Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning NÚ í nóvember fram-kvæmdi Gallup á Íslandifjölmiðlakönnun, þar sem meðal annars var kannað hvaða útvarpsstöðvar eru vinsælastar. Í ljós kom að 58,8% þjóðarinnar hlustuðu eitthvað á Rás 2 í hverri viku, 57,4% hlustuðu á Bylgjuna og 47,6% hlustuðu á Rás 1. Aðrar stöðvar voru langt á eftir.    Sjálfur hlusta ég eingöngu áRás 1 og 2, enda langbestu útvarpsstöðvar á Íslandi að mínu mati. Ég hef lítið sem ekkert út á Rás 1 að setja, þar er virkilega vönduð dagskrárgerð og mikill metnaður til þess að gera góða útvarpsþætti. Hið sama gildir að mörgu leyti um Rás 2, en þó hef- ur nokkurrar stöðnunar gætt þar á bæ að undanförnu.    Á rásinni er vissulega mikillfjöldi af góðum þáttum sem fjalla um afmarkað efni, svo sem Konsert, Rokkland, Marzípan, Party Zone, Geymt en ekki gleymt og Uppruni tegundanna. Það er til dæmis mjög virðing- arvert að Rás 2 skuli hýsa þátt á borð við Party Zone sem fjallar um elektróníska tónlist sem til- tölulega afmarkaður hópur fólks hlustar á. Þessir þættir eru hins vegar allir á kvöldin, en að há- degisfréttum loknum og fram að fréttum klukkan 16 (á besta tíma) ríkir ákveðin flatneskja. Maður fær á tilfinninguna að lítill und- irbúningur liggi að baki þeim þáttum sem þá eru í loftinu og lítið sem ekkert er um innslög sem unnin eru fyrirfram. Ein- staka tónlistarmaður kemur í spjall í hljóðver en þau viðtöl fara oftast inn um annað eyrað og út um hitt. Þá eru útvarps- mennirnir ótrúlega duglegir við að segja hvað klukkan er, og meira að segja eiga þeir það til að segja hversu lengi þeir verða í loftinu, sem varla geta talist merkilegar upplýsingar. Vel getur verið að stefna Rásar 2 sé einfaldlega að leyfa tónlist- inni að njóta sín á besta tíma dagsins, en maður hlýtur að gera þá kröfu að vinsælasta útvarps- stöð landsins, sem auk þess er ríkisrekin, sjái til þess að einhver dagskrárgerð sé í gangi þegar hvað flestir eru að hlusta. Allt annað er upp á teningnum eftir fréttir klukkan 16 þegar Síðdeg- isútvarpið tekur við, þar sem mikið er um áhugaverð innslög sem unnin eru fyrirfram, auk góðra viðtala í hljóðveri. Svo ekki sé talað um Spegilinn sem hefst að loknum kvöldfréttum, en þar er á ferðinni einn besti þáttur í íslensku útvarpi.    Hugsanlega eru einstaka út-varpsmenn búnir að vera of lengi við hljóðnemann á Rás 2 og hafa heyrst raddir sem telja að kominn sé tími á einhverja end- urnýjun á stöðinni. Kannski þora menn ekki að breyta til í ljósi þess að Rás 2 er þrátt fyrir allt vinsælasta útvarpsstöð landsins. Samkvæmt áðurnefndri könnun var Bylgjan hins vegar vinsælli en Rás 2 á tímabili í sumar og er nú svo komið að sáralitlu munar á vinsældum stöðvanna sem varla getur talist eðlilegt í ljósi þess að Rás 2 er ríkisrekin stöð. Því er ljóst að einhverra breytinga er þörf. Metnaður og meðalmennska á Rás 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisútvarpið Þótt margt sé vel gert á Rás 2 er dagskrárgerðin ekki nógu góð á besta tíma dagsins. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson » Þá eru útvarpsmenn-irnir ótrúlega dug- legir við að segja hvað klukkan er, og meira að segja eiga þeir það til að segja hversu lengi þeir verða í loftinu, sem varla geta talist merki- legar upplýsingar. jbk@mbl.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Skilgreiningin á trúbadúrumeða söngvaskáldum hefurvíkkað út undanfarin ár,með handhægari tækni þarf ekki eingöngu að styðjast við gítargarm til að vippa upp plötu einn og óstuddur. T.d. eru komnir fram tölvutrúbadúrar, gott dæmi um slík- an er Mugison, en svo er hægt að stofna eins manns sveit inni í her- bergi, og rúlla inn plötu á helgi með aðstoð Pro-Tools. Svo eru það þeir sem fá til sín aðstoðarmenn eftir hentugleik, en standa hins vegar einir og óstuddir á bak við höfund- arverkið. Rætt var við þrjá fulltrúa þessa geira. Tvær plötur á einu ári Halli Reynis er það sem kalla mætti erkitrúbadúr, og heitir ein plata hans meira að segja Trúbadúr. Halli hefur verið iðjusamur hin síð- ustu ár og tvær plötur á hans nafni hafa komið út í ár. Í vor kom Leiðin er löng út en fyrir stuttu var það Fjögurra manna far. „Músík ehf., sem gefur út og dreifði fyrri plötunni, stakk upp á þessu og ég bara sló til en ég átti helling af efni fyrirliggjandi,“ segir Halli í samtali við blaðamann. Spurður um þetta mikla flæði laga um þessar mundir svarar hann að hann hafi aldrei sest niður í þeim til- gangi að semja lag. „Þetta kemur bara til mín, lag og textar. Þetta datt niður um hríð en þetta er komið aftur. Eftir að ég hætti að drekka fyrir fimm árum hef ég samið minna en það er nothæfara (hlær). Ég er orðinn mun meðvitaðri um tónlistina og er einhvern veginn meira vakandi yfir þessu.“ Plöturnar voru teknar upp nánast beint, verk- lag sem Halla líkar vel. „Það er hægt að koma við tónlist- ina eftir á. Hún er lifandi. Nóturnar ekki alltaf réttar, mistök hér og hvar en tónlistin er bara dýpri fyrir vik- ið.“ Halli veit ekki hvað verður næst, en staðfestir að hann ætli fyrr eða síðar að koma út tónleikaplötu og svo er hann að fara að semja lög fyr- ir aðra, nokkuð sem hann lýsir sem spennandi verkefni. Haldið vestur Karl Henry, sem eitt sinn leiddi Tenderfoot, hefur nú gefið út sóló- plötu sem Kalli. Nefnist hún While the City Sleeps og er gefin út af Smekkleysu hér heima en One Little Indian annars staðar. One Little Indian opnaði nýverið skrifstofu í San Francisco og er með öflugt dreifikerfi. „Mér fannst bara kominn tími á sólóplötu, maður er alltaf að semja og á nóg af lögum,“ segir Karl. „Maður var meira í þessu kántr- ískotna með Tenderfoot en það er þyngri stemning á þessari plötu.“ Platan var unnin á annan hátt en Karl er vanur. „Vanalega er maður í hljómsveit og þá er búið að tilkeyra lögin í eitt, tvö ár áður en þau eru tekin upp. Nú var þetta allt öðruvísi, ég mætti bara ferskur í hljóðverið með lög sem voru samin á píanó eða gítar og svo var þetta unnið frá grunni. Ég og Arnar Guðjóns úr Leaves spiluðum á þau hljóðfæri sem til þurfti.“ Út- gáfutónleikar verða í janúar hér heima en svo heldur Kalli út til að kynna plötuna, nánar tiltekið til Bandaríkjanna. „Við í Tenderfoot spiluðum mest þar og fengum fín viðbrögð. Við tók- um túra á austurströndinni en þar sem One Little Indian er farið að breiða svona úr sér fer maður líka vestur. Þeir í San Francisco ættu að fíla svona „mellow“ og ljúfa tónlist,“ segir Kalli að lokum og kímir. Laus úr fjötrum Helgi Rafn vakti fyrst á sér at- hygli í Íslensku stjörnuleitinni en gefur nú út sólóplötu, Personal Be- longings. Hann segir að hann og Samúel Kristjánsson hjá Frost hafi ákveðið þetta fyrir tveimur árum og þeir hafi viljað gera þetta almenni- lega á öllum sviðum, en það má t.d. sjá á glæsilegum pakkningum plöt- unnar. „Við tókum þannig ár í hug- myndavinnu. Svo komu Pétur Ben. og Kalli Olgeirs að vinnunni.“ Helgi segist eiga tæpan helming af lögum plötunnar. „Upprunalega átti ég ekki að vera með neitt lag en ég var farinn að semja á fullu þegar þetta fór af stað. Ég leyfði þeim að heyra og lögin fengu góðar viðtökur. Ég er ákveð- inn í því að vera ekki bara flytjandi, maður er nú einu sinni í Listaháskól- anum í tónsmíðanámi og því um að gera að nýta sér það.“ Helgi segir að þó að Idol-keppnin hafi vakið á hon- um athygli hafi hún einnig reynst honum fjötur um fót. „Ég þoli ekki þetta Idol lengur. Sumir slá þessa plötu frá sér ein- ungis vegna þess. En ég er núna bú- inn að koma þessu inn á borð og gott betur en það. Maður þarf bara að vera harður.“ Eftir áramót verður hugsanlega farið í tónleikaferðalag með efni plötunnar og hún mögulega kynnt erlendis, t.d. í Skandinavíu. Helgi er annars önnum kafin um þessar mundir við að semja tónlist fyrir leikfélag. „Ég ætla að lifa á þessu. Það er erfitt en ef maður er nógu einbeittur er þetta hægt.“ Fleiri fyrir jólin Þeir eru síðan fleiri sem róa á þessi mið fyrir jólin. Bjarni Tryggva gaf út plötuna Svartar rósir fyrir stuttu, en langt er síðan það hefur heyrst í honum á plötu. Platan var tekin upp á Kanaríeyjum. Jónas Sig- urðsson var eitt sinn annar helm- ingur Sólstrandagæjanna en hefur starfað um árabil í Danmörku fyrir Microsoft. Fyrsta sólóplata hans, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, er komin út en Jónas slapp ekki undan sköpunarþránni að eigin sögn og hefði farið á límingunum hefði hann ekki brugðist við. Gönguferð á sandi er fyrsta plata Kristins Níelssonar, tónlistar- skólastjóra til margra ára, en platan er eins konar óður til Vestfjarða, lögin „ljúf og lágstemmd, djass- skotin með skandinavísku ívafi“ eins og hann segir sjálfur. Dalvíking- urinn Ari Baldursson hefur þá verið viðloðandi tónlist í þrjátíu ár en gef- ur nú út plötuna Helst af öllu, þar sem hann nýtur aðstoðar Kristjáns Edelstein, Pálma Gunnarssonar og Óskars Péturssonar m.a. Ívar Bjarklind á plötuna Blóm eru smá, sem unnin var með Orra Harð- arsyni, og Biggi, Birgir Örn Stein- arsson (Maus), gaf út id, sem hann vann í London en þar er hann bú- settur. Toggi gaf þá út sína fyrstu plötu í haust. Puppy kallast hún og inni- haldið ómþýtt og angurvært rokk- popp. Að lokum má geta Sigurðar Pálmasonar, sem er sonur Pálma Gunnarssonar. Plata hans heitir Stories og inniheldur frumsamin lög við texta Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar og Mikes Pollocks. Hljóðfæra- leikarar eru m.a. Gulli Briem, Ómar Guðjónsson, Agnar Már og að sjálf- sögðu karl faðir hans. Tónlist | Fjöldi einyrkja í jólaslagnum Einn með gítar- inn … eða eitthvað annað Erkitrúbbi Halli Reynis gaf út sína fyrstu plötu árið 1993. Ædol Helgi Rafn naut aðstoðar þeirra Karls O. Olgeirssonar og Péturs Ben á nýju plötunni. Einn Karl Henry Hákonarson er nú aftur kominn einn síns liðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.