Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smám saman fækkar hér megin grafar þeim nágrönnum sem ég eignaðist er ég flutti á Grímsstaða- hæðina á Höfn fyrir rúmum 30 ár- um. Það er liðin tíð að ég rekist á Einar í Odda á leið minni í eða úr skóla, þar sem hann var að dútla við eitt og annað í garðinum sínum. Við munum aldrei framar velta vöngum yfir lífinu og tilverunni þarna á gangstéttinni. Eða virða fyrir okkur tilbrigði jarðargróða í garðinum hans. Allir þeir sem eitthvað þekktu Einar Hálfdanarson vissu um brennandi áhuga hans á skógrækt og öðru því skyldu. Hann átti sér unaðsreiti sem hann plantaði trjám í ár eftir ár og færði svo út kvíarn- ar til að geta gróðursett enn fleiri tré. Það er ekki fráleitt að lýsa um- gengni hans við hvert og eitt tré Einar Hálfdánarson ✝ Einar Hálfdán-arson fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 4. júní 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn hinn 15. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arkirkju miðviku- daginn 22. nóv- ember. eða runna sem föð- urlegri umhyggju. Í vissum skilningi voru þetta afkomendur hans sem löngu voru vaxnir honum yfir höfuð í orðsins fyllstu merkingu. Þessi brennandi áhugamaður fyrir skógrækt lét sér ekki nægja það sem hann afrekaði í sínum eigin trjálundum, heldur var hann einnig virk- ur í Skógræktarfélagi Austur-Skaftfellinga áratugum saman. Þar af var hann formaður félagsins í mörg ár. Þá sem muna nokkra áratugi aft- ur í tímann rámar eflaust í hve áhugi almennings fyrir skógrækt dalaði mikið eftir miðja öldina sem leið. Skógræktarfélag A-Sk. fór ekki varhluta af þeirri deyfð. Einn var þó sá maður sem ætíð hélt gunnfánanum á lofti í félaginu en það var Einar Hálfdanarson. Hann sá til þess að glóðin slokknaði aldr- ei. Það er aldrei að vita hvenær eldurinn hefði verið kveiktur á ný ef engar hefðu verið glæðurnar til að blása í. Þegar ég flutti á Hornafjörð uppgötvaði ég fljótt hve ríkar hefð- ir margir höfðu gagnvart skoðana- skiptum og framsagnarmáta. Menn spöruðu fullyrðingar en komu með þeim mun fleiri spurningar. Einn þessara manna var Einar. Lífshlaup manna dregur oft dám af kringumstæðum í uppvexti. Dagleg barátta og umgengni við þau sterku eyðingaröfl sem herj- uðu allt í kringum hann í uppvext- inum settu eflaust mark sitt á barnssálina. Draumurinn um and- stæðuna rættist í Hellisholti. Þar storkaði hann óvættinum Hólmsá með ræktunarstarfi sínu svo að segja á bökkum árinnar án þess að hún fengi rönd við reist. Í dag ligg- ur við að lim trjánna slúti yfir belj- andi jökulvatnið. Hann hafði á viss- an hátt borið sigurorð af eyðingaröflunum í átthögum sín- um. Nú er merkilegu ævistarfi Ein- ars lokið. Hann hefur skilað „kefl- inu“ í annarra hendur. En áfram munu vöxtuleg trén bera vitni um hið mikla ræktunarstarf Einars í Odda. Á komandi vori mun ótölulegur fjöldi trjáa sem Einar gróðursetti á sínum tíma sprengja brumknapp- ana enn einu sinni og teygja sprota sína mót hækkandi sól. Eftir því sem ár og áratugir líða fækkar þeim sjálfsagt sem vita hver Einar Hálfdanarson var. Veglegasti minnisvarði sem um hann er trú- lega hægt að reisa hefur hann óaf- vitandi reist sjálfur með ævistarfi sínu í skógrækt. Fjölskyldu Einars sendi ég sam- úðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. Sveinbjörn og Lárus efstir í Borgarfirðinum Borgfirðingar kláruðu aðaltví- menninginn mánudaginn 11. desem- ber. Um miðbik kvöldsins náðu Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus að klóra sig í efsta sætið og héldu því til loka þó hart væri sótt að þeim. Sárabót frá fyrra ári þegar þeir leiddu mótið allan tímann en duttu í annað sætið í síðasta spilinu. Jón mjólkurbílstjóri mætti með enn einn makkerinn og hvort sem það var þess vegna eða af öðrum ástæðum þá náði hann með krafti að helga sér þriðja sætið. Annað sætið hrepptu Dóra og Unnsteinn úr Borg- arnesi en þau höfðu svo gott sem tryggt sér sigur þegar mótið var hálfnað en lentu þá í andstreymi. Þá er einstaklega gaman að sjá ár- gangur krakkanna en nú tóku þau fjórða sætið yfir kvöldið. Úrslit kvöldsins urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 102 Jón H. Einarsson – Jón Á. Guðmundss. 89 Alfreð Kristjánss. – Einar Guðmundss. 59 Fjölnir Jónsson – Lára Lárusdóttir 51 Lokastaðan Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 329 Dóra–Rúnar – Unnsteinn 296 Jón H. Einarsson og ýmsir 202 Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 197 Sveinn Hallgríms.– Magnús Magnús. 175 Flemming Jessen – Guðm. Þorsteinss. 160 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Þriðja og síðasta umferðin í hrað- sveitakeppninni var spiluð 7. desem- ber sl. Efstu sveitir urðu: Brynjólfur, Guðmundur T, Grímur, Sigurður V. og Gísli Þ. 1.622 Þröstur, Ríkharður, Magnús og Gísli H. 1.622 Anton, Pétur, Gunnar H., Sigfinnur og Stefán 1.604 Guðjón, Björn, Kjeld, Eyjólfur og Höskuldur 1.556 Þessar sveitir skoruðu mest í þriðju umferðinni: Anton, Pétur, Gunnar H., Sigfinnur og Stefán 586 Brynjólfur, Guðmundur T, Grímur, Sigurður V. og Gísli Þ. 573 Þröstur, Ríkharður, Magnús og Gísli H. 550 Guðjón, Björn, Kjeld, Eyjólfur og Höskuldur 494 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ bsel. Næsta mót verður 2 kvölda jóla- einmenningur, og er það jafnframt síðasta mótið á árinu. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 11.12. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Gísli Víglundss. - Oliver Kristóferss. 259 Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 255 Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 246 Árangur A-V Halla Ólafsd. - Hilmar Valdimarsson 258 Þröstur Sveinsson - Bjarni Ásmunds 243 Ægir Ferdinandss. - Jóhann Lútherss. 232 Kristján Blöndal og Ómar Olgeirsson unnu Cavendish-tvímenninginn Þriggja kvölda Cavendish tví- menningi hjá Bridsfélagi Reykjavík- ur lauk með sigri Kristjáns Blöndal og Ómars Olgeirssonar en fast á hæla þeirra komu Guðmundur Bald- ursson og Steinberg Ríkarðsson. Ómar Olgeirson - Kristján Blöndal 1748 Guðm. Baldurss. - Steinberg Ríkarðss.1728 Ljósbrá Baldursdóttir - Matti/Maggi/Ás- mundur 1223 Hermann Friðrikss. - Jón Ingþórsson 1149 Páll Valdimarss. - Sverrir Kristinsson 911 Guðm Sv. Hermannss - Helgi Jóhanns. 755 Þriðjudaginn 19. desember verður jólasveinatvímenningur. Vissara er að mæta með jólasveinahúfu til að eiga betri möguleika á vinningum. Jólamót BR 30. des. Minningarmót Harðar Þórðarson- ar, jólamót BR og SPRON, fer fram 30. desember í Síðumúla 37 og hefst kl. 17:00. Hægt er að skrá sig á heimasíðu BR, bridge.is/br og einnig á skrif- stofu BSÍ í síma 587–9360. Vissara að skrá sig tímanlega. Minnt er á Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 9.–21. janúar. Sjá nán- ar á bridge.is/br. Borgfirðingar Aðaltvímenningnum er lokið í Logalandi í Reykholtsdal. og urðu eftirtaldir spilarar í efstu sæt- unum. Frá vinstri eru Unnsteinn Arnason, Dóra Axelsdóttir , sigurvegararnir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pét- ursson, Jón H. Einarsson og Jón Ágúst Guðmundsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Kær vinur og félagi okkar í Rauða krossi Íslands, Hjörleifur Ingólfsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, var jarðsettur í heimabæ sinum Keflavík síðastlið- inn fimmtudag. Hjörleifur var dugmikill og góður félagi í Rauða krossi Íslands. Hann færði dug og gleði í raðir okkar sem störfuðum með honum í ýmsum verkefnum Rauða krossins bæði á heimavelli í Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands, í svæðissamstarfi Rauða kross-deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum og í starfi félagsins á landsvísu. Það er alltaf mikils virði fyrir þá sem koma til starfa í fé- Hjörleifur Ingólfsson ✝ Hjörleifur Ing-ólfsson fæddist á Vöglum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 4. september 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 28. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 2. nóvember. lagsskap, sama hvers konar starf fer þar fram að kynnast reynsluboltum eins og Hjörleifi. Menn með reynslu í störfum þess félags sem við ætlum að vinna með, bæði til að geta leitað til og notið reynslu þeirra sem starfað hafa um árabil og ekki síður til að sjá að það er þess virði að taka þátt í starfseminni, þegar við sjáum að fólk starfar árum saman að málefni fé- lagsins. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni eins og Hjörleifi. Hann tók virkan þátt í starfi Rauða kross Íslands fram á síðustu daga lífs síns. Félagsskap- urinn var honum mikils virði. Að hafa hann með í félagsstarfi okkar var okkur líka mikils virði. Fjölskyldu Hjörleifs Ingólfssonar færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning um góðan dreng lifir meðal okkar. Njörður Helgason. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR FRÍMANNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Friðjón Edvardsson, Davíð Kristjánsson, Sigrún Edda Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Guðbrandsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TALA KLEMENZDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík. Útförin fer fram frá Reyniskirkju, Mýrdal, laugardaginn 16. desember kl. 10.30. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. desem- ber kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Hjallatún, Vík. Guðmundur M. Loftsson, Gréta María Dagbjartsdóttir, Indriði Loftsson, Gunnar H. Loftsson, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Gunnar Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku besti sonur okkar, bróðir, mágur og barna- barn, ÁGÚST BJARNASON, Esjugrund 33, áður til heimilis á Kirkjubæjarbraut 4, Vestmannaeyjum, sem lést af slysförum sunnudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudag- inn 19. desember kl. 14:00. Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarni Sighvatsson, Sighvatur Bjarnason, Jóhanna Jóhannsdóttir, Anna J. Oddgeirs, Friðrik Á. Hjörleifsson, Elín J. Ágústsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.