Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ „MÍNIR bátar hafa allir borið nafnið Hringur og haft einkennisstafina GK 18. Faðir minn átti þetta númer og það hefur fylgt mér alla tíð. Ég keypti minn fyrsta bát hér í Siglu- firði, þá vorum við þrír sem stóðum að útgerðinni og keyptum bátinn, sem var um 60 tonn, af Daníel Þór- hallssyni. En það fer vel á því að fá nýjan og glæsilegan bát hér aftur,“ sagði Aðalsteinn Einarsson, útgerð- armaður í Hafnarfirði, þegar frétta- maður Versins hitti hann í Siglufirði fyrir nokkru. Þá var hann að taka við nýjum Hring GK 18 sem JE véla- verkstæði í Siglufirði hafði smíðað fyrir hann. Ánægðir með bátinn Aðalsteinn er nú búinn að gera bátinn út frá Hafnarfirði í um mánuð og fara tíu róðra með línu. Sonur hans Einar er með honum á sjónum. Aðalsteinn sagðist vera afar ánægð- ur með bátinn. Hann hefði staðið fyllilega undir væntingum, færi ágætlega í sjó og gengi mjög vel hvort sem hann væri tómur eða með afla í sér. „Mér finnst þetta vera mjög góð smíði og vandaður frá- gangur á öllu hjá Siglfirðingunum á þessum fyrsta báti sem þeir smíða alveg frá grunni,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn hefur verið til sjós í fimmtíu ár. Hann byrjaði í eigin út- gerð árið 1969 með öðrum eins og áð- ur sagði en hefur síðustu sjö ár stað- ið einn að útgerðinni. Hann segir að það gangi misjafnlega að fá fólk í beitninguna. Sú vinna sé ekki í tísku um þessar mundir og unga fólkið líti ekki við svoleiðis vinnu. „Góð smíði hjá Siglfirðingunum“ Ljósmynd/Örn Þórarinsson Fiskveiðar Feðgarnir Einar Aðalsteinsson og Aðalsteinn Einarsson eru ánægðir með nýja bátinn. NÝ Skipaskrá og sjómannaalm- anak er komin út og er bókinni dreift frítt til útgerða skipa og báta í rekstri. Dreifingu á bókinni lýkur fyrir ára- mót. Útgefandi er fyrirtækið Árakló slf. og er þetta fyrsta út- gáfa þess. Aug- lýsingar kosta bókina. Skipaskráin og sjómannaalm- anakið er hefð- bundin handbók sjómanna með upplýsingar um: sjávarföll, vita- og sjómerki, veður og sjólag, fjar- skipti, öryggismál og fleira. Nýj- ungar í bókinni eru helstar að lagakaflinn er settur á geisladisk, fyrirferð lagakaflans eykst með ári hverju og því var þessi leið valin. Í skipaskrá eru öll skip og bátar sem eru á skrá hjá Siglingastofn- un, skránni er skipt í tvo hluta, mynda- og textaskrá. Í myndaskrá eru skip og bátar sem eru í rekstri, þar með taldir opnir bátar. Í textaskrá eru upplýsingar um önnur skip og báta. Ýmislegt aukaefni á diski Þar sem diskurinn rúmar meira efni en lagakaflann var tækifærið notað og einnig sett á diskinn ann- að efni sem getur komið sjómönn- um vel við vinnu sína, ýmis kort og eyðublöð eru á diskinum. Línurit yfir sjávarföll, til margra ára, á átján stöðum á landinu og meira en þúsund stöðum á jörðinni er með á diskinum og gera má ráð fyrir að þetta efni eigi eftir að vera nytsamlegt fyrir notendur bókarinnar og disksins. Skipaskráin á diskinum er eins og myndaskráin í bókinni, með ný- og afskráðum skipum og bátum. Skipaskrá komin út Útgerðarfélagið Flugalda ehf. á Suðureyri hefur fengið afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðj- unni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa feðgarnir Þórður E. Sigurvinsson og Sig- urvin Magnússon. Þórður er jafn- framt skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Hrefna ÍS 267 og leysir af hólmi eldri Cleopatra-bát með sama nafni. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Hrefna er af gerðinni Cleopatra 38, byggður á sömu hönnun og aflabátarnir Guðmundur og Hrólf- ur Einarssynir ÍS. Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE, 700 hestöfl, tengd ZF-gír. Ljósavél er af gerð- inni Kohler. Báturinn er útbúinn sigl- ingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrúnu. Báturinn er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans. Bát- urinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir tólf 660 lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upp- hituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Ný 15 tonna Cleopatra 38 til Suðureyrar ÚTBREIÐSLA þorsks er að breyt- ast þannig að minna er nú af þorski á grunnslóð og þorskurinn virðist hafa færst norðar í kaldari sjó á meira dýpi. Þorskurinn virðist almennt nokkuð vel haldinn en þó er áberandi lítið líf og lélegt ástand á NA-miðum. Þetta kom fram á árlegum fundi samstarfshóps um þorskrannsóknir. Þar komu saman um 20 skipstjórn- armenn og fulltrúar útgerða sem búa yfir sérþekkingu á sviði þorsk- veiða mismunandi útgerðarflokka allt í kringum landið ásamt sérfræð- ingum Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Farið var yfir gang þorskveiða á árinu í afla fiskiskipa og niðurstöður stofnmælinga Hafrannsóknastofn- unarinnar (togararall) í mars og október. Á fundinum voru sérstak- lega til umfjöllunar áhrif veiða á um- hverfið eftir veiðarfærum. Veiðar með svipuðum hætti og í fyrra Markmið með fundinum var ekki að skila niðurstöðu um þessa þætti en umræður og reynsla kunnáttu- fólks um þorskveiðarnar eru mikils- vert framlag við undirbúning stofn- úttektar sem fyrir dyrum stendur og ráðgjöfin í vor byggist á. Skipstjórn- armenn voru sammála um að veiðar á árinu hefðu gengið með svipuðum hætti og í fyrra sem er í samræmi við að þorskstofninn er metinn hafa ver- ið af mjög svipaðri stærð undanfarin ár. Á seinni hluta fundarins fluttu sér- fræðingar Hafrannsóknastofnunar- innar sex erindi sem öll fjölluðu um áhrif veiða á umhverfið og jafnframt höfðu sjómenn framsögu um sama efni eftir veiðarfærum. Góður tími var síðan gefinn til skoðanskipta og umræðna. Í forsvari fyrir samráðshóp um þorskrannsóknir eru þeir Björn Æv- arr Steinarsson fiskifræðingur og Kristján Þórarinsson stofnvistfræð- ingur. Útbreiðsla þorsksins að breytast Á FYRSTU 10 mánuðum ársins er samanlagt útflutningsverðmæti ferskra þorsk- og ýsuflaka komið yf- ir 10 milljarða. Aukningin milli ára er 30%. Þorskflökin hafa hækkað um 20% og ýsan um 16%. Í báðum teg- undum er magnaukning, 7% í þorsk- flökum og 15% í ferskum ýsuflökum. Frá þessu er sagt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, en upplýsingarnar eru fengnar frá Hagstofu Íslands. Eins og á síðasta ári er langmest flutt út til Bretlands af þorskinum eða 48% af heildar- magninu en var 47% á fyrstu 10 mán- uðunum 2005. Bretland hefur einnig vinninginn í ferskum ýsuflökum, en þangað hefur helmingur alls útflutningsins farið. Á sama tíma í fyrra var þetta hlutfall 60%. Bandaríkin eru í öðru sæti með 37% og Frakkland er númer þrjú í röðinni með 8% heildarmagnsins. Veruleg magnaukning er til Frakk- lands og hefur hlutdeild Frakka tvö- faldast á einu ári. Meira út af flökum ÚTSELURINN við vesturströnd Skotlands gerist æ frekari til fjörs- ins. Ný könnun bendir til að árið 2002 hafi hann étið 77.000 tonn af fiski, en árið 1985 var talið að hann æti 53.000 tonn. Á sama tímabili hefur selurinn aukið ýsuát úr 1.500 tonnum í 6.600 tonn og þorskátið hefur farið úr 5.400 tonnum í 7.100. Þetta eru nið- urstöður rannsóknardeildar sjávar- spendýra við St. Andrews-háskól- ann. Selur hefur ekki verið veiddur á þessum slóðum í langan tíma og hef- ur honum fjölgað nokkuð eftir veru- lega lægð fyrir mörgum árum. Útselurinn étur meira ♦♦♦ ÚR VERINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.