Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 44

Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 44
44 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ANNAN desember 1906 var vígð nýbyggð kirkja á Bíldudal. Sá at- burður markaði tímamót í sögu Arn- firðinga þar sem staðfest var með kirkjubyggingunni fremur en nokkru öðru tilvist þorpsins. Um allt land voru líkir atburðir að verða. Þar sem áður voru kauptún með einni verslun og pakkhúsum voru komin þorp sem engin höfðu verið í landinu fyrr. Nýir atvinnuhættir réðu þessu, útgerð vél- báta og verkun saltaðs fisks með markaðstækifærum erlendis. Byggðarlögin eignuðust nýja þungamiðju og þar eignuðust eldri og nýjar stofnanir samfélagsins mið- stöðvar. Kirkjan var ein af þeim og ekki með öllu sársaukalaust að flytja kirkjustaðina inn í þorpin og átak að byggja svo veglegar kirkjur að þætti sama þéttbýlinu. Af þessu eru sögur sem segja frá umbyltingu. Það stóð í stappinu í Otradalssókn og útgerðarmaðurinn og stórhuginn Pétur J. Thorsteinsson bauð fram stuðning til að reisa kirkju á Bíldudal. Ekki var héraðsfundur Barðastrand- arprófastsdæmis fljótt fallinn fyrir þeirri hugmynd. Synjaði einu sinni að minnsta kosti. Þetta hlaut þó að verða. Almennur safnaðarfundur 1903 og héraðsfundur 2004 sam- þykktu áform um kirkjubygginguna, og kirkjuyfirvöld veittu því blessun sína sama ár. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt gerði teikningar að kirkjunni og var Þorkell Ólafsson frá Reykjavík með umsjón með steypuvinnunni en Björn Jónsson á Bíldudal yfir trésmíðinni. Verkið vannst vel og var lokið fyrir aðventubyrjun 1906. Ekki varð því viðkomið að biskup vígði kirkjuna enda ekki algengt þá að svo mætti til takast í sóknum langt frá biskupsstólunum. Sr. Bjarni Sím- onarson prófastur á Brjánslæk vígði Bíldudalskirkju að viðstöddum sr. Jóni Árnasyni sóknarpresti og sr. Böðvari Bjarnasyni á Hrafnseyri. Við það tækifæri voru skírð þrjú börn og er það táknrænt því Bíldudalskirkja hefur síðan verið gott athvarf barnanna á Bíldudal. Kirkjubyggingin er tíguleg og ber höfundi sínum Rögnvaldi Ólafssyni gott vitni sem og er merkilegt lista- verk. Hvítur múr hennar er þannig ristur að mótar fyrir steinhleðslu. Turninn hár og settur átta göflum umhverfis efsta hlutann og kross á hverjum sem og á toppi. Fjórir víðir bogadregnir gluggar á hvorri hlið. Innra í kirkjunni er rúmgott söng- loft undir bogalaga hvelfingu, sett bláum reitum og gyllt stjarna í hverj- um reit. Bogi er yfir altari. Yfir alt- arinu er upprisumynd, Jesús birtist Magda- lenu eftir Þórarin B. Þorláksson. Kirkjan rúmar nærri 200 manns í sæti. Prédikunarstóll og skírnarfontur eru úr gömlu Otradalskirkju sem og gömul alt- aristafla. Það eru merk- ir gripir allt frá lokum sautjándu aldar. Kirkjan hefur hlotið gott viðhald og nú standa yfir miklar fram- kvæmdir þar sem hefur verið gerð ítarleg við- gerð á múr að utan, gluggar endurnýjaðir sem og turnspíran. Þak verður endurgert og úti- dyrahurðir. Þá verður kirkjan máluð í vor. Söfnuðurinn hefur notið Jöfnunarsjóðs sókna og Húsafriðunarnefndar til þessara framkvæmda en talsvert vantar enn á að kostnaði verði mætt. Því er heitið á brottflutta Bílddælinga og aðra vel- unnara kirkjunnar að láta um sig muna. Í því sambandi má minnast gjafmildi barna sr. Jóns Árnasonar sem gáfu kirkjunni margar góðar gjafir, málningu utan á kirkj- una oftar en einu sinni, veglega kirkjuklukku og Bílddælingum ár- lega jólatré í mörg ár. Í Bíldudalskirkju hefur verið myndarlegt safnaðarlíf. Frá því fyrsta hefur verið vel til guðsþjón- ustna vandað, kór hefur starfað við kirkjuna og dugandi organistar. Sr. Jón Kr. Ísfeld sem var sóknarprestur 1944–1960 var einn af frumkvöðlum í barnastarfi í landinu og setti við- miðun sem Bílddælingar hafa lengi haldið prestum sínum við. Á tíma sr. Flosa Magnússonar sem jafnframt prófasts- og sóknarpreststörfum var sveitarstjóri á Bíldudal var gamli barnaskólinn gerður að safnaðarheimili og fé- lagsheimili verkalýðs- félagsins og munaði mjög um þá aðstöðu sem með því fékkst. Söngvarinn og menningarfrömuður- inn Jón Kr. Ólafsson á langt og merkilegt starf að baki við umönnun kirkju og kirkjugarðs. Í guðs- þjónustum og helgiat- höfnum hóf hann gjarnan raust sína og mörgu mikilvægu kom hann til framfara. Hann á umfram alla núlifandi menn sem Bíldudalskirkju tengj- ast heiður skilið á þessum tímamótum. Sóknarprestur Bíldudalskirkju nú er sr. Sveinn Valgeirsson og formaður sókn- arnefndar er Páll Ágústsson. Það er dýrmætt að fá tækifæri til að sam- fagna Bílddælingum á aldarafmæli kirkj- unnar og sýna þeim samstöðu þegar þeir heyja hetjulega varnarbaráttu fyrir byggð sína eins og mörg önnur þorp við sjávarsíðu Ís- lands. Á Bíldudal er einstök nátt- úrufegurð og veðursæld á sumrum. Þar er og saga bundin öðru hverju ör- nefni og hetjur fornra sagna og hversdagslífs bundnar hinu. Mætti þar enn blómgast byggð um langan aldur. Reikningsnúmer: Bíldudalskirkja – Samtaka nú 118- 05-402339, kt. 460169-1439 Bíldudalskirkja 100 ára Jakob Ágúst Hjálmarsson fjallar um aldarafmæli Bíldudalskirkju » Það er dýr-mætt að fá tækifæri til að samfagna Bíld- dælingum á ald- arafmæli kirkj- unnar og sýna þeim samstöðu þegar þeir heyja hetjulega varn- arbaráttu fyrir byggð sína eins og mörg önnur þorp við sjáv- arsíðu Íslands. Bíldudalskirkja Höfundur er prestur og gamall Bílddælingur. Jakob Hjálmarsson „… látum illskuna blómstra þar sem hún gerir engum mein í gerviheimi afþreyingarinnar.“ Ég hef í tveimur undanfarandi grein- um undir sama heiti gert að umfjöllunar- efni grein Þórunnar Valdimarsdóttur um dýravernd og fleira. Ástæða þess að grein hennar verður fyrir valinu er að þar túlk- ar einn af færustu og bestu rithöfundum okkar lands sjón- armið sem hafa kom- ið fram í skrifum fjölmargra á und- anförnum misserum. Ég hef hér á undan fjallað aðeins um hvalveiðar og Kára- hnjúka en langar að fjalla almennt um firringuna í þessum síðasta pistli. Ég er algerlega ósammála því að maðurinn megi gera sér að leik að rækta með sér öfug- uggahátt og ill- mennsku inni í tilbúnum gervi- heimi. Slík iðja er ekki útrás fyrir eitthvað sem við erum þá laus við á eftir heldur miklu frekar fallin til að gera okkur móttækileg fyrir álíka hegðun í raunheimi. Veiðiþörf mannsins er ekki út- rás fyrir illmennsku eða kvalalosta heldur eðlileg og nauðsynleg teng- ing við náttúruna. Veiðimaður sem ber virðingu fyrir bráðinni kvelur hana ekki að óþörfu og lætur sér annt um dýrin með sama hætti og bóndi sem hengir læri af vænum og kærum sauð upp í reyk. Ég geri mér grein fyrir að þetta hljómar mótsagnakennt fyrir þann sem aldrei hefur reynt og svo er um mikinn meirihluta Íslendinga í dag. Þeir hafa firrst uppruna sinn. Það er svo hluti af þessari firringu frá upprunanum að sumir fá útrás fyrir kvala- losta og stjórnlausa drápsfýsn við veiðar. Og í sumum landbún- aði sjáum við því mið- ur dæmi um firringu frá eðlilegri meðferð búsmala sem við dýra- vinir þurfum vitaskuld að láta til okkar taka. Karl gamli Marx skrifaði nokkuð um firringu iðnsamfélags- ins og margt af því sem þar er sagt mætti oftar koma til um- ræðu. Með firringu vinnunnar og sam- félagsins er maðurinn slitinn úr því nátt- úrulega sköpunarferli og framleiðsluferli sem honum er eig- inlegt. Til þess að lifa þessa firringu af hafa menn ýmsar leiðir og ein er fólgin í sköp- unarmætti skáldsins. Önnur í fæðuöflun veiðimannsins. En ekki held ég að Marx hafi órað fyrir því að skáldin ættu eftir að nota þessa útrás sína til að fjandskap- ast út í veiðiþörf okkar sem ekki getum ort. En Marx skjöplaðist líka oft! Um verndun og mannvonsku Bjarni Harðarson skrifar um firringuna í samfélaginu Bjarni Harðarson » Veiðiþörfmannsins er ekki útrás fyrir illmennsku eða kvalalosta held- ur eðlileg og nauðsynleg tenging við nátt- úruna. Höfundur er bóksali og frambjóðandi á lista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi. FYRIR aðeins einni öld var Ís- land eitt fátækasta og frumstæðasta land í Evrópu. Hér voru engir vegir eða vagnar, aðeins moldartroðningar og götuslóðar. Við Sundin var Reykjavík að slíta barnsskónum. Í borg- inni risu stór og lítil timburhús en milli þeirra einstaka stein- hús. Þessi hús vitna um ótrúlega sögu Íslend- inga frá sárri örbirgð til eins mesta ríkidæm- is í heimi á örstuttum tíma. Sagan um fólkið sem reisti land og lýð úr öskustónni er skráð í húsin sem varða brautina úr frumstæðu landbún- aðarsamfélagi til þekkingarsam- félagsins. Þetta er menningarsagan okkar. Þess vegna er svo áríðandi að gömlu húsin sem eru svo mikilvæg tenging við fortíðina, fái að standa. Gamalt hús með mikla sögu er mikilvægt á sínum stað. Þar á það sínar rætur og sögu. Það eru forrétt- indi að geta gengið upp Vesturgöt- una og bent börnum sínum, vinum og vegfarendum á hús skáldsins. „Sjáðu, í þessu húsi bjó Benedikt Gröndal. Hann var skáld, skrifaði frábæra bók sem heitir Helj- arslóðarorusta“. Þetta er undarlega byggt hús sem vekur athygli og eykur á fjöl- breytni við Vesturgöt- una. Svo vitnað sé í orð skáldsins þegar hann hafði gert upp húsið við Vesturgötu 16: „Voru menn þá hissa hvað húsið varð allt álitlegra og vildu sumir þá kaupa það.“ Það er tími til að staldra við og hætta að rífa gömul sögufræg hús upp með rótum og flytja á safn þar sem húsin verða bara hús. Brottflutt upp í Árbæj- arsafn væri Gröndalshús aðeins minnisvarði um byggingarlist en ekki menningarsögu. Menningarsaga er mikils virði. Í góðu borgarskipulagi er vel hugað að tengingu fortíðar og framtíðar. Sem betur fer er nú vakning í mik- ilvægi gamalla húsa og fjölbreyti- leika í umhverfi fyrir heilbrigði. Upplifun og menningarrætur eru forsenda vellíðunar í borginni – því má aldrei gleyma við endurhögun gamalla hverfa. Verum stolt af sögunni okkar og leyfum húsi skáldsins Benedikts Gröndals að standa áfram á sínum stað við Vesturgötuna. Þar má gefa því nýtt hlutverk, Heljarslóðarorusta um hús Ásta Þorleifsdóttir fjallar um menningarrætur og gömul hús í Reykjavík » Verum stolt af sög-unni okkar og leyf- um húsi skáldsins Bene- dikts Gröndals að standa áfram á sínum stað við Vesturgötuna. Ásta Þorleifsdóttir Höfundur er Reykvíkingur, fulltrúi F-lista í Umhverfisráði. Í DAG, laugardag, kl. 15 boðar afi til baráttufundar í Háskólabíó. Reyndar er afi sjálfur ekki fund- arboðandi, enda orðinn of gamall og slitinn til að standa í slíku. Fund- urinn er boðaður fyrir hann og ömmu, en í nafni AFA – Aðstand- endafélags aldraðra. Við erum ekki óvön að heyra af baráttu- fundum þar sem kröfur eru uppi og ályktanir samþykktar. Það eru hinsvegar nokkur at- riði sem gera þennan fund óvenjulegan. Í fyrsta lagi er fund- urinn ekki boðaður til að krefjast hagsbóta fyrir þá sem hann boða eða sækja nema að litlu leyti. Hann er boðaður til að berjast fyrir mannréttindum afa og ömmu, pabba og mömmu sem mörg hver komast ekki einu sinni á fundinn. Í öðru lagi er hann boðaður til að krefjast mannréttinda – sem er ekki algengt á Íslandi. Hvað annað getum við kallað kröfur um aðhlynn- ingu, reisn og fjárhagslegt frelsi til handa þeim sem strituðu, byggðu upp landið, börðust fyrir sjálfstæði þess og komu okkur sem yngri erum til manns og mennta? Hvers munum við sjálf óska okkur til handa þegar aldurinn færist yfir og heilsan gefur sig? Og myndum við ekki telja það til sjálfsagðra mannréttinda í vel- ferðarþjóðfélagi eins og við búum í? Fjölbýli ókunnugra, líkt og tíðk- aðist í verbúðum fyrr á öldum, skort- ur á hjúkrunar- og vistrými svo og skattaleg refsing fyrir dugnað og fyrirhyggju er blettur á þjóðfélaginu. Þessu ríka þjóðfélagi sem tal- ar fjálglega um millj- arðahagnað ríkissjóðs, jarðgöng gegnum hvern hól, glæsibygg- ingar, virkjanir og flugvallarflutning, eins og allt sé þetta sjálf- sagt og innan seilingar. Og hvaðan kemur fé til alls þessa? Það fæst að hluta fyrir sölu á rík- iseignum sem afi og amma, pabbi og mamma strituðu fyrir og byggðu upp sem þjóðareign. Persónulega þökkum við afa og ömmu hvert í sínu lagi innan fjöl- skyldunnar – „takk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig“. Sem fjölda- hreyfing þökkum við þeim sameiginlega með því að mæta öll á fund og segjum – „sýnum öldruðum þá virðingu og viðmót sem þeir eiga skilið“. Stjórnmálamennirnir eiga næsta leik. Ætla þeir loksins með fjár- lögum og breyttum lífeyrissjóðalög- um – fyrir vorkosningar – að segja „kærar þakkir og afsakið biðina“? Dagur aldraðra Baldur Ágústsson skrifar um baráttufund samtakanna AFA Baldur Ágústsson »… skortur áhjúkrunar- og vistrými svo og skattaleg refsing fyrir dugnað og fyr- irhyggju er blettur á þjóð- félaginu. Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. baldur@landsmenn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.