Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðlæg átt, 8– 13 m/s við norð- ur- og austur- ströndina. Létt- skýjað sunnanlands, él norðanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -10°C UPPSTOPPAÐI geirfuglinn sem hefur verið á Náttúrugripasafninu í rúmlega þrjátíu ár var í gær fluttur í öruggt skjól í geymslur Þjóðminjasafnsins í Kópavogi. Þar verður fuglinn þangað til búið verð- ur að koma upp fullnægjandi aðstöðu fyrir hann í sýningarsal Náttúrugripa- safnsins. Mikil heppni var að fuglinn skyldi ekki skemmast þegar hitaveitu- vatn rann um safnið á þriðjudags- morgun. Til stendur að setja rakaskynj- ara í húsakynni safnsins en engir slíkir skynjarar eru þar nú. „Við vorum ótrú- lega heppin [á þriðjudag] og við ætlum ekki að láta þetta koma aftur fyrir þenn- an dýrgrip,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. | 12 Morgunblaðið/ÞÖK Pakkað niður Geirfuglinn verður ekki aftur til sýnis fyrr en byggt hefur verið nýtt hús fyrir Náttúrufræðistofnun. Geirfuglinn fluttur í örugg- ari geymslu Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is KOLBRÚN Halldórsdóttir og Árni Þór Sig- urðsson munu að öllum líkindum skipa fyrsta og annað sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) í alþingiskosningunum í vor. Upp- stillingarnefnd VG hefur, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, rætt þennan möguleika af fullri alvöru. Svanhildur Kaaber, formaður uppstillingar- nefndar VG, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð um þennan möguleika: „Við erum að skoða allt. Það hefur ekkert verið ákveðið.“ Þar með yrðu þau Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í tveimur efstu sætum annars Reykjavíkurkjördæmisins og Katrín Jakobsdóttir og Álfheiður Ingadóttir í efstu sætum hins Reykjavíkurkjördæmisins. Forval Vinstri grænna fór eins og kunnugt er fram í byrjun desembermánaðar og niðurstaðan varð sú, að fjórar konur og tveir karlar röðuðust í efstu þrjú sætin, þ.e. þeir einstaklingar sem nafngreindir eru hér að ofan. Horfið frá fléttulista Vinstri grænir samþykktu fyrir forvalið að skipan á framboðslista í efstu tvö sætin í hverju kjördæmi yrði þannig að kynjakvóti ríkti, einn karl og ein kona. Fram hefur komið að þeir karlar sem sam- kvæmt fléttulista hefðu getað átt kost á því að vera færðir upp í annað sæti á framboðslista, í stað Álfheiðar Ingadóttur, hafa sagt að þeir myndu ekki þekkjast slíkt boð. Svanhildur segir að sjálfhætt hafi verið við fléttulista, þar sem þeir ágætu herramenn sem hefðu átt möguleika á að verða færðir upp lista, hafi lýst því yfir að þeir myndu ekki taka sæti á lista umfram konu. „Af því leiðir að fléttulista verður ekki beitt,“ sagði Svanhildur. Þannig munu því tvær konur skipa tvö efstu sætin í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Skila í janúar Enn mun nokkuð í það að uppstillingarnefnd ljúki störfum og skili framboðslistum í kjör- dæmunum þremur. Svanhildur Kaaber sagði í gær að engin ákveðin dagsetning lægi fyrir hvað varðaði skil uppstillingarnefndar á listum. „Við munum ljúka þessu verki einhvern tíma í janúar. Þetta er auðvitað talsvert verkefni, því við erum að stilla upp í öll sæti á öllum þremur listunum,“ sagði Svanhildur. Kolbrún og Árni Þór í efstu sæti VG í Kraganum? Í HNOTSKURN »Fjórar konur og tveir karlar röð-uðust í efstu þrjú sætin í forvali VG á lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. »Flest atkvæðin í fyrsta sæti hlaut Ög-mundur Jónasson þingmaður en Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, og Kolbrún Halldórsdóttir þingkona fengu einnig kosningu til að leiða listann í einhverju kjördæmanna. KONUNGSBÓK Arn- alds Indriðasonar situr enn á toppi bóksölulist- ans í flokki skáldverka, fjórðu vikuna í röð. Bók- in er svo næst söluhæsta bók landsins, á eftir Eft- irréttum Hagkaupa, sem verma toppsætið líkt og í síðustu viku. Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er mest selda barna- og unglingabókin vikuna 5. til 11. desember. | 18 Bóksölulisti Litlar breytingar Arnaldur Indriðason ÞRJÚ efstu sæti Tón- listans hafa ekkert breyst frá seinustu viku. Jóladiskarnir 100 ís- lensk jólalög og Jól og blíða eru í fyrstu tveim- ur sætunum og Björg- vin Halldórsson með Björgvin, Sinfó og gest- ir í því þriðja. Athyglisvert er að af þrjátíu diskum á listan- um eru tuttugu af þeim íslenskir og efsti erlendi diskurinn nær ekki nema upp í sextánda sæti en það er Love með Bítl- unum. |51 Tónlistinn Íslensk tónlist vinsæl Björgvin Halldórsson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is MARGRÉT Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, verður í launuðu leyfi frá störfum fram yfir landsþing flokksins í lok jan- úar, en mun á þeim tíma sinna ákveðnum verk- efnum fyrir flokkinn. Þetta var niðurstaða fund- ar miðstjórnar Frjálslynda flokksins í gærkveldi og segjast bæði Guðjón Arnar Krist- jánsson og Margrét vera sátt við hana. Guðjón Arnar sagði að á miðstjórnarfundin- um hefði sáttanefndin lagt fram tillögur sínar. Þær hefðu verið ræddar fram og til baka og náðst sátt að því er varðaði störf og samskipti milli framkvæmdastjórans og forystunnar. Margrét yrði í leyfi að miklu leyti fram yfir landsþing, en myndi halda launum sínum og sinna ákveðnum verkefnum. Hvað síðan gerðist eftir landsþing ætti eftir að koma í ljós. Ágætis lending „Ég held að þetta sé ágætis lending. Þarna gerum við ákveðnar ráðstafanir sem nauðsyn- legt var að gera og allir standa upp sáttir.“ Hann sagði að þessi niðurstaða væri byggð á þeim grunni sem sáttanefndin hefði lagt og það hefði ríkt ágætur andi á fundinum. „Hundgam- all samningamaður til áratuga er auðvitað sátt- ur þegar búið er að semja um hvernig á að haga verkum,“ sagði Guðjón Arnar einnig. Margrét sagði að þetta hefði verið góður fundur. Farið hefði verið mjög ítarlega yfir ágreiningsefnin og niðurstaða fundarins verið sú að setja niður deilur innan flokks í bili alla vega og undirbúa landsþingið. „Ég tek mér leyfi á fullum launum fram yfir landsþing, en það var óskað eftir að ég kæmi að undirbúningi þess sem ritari og fulltrúi í framkvæmdastjórn og sömuleiðis var ég beðin að hafa fjármálin á minni könnu,“ sagði Margrét. Hún sagði að gert væri ráð fyrir að hún kæmi aftur að sínu starfi eftir landsþing nema að hún yrði orðin formaður eða varaformaður, því þá yrðu forsendurnar eðlilega allt aðrar. Margrét sagði að þetta þýddi ekki að mál- efnaágreiningur væri ekki fyrir hendi og yrði hann ræddur áfram innan flokksins. Margrét fer í launað leyfi fram yfir landsþing í lok janúar ♦♦♦ MIÐSTJÓRNARFUNDI Frjáls- lynda flokksins í gærkveldi lauk með samkomulagi. Á fundinum gaf Margrét hins vegar ekkert út um það hvort hún gæfi kost á sér í kjöri til formanns eða varafor- manns og sagðist ekki myndu gera það í bráð. Hún ætlaði að íhuga málin gaumgæfilega. Morgunblaðið/Sverrir Sátt hjá frjálslyndum í gærkvöldi JÓLABÆKURNAR reyndust oft- ast ódýrastar í Office 1 í verðkönn- un sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tíu bókaverslunum og stórmörkuð- um á höfuðborgarsvæðinu í gær. Alls var Office 1 með lægsta verðið á 36 titlum af þeim 37 bókatitlum sem verð var kannað á. Mál og menning reyndist hins vegar með hæsta verðið í 22 tilfellum af 37. Mikill verðmunur var á bókatitl- um og yfir 50% munur var á hæsta og lægsta verði á öllum titlum. Allt að 95% verðmunur var á þýddu skáldsögunni Gemsanum eft- ir Stephen King sem kostaði 1.804 krónur þar sem hún var ódýrust, í Office 1, en 3. 518 krónur þar sem hún var dýrust, í versluninni Griffli. Henný Hinz, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að verð- breytingar séu mjög tíðar á bókum þessa dagana og hún hvetur neyt- endur til að fylgjast með verði og einnig að spyrjast fyrir um skila- reglur hjá þeim búðum sem selja bækur. Allt að 95% verðmunur á jólabókunum  Jólabækurnar ódýrastar | 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.