Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NJÁLL Gunnlaugsson, mót- orhjólakennari og stjórnarmaður í MSÍ, ritar svar í Morgunblaðið 12. desember sl. við grein á fréttavef FÍB sem dagsett er 7. desember. Ætla má að mótorhjólakenn- aranum hafi nokkuð brugðið við lestur greinarinnar á FÍB- vefnum og telji á sig og sína hallað. Hann vitnar m.a. til átta ára gamalla rann- sókna sem gerðar hafa verið á m.a. vegriðum með tilliti til öryggis bif- hjólafólks og dregur þá ályktun að þær geti bent til að sumar gerðir vegriða séu hugsanlega hættu- legri mótorhjólafólki en öðrum vegfar- endum. Njáll þessi reynir að gera grein- ina á FÍB-vefnum tortryggilega vegna þess að hún sé ekki birt undir nafni höf- undar. Hann þykist þurfa að „leiðrétta þennan ónefnda greinarhöfund.“ Hvort tveggja eru ósannindi, því að greinin er skilmerkilega merkt höfundi sínum. Og Njáll mót- orhjólakennari leiðréttir ekkert sem í FÍB-greininni stendur. Mótorhjólafólk úr bifhjóla- samtökunum Sniglum hefur afhent Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra undirskriftir 2078 bif- hjólamanna undir áskorun um að taka niður víravegrið sem þeir hafa kallað ostaskera. Með þessu uppnefni á víravegriðum er vænt- anlega verið að vísa til þess að vír- arnir geti skorið mótorhjólamann sem á þeim lendir í sundur sem ostur væri. Með kröfunni fylgdi tölvugerð mynd af því sem gerist þegar mótorhjólamaður lendir á víravegriði. Samkvæmt myndinni virðast það einkum vera staur- arnir sem bera vírana uppi sem eru mótorhjólamanninum háska- legir, fremur en vírarnir sjálfir. Engin önnur gögn eins og nið- urstöður slysarannsókna bæði hér heima og erlendis voru lögð fram til stuðnings kröfunni. Samkvæmt þeim heimildum og gögnum bæði hér heima og erlendis sem FÍB hefur aðgang að og öll eru yngri en þær átta ára gömlu rannsóknir sem Njáll vitnar til, er fátt að finna um meinta stórhættu af víra- vegriðum fyrir bifhjólafólk. Engin innlend gögn er að finna um dauðaslys eða alvarleg slys á mót- orhjólamönnum sem beinlínis má rekja til víravegriða eða „osta- skera.“ Hafa bjargað mannslífum? Á hinn bóginn er hægt að full- yrða að „ostaskerarnir“ í Svína- hrauni hafa forðað stórslysum með því að hindra bíla í því að fara yfir á rangan vegarhelming og lenda í árekstri við farartæki úr gagn- stæðri átt. Í minnst þriggja slíkra skráðra tilfella hafa „ostasker- arnir“ komið í veg fyrir stórslys og að öllum líkindum bjargað mannslífum. Það er vel hugsanlegt að tilfellin séu mun fleiri því að ekið hefur verið utan í „ostasker- ana“ í hátt á annan tug skipta síð- an þeir voru settir upp. Ökumaður stórs flutningabíls hefur sagt undirrituðum frá því þegar hann var á austurleið í fyrravetur og sá ökumann á bíl á miklum hraða missa stjórnina. Bíllinn skall á „ostaskeranum“ sem forðaði því að hann lenti framan á 40 tonna þungum þunga- flutningabílnum. Þungaflutn- ingabílstjórinn fullyrðir að miðað við hraðann sem á fólksbílnum var hefði ökumaður hans og farþegi í framsæti varla lifað af árekstur. Eftir því sem best er vitað hefur eitt banaslys á bifhjóli hérlendis orðið beinlínis vegna áreksturs við hefð- bundið vegrið, ekkert við víravegrið. En það má líka nefna dæmi um hið gagnstæða þegar hefðbundið vegrið í Ártúnsbrekku kom í veg fyrir að bif- hjólamenn runnu stjórnlaust yfir á rangan vegarhelming og inn í umferðina á móti. Afleiðingar þess hefðu án efa orðið skelfilegar. Mergurinn málsins er sá að um- ferðin er háskaleg og fyrir lítt varða öku- menn vélhjóla er hún enn háskalegri en fyr- ir fólkið í bílunum. En úr þeim háska má draga á ýmsan hátt, meðal annars með því að allir ökumenn gangist við ábyrgð sinni á sjálfum sér og samborgurum sínum í umferðinni og með því að gera vegina sem háskaminnsta. Langflest alvarleg umferðarslys verða þegar ökumenn aka yfir á rangan vegarhelming og árekstur verður við ökutækið sem á móti kemur eða þegar menn missa öku- tæki sín út af vegi og lenda á ein- hverju háskalegu utan við veg; stórgrýti, staurum, skurðum o.s.frv. Undanfarið höfum við séð hræðileg slys af fyrrnefndu teg- undinni sem „ostaskeri“ eða vegrið sem aðskilur umferð til gagn- stæðra átta hefði forðað. Mótorhjólamenn mættu hafa það í huga að tilviljun getur ráðið því að ökutæki sem fer yfir á rangan vegarhelming, lendi allt eins á mótorhjóli eins og bíl. Að aðskilja umferð til gagnstæðra átta, meira að segja með „osta- skera“, er því ekkert síður í þeirra þágu en þeirra sem í bílum eru. Þær þjóðir sem mest hafa notað „ostaskera“ eru Svíar. Þar hafa verið lagðir ríflega 1500 kílómetr- ar víravegriða og þau elstu eru yf- ir tveggja áratuga gömul. Þar í landi eru einungis þekkt ellefu bif- hjólaslysatilvik þar sem víravegrið komu við sögu. Sjö tilvikanna flokkast sem alvarleg slys og þar af létust tveir. Minniháttar meiðsl urðu í tveimur þessara ellefu til- vika. Niðurstöður rannsókna á þess- um slysum leiða í ljós að víravegr- iðin höfðu ekkert með orsök slysanna að gera og ekkert benti til þess að afleiðingar hefðu orðið verri vegna víranna. Þetta og fleiri þekkt tilvik benda ekki til þess að víravegrið séu verri fyrir mót- orhjólamenn en aðrar lausnir eins og hefðbundin vegrið og stein- steypuklossar. Það eru fyrst og fremst endar og uppistöður sem eru bifhjólamönnum (og ökumönn- um bíla) háskaleg fremur en sjálf- ir vírarnir eða vegriðin. Sama er að segja um aðra harða hluti við vegi eins og ljósastaura o.þ.h. svo ekki sé minnst á umferð á móti. Talskona bifhjólamanna sagði við fréttamann RÚV við afhend- ingu undirskriftanna að ekki ætti að fórna öryggi bifhjólamanna fyr- ir hagsmuni annarra vegfarenda. Á sama hátt má segja að það gengur heldur ekki að fórna ör- yggi annarra vegfarenda svo bif- hjólamenn geti tekið óhindrað fram úr hvar sem er. Mótorhjól og miðjuskipting vega Stefán Ásgrímsson svarar grein Njáls Gunnlaugssonar ritstjóri FÍB blaðsins »Engin inn-lend gögn er að finna um dauðaslys eða alvarleg slys á mótorhjóla- mönnum sem beinlínis má rekja til víra- vegriða … Höfundur er ritstjóri FÍB blaðsins og fréttavefs FÍB og mótorhjólamaður. UNDANFARIÐ hafa málefni eldri borgara verið mikið í þjóð- félagsumræðunni og því miður ekki að ástæðulausu. Skortur á hjúkr- unarheimilum og heimahjúkrun, ásamt reglum um lækkun lífeyris og skattlagningu, hafa lengi svipt aldr- aða þeirri reisn og gleði sem ætti að einkenna ævikvöldið. Þá leggur þetta ástand ósanngjarnar byrðar á herðar aðstandendum aldraðra. Um leið og ráðamenn prútta ófeimnir við aldraða líta þeir framhjá því að atvinna og önnur þátttaka í líf- inu frestar því að fólk falli í depurð og heilsuleysi og verði stofn- anamatur um aldur fram – með til- heyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Að ekki sé minnst á gleði og lífsgæði viðkomandi einstaklinga og aðstand- enda þeirra. Öll hvatning er því af hinu góða. „Uppskurður“ Allt kerfi trygginga, skatta og líf- eyrissjóða sem snýr að eldri borg- urum er sjúkt. Það þarf að skera það upp, með heildarmyndina í huga: Því skyldi þeim sem vill leggja á sig vinnu eftir 67 ára aldur vera refsað og því skyldi sá sem þarf umönnun á stofnun missa ellilífeyri sinn eft- ir að hafa alla ævi með sköttum sínum staðið undir uppbyggingu og rekstri þessara stofn- ana? Og spyrja má: Hver á raunverulega líf- eyrissjóðina sem eiga nú um 1.300.000000000 kr. (eittþúsundogþrjúhundruðmillj- arða) en er með lögum bannað að fjárfesta í húsnæði sem gæti t.d. nýst undir hjúkrunar- eða vistheimili? Er ekki tímabært að hinir eiginlegu eig- endur fari að njóta þessa fjár? Hér þarf að skera og hefur þurft lengi. Til þess þarf heiðarlegt fólk með gott hjarta, góða yfirsýn og mikla þekkingu, því málið er margsnúið. Það fólk mun finnast. Framboð – eina virka leiðin Þeim fjölgar nú stöðugt sem hvetja til framboðs eldri borgara í vor. Á Alþingi er öllum þessum mál- um stjórnað með athöfnum – eða at- hafnaleysi. Þar sitja nú fulltrúar flokka sem hafa þegar haft fjölda ára til að gera eitthvað jákvætt í öllum þessum málum en árangurinn lætur á sér standa. Undirritaður efast ekki um að þar eru einstaklingar sem vilja vel. Stundum er meira að segja gefið undir fótinn með úrbætur en minna verður um efndir. Gallinn er hins vegar sá að þingmenn eru hluti af stjórnmálaflokkum sem hafa haft í mörg horn að líta – og þau horn eru misáhugaverð og atkvæðavæn. Eldri borgara vantar fulltrúa á þing. Ekki fólk sem langar til að verða þingmenn og lofar hverju sem er til þess, heldur fólk sem vill vinna að velferð eldri borgara – og annarra – og er tilleiðanlegt að fara á þing því það er eina virka leiðin. Þar er valdið sem þarf. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, eru rúmlega 31.000 talsins eða um 10% þjóðarinnar. Aðstandendur, sem í dag bera ábyrgð á velferð þessa fólks, eru enn fleiri. Er ekki tímabært að þessi málaflokkur og allt þetta fólk eigi sína fulltrúa á Al- þingi? Fulltrúa sem hafa þar ákveðið verk að vinna, jafn- framt því sem þeir taka ábyrga afstöðu í öðrum þjóðmálum – sem undirritaður er ekki að gera lítið úr – og sem mörg hver snerta mannúð og réttlæti. Því miður kennir reynsla undanfarinna áratuga okkur að lof- orð eru ekki efnd, von- ir rætast ekki. Og það á við í mörgum mál- um. Nú eiga menn tvo valkosti: Hlusta á gömlu ræðurnar, kjósa gamla flokkinn sinn (eða þann mælskasta) og upplifa gömlu vonbrigðin. Eða snúa vörn í sókn, efna til framboðs og koma fólki á þing. Svari nú hver fyrir sig. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn geta fyrirhafnarlítið stigið fyrsta skrefið nú í vikunni með að mæta á fund sem Félag eldri borgara í Reykjavík hefur boðað um málið nú í kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 18, í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Órofa samstaða Til að framboð eldri borgara nái tilgangi sínum þarf fyrst og fremst ferska hugsun og órofa samstöðu. Leggja þarf af alla hálfvelgju, og þá niðurlægjandi hugsun að aldraðir séu vanmegna og upp á velvild yf- irvalda komnir. Í þeim flokki sem stofnaður yrði um framboð eldri borgara eiga þeir og aðstandendur þeirra heima svo og fólk á öllum aldri sem leitar réttláts og mannúðlegs þjóðfélags. Flokksstjórn og fram- bjóðendur þurfa að vera bæði af eldri og yngri kynslóðum. Þeir ættu ekki að vera þekktir stjórn- málamenn, það setur pólitískan stimpil á framboðið og fælir marga kjósendur frá. Auk þess sem þekktir stjórnmálamenn hafa þegar haft völd og tækifæri sem ekki hafa skil- að sér í nægum lausnum og hafa því tæpast mikla tiltrú kjósenda. Horfa þarf staðfastlega á verkefnið, geiga hvergi og gæta þess að fá ekki á það flokksstimpil annarra. Rétt er að ígrunda hvort eldri borgarar eiga samleið með öðrum í svipaðri aðstöðu, t.d. öryrkjum, en þeir eru um 12.000, eiga á sama hátt a.m.k. jafnmarga aðstandendur og eiga líka undir högg að sækja. Aðeins eldri borgarar og aðstand- endur þeirra geta ákveðið hvort af framboði verður. Ljóst er að slíkt kallar á mikla vinnu og fjármuni. Hitt er jafn ljóst að náist sterk og breið samstaða gætu með því gefist stórkostleg tækifæri til þeirra úr- bóta sem trúnaðarmenn okkar – hin- ir kjörnu þingmenn – hafa ekki kom- ið á, því miður. Kröftugt framboð er eina raunhæfa lausnin á vanda- málum eldri borgara – og margra annarra. Sterkt framboð – þjóðarheill. Framboð eldri borgara? Baldur Ágústsson skrifar um málefni eldri borgara » Til að framboð eldriborgara nái tilgangi sínum þarf fyrst og fremst ferska hugsun og órofa samstöðu. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – baldur@landsmenn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.