Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 61 FRÉTTIR SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI hátíðartónleikar í háskólabíói „Ef mannsröddin getur snert mann þá mun Denyce Graves svo sannarlega hreyfa þig úr stað.“ ATLANTA JOURNAL-CONSTITUTION Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ferill Graves hófst með miklum sprengikrafti, þegar hún debúteraði í hlutverkinu Carmen í Metropolitan-óperunni í New York, og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda fyrir. Graves er eftirsótt af þekktustu óperuhúsum heims, enda hefur segulmagnaður sviðsþokki hennar og framkoma vakið gríðarlega eftirtekt. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna 21. aldarinnar „... með sláandi sviðsþokka og stórbrotinni túlkun tókst henni að halda áheyrendum hugföngnum í fjórum uppklöppum.“ NEW YORK TIMES jessye norman forfallast. Af óviðráðanlegum orsökum getur söngkonan Jessye Norman ekki komið fram á tónleikunum eins og fyrirhugað var. Þeim sem þegar hafa keypt miða á þessa tónleika er bent á að hafa samband við miðasölu í síma 545 2500 eða koma við á skrifstofunni í Háskólabíói, sé endurgreiðslu óskað. Í FRÉTT um prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi í Morgunblaðinu í gær var ekki rétt skýrt frá þeim reglum sem gilda um þátttöku í prófkjörinu. Þær reglur eru í gildi að í prófkjör- inu mega kjósa allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í kjördæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdaginn. Þátttaka er ennfremur heimil þeim stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Norðaust- urkjördæmi við alþingiskosning- arnar í vor og undirritað hafa inn- tökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Rangur tími FRÉTT um basar Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ sem birtist í blaðinu í gær var uppgefinn rangur tími. Basarinn mun verða frá kl. 13.30 til 16 í dag. Arnaneslón HLAUPVATN úr Skjálftavatni var sagt hafa runnið í Árnaneslón í Kelduhverfi í Morgunblaðinu á fimmtudag. Gerð var athugasemd við frétt og meðfylgjandi kort því lónið heiti réttu nafni Arnaneslón og nálægt býli heitir Arnanes. Tveir stóðu að málþingi Í FRÉTT blaðsins um málþingið Opinberar stofnanir í orrahríð fjöl- miðla láðist að geta þess að Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands stóð að málþinginu, auk Félags forstöðumanna ríkis- stofnana. LEIÐRÉTT Þarf að undirrita inntökubeiðni DRESSMANN opnar í dag, laug- ardaginn 25. nóvember, kl. 11 nýja og endurbætta verslun að Lauga- vegi 18b. Opið verður frá 11 til 17. 30% afsláttur verður í 10 daga í öll- um verslunum Dressmann í tilefni 10 ára afmælis, segir í frétta- tilkynningu. Í dag eru Dressmann-verslanir á Íslandi orðnar 4. Fyrsta verslunin var opnuð fyrir 10 árum að Lauga- vegi 18b, því næst var opnað í Kringlunni árið 1999, Glerártorgi Akureyri árið 2000 og sú síðasta í Smáralind árið 2001. Opnunarhátíð hjá Dressmann á Laugavegi DR. JAMES Barrett heldur opinn fyrirlestur um lífsviðurværi Orkn- eyinga á víkinga- og miðöldum í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís- lands sunnudaginn 26. nóvember kl. 15:00 – 16:30. Dr. James Barrett starfar við fornleifafræðideild háskólans í York á Englandi. Sérsvið hans er miðaldafornleifafræði og beina- fræði með sérstaka áherslu á Skotland á víkingatímanum og hagkerfi og vistfræðisögu veiði- samfélaga. James Barrett stjórnar forn- leifauppgreftinum á Quoygrew á Orkneyjum. Rannsóknin beinist að fornleifum frá víkingatíma og miðöldum. Sjá nánar http:// www.york.ac.uk/depts/arch/staff/ Barrett.htm Fyrirlestur um Orkneyinga HIN árlega keppni Hundarækt- arfélags Íslands í hundafimi verður haldin í dag, laugardaginn 25. nóv- ember, kl. 15. Keppnin verður haldin í Reiðhöll Andvara á Kjóavöllum, Garðabæ. Keppt verður í þremur unglinga- flokkum, 10–12 ára, 13–14 ára og loks 15–17 ára. Þá verður keppt í þremur fullorðinsflokkum, opnum flokki litlir hundar, opnum flokki stórir hundar og að lokum byrj- endaflokki stórir hundar. Keppt verður eftir reglum FCI. Dómari verður Ragnar Sigurjónsson. Markmiðið í hundafimi er að hundurinn fari ákveðna braut á sem skemmstum tíma. Brautin samanstendur af 12–20 tækjum sem er raðað eftir ákveðinni röð sem dómarinn ákveður hverju sinni. Aðgangur er ókeypis. Húsið er óupphitað en kakósala er á staðnum. Meistaramót í hundafimi FYRIRLESTUR um Upledger- höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð verður haldinn fimmtu- dagskvöldið 30. nóvember kl. 19.30 í E sal á 3ju hæð í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, Laugardal. Don Ash P.T., CST-D, heldur fyr- irlesturinn, en hann er sjúkraþjálf- ari með 30 ára starfsreynslu sem slíkur. Hann hefur BA próf í sjúkraþjálfun frá Huron Univers- ity og Certificate Degree í sjúkra- þjálfun frá University of Pennsylv- ania. Hann hefur verið tengdur Upledger stofnuninni í um 20 ár sem nemandi, meðferðaraðili og kennari, segir í fréttatilkynningu. Heimasíða hans er: www.donas- hpt.com Upledger-höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð hefur verið kennd hér á Íslandi síðustu sjö ár- in. Fyrirlestur um Upledger- höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð RANGHERMT var í frétt í blaðinu í gær að hinn árlegi jólamarkaður Handverkstæðisins Ásgarðs í Mos- fellsbæ yrði í dag, laugardag. Hið rétta er að markaðurinn verður haldinn laugardaginn 2. desember milli klukkan 12 og 17. Margt verður til gamans gert þennan dag, eins og fram kom í fréttinni í gær. Í fyrra komust færri að en vildu og að þessu sinni verður tjald reist við verkstæðið svo fleiri gestir komist þarna fyrir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum en gestir hafa fyrir vikið heila viku til að hlakka til heimsóknarinnar í Ásgarð. Jólamarkaður Ásgarðs um næstu helgiMORGUNBLAÐINU hefur boristeftirfarandi athugasemd frá Árna Finnssyni, formanni Nátt- úruverndarsamtaka Íslands: „Í frétt Morgunblaðsins í gær (föstudag) veltir forstjóri Lands- virkjunar, Friðrik Sophusson, því fyrir sér hvers vegna almenn- ingur treystir betur upplýsingum frá frjálsum félagasamtökum en ríkisstofnunum á borð við Lands- virkjun. Vísar hann þar til skoð- anakönnunar sem leiðir þetta í ljós. Á hinn bóginn kemur ekki fram í hvaða skoðanakönnun for- stjórinn er að vísa en draga verð- ur í efa þau ummæli hans að „Ástæðurnar [fyrir trúverð- ugleika frjálsra félagasamtaka] eru þær að það veit enginn hver kýs þá, það veit enginn hver fjár- magnar þá, …“ Hvaðan hefur Friðrik Soph- usson slíkar skýringar? Er um að ræða ódýrt áróðursbragð hans sjálfs sem helgast af fjandskap hans í garð náttúruvernd- arsamtaka? Fullyrðing þess efnis, sem Morgunblaðið vísar til í frétt sinni, „að umhverfisvernd- arsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) hafi viðurkennt að hafa fælt fyrirtækin NCC og SKANSKA frá því að bjóða í Kárahnjúkavirkjun.“ standast ekki. Staðreyndin er sú fulltrúar NCC báðu um fund með fulltrú- um WWF í Ósló haustið 2002 eftir að fyrirtækið tók ákvörðun um að draga til baka tilboð sitt í að byggja Kárahnjúkavirkjun. Bæði NCC og Skanska hafa furðað sig á fornri og fjand- samlegri afstöðu Landsvirkjunar til náttúruverndarsamtaka. Það gerði Norsk Hydro einnig á sín- um tíma og síðar Alcoa. Ummæli forstjóra Landsvirkjunar end- urspegla því miður heift hans og gremju í garð slíkra samtaka. Hann hefur ekkert lært því það kann einmitt að hafa verið þessi fjandsamlega afstaða Landsvirkj- unar sem fældi NCC, Skanska og Norsk Hydro frá samstarfi við Landsvirkjun. Árni Finnsson.“ Athugasemd við ummæli forstjóra Landsvirkjunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.