Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 31
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 31 LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 551-6646 Hellubúar fara ekki varhluta af veðrabrigðum þessa lands frekar en aðrir þessa dagana. Hér hefur verið kalt og vindasamt upp á síðkastið eins og gjarnan á haustin. En ekki hefur komið snjókorn úr lofti að heita má, sem er andstæða við veðrið á dögunum þegar allt fór á kaf í snjó á suðvesturhorninu og náði það allt austur á Sel- foss en ekki austur fyrir Þjórsá.    Trölladeild var opnuð nýlega við leikskólann Heklukot á Hellu. Þetta er ný deild í húsi sem áður hýsti Tónlistarskólann sem aftur flutti í húsnæði sem áður hýsti skrifstofur sveitarfé- lagsins. Allir viðkomandi aðilar eru mjög ánægðir með sínar nýju vistarverur. Þessi nýja deild í leikskólanum bætti úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss í héraðinu en hún er viðbót fyrir tæp 20 börn þannig að alls verða í skólanum um 70 nemendur.    Hamingjudagar í nóvember eru þemadagar í Grunnskólanum á Hellu þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp og nemendur vinna í aldursblönduðum hópum að hinum ýmsu verk- efnum. Í ár var þemað þjóðsögur og þjóðtrú ásamt ýmsu öðru þjóðlegu. Góðir gestir komu í heimsókn m.a. Steindór Andersen með rímna- fróðleik, Guðrún Ásmundsdóttir í tilefni af Degi íslenskrar tungu og Ómar Diðriksson með tón- list. Í lokin fór fram trölladansleikur og síðan tröllarölt um kauptúnið en þá fóru nemendur og starfsfólk skólans um í búningum með hljóðfæri af ýmsu tagi og létu til sín heyra.    Komið hefur fram í fréttum að íbúum 9 húsa hér á Hellu hafi ekki litist á blikuna þegar þeim barst bréf inn um lúguna hjá sér um að rýma þyrfti húsnæðið hið fyrsta. Allt var þetta leigu- húsnæði sem þetta fólk bjó í og taldi allt eðlilegt um framtíðina í góðri trú um að það hefði tryggt húsnæði meðan staðið væri í skilum. Í ljós kom að Íbúðalánasjóður hafði keypt þessar eignir á nauðungaruppboði til að fá upp í skuldir verk- taka sem fengið hafði full lán út á húsin til rekst- urs félagslegra leiguíbúða en ekki greitt af lán- unum. Að auki hafði hann ekki fullklárað húsin og má leiða að því líkum að hann hafi fengið hærri lán en hann notaði í byggingu íbúðanna og horfið frá þessu verkefni með illa fengið fé ef svo má að orði komast. Mun álíka slóð eftir hann liggja víða um land á nokkrum kennitölum. Það er með ólíkindum að menn geti spilað svona á annars gott kerfi að öðru leyti, aftur og aftur. Íbúðalánasjóður hefur ekki heimild til að reka leiguíbúðir og sagði því fólkinu upp húsnæðinu. Í þessu tilfelli skarst sveitarfélagið í leikinn og kom í veg fyrir að fólk væri borið út og er nú unnið að lausn málsins. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Tröllabörn Frá þemadögum grunnskólans. HELLA Eftir Óla Má Aronsson fréttaritara Fjallaljónshvolpurinn Baron er tveggja mánaða gamall. Hann leik- ur sér gjarnan við jafnaldra sinn, hvolpinn Basya eins og sést á þess- ari mynd þar sem þeir eru að bítast um tuskudýr. Vinirnir Barona og Basya hafa verið saman frá fæðingu því tíkin sem á hvolpinn var líka með ljóns- hvolpinn Baron á spena þar sem ljónynjan afneitaði honum. Skemmtileg vinátta Reuters Kristbjörg F. Steingrímsdóttiryrkir afhendingu um tíðina að undanförnu: Þegar skafla háa hleður hríðin freka þá er eina ráðið reka. Og bætir við að menn beri sig samt misvel: Þó að vetur sanni sig og sýni hrekki Sunnlendingum ógnar ekki. Hvað varðar Framsóknar- maddömuna yrkir Kristbjörg: Sleggju Framsókn fær ei beitt af fullum krafti hausinn missti hún af skafti. Vilji daman vörnum landsins vammlaust sinna verður önnur vopn að finna. Hreiðar Karlsson yrkir í framhaldi af prófkjörum: Frúna gömlu gleður það glati hún hvoru tveggja. Löngum fylgjast alveg að Axarskaft og Sleggja. pebl@mbl.is Af tíð og prófkjörum VÍSNAHORNIÐ dýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.