Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 47 DAGURINN í dag, 25. nóv- ember, er markverður fyrir tveggja hluta sakir. Alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi verður hrundið af stað og stendur fram til alþjóðlega mannréttindadagsins 10. desem- ber. Átakið tengir á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Jafn- framt er í dag liðinn réttur aldarfjórðungur frá því að allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti yf- irlýsingu þess efnis að útrýma beri hvers kyns mismunun og umburð- arleysi á grundvelli trúar. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að börn eigi að vernda gegn hverskyns misrétti og aðgreiningu á grundvelli trúar – þau eigi að fá að alast upp í anda skilnings, vin- áttu, bræðralags og virðingar fyrir trú annarra, vitandi að orku sinni og hæfileikum eigi maðurinn að verja í þjónustu við aðra. Þessar hugsjónir bíða þess enn að verða almennt að veruleika en bahá’íar styðja þær eindregið og þær eru í fullu samræmi við þær opinberuðu kenningar sem Bahá’u’lláh, höf- undur bahá’í trúarinnar, setti fram fyrir 150 árum. Hugmyndir um eflingu al- mennra lýðréttinda, trúfrelsis og jafnréttis eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Mannréttindi og ofbeldi gegn kon- um og stúlkum í hvaða mynd sem er, verða ekki aðgreind. Oft teng- ist kynbundna ofbeldið trúar- kreddum og fordómum sem hafa þrifist í skjóli þeirrar þröngu sér- trúarhyggju sem allt of oft skrum- skælir ásýnd gömlu trúarbragð- anna. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Bahá’í trúin, yngstu trúarbrögð heims, hefur ekki farið varhluta af þessu harð- ræði þar sem hún hefur meðal annars boðað jafnrétti karla og kvenna og lagt áherslu á að konur komist til forystu á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahá’íinn Tahirih, fyrsta konan í islömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða þessi nýju trúarviðhorf, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1848. Í tilefni dagsins hefur al- þjóðlega bahá’í samfélagið gefið út yfirlýsingu sem nefnist: „Laga- bætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi.“ Þar segir að þótt staða kvenna að því er varðar læsi og menntunarskilyrði hafi batnað víða um heim síðustu 50 árin, hafi ofbeldi gegn konum breiðst út eins og faraldur víða um heim. Þess megi meðal annars sjá merki í félagslegu hegðunarmynstri, trú- arofstæki og pólitískum og efna- hagslegum aðstæðum sem stuðlað hafa að barnaþrælkun, mansali og vændi. Samhliða þessu örlar þó fyrir öðru og uppbyggilegra ferli sem rekja má til Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og sótt hefur styrk í starf og aukna samstöðu kvenna. Þeim hef- ur á síðustu tveimur áratugum tekist að setja þessi málefni á dagskrá heimssamfélagsins. Ný- legar lagasetningar leiða berlega í ljós hversu almennt og víðtækt skeyting- arleysi hefur ríkt um málefni af þessu tagi allt fram á síð- ustu áratugi. Í tímamótayfirlýs- ingu SÞ frá 1993 er kynbundið ofbeldi skilgreint sem sér- hver kynbundinn of- beldisverknaður sem leiðir til, eða kann að leiða til, lík- amlegs, kynferð- islegs eða andlegs tjóns eða þján- inga fyrir konur, þar á meðal hótanir um slíkan verknað, þving- un eða frelsissvipting, hvort held- ur er opinberlega eða í einkalífi. Með þessari skilgreiningu er því alfarið hafnað að ofbeldi gegn konum sé einkamál þeirra sem fremja það eða verða fyrir því. Heimilið, fjölskyldan, menningar- aðstæður, hefðir og siðir, eru ekki lengur nein réttlæting og hafa ekkert úrskurðarvald í málefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Með skipun sérstaks skýrslugjafa á vegum SÞ var enn eitt skref stigið í viðbót til að vekja athygli al- þjóðasamfélagsins á margvíslegum hliðum þessa alþjóðlega vanda- máls. Tilgangur og eðli hinna op- inberuðu trúarbragða er að bæta líf fólks með andlegum framförum og trúarsamfélög hafa um allan heim gegnt mikilvægu hlutverki í að innræta fólki mikilvæg lífsgildi. Trúin hefur þannig gegnt lyk- ilhlutverki í lífi meginþorra alls mannkyns og verið uppspretta mestu afreka þess. En henni hefur einnig verið misbeitt af leiðtogum og stofnunum sem hafa tekið sér vald sem þeim var aldrei ætlað. Afleiðingin er sú að hin stóru trúarbrögð heims standa sem löm- uð á þröskuldi nýrrar aldar og þurfa nú á gjörtækri endurnýjun að halda. Eitt af lykilatriðum slíkrar endurnýjunar er að trúar- leiðtogar játi meginreglu jafn- réttis fylgi og ljái henni stuðning í verki. Það hlutverk trúarbragða að vinna að siðrænum og andlegum framförum hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú. Þeirri skyldu mega forsvarsmenn þeirra ekki bregðast. Samfélagsleg ábyrgð trúfélaga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi Eðvarð T. Jónsson fjallar í tilefni dagsins um kyn- bundið ofbeldi » Það hlutverk trúar-bragða að vinna að siðrænum og andlegum framförum hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú. Þeirri skyldu mega forsvarsmenn þeirra ekki bregðast. Eðvarð T. Jónsson Höfundur er bahá’í. F í t o n / S Í A Sparisjóðurinn og viðskiptavinir hans sameinast nú um að styrkja samtök sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum. Fjórði hver Íslendingur á við geðræn vandamál að stríða einhvern tíma áævinni en með réttri meðhöndlun og stuðningi eru yfirgnæfandi líkur á að fólk nái bata. Við bjóðum viðskiptavinum Sparisjóðsins að velja eitt af þeim átta félögum sem við höfum ákveðið að styrkja í ár. Þá mun Sparisjóðurinn greiða 1.000 kr. fyrir hvern þann viðskiptavin sem tekur þátt. Auk þess geta allir, viðskiptavinir og aðrir, lagt málefninu lið og bætt við upphæð að eigin vali. Farðu inn á www.spar.is eða komdu í næsta Sparisjóð og gefðu þinn styrk. Við erumöll ein stór geðveik fjölskylda Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.