.help.is