Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FYRSTU tíu mánuði ársins er innflutningur á kjöti orðinn hátt í þrefalt meiri en allt árið í fyrra. Langmest munar um innflutning á nautakjöti sem er orðinn tæp 500 tonn eða 13% af heildarsölu nautgripakjöts. Hér er fyrst og fremst um að ræða innflutning á nautahakki sem kemur frá Þýska- landi og Nýja-Sjálandi. Einnig er flutt talsvert inn af nautalundum en þar á meðal eru 84 tonn frá Nýja-Sjálandi, samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands. Innflutningur á alifuglakjöti hefur einnig aukist umtalsvert og þá mest af frystum kjúklingabring- um. Aukinn innflutningur á svínakjöti er fyrst og fremst til kominn vegna innflutnings á svínalund- um frá Írlandi. Þá má merkja verulega aukningu á innflutningi á kjöti af öðrum dýrategundum þar á meðal rjúpum, dádýrum og hreindýrum. „Ástæðan fyrir þessum mikla innflutningi á nautakjöti er sú að framboðið á innanlandsmark- aði hefur dregist mjög saman,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda (LK). „Ef við förum 3–4 ár aftur í tímann, þegar framleiðsla á hvítu kjöti kom inn með sem mestum krafti, urðu mjög miklar verð- lækkanir á kjöti. Menn brugðust við því með því að setja mun minna á af kálfum. Þegar verðið lækkar þá kemur að þeim punkti að menn telja sig ekki hafa nægilega mikið út úr nautakjötsframleiðslu.“ Tveimur árum eftir þennan samdrátt minnkar kjötframleiðslan verulega, þar sem framleiðslu- ferilinn er um 24 mánuðir. Þá helst framleiðslan einnig í hendur við eftirspurn eftir mjólk sem hef- ur verið mjög mikil undanfarin misseri að sögn Baldurs. Baldur segir vissulega slæmt þegar bændur nái ekki að anna eftirspurn á innlendum markaði. Hann telur þó málin horfa til betri vegar. „Ásetn- ing kálfa hefur aukist verulega eftir að verðið fór að hækka árið 2004.“ Innflutningur á kjöti hef- ur margfaldast milli ára Ásetning kálfa dróst saman þegar kjötverð féll en hefur aukist aftur Í HNOTSKURN »Innflutningur á nautakjöti er orðinntæp 500 tonn í ár eða 13% af heildarsölu nautgripakjöts. »Verð á nautakjöti lækkaði verulega hérá landi fyrir 3–4 árum og bændur settu færri kálfa á. »Mikil eftirspurn eftir mjólk á sama tímavarð til þess að færri mjólkurkúm var slátrað. Verðið hefur hækkað og fleiri kálf- ar verið settir á síðan árið 2004 er verðið fór að hækka. STEFÁN Jóhann Hafstein, borgar- fulltrúi Samfylk- ingarinnar, til- kynnti í gær, að hann hygðist taka sér tveggja ára leyfi frá störfum fyrir borgina frá og með fyrsta febrúar nk., á meðan hann sinn- ir verkefnisstjórn í Namibíu fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Aðspurður um í hverju starf hans í Namibíu myndi felast sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að um væri að ræða verkefni sem væru tengd samfélagsþjónustu. „Það er sérstaklega horft til fólks sem býr við þröngan kost, meðal annars vegna breyttra lifnaðar- hátta,“ sagði Stefán. „Mitt starf mun m.a. lúta að fullorðinsfræðslu og uppbyggingu vatnsbóla.“ Úrslit kosninganna höfðu áhrif Að sögn Stefáns var aðdragandi þessa sá, að hann sá stöðuna aug- lýsta. Hann viðurkennir, að úrslit síðustu kosninga hafi haft áhrif, ábyrgð hans sé nú minni en áður. Hann hafi kynnt sér stöðuna og talið reynslu sína geta nýst „mjög vel“. „Oddný Sturludóttir muna taka mitt sæti. Varamenn okkar í borg- arstjórn eru mjög hæfir til að bera ábyrgð á auknum verkefnum. Ég get treyst því, að þau standi sína pligt.“ Stefán Jón í leyfi frá borginni Stefán Jón Hafstein RÉTT rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember næstkomandi. Maður- inn er grunaður um kynferðisbrot gagnvart þrettán ára stúlku og átti atvikið sér stað í lok síðasta mán- aðar. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá því að maðurinn var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að þröngva fjórtán ára stúlku til samræðis við sig í september á sl. ári. Fjölskip- aður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann dæmdur til að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur. Grunur um brot gegn 13 ára stúlku HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega fertugan karl- mann, Garðar Garðarsson, til fimm ára fangelsisvistar fyrir fjölmörg brot, s.s. nytjastuld, þjófnaði, skjala- fals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot, frá því í febrúar sl. til september en alls eru brotin yf- ir tuttugu talsins. Hann var að auki dæmdur til að greiða rúmar 430 þús- und krónur í skaðabætur og 1,1 milljón í sakarkostnað. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Garðar eigi að baki langan sakaferil sem nái aftur til ársins 1982 og hefur hlotið fjöldamarga dóma í gegnum árin. Það var virt honum til refsiþyngingar að brotahrinan var löng, brotaviljinn einbeittur og reyndi hann að hylja slóð sína eftir fremsta megni. Þar að auki rauf ákærði skilorð reynslulausnar frá október á sl. ári. Að mati dómsins á hann sér aðeins málsbætur þar sem hann játaði fíkniefnalagabrot og um- ferðarlagabrot. Héraðsdómarinn Símon Sigvalda- son kvað upp dóminn. Af hálfu ákæruvaldsins flutti Dagmar Arnar- dóttir, fulltrúi lögreglustjóra, málið og Hilmar Ingimundarson hrl. varði manninn. Fimm ár fyrir fjöl- mörg brot ÞAÐ var líf og fjör við jólabaksturinn í iðjuþjálfun End- urhæfingardeildar LHS á Grensási í gær. Undirbún- ingur jólanna er snar þáttur í því að hjálpa sjúklingum til að takast á við lífið á ný eftir slys og veikindi. Þar eru bakaðar smákökur og búið til jólaskraut með að- stoð iðjuþjálfanna og var ekki annað að sjá en allir væru hressir og kátir og hlökkuðu til hátíðarinnar miklu. Hér eru þau við smákökubaksturinn Sólveig Sigurðardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jóna Haraldsdóttir, Þórdís H. Ólafsdóttir, Elna Thomsen, Daði Hreið- arsson, Hróðný Mjöll Tryggvadóttir og Brynja Björg Arnardóttir. Morgunblaðið/Kristinn Líf og fjör við jólabaksturinn á Grensásdeild LHS ♦♦♦ NOKKRIR Íslendingar, sem staddir voru á Millenium-hótelinu í Lundún- um þegar rússneski njósnarinn Al- exander Lítvínenkó var þar og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi úr pólon- eitrun, voru rannsakaðir ytra meðan á dvöl þeirra stóð. Sóttvarnalæknir fékk í kölfarið lista yfir Íslendinga, sem voru í nokkrum herbergjum hótelsins, þar sem talið var að geisl- unar hefði hugsanlega orðið vart og hafði samband við fólkið. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá Sóttvarna- lækni, segir engan Íslendinganna hafa haft vott af eitrun vegna efnis- ins. Að auki höfðu aðrir Íslendingar, sem höfðu dvalið á hótelinu í kring- um atburðinn, haft samband við embættið til að afla sér upplýsinga. Geislavarnir ríkisins (GR) hafa einnig fengið fyrirspurnir frá Íslend- ingum vegna pólóngeislunar. Sam- kvæmt upplýsingum frá GR eru litl- ar líkur á því að verða fyrir geislun frá pólón-210, geislamælar séu afar næmir og því finni þeir efnið þótt það sé í örlitlum mæli. Efnið sé í afar litlu magni í náttúrunni og matvælum, enda geislavirk efni víða að finna í náttúrunni og hættulaus mönnum. Sigurður Emil Pálsson hjá GR segir eina fyrirspurn hafa borist í gegnum sóttvarnalækni. Fólk hafi áhyggjur þar sem Íslendingar fari víða en engar áhyggjur þurfi þó að hafa. Mælingar í Bretlandi og víðar bendi ekki til þess að efnið hafi dreifst í umhverfinu. Pólon-geislunin í Lundúnum Íslendingar voru skoðaðir Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LEIKFIMIHÚSI Vogaskóla og Menntaskólans við Sund hefur verið lokað að kröfu umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vegna ófull- nægjandi öryggis- og hreinlætisað- stöðu. Í íþróttahúsinu voru brotnir æfingarimlar og lausar festingar á handboltamörkum. Ennfremur voru rafmagnstenglar lausir. Skoðun heilbrigðisfulltrúa fór fram á húsnæði því sem nemendur í Vogaskóla eru í, þar á meðal íþrótta- húsinu sem er í eigu Menntaskólans við Sund og leigir Vogaskóli aðstöð- una samhliða því sem menntaskóla- nemar eru þar einnig í leikfimi. Mikillar óánægju gætti hjá rektor MS vegna lokunarinnar vegna þess að lokunarkrafan var sett fram í bréfi til skólans án þess að áður hefðu verið gerðar athugasemdir við aðbúnaðinn. Hafi yfirvöld skólans ekki haft hugmynd um að úttekt hefði farið fram. Þá hefði skólanum ekki verið gefinn kostur á að koma með athugasemdir við úttektina eða bregðast við ábendingum áður en lokunin var tilkynnt. Reglubundið eftirlit Samkvæmt upplýsingum um- hverfissviðs var um að ræða reglu- bundið heilbrigðiseftirlit í Vogaskóla sem leigir íþróttahúsið sem fyrr seg- ir. Því var allt húsnæðið sem nem- endur Vogaskóla nota skoðað, óháð því hver væri eigandi húsnæðisins. Gæta verði öryggis og hollustuhátta gagnvart nemendum. Krafan hafi verið á húseigandann, MS, og því hafi kröfubréfið verið sent þangað. Salurinn verður lokaður þangað til úrbætur hafa verið gerðar. Hefur rektor MS, á heimasíðu skólans, lýst lokuninni sem „dæmalausri stjórn- sýsluákvörðun“ og biður notendur hússins jafnframt velvirðingar. Vegna lokunarinnar var gripið til þess ráðs að kenna grunnskólabörn- um í Vogaskóla leikfimi í kennslu- stofum sínum í gær en reynt verður að fá inni fyrir þau í húsnæði TBR eða Þróttar á meðan unnið er að lag- færingum. Öryggi ábótavant í leikfimihúsi Vogaskóla Nemendur voru í leikfimi í kennslustofum sínum í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.