Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 39 ✝ Edda Steinólfs-dóttir Geirdal fæddist í Grímsey 16. febrúar 1909. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði hinn 5. desember. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steinólfur Eyjólfs- son Geirdal kennari, kaupmaður og út- gerðarmaður frá Múla í Gilsfirði, f. 26.11. 1875, d. 15.4. 1950, og Hólmfríður Petrína Sig- urgeirsdóttir ljósmóðir frá Parti í Aðaldal, f. 19.7. 1879, d. 6.2. 1954. Edda var fjórða barn þeirra hjóna. Systkini hennar eru öll látin en þau eru: Bragi, f. 19.3. 1904, d. 5.10. 1967; Saga, f. 23.6. 1905, d. m.a. við veitingastörf. Árið 1951 réði hún sig sem ráðskonu að Jaðri í Bæjarsveit í Borgarfirði hjá Valdimari Elíassyni (f. 20.7. 1911, d. 15.10. 1982) garðyrkjubónda. Þau giftu sig 1. desember það ár. Saman ráku þau garðyrkjubúið að Jaðri í rúma tvo áratugi. Ræktuðu þar grænmeti, einkum tómata og gúrkur. Árið 1972 fluttust þau til Reykjavíkur og skömmu síðar í Miðvang í Hafnarfirði. Valdimar starfaði hjá Garðyrkjustöð Reykjavíkur frá 1972–1978. Eftir lát Valdimars bjó Edda ein í Mið- vangi meðan heilsan leyfði. Árið 2002 veiktist hún og dvaldist eftir það á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði. Valdimar og Edda voru barnlaus. Útför Eddu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 29.5. 1947; Óðinn, f. 24.4. 1907, d. 24.1. 1993; Edda, f. 16.2. 1909; Gefn Jóhanna, f. 20.8. 1910, d. 11.7. 1988; Freyr, f. 2.11. 1912, d. 12.6. 1990; Freyja, f. 20.12. 1913, d. 13.1. 1996; Iðunn, f. 18.12. 1916, d. 22.3. 1999. Edda ólst upp í Grímsey í foreldra- húsum. Um tvítugs- aldur stundaði hún nám í húsmæðraskól- anum á Hallormsstað. Vann að því búnu ýmis störf, m.a. sem mat- ráðskona. Hún veiktist af berklum og átti lengi við nokkra vanheilsu að stríða. Dvaldist hún á Kristnes- hæli um skeið vegna veikindanna. Síðar starfaði hún í Reykjavík, Þegar maður þarf að hugsa 54 ár aftur í tímann finnst manni að hann standi í stað. Þetta er rúm hálf öld og hún varðar mann sjálfan. Slíkt virk- ar óvenjulegt og mun meira, vegna þess að svo gríðarlegar breytingar hafa orðið að engin öld er til sam- anburðar. Ég fór sex ára til Eddu frænku og Valdimars og var allt í allt í sjö sum- ur hjá þeim. Ég kom úr stórri fjöl- skyldu, þar sem mikill atgangur var og líf og fjör í stórum systkina- og vinahópi. Það voru því mikil við- brigði að koma til hjóna, sem voru barnlaus og lítil samskipti við aðra bæi. Mamma fór með mig í rútu frá Siglufirði til Borgarfjarðar og Valdi- mar var kominn og beið við afleggj- arann hjá Varmalæk. Hann var stór og krangalegur maður með mikið og úfið hár, rauðleitt, og mér fannst hann minna á tröllin í fjöllunum. Þegar mamma hafði kvatt okkur og knúsað mig og rútan lagði af stað hljóp ég hágrátandi út í móann og Valdimar fór mikinn á eftir mér. Um haustið fór ég heim og kom aftur að Jaðri í sex sumur eftir það. Ég var fluglæs, strax sex ára gam- all, og var sílesandi heima á Siglu- firði eingöngu barna- og ævintýra- bækur eins og títt var með börnum. Edda og Valdimar höfðu hvorugt umgengist börn mikið og voru því fá- ar ef nokkrar bækur fyrir börn á heimilinu. Ég kom með nokkrar með mér en þær voru fljótlesnar og þá sneri ég mér að bókakosti heimilis- ins. Þar kenndi ýmissa grasa; Ís- lendingasögurnar, Heimskringla, Ævisögur Martins Andersons Nexö, Æska mín eftir Maxím Gorkí, Ílíons- kviður, Saga Rómaveldis, Bíblían, Anna Karenína, Stríð og friður, bækur eftir Thomas Mann, Stefan Zweig, Faulkner, Hemingway, Maugham o.fl. o.fl. og allt las ég á þessum sjö sumrum og fékk líka lán- að af næsta bæ, Laugarholti, hjá Birni J. Blöndal rithöfundi. Það var allt lesið í belg og biðu til að byrja með, en síðan aftur og aftur á kom- andi árum. Þessar bókmenntir mót- uðu síðan lífsskoðanir mínar um manngildi, fjölskyldu og tengsl við lífið og tilveruna. Fyrir það er ég af- skaplega þakklátur og tel að það hafi gert mér og mínum gott, aðrir eru ábyggilega á annarri skoðun. Veran hjá Eddu og Valdimar var meira í ætt við uppfræðslu en upp- eldi, þótt vissulega sé það skylt. Hjá þeim lærði maður að búa til mat, strauja, skúra, ryksuga, stoppa í sokka, festa tölur, búa til sápur, rækta grænmeti, vaska upp, auk alls konar starfa sem tilheyra dvöl í sveit. Allt hefur þetta komið mér og mínum til góða og fyrir það er ég innilega þakklátur. Það er ekki hægt í raun að minn- ast bara Eddu. Tilvera þeirra Valdi- mars var svo samofin að í huga mín- um eru þau eins og ein persóna. Þau voru góðar manneskjur, sem voru til þess að gera ánægð með sína tilveru og lögðu sitt til þess að gera öðrum gott. Þegar maður hugsar til baka er efst í huga væntumþykja og virðing. Það að hafa verið svo lánsamur að fara sumarlangt í sjö sumur á unga aldri til þeirra tel ég vera forréttindi. Ég fékk aðra sýn, í gegnum bók- menntirnar, en ég átti kost á, hefði ég verið heima í stórum og góðum systkinahópi. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir ykkar þátt í tilveru okkar. Blessuð sé minning ykkar beggja. Ægir Geirdal. Edda Geirdal Steinólfsdóttir var fædd í Grímsey. Hún vann á hinum ýmsum stöðum þegar hún var ung og var hörkudugleg til vinnu. Edda smitaðist af berklum og var send á Kristneshæli en fór síðan aft- ur til Grímseyjar og vann þar í nokk- ur ár. Leið Eddu lá síðan til Reykjavíkur til Iðunnar systur sinnar og var farið á fullt að leita að vinnu fyrir Eddu í borginni. Þær systur lásu allar aug- lýsingar um atvinnu og einn daginn rakst Iðunn systir hennar á auglýs- ingu eftir ráðskonu í sveit og hringdi hún fyrir hönd systur sinnar. Á bæn- um var bara einn fullorðinn maður í heimili. Valdimar hét hann Elíasson f. 20 júlí 1911, bjó á Jaðri í Borg- arfirði og var grænmetisbóndi. Það varð úr að Edda var ráðin til hans. Þau felldu hugi saman og giftu þau sig 1951. Á Jaðri var mikill jarðhiti og döfn- uðu því plönturnar vel. Hjónin stækkuðu gróðurhúsin og fengu til sín unga frændur sína sér til hjálpar, tíu til tólf ára gutta og var einn af þeim sonur minn, Ásgeir. Það var unaðslegt að koma inn í gróðurhúsin og sjá allt fullt af trjám með hangandi tómata og gúrkur, matmiklar og girnilegar. Þarna var allt svo hreint og fagurt og ekki var verra að í öllum gólfum í heimahús- inu var hiti og það dýrkaði Edda sem var frekar kulvís og því var þetta kærkominn vermir. Þegar Valdimar dó flutti Edda suður á Sólvang og dvaldist þar uns kallið kom. Guð blessi minningu þína, Edda mín. Þín frænka Hekla Geirdal. Þegar ég var níu ára var ég send- ur í sveit til þeirra hjóna Valdimars Elíassonar föðurbróður míns og Eddu S. Geirdal. Þau bjuggu á Jaðri í Bæjarsveit og voru með gróður- húsarækt, um 40 kindur og nokkrar hænur. Hjá þeim var ég síðan næstu sumur og setti niður blómkál, hvít- kál, rófur og karöflur. Vökvaði í gróðurhúsunum og tíndi tómata, gúrkur og búntaði steinselju. Fyrir utan skrautblómin var gerð tilrauna- ræktun á púrrulauk og selleríi að frumkvæði Óla Vals garðyrkjuráðu- nautar. Hjá þeim hjónum var mjög ákveðin verkaskipting. Edda sá um inniverkin og karlmennirnir skyldu sjá um útiverkin. Þar eð ég var í úti- verkunum fékk ég á þessum árum auk garðyrkjunnar að smala, rýja, stinga út úr fjárhúsunum og standa í heyskap. Heyskapurinn var nokkuð með öðru sniði en nú gerist því dráttarklár var fenginn að láni frá Hvítárbakka og hann notaður til að múga og koma töðunni í hlöðu. Það voru komnir traktorar í sveitina og bændur af næstu bæjum voru gjarn- an fengnir til að slá þó að hesta- sláttuvél væri til og bletturinn næst húsinu var sleginn með orfi. Hjá þeim fékkst fræðsla um heiti jurta, fugla og annað sem fyrir augu bar. Hvaða jurtir mætti nota til lækninga eða til að græða sár. Sú þekking kom sjálfsagt frá foreldrum þeirra. Stundum fengum við líka sögur úr Holtunum þar sem Valdimar hafði alist upp eða frá Grímsey, æsku- stöðvum Eddu. Gott bókasafn var hjá þeim hjónum og Valdimar var víðlesinn. Eddu, sem var mjög trúuð, þótti ekki mikið til koma þegar mað- ur var að lesa ljóð eftir Káinn, Grím Thomsen eða Grettissögu og taldi mun betra að lesa fallega sálma eða Biblíuna. En það var eins og þarna væri verkaskipting líka; Valdimar las heimsbókmenntirnar og fræðirit- in og Edda annaðist Biblíu- og sál- malesturinn. Edda var af þeirri kyn- slóð sem var bæði sparsöm og nægjusöm. Ljós voru slökkt þegar farið var út úr herbergi og foreldrar mínir þurftu oft að beita lagni til að fá hana til að kaupa sér eitthvað. Þó vildi hún ætíð vera vel til fara og var ávallt snyrtileg. Alltaf lagði hún fyrir og gaf síðan Hjálparstofnun kirkj- unnar eða til bágstaddra. Edda hafði lært í kvennaskóla, verið matráðs- kona og var lunkinn kokkur. Þau hjónin voru gestrisin og Edda hafði ánægju af því að bjóða gestum vel og Valdimar vildi fá að spjalla um heima og geima. Þótt hún byði gest- um steikur, kökur og konfekt vildi hún sjálf helst soðið grænmeti og fisk ásamt tei. Hún vildi hafa lífið í föstum skorð- um og skildi ekki allt þetta baks í kvenréttindakonum og baðst afsök- unar á að hafa kosið einu sinni að beiðni bónda síns. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir enda voru báðar ömmur mínar miklar kvenréttindakonur og amma mín á Skagaströnd hafði sagt mér að 19. júní væri hátíðisdagur og amma mín klæddi sig í spariföt. Edda var öguð og bar öðruvísi virðingu fyrir opinberum starfs- mönnum en við erum nú vön. Þegar landlæknir sagði að fólk ætti að fá átta til níu tíma svefn og gott væri að fara í rúmið um kl. níu að kvöldi þá gerði hún það. Jafnvel þótt það væri verið að sýna uppáhaldsframhalds- þáttinn og hálftími væri eftir, þá var slökkt á sjónvarpinu og farið í rúmið að boði landlæknis. Þegar foreldrar mínir féllu frá má segja að ég hafi fengið Eddu í arf. Hún var þá komin í góða umsjá á Sólvangi en farið að halla undan fæti. Ekki þekkti hún mig alltaf þeg- ar ég leit inn á Sólvang, en gott var að fá heimsókn. Trúin var tær og hún var viss um að hún yrði sótt þeg- ar hennar tími kæmi. Vel hefur verið tekið á móti henni bæði af fjölskyldu og vinum. Þau hjónin eiga mínar þakkir fyrir hlýhug og leiðbeiningar sem ég fékk á uppvaxtarárum mínum og bý enn að. Ég vil votta fjölskyldu og vinum Eddu samúð mína og þakka starfs- fólki Sólvangs fyrir lipra og góða umönnun sem gamla konan naut þar. Páll Hjaltason. Edda Steinólfsdóttir Geirdal ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBORG GÍSLADÓTTIR frá Blönduósi, sem lést fimmtudaginn 7. desember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laug- ardaginn 16. desember kl. 11.00. Ásgeir Ingi Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson, Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólabraut 2, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. desember kl. 14.00. Sverrir Jóhannsson, Ingibjörg Guðnadóttir, Einar Jóhannsson, Hjördís Brynleifsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ómar Steindórsson, Þórunn Jóhannsdóttir, Eiríkur Hansen, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERGÞÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 10. desember. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. desember kl. 11.00. Sólveig Þórisdóttir, Jan Arneberg, Snorri Þórisson, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Edda Jansdóttir Arneberg, Egill Jansson Arneberg, Þóra Eir Jansdóttir Arneberg, Anna Sólveig Snorradóttir, Rebekka Flink Arneberg. ✝ Mágkona mín og frænka okkar, AUÐUR ÍSFELDSDÓTTIR, Kálfaströnd, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju laugar- daginn 16. desember kl. 14.00. Hólmfríður Stefánsdóttir, systkinabörn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, lést á Sunnuhlíð í Kópavogi að morgni þriðjudags- ins 12. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán R. Jónsson, Anna Þ. Bjarnadóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Kjartanson, Anna Björk Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÓLAFSSON fv. yfirlögregluþjónn á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 13:30. Sigríður Gísladóttir, Einar S. Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Árni Kár Torfason, Tinna Rún Einarsdóttir, Viðar Helgason, langafadóttir Hildur Sigríður Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.