Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ ER alltaf viðburður að hand- fjatla nýja bók eftir Kristínu Óm- arsdóttur. Texti hennar og ljóð sem kunna að virðast svo ósköp einföld og næf á yfirborðinu reyn- ast einatt innihalda djúp skáldleg verðmæti. Jólaljóð, fyrsta ljóðabók Krist- ínar síðan ljóð hennar við mynd- verk Önnu Hallin og Óskar Vil- hjálmsdóttur í bókinni Inn og út um gluggann komu út 2003, lætur ekki mikið yfir sér en hún geymir samt sem áður ýmis mikilvæg heimasannindi, eins og í ljóðinu „Eplamjólk“: klukkan þrjú að nóttu fara inní eldhús hella mjólk í glas, taka fram rautt epli eða grænt og setjast niður við borðið eta eplið, drekka mjólkina og samhengi tilverunnar sem skáldin leita er fundið. Ljóð Kristínar eru gjarnan „telpuleg“ og fjalla um persónu- legar minningar, myndir, tilfinn- ingar og upplifanir úr æsku. Fyrstu þrjú ljóðin í bókinni eru einmitt af þeim toga: „Jólasnjór“, „Jólastjarnan“ og „Jólakötturinn“. „Vetrardag“, fjórða ljóðið ber því býsna bratt að í allri jólagleðinni. Ljóðið fjallar um „lífið“ og er svona „litið-yfir-farinn-veg“ ljóð. Ljóðmælandinn er miðaldra og veltir fyrir sér upphafi og endi, bernsku og elli – dauðanum sem fer að styttast í: Nú er mál að líta sér nær áður en lækurinn sem bíður frosinn í hirslunum fossast á ný milli fingranna og fjarlægðin til uppsprettu hljóðanna styttist aftur. Næsta ljóð, „Vetrarmorgunn“ er líka af „þyngri“ gerðinni, um innri átök og söknuð af einhverju tagi. Síðan kemur „Kvöldstund í gömlu góðu Reykjavík“ myndbrot af frægum lista- konum og -körl- um en ljóðið á sér uppfærða samstæðu í „Kvöldstund í Reykjavík“ sem gefur svipmynd af nýju „meist- urunum“. Það sem tengir þessi og flest ljóðin í bókinni er frost eða snjókorn. Af ofansögðu mætti kannski ráða að í bókinni sé ósamstæði milli ljóða sem komi niður á „heild“ bókarinnar. Slík krafa um heild er ef til vill ósanngjörn og meint misræmi gæti einmitt verið sú truflun sem gefur bókinni drif- kraft. Þegar ljólaljóðunum sleppir taka við tveir kaflar: „Myndir“ og „Barnaleikrit“ („Meðan strákarnir tefla…“) sem báðir eru „aft- urhvarf“ til „telpu-skáldskapar“. Síðarnefndi textinn er grípandi og flytur langt hvunndagsævintýri í stuttu máli. Í Jólaljóðum eru fjölmörg skemmtileg ljóð um telpuminn- ingar, þrá og ástir, hversdags- ævintýri og hvunndagsundur og einlæga ánægju. Yfirbragð sumra ljóðanna er þó að hluta „blaserað“ eða „lífsþreytt“. Oftast nær er þó um að ræða hlýja þáhyggju og angurværð. Eins og alltaf er ljóða- gerð Kristínar Ómarsdóttur lífs- spekilega síkvikt ævintýri. Afstaða höfundar (til lífsins) kemur ef til vill ágætlega fram í næstsíðasta „jólaljóðinu“, „Gamalt ævintýr“, sem felur kannski í sér Shake- speareíska afstöðu: Birtan í dag er upplituð einsog gömul ljósmynd. Máninn sem úr fornri bók. Af lýsingunni ráðum við að allt var áður. En hlífðu mér ekki við endurtekning- unni. Að ganga undir gulnaðri birtu í gömlu ævintýri færir mér ímyndaða vissu um yfirvegun trjánna og hluttekn- ingu gróðursins með mannlífinu. Gam- anleikarar erum við í heimi náttúrunn- ar. […] Samhengi tilverunnar BÆKUR Ljóð Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Salka, 2006. 60 bls. Jólaljóð Geir Svansson Kristín Ómarsdóttir BREKKAN er fyrsta skáldsaga Carl Frode Tiller (f. 1970). Hún kom út í Noregi árið 2001 og vakti mikinn fögnuð meðal lesenda og gagnrýn- enda þar í landi. Efniviður hennar er geðveikin í sinni verstu mynd og of- beldi í fjölskyldu og samfélagi. Helstu persónur eru nafnlausar og það er sögumaðurinn einnig. Hann er um tví- tugt og dvelur á geðveikrahæli þegar sagan hefst og þjáist m.a. af ofsókn- aræði og þráhyggju sem hann reynir af veikum mætti að halda í skefjum. Uppvöxtur hans er varðaður sárs- auka, misþyrmingum, meðvirkni og niðurlægingu. Foreldrar hans eru undirmálsfólk, faðirinn er alki sem beitir alla fjölskylduna andlegu og lík- amlegu ofbeldi og móðirin einmana of- fitusjúklingur. Þau hafa bæði glatað voninni um betra líf og vonbrigði þeirra birtast í taumlausri beiskju og hatri. Í stuttum inngangskafla er inn- sýn veitt í sjúkan huga föðurins þar sem „kellingin“ og synirnir tveir eru sýnd með hans augum. Þau atriði sög- unnar þar sem faðirinn og sögumaður eiga samskipti eru svo nístandi og grimm að þau eru varla fyrir við- kvæmt fólk. „Ég verð að halda áfram að skrifa núna. Sálfræðingurinn sagði að það myndi gera mér gott að skrifa. Ég skrifa eins hratt og ég get. Myndirnar þeytast í gegnum mig með elding- arhraða og ég reyni að fylgjast með“ (41). Smátt og smátt raðast brota- kennd fortíð sögumanns saman þar sem hver ógæfan eltir aðra. Þegar drengnum er svo loksins komið til fósturforeldra er hann orðinn svo skemmdur af ofbeldi, einelti og kúgun að honum er ekki viðbjargandi. Fjöl- skyldan, skólakerfið og barnavernd- aryfirvöld hafa brugðist honum. Af- sprengið er glæpamaður sem er blindur af heift og snargeðveikur en um leið aumkunarverður í einsemd sinni og sjúklegri sektarkennd. Geð- veiki hans birtist skýrt í textanum, mikið er um sömu atburði og lýsingar aftur og aftur, fyrst stjórnlaust í sund- urlausum brotum en svo bætist nýtt brot við í hvert sinn sem fyllir mynd- ina. Minningabrotin renna saman og sundur í huganum, hávær hljómur sprengir hlustirnar, köngulær skríða um líkamann og hugsanirnar hverfast hver ofan í aðra í löngu vitundarflæði. Geðveikin tekur öll völd og spennan í textanum verður nánast óbærileg. Tiller skrifar á nýnorsku, ritmáli sem sífellt færri Norðmenn tala og á því verulega undir högg að sækja. Þýðing Kristians Guttesen er af- burðagóð, honum tekst að halda sprengikrafti frumtextans til haga og skila sjúkum og heiftúðugum hug- arheimi til lesandans þannig að samúð með sögumanni og alger viðbjóður á gerðum hans berjast um yfirráðin. Al- veg mögnuð saga, það er hreinlega hægt að finna íkornatennurnar naga mann að innan og skordýrin skríða undir húðinni löngu eftir að lestrinum er lokið. Samúð og viðbjóður BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Carl Frode Tiller. 283 bls. Kristian Guttesen þýddi. Salka 2006. Brekkan Steinunn Inga Óttarsdóttir edda.is Saga Rögnu á Laugabóli lætur engan mann ósnortinn. Þetta er einstök saga sterkrar og sjálfstæðrar konu sem upplifir meiri harma en lagðir eru á flest fólk. Ragna lætur ekki bugast en berst áfram og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Inn í þessa ótrúlegu persónusögu fléttast náttúruhamfarir á Vestfjörðum og í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélags- og þjóðlífsbreytingar síðustu aldar. Metsölulisti Mbl. 7. des. 1. ÆVISÖGUR 2. prentun á þrotum 3. prentun væntanleg 1. prentun uppseld Vinsælasta ævisagan                 !!"                            !"   !   "  !   " " # $ !  %&     '    (   )# *  "    !' &" !   !     # +     ,                 !!" !#$%#&'#- $ '  .   / ()&)$*+,%0  )   +110 -,* ./ -0' )&1!2#$#*#$#332     +110 /#*,242#)5! *   3   +110 6%#2278 &! !/%**()+!(28)5 !4 $    !#$()925&)$&! ))5  /  6  .6  .!&:/* *#$#3     +110 ;# ))8!<8#=82*.      .6  % ' .$  ( .6  !>$$.#!'#)&!0  .   +110  # $  " % & ' ! ()&)$*+,%0  )   +110 % ' .$  ( .6  !>$$.#!'#)&!0  .   +110 25 )$#!.&! ))4 . 4  +110 8)5 =8!!#))7 4  +110 "!$!8&!$!?8  $      ! )$&! #)%#5(*1 7 9 7  &)5#)* )) *#;/.7?))33+ 7#$: !7 #; 8 ;#8!8)$&?.!&2/%(  5 $      22&: ))#; 22-#!.@  $9 /.6   # $  " % & ' ! ,2 )%(;#.  * !+110 ?!) )*>)$-#-,2#2?$4 3    $  >! !%:?255>!&; 6&  +110 > !*%*%8;; 2-,.7 )     ! 7 # A$*> ;"!28 .33+ ( 3 !  +110 &.2#&* !;8))9&$28 . )$#!&;33)  $ " 7  #!%#%B2 0!!"<  3 !  => 42;#+,%/*28)*%&<-,.% !%-&))#!$   ,2#2-,.*  4!   $  !(* .! 25 )?   !  +110  # $  " % & ' ! /#*,242#)5! *   3   +110 !#$()925&)$&! ))5  /  6  .6  .!&:/* *#$#3     +110 A$8!8%% 5!#;#5!() )$$ $!   +110 #8 ))&!+!,%($2/C%) 28$#331 6 .6  #!+#'#++ 0  .6  )$!0 ,2#2     .6  ##%#!2#!) !7 0  .6  !8; *(D27 >-#)B)5#+  5   .6  8!!# ,2 2     .6   # $  " % & ' !  # $  " % & ' ! -,* ./ -0' )&1!2#$#*#$#332     +110 82'#)!4(%%*8>! <   $    7# %425#2/7:  ))0!33   3 !  .6  #))8*7 , )8!+24;#;;#4 (  =   => ) 2!4*#$)#!)!! : &) @ '$+ 9 .6  2#/#1$  1 * !   .6  ''4 $&!=C. !< +    !   .6  &.) /&))&1 )5&!; )) )$#!0  3  +110 !&;*%,$#!*82'#)$  *    .(')#5>! %    <  ! 3 7#;  # $  " % & ' !    7 '(  "'2  "'$ '   7  '$  !'A  '0   + !' 6  B+!  '$ ' !  ! 6  B+!  '3   '0  $ ! /C  '$ '=  '7   7 '$    '$   0   $ ! /C$ D'% !' *  '*      ' 6  B7 *   '*   6  B7 0 & '0  6  B7   'A   6  B7  ' B  "'0  7  3!   '7   $    0    /'0  ='0    7 ( !   '?   7         7 '$ '*  '*       !'  ' "'?  !' $/  'E  '$!  $!      +!  '*   3  '$    /'+ '*   '$  $/  '$!   3  "' ) '?"   ' ='( ' 6  B+!  ' 0   "'  ! ' ( '$!     6  '7  " *      ! ' $ ! /C$ D'   $ ! /C  '    !!" !#$%#&'#- $ '  .   / 6%#2278 &! !/%**()+!(28)5 !4 $    ;# ))8!<8#=82*.      .6  8 ;*;8#+,%& ))8**EFFG$ #3 !  > +110 6 #.#%#+ *  '4 3  .6  : ) !!/% * )*3   #.  +110 8.&!($&;=:8! F 4   >   ! +110 *2#)5/#25#))#33HIFFHIJJ7 7   # #.6  -,)#+#)5 .($*#;+0.<  ! .6  ,*'(!4-?22&;6- -    ,%#+0. !*8;,%&<4/%?))&) )) 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.