Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 61
FRÉTTIR
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT
LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI
hátíðartónleikar í háskólabíói
„Ef mannsröddin getur snert mann
þá mun Denyce Graves svo sannarlega hreyfa þig úr stað.“
ATLANTA JOURNAL-CONSTITUTION
Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims
um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á
tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ferill Graves hófst með miklum sprengikrafti, þegar hún debúteraði í
hlutverkinu Carmen í Metropolitan-óperunni í New York, og hlaut ein-
róma lof gagnrýnenda fyrir. Graves er eftirsótt af þekktustu óperuhúsum
heims, enda hefur segulmagnaður sviðsþokki hennar og framkoma vakið
gríðarlega eftirtekt. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og
spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi.
Söngstjarna
21. aldarinnar
„... með sláandi sviðsþokka og stórbrotinni túlkun tókst henni
að halda áheyrendum hugföngnum í fjórum uppklöppum.“
NEW YORK TIMES
jessye norman forfallast. Af óviðráðanlegum orsökum getur söngkonan Jessye Norman ekki
komið fram á tónleikunum eins og fyrirhugað var. Þeim sem þegar hafa keypt miða á þessa tónleika er bent á að
hafa samband við miðasölu í síma 545 2500 eða koma við á skrifstofunni í Háskólabíói, sé endurgreiðslu óskað.
Í FRÉTT um prófkjör Sjálfstæð-
isflokksins í Norðausturkjördæmi í
Morgunblaðinu í gær var ekki rétt
skýrt frá þeim reglum sem gilda um
þátttöku í prófkjörinu.
Þær reglur eru í gildi að í prófkjör-
inu mega kjósa allir félagsbundnir
sjálfstæðismenn í kjördæminu, sem
þar eru búsettir og náð hafa 16 ára
aldri prófkjörsdaginn. Þátttaka er
ennfremur heimil þeim stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins sem
eiga munu kosningarétt í Norðaust-
urkjördæmi við alþingiskosning-
arnar í vor og undirritað hafa inn-
tökubeiðni í sjálfstæðisfélag í
kjördæminu fyrir lok kjörfundar.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
Rangur tími
FRÉTT um basar Félagsstarfs eldri
borgara í Mosfellsbæ sem birtist í
blaðinu í gær var uppgefinn rangur
tími. Basarinn mun verða frá kl.
13.30 til 16 í dag.
Arnaneslón
HLAUPVATN úr Skjálftavatni var
sagt hafa runnið í Árnaneslón í
Kelduhverfi í Morgunblaðinu á
fimmtudag. Gerð var athugasemd
við frétt og meðfylgjandi kort því
lónið heiti réttu nafni Arnaneslón og
nálægt býli heitir Arnanes.
Tveir stóðu
að málþingi
Í FRÉTT blaðsins um málþingið
Opinberar stofnanir í orrahríð fjöl-
miðla láðist að geta þess að Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála við
Háskóla Íslands stóð að málþinginu,
auk Félags forstöðumanna ríkis-
stofnana.
LEIÐRÉTT
Þarf að undirrita
inntökubeiðni
DRESSMANN opnar í dag, laug-
ardaginn 25. nóvember, kl. 11 nýja
og endurbætta verslun að Lauga-
vegi 18b. Opið verður frá 11 til 17.
30% afsláttur verður í 10 daga í öll-
um verslunum Dressmann í tilefni
10 ára afmælis, segir í frétta-
tilkynningu.
Í dag eru Dressmann-verslanir á
Íslandi orðnar 4. Fyrsta verslunin
var opnuð fyrir 10 árum að Lauga-
vegi 18b, því næst var opnað í
Kringlunni árið 1999, Glerártorgi
Akureyri árið 2000 og sú síðasta í
Smáralind árið 2001.
Opnunarhátíð
hjá Dressmann
á Laugavegi
DR. JAMES Barrett heldur opinn
fyrirlestur um lífsviðurværi Orkn-
eyinga á víkinga- og miðöldum í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís-
lands sunnudaginn 26. nóvember
kl. 15:00 – 16:30.
Dr. James Barrett starfar við
fornleifafræðideild háskólans í
York á Englandi. Sérsvið hans er
miðaldafornleifafræði og beina-
fræði með sérstaka áherslu á
Skotland á víkingatímanum og
hagkerfi og vistfræðisögu veiði-
samfélaga.
James Barrett stjórnar forn-
leifauppgreftinum á Quoygrew á
Orkneyjum. Rannsóknin beinist að
fornleifum frá víkingatíma og
miðöldum. Sjá nánar http://
www.york.ac.uk/depts/arch/staff/
Barrett.htm
Fyrirlestur um
Orkneyinga
HIN árlega keppni Hundarækt-
arfélags Íslands í hundafimi verður
haldin í dag, laugardaginn 25. nóv-
ember, kl. 15.
Keppnin verður haldin í Reiðhöll
Andvara á Kjóavöllum, Garðabæ.
Keppt verður í þremur unglinga-
flokkum, 10–12 ára, 13–14 ára og
loks 15–17 ára. Þá verður keppt í
þremur fullorðinsflokkum, opnum
flokki litlir hundar, opnum flokki
stórir hundar og að lokum byrj-
endaflokki stórir hundar. Keppt
verður eftir reglum FCI. Dómari
verður Ragnar Sigurjónsson.
Markmiðið í hundafimi er að
hundurinn fari ákveðna braut á
sem skemmstum tíma. Brautin
samanstendur af 12–20 tækjum
sem er raðað eftir ákveðinni röð
sem dómarinn ákveður hverju
sinni. Aðgangur er ókeypis. Húsið
er óupphitað en kakósala er á
staðnum.
Meistaramót
í hundafimi
FYRIRLESTUR um Upledger-
höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð verður haldinn fimmtu-
dagskvöldið 30. nóvember kl.
19.30 í E sal á 3ju hæð í húsnæði
ÍSÍ við Engjaveg 6, Laugardal.
Don Ash P.T., CST-D, heldur fyr-
irlesturinn, en hann er sjúkraþjálf-
ari með 30 ára starfsreynslu sem
slíkur. Hann hefur BA próf í
sjúkraþjálfun frá Huron Univers-
ity og Certificate Degree í sjúkra-
þjálfun frá University of Pennsylv-
ania. Hann hefur verið tengdur
Upledger stofnuninni í um 20 ár
sem nemandi, meðferðaraðili og
kennari, segir í fréttatilkynningu.
Heimasíða hans er: www.donas-
hpt.com
Upledger-höfuðbeina- og spjald-
hryggjarmeðferð hefur verið
kennd hér á Íslandi síðustu sjö ár-
in.
Fyrirlestur
um Upledger-
höfuðbeina- og
spjaldhryggjar-
meðferð
RANGHERMT var í frétt í blaðinu í
gær að hinn árlegi jólamarkaður
Handverkstæðisins Ásgarðs í Mos-
fellsbæ yrði í dag, laugardag. Hið
rétta er að markaðurinn verður
haldinn laugardaginn 2. desember
milli klukkan 12 og 17.
Margt verður til gamans gert
þennan dag, eins og fram kom í
fréttinni í gær. Í fyrra komust færri
að en vildu og að þessu sinni verður
tjald reist við verkstæðið svo fleiri
gestir komist þarna fyrir.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum en gestir hafa
fyrir vikið heila viku til að hlakka
til heimsóknarinnar í Ásgarð.
Jólamarkaður
Ásgarðs um
næstu helgiMORGUNBLAÐINU hefur boristeftirfarandi athugasemd frá Árna
Finnssyni, formanni Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands:
„Í frétt Morgunblaðsins í gær
(föstudag) veltir forstjóri Lands-
virkjunar, Friðrik Sophusson, því
fyrir sér hvers vegna almenn-
ingur treystir betur upplýsingum
frá frjálsum félagasamtökum en
ríkisstofnunum á borð við Lands-
virkjun. Vísar hann þar til skoð-
anakönnunar sem leiðir þetta í
ljós. Á hinn bóginn kemur ekki
fram í hvaða skoðanakönnun for-
stjórinn er að vísa en draga verð-
ur í efa þau ummæli hans að
„Ástæðurnar [fyrir trúverð-
ugleika frjálsra félagasamtaka]
eru þær að það veit enginn hver
kýs þá, það veit enginn hver fjár-
magnar þá, …“
Hvaðan hefur Friðrik Soph-
usson slíkar skýringar? Er um að
ræða ódýrt áróðursbragð hans
sjálfs sem helgast af fjandskap
hans í garð náttúruvernd-
arsamtaka?
Fullyrðing þess efnis, sem
Morgunblaðið vísar til í frétt
sinni, „að umhverfisvernd-
arsamtökin World Wide Fund for
Nature (WWF) hafi viðurkennt að
hafa fælt fyrirtækin NCC og
SKANSKA frá því að bjóða í
Kárahnjúkavirkjun.“ standast
ekki. Staðreyndin er sú fulltrúar
NCC báðu um fund með fulltrú-
um WWF í Ósló haustið 2002 eftir
að fyrirtækið tók ákvörðun um
að draga til baka tilboð sitt í að
byggja Kárahnjúkavirkjun.
Bæði NCC og Skanska hafa
furðað sig á fornri og fjand-
samlegri afstöðu Landsvirkjunar
til náttúruverndarsamtaka. Það
gerði Norsk Hydro einnig á sín-
um tíma og síðar Alcoa. Ummæli
forstjóra Landsvirkjunar end-
urspegla því miður heift hans og
gremju í garð slíkra samtaka.
Hann hefur ekkert lært því það
kann einmitt að hafa verið þessi
fjandsamlega afstaða Landsvirkj-
unar sem fældi NCC, Skanska og
Norsk Hydro frá samstarfi við
Landsvirkjun.
Árni Finnsson.“
Athugasemd
við ummæli
forstjóra
Landsvirkjunar