Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 32
hjónabandið
32 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
Hugmyndafræðin að bakihjóna- og sambúðar-messunum er að leiðasaman helgihald ogfræðslu og það hefur
gefist mjög vel,“ segir sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir, prestur í Garða-
sókn. „Þarna fær fólk uppörvun í
gegnum fræðslu er varðar hjóna-
bandið og fjölskylduna og hvíld og
endurnæringu í því að dvelja í
helgihaldinu. Í messunni eru hefð-
bundnir messuliðir eins og ritning-
arlestur, fyrirbænir, altarisgöngur
eða blessun en með einfaldara sniði
og tónlistin fær rýmri sess en í
hefðbundnu messuhaldi. Við notum
einnig sálma þjóðkirkjunnar en þeir
eru útsettir með djassívafi.“ Prest-
urinn segir að mætingin sé góð í
þessar messur og fólk komi aftur
og aftur. „Hjón og sambúðarfólk er
að sækjast eftir endurnæringu og
uppörvun og fyrir marga er þetta
orðið hluti af því að rækta sam-
bandið, sem er frábært. Hjóna-
bandið er sú eining sem þarf að
setja í forgang í samfélaginu, það er
því til heilla. Við eigum því að hafa
það að markmiði að varðveita þessa
einingu, annars eykst firringin í
mannfélagi okkar og um leið þján-
ing margra.“
Kenna betri samskiptatækni
Sálfræðingarnir dr. Erla Sigríður
Grétarsdóttir og dr. Berglind Guð-
mundsdóttir verða með fyrirlestur í
hjóna- og sambúðarmessu í Bessa-
staðakirkju annað kvöld. Þar fjalla
þær um samskipti á milli hjóna og
sambúðarfólks en þær segja mikla
þörf fyrir ráðgjöf og fræðslu á
þessu sviði. „Fólk vill læra og gera
betur en veit oft ekki hvert það á að
leita. Samskipti geta oft verið mjög
flókin, fólk hefur ákveðin hlutverk í
fjölskyldum og oft festast ákveðin
samskiptamynstur í sessi sem erfitt
er að brjóta upp án aðstoðar. Í
fyrirlestrum okkar bendum við fólki
á þessar gildrur og kennum því
leiðir að bættum samskiptum, t.d.
hvað hefur góð áhrif á samskipti og
hvað ekki. Það er mikilvægt að fest-
ast ekki í viðjum hversdagsleikans
og rækta sambandið á milli ein-
staklinga sem deila lífinu. Nútíma-
fólk upplifir oft mikla streitu, það
er upptekið af vinnunni, barnaupp-
eldi og oft er hætt við því að parið
gleymi að gefa sér tíma til að hlúa
að sambandi sínu.“
Mikilvægt að forgangsraða
– Nú eru jólin að nálgast og jólin
eru álagstími fyrir mörg hjónabönd.
Eigið þið einhver góð ráð fyrir hjón
og sambúðarfólk á aðventunni?
„Það er rétt að jólin og undirbún-
ingur þeirra geta verið álagstími
fyrir mörg hjónabönd. Það er því
mikilvægt að forgangsraða og huga
að því sem skiptir mestu máli. Að-
ventan getur verið yndislegur tími
fyrir hjón og sambúðarfólk ef það
gefur sér tíma til að njóta samvista
hvort við annað. Oft eru það litlu
hlutirnir sem skipta mestu máli
eins og til dæmis að hlusta á góða
tónlist, kveikja á kertum og tala
saman, fara saman út að ganga eða
á kaffihús. Það er auðvelt að
gleyma sér í jólagjafakaupum og
öllu því sem „endilega þarf að gera
fyrir jólin“ en oft er dýrmætara að
leggja meiri áherslu á samvistir við
maka sinn og börn,“ segja Erla og
Berglind og benda á að eftirfarandi
vísa í kvæðinu Einræður Starkaðar
sem Einar Benediktsson orti eigi
mjög vel við í þessu samhengi.
Í hallarglaum var mitt hjarta fátt
Hreysið ég kaus með rjáfrið lága
Geðið ber ugg þegar gengi er hátt
Gleðin er heilust og dýpst við það smáa.
Mikilvægt að festast ekki
í viðjum hversdagsleikans
Við lifum á tímum mikillar umræðu um erfiðleika í
hjónaböndum en hjónasæla getur líka blómstrað á
21. öldinni. Unnur H. Jóhannsdóttir fræddist um
nýstárlegt samstarf presta, tónlistarfólks og sálfræð-
inga í Garðasókn sem standa að hjóna-
og sambúðarmessum í kirkjunni.
Aðhlynning Hjón þurfa að hlúa að sambandinu og rækta það til að viðhalda ástinni.
Morgunblaðið/Golli
Fræðsla Þær Erla og Berglind fræða hjón um góða samskiptatækni.
Hjóna- og sambúðarmessurnar
eru haldnar síðasta sunnudag í
hverjum mánuði kl. 20, til skiptis
í Garðakirkju og Bessastaða-
kirkju.
uhj@mbl.is