Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 69
dægradvöl
30-70%
AFSLÁTTUR
af vönduðum
dömufatnaði
í dag, laugardag,
í Rauðagerði 26
frá kl. 10-18
Rauðagerði 26, sími 588 1259
ÚTSALA – ÚTSALA
Verið velkomin
1. g3 d5 2. Bg2 c6 3. Rf3 Bg4 4. 0-0 Rd7
5. d4 Rgf6 6. c3 e6 7. Bf4 Be7 8. Rbd2
0-0 9. h3 Bf5 10. b4 a5 11. a3 Db6 12.
Rb3 axb4 13. axb4 Re4 14. Bd2 Db5 15.
e3 Rb6 16. He1 Rc4 17. Bf1 Db6 18.
Bxc4 dxc4 19. Ra5 Bxh3 20. Rxc4 Dc7
21. Rfe5 f6 22. Dh5 fxe5 23. Dxh3 Rg5
24. Dg4 Rf3+ 25. Kg2 Rxe1+ 26. Hxe1
Hf6 27. Rxe5 Ha2 28. Rf3 Dc8 29. Hh1
Staðan kom upp í Íslandsmóti
kvenna sem lauk fyrir skömmu í húsa-
kynnum Skáksambands Íslands. Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir (1.765)
hafði svart gegn Tinnu Kristínu Finn-
bogadóttur (1.370). 29. … Hxf3! 30.
Dxf3 Hxd2 svartur er nú manni yfir og
með unnið tafl. 31. Dh5 h6 32. Dg6
Bg5 33. He1 Dd7 34. Ha1 Dc8 35. Kf1
Kf8 36. e4 Hd3 37. f4 Be7 38. Hc1 De8
39. Dg4 Hd2 40. Dxe6 Dh5 41. Ke1
De2 mát.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Honolúlú.
Norður
♠DG
♥G
♦G1087
♣ÁK9652
Vestur Austur
♠10 ♠754
♥108754 ♥K632
♦KD642 ♦953
♣104 ♣D83
Suður
♠ÁK98632
♥ÁD9
♦Á
♣G7
Suður spilar 7G og fær út tígulkóng.
Haustleikar bandaríska bridssam-
bandsins standa nú yfir í Honolúlú á
Hawaii og er að vanda keppt í mörgum
greinum. Fyrsta mót leikanna var
kvennatvímenningur. Sigurparið, Rim-
stedt og Sivelind frá Svíþjóð, keyrði
alla leið í 7G í spili dagsins, sem Rim-
stedt tókst að vinna. Hún spilaði laufi á
ás í öðrum slag og svínaði strax hjarta-
gosa. Það gaf tólfta slaginn og sá þrett-
ándi kom með þvingun á austur í laufi
og hjarta. Austur gat bjargað sér með
því að leggja kónginn á gosann og láta
vestur um hjartavaldið, en sú vörn er
þung. Reyndar má standa 7G hjálpar-
laust með því að bíða með hjartasvín-
inguna allt til enda. Þá rennur upp tvö-
föld þvingun í áföngum – austur þarf
að valda laufið, vestur tígulinn, svo
báðir verða að fara niður á tvö hjörtu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 eftirtektar,
4 þurrka, 7 iðkun, 8 gerj-
unin, 9 ferskur, 11 kven-
mannsnafn, 13 fall, 14 út-
limur, 15 skál, 17 guð,
20 uxi, 22 skvettir,
23 smá, 24 romsan,
25 kaka.
Lóðrétt | 1 hagnast,
2 eyddur, 3 hérað í
Noregi, 4 naut, 5 hug-
laus, 6 hinn, 10 orðum
aukinn, 12 kraftur, 13 lík,
15 fallegur, 16 sníkjudýr-
ið, 18 er fær um, 19 kind,
20 klukkurnar, 21 slæmt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hrævareld, 8 endar, 9 yndis, 10 lof, 11 skipa,
13 ilina, 15 lagða, 18 ögnin, 21 nón, 22 brand, 23 gaupu,
24 hirðulaus.
Lóðrétt: 2 ruddi, 3 varla, 4 reyfi, 5 loddi, 6 vers, 7 assa,
12 puð, 14 lag, 15 labb, 16 glati, 17 andað, 18 öngul,
19 naumu, 20 naut.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Björgólfur Thor og viðskipta-félagar hafa innleyst 80 millj-
arða hagnað með sölu á símafélagi.
Í hvaða landi?
2 Hvaða bók er efst á bóksölulistasem Morgunblaðið er byrjað að
birta?
3 Gullkindin var afhent við hátíð-lega athöfn í fyrradag. Hvað var
valið klúður ársins?
4 Eitt lögregluumdæmi landsinsþykir röggsamara en önnur í
baráttunni við umferðalagabrot.
Hvaða lögregluumdæmi er það?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. 110 erlendir fjárfestar hafa keypt hlut í
Kaupþing banka í útboði. Hver er forstjóri
Kaupþing banka? Svar: Hreiðar Már Sig-
urðsson. 2. Ísland er í öðru sæti á lista
Economist yfir ríki þar sem lýðræði þykir
vera mest. Hvaða ríki er í fyrsta sæti?
Svar: Svíþjóð. 3. Skipafélag hefur boðað
að það hyggist hefja strandsiglingar eftir
áramót. Hvaða félag er þetta? Svar: Atl-
antsskip. 4. Nesútgáfa hefur gefið úr bók
um færeyska málarann Mikines. Hver er
höfundurinn? Svar: Aðalsteinn Ingólfs-
son.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
PÍANÓSÓNÖTUR Mozarts hafa
hvað nýsköpun varðar staðið svolítið í
skugganum á píanósónötum Beet-
hovens, og ekki nema eðlilegt. Mozart
fékkst aðeins við greinina í um 17 ár,
helmingi skemur en Beethoven, og
naut né heldur góðs af nýjungum
rómantíkur. Það má m.a. heyra á
hlutfallslega mikilli notkun hans á
hefðbundnum herpluðum undirleiks-
fígúrum og Alberti-bassa. Engu að
síður er vitaskuld urmull af inn-
blásnum stöðum í þessum perlum –
„brúkunarmúsík af dolfellandi full-
komnun“ eins og Christoph Rüger
komst að orði. Þær glitra e.t.v. mest
fyrir látlausa gegnsæi sitt, þar sem
hver einasta feilnóta heyrist í þokka-
bót skýrt og skilmerkilega, jafnvel í
hröðustu tónarunum.
Það er því ekki árennilegt einum
manni að ráðast í heildarflutning á
öllum 18 sónötum á aðeins tæpum
mánuði eins og Miklós Dalmay gerði
á mánudagskvöldið var með fyrstu
tónleikum sínum af fjórum, enda
ábyggilega langt síðan hérlendur pía-
nisti færðist síðast það stórvirki í fang
– hafi það á annað borð gerzt áður. Og
með tilliti til þess hve mikið má læra
um túlkun af þessum verkum, ekki
sízt þökk sé áðurnefndu gegnsæi, þá
gegndi enn meiri furðu að sjá aðeins
um hálft hundrað áheyrendur, flesta
komna á efri aldur, og varla aukatek-
inn píanókennara eða nemanda.
Fyrstu þrjár sónötur voru fyrir hlé,
og bar þar nokkuð á óeirðarasa í
flutningi, einkum í þeim skilningi að
oft hressileg tempóin lágu að mestu
blýföst fyrir án þess að leyfa músík-
inni að „anda“. Gat það á köflum
verkað mekanískt, að maður segi ekki
svæfandi, t.a.m. í moto perpetuo-
kenndum miðþætti F-dúr sónötunnar
K280 og lokaþætti þeirrar í B K281.
Upphitunarleysi fyrstu verka skilaði
sér trúlega í staka loftnótu hér og
þar, enda þótt áslátturinn væri í heild
perlandi lipur við hæfi og dýnamíkin
jafnan sveigjanleg. Syngjandin var
frábær í kyrrlátum miðþætti 3. són-
ötu (upphafið bar einkennilegan
andblæ af miðþætti píanókonsertsins
í A-dúr K488), enda fór þar tvímæla-
laust hápunktur fyrri tónleikahlut-
ans.
Samt fannst manni s.s. vanta afger-
andi herzlumun skáldskapar í fyrsta
hálfleik. Það var því erfitt að trúa eig-
in eyrum eftir hlé, og hefði sjónlaus
hlustandi mátt halda að allt annar
píanisti væri seztur við hljómborðið
þegar Miklós hóf 4. sónötu í Es-dúr
K282. Hér var nefnilega allt til staðar
sem þurfti, og útkoman varð fyrir vik-
ið virkilega spennandi þrátt fyrir
óvenjuhægan cantabile upphafsþátt.
Og þó að spilamennska afgangsins
næði varla sömu dýrðardýpt, þá
stirndi víða á eldsnarpri fimi í hröðu
þáttunum – en ávallt af vammlausum
skýrleika og viðeigandi afturheldni
þess er kann að láta listina fela listina
í anda höfundar.
Hér var vel af stað farið, og aug-
ljóslega eftir miklu að slægjast á
næstkomandi mánudagstónleikum.
Vonandi verður það líka til að spyrna
fleiri Mozartunnendum upp úr sófa-
værð heimilanna.
Hin fullkomna brúkunarmúsík
TÓNLIST
Salurinn
W. A. Mozart: Píanósónötur nr. 1–5 í C, F,
B, Es & G, K279–83. Miklós Dalmay pí-
anó. Mánudaginn 20. nóvember kl. 20.
Píanótónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson