Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 34

Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 34
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is E ldhúsið er staðsett á efri hæð hússins í björtu og opnu rými ásamt stofu og litlu aflokuðu skrif- stofuherbergi. Þannig hefur það þó ekki alltaf verið. „Húsið var teiknað þannig að svefnherbergið okkar hjóna átti að vera uppi og barnaherbergin niðri,“ segir Guðný þegar hún tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á köldum nóvem- berdegi. „Mér fannst það ekki nógu gott og þá byrjaði þetta brölt á mér. Þar sem við keyptum húsið rétt áður en við fengum það afhent varð ég að vera mjög snögg að segja til um hvernig ég vildi breyta skipulaginu.“ Niðurstaðan varð sú að halda eld- húsinu á efri hæðinni en flytja sjón- varpsherbergi, sem gert var ráð fyrir á neðri hæðinni, upp. Til að svo mætti verða var ákveðið að flytja eldhúsið þannig að innréttingin stóð L-laga á miðri efri hæðinni. „Það fór þó alltaf í taugarnar á mér að hafa risa-eldhús- vegg sem blasti við þegar fólk kom upp stigann á efri hæðina. Þess vegna ákvað ég síðar að færa hann og þar með eldhúsið aðeins til.“ Guðný sýnir hvernig veggurinn færðist í þremur áföngum nær núverandi eldhússtæði og í síðustu breytingunum, sem urðu á þessu ári hvarf hann alveg. „Þegar dóttir mín fór að heiman losnaði her- bergi þannig að við gátum fært sjón- varpsherbergið niður og breytt skipulaginu hér uppi. Upphaflega vildi ég hafa eldhúsið þar sem það er núna en mér var sagt að það væri ekki hægt því búið væri að leggja raf- magnið þannig að það kæmi upp úr gólfinu og inn í vegginn. Rafmagns- taflan var staðsett á veggnum og hana mátti ekki færa. En svo eign- aðist ég tengdason sem kom eins og himnasending. Hann er rafvirki og fannst nú ekki mikið tiltökumál að breyta þessu.“ Fólki fundist ég klikk Þrátt fyrir mismunandi staðsetn- ingu eldhússins í gegnum tíðina hefur Guðný ekki skipt um innréttingu fyrr en nýlega heldur færði þá sem fyrir var einfaldlega til. „Ég var alltaf að reyna að gera þetta eins ódýrt og hægt var og notaði því sömu skápana enda var mjög skemmtilegt að púsla þessu saman á nýjan og nýjan hátt – athuga hvar 80 sentímetra skápurinn kæmist fyrir og svo framvegis. Á sín- um tíma var þetta reyndar bráða- birgðainnrétting því við smíðuðum neðri skápana en efri hlutinn var hvít- ur skápur sem ég hafði tekið í sundur og hengt upp á vegg.“ Í ár keypti Guðný svo nýja innrétt- ingu, í IKEA því, eins og hún útskýrir hlæjandi, „þá hef ég alltaf reynt að fara frekar ódýrar leiðir því ég skipti frekar auðveldlega um skoðun. Ég er þó nokkuð viss um að nú sé ég komin með endanlega lausn þótt sennilega sé enginn annar sannfærður um það.“ Hún hefur enda þurft að sitja undir stöðugum glósum vina og vanda- manna um framkvæmdagleðina í gegn um tíðina. „Fólki hefur hrein- lega fundist ég klikk og spurt hví í ósköpunum við flytjum ekki bara í stað þess að vera að þessu endalausa veseni. Svo fluttum við til Bretlands og vorum þar í eitt og hálft ár og þá var eins og ég öðlaðist uppreisn æru því Bretar eru á kafi í alls kyns heim- ilisþáttum, þar sem veggir eru mölv- aðir niður í stríðum straumum. Ég kom fílelfd til baka í febrúar síðast- liðnum og tók eldhúsið aftur í gegn.“ Vildi horfa á sjónvarpið Guðný viðurkennir að maðurinn hennar sé löngu hættur að kippa sér upp við það þótt veggir séu mölvaðir niður rétt á meðan hann skreppur í vinnunna. „Í eldhúsi númer tvö opn- aði ég á milli sjónvarpsherbergisins og eldhússins því mér datt í hug að það gæti verið sniðugt að horfa á sjónvarpið á meðan ég væri að elda. Ég fæ svona hugmyndir og á til að framkvæma þær áður en ég leiði hug- ann að afleiðingunum. Sem betur fer á ég góða að sem koma og bjarga mér þegar ég lendi í ógöngum með fram- kvæmdirnar.“ Hún segir rafmagnsmálin senni- legustu skýringuna á því hversu seint gekk að koma eldhúsinu í endanlegt horf. „Og svo er maður náttúrulega enginn arkitekt,“ bætir hún hógvær við. Engu að síður fengu vinahjón Fjölskyldurými „Ég hafði svolitlar áhyggjur af því að vera með eldhúsið svona opið en það myndast mjög skemmtileg stemning í kring um eldhúseyjuna. Þegar matur eru allir að spyrja hvort þeir geti hjálpað til og þannig verður meiri samvera en ella.“ Miðpunktur Fjölskyldan borðar oftast bæði morgun- og kvöldverð við eyjuna en stólar eru við tvær hliðar hennar. „Ég ætlaði að hafa eyjuna lengri en maðurinn minn gat ekki hugsað sér að við sætjum öll í beinni röð við matinn.“ Hilmir, 5 ára notar eyjuna þá sem tölvuborð. Gamalt „Ég fæ svolitla útrás fyrir nýjungagirnina í Góða hirðinum,“ segir Guðný sem keypti hægindastólinn þar á 3.000 krónur. „Feðgarnir á heim- ilinu rífast um þennan stól og svo passaði áklæðið svo vel við sófann.“ Eins og skemmtilegt púsluspil Þegar Hrafn Loftsson kemur heim úr vinnu lætur hann sér ekki bregða þótt einn veggurinn í húsi hans sé horfinn. Hann er orðinn vanur þessu enda konan hans, Guðný Eysteinsdóttir listmálari vön að fram- kvæma hlutina um leið og henni detta þeir í hug. Frá því að húsið var byggt árið 1999 hefur hún breytt eld- húsi þeirra hjóna fjórum sinnum. Í eldhúsi númer tvö opnaði ég á milli sjónvarps- herbergisins og eldhúss- ins því mér datt í hug að það gæti verið sniðugt að horfa á sjónvarpið á með- an ég væri að elda. lifun 34 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.