Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 28
ferðalög
28 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Áningin komin út
Gistibæklingurinn Áning er nú
kominn út þrettánda árið í röð en
hann kemur út í 55 þúsund eintök-
um á íslensku, ensku og þýsku. Í
bæklingnum er að finna upplýs-
ingar um næstum því þrjú hundr-
uð gististaði, tæplega 100 tjald-
svæði og yfir 80 sundlaugar og
staðsetningu þeirra um land allt.
Áningu er dreift ókeypis á öllum
helstu ferðamannastöðum innan-
lands, á upplýsingamiðstöðvum,
hótelum og gistiheimilum og víðar.
Áningu er einnig dreift á meg-
inlandi Evrópu frá skrifstofu
Ferðamálastofu í Frankfurt og frá
dreifingarmiðstöð þeirra í Frakk-
landi. Þá er Áningu einnig dreift
um borð í Norrænu. Útgáfufélagið
Heimur hf. gefur bæklinginn út og
er ritstjóri Ottó Schopka
Sól, göngur og list á Spáni
Göngu-Hrólfur, sem starfar inn-
an Úrvals-Útsýnar, efnir til Spán-
arferðar 2.–9. júní nk. þar sem
hægt verður að sameina strandlíf
á Costa Brava, léttar þriggja til
fimm tíma gönguferðir, góðan mat
og heimsóknir á listasöfn.
Um er að ræða einnar viku dvöl
í strandbænum Tossa de Mar sem
er um 80 km norðaustur af Barce-
lona. Gist á gistiheimilinu Hostal
Hekla sem á sér íslenska sögu, en
þar getur allt að tuttugu manna
hópur haft húsið út af fyrir sig.
Á meðan á dvölinni stendur
verður farið í þrjár léttar göngu-
ferðir meðfram strönd Costa
Brava. Farið verður að auki í
dagsferðir í listasöfn spænsku
myndlistarrisanna Salvadors Dali
og Pablos Picasso í Figueras og
Barcelona.
Lægra verð fyrir börnin
Flugfélag Íslands býður nú
lækkað verð á fargjaldi fyrir börn
5 til 11 ára sem fljúga ein á innan-
landsleiðum félagsins.
Fargjaldið verður einnig í boði
fyrir börn 2 til 4 ára, en þau börn
mega samkvæmt reglum ekki
fljúga ein og þurfa því að hafa
fullorðinn með sér.
Ábyrgð
flugfélags-
ins er mikil
þegar börn
5 til 11 ára
ferðast ein
og gilda
strangar al-
þjóðlegar
reglur þar
um. Barnið
fær sér-
staka fylgd
flugfreyju/
flugþjóns
sem lítur
eftir
barninu alla
ferðina og í
hverju flugi
má aðeins
takmark-
aður fjöldi barna vera.
Tíðar flugferðir kosta fjárútlát
og til að koma til móts við for-
ráðamenn þessara barna býður
Flugfélag Íslands nú sérstakt far-
gjald undir yfirskriftinni „Flug-
kappar“ og hefur fargjald fyrir
þennan hóp þar með lækkað um
ríflega 40%.
Fargjaldið gildir á alla áfanga-
staði Flugfélagsins innanlands og
gilda rúmar reglur um bókanir og
breytingu á farartíma. Ef keyptar
eru tíu ferðir í einu fá börnin að
auki bakpoka með gjöf.
vítt og breitt
www.flugfelag.is
www.gonguhrolfur.is
www.uu.is/ithrottir/gonguferdir
www.heimur.is/world
www.icelandreview.com
Þegar komið er til Wash-ington er ekki hægt annaðen hugsa um pólitík. Þar er,jú, Hvíta húsið og í því er
forseti Bandaríkjanna. Það kom því
nokkuð á óvart þegar staðkunnugur
sagði mér að þó að pólitíkin væri mik-
ilvæg væri ferðaþjónustan borginni
ekki síður mikilvæg. Ferðaþjónustan
er annar stærsti atvinnuvegur þeirra
Washington-manna og ef miðað er við
pólitíkina eru hlutföllin 70–30 pólitík-
inni í hag.
Ég átti þess kost að dvelja einn sól-
arhring í Washington nýlega og eftir
þá heimsókn er mér nokkuð ljóst að
full ástæða er til að heimsækja borg-
ina aftur og eiga þar góðar stundir.
Upphafleg áætlun mín og þeirra
sem ég ferðaðist með var að fara í
hjólreiðatúr og skoða minnismerkin
sem eru í grennd við Capitol Hill. Sú
áætlun var þó felld niður því þegar
halda átti í túrinn rigndi svo mikið að
ekki var hundi út sigandi, hvað þá ís-
lenskum konum á hjólhestum. Plan-
inu var snarlega breytt í skoðunar-
ferð í bíl þar sem keyrt var um
minnismerkjaslóðir.
Á hótelinu þar sem ég gisti voru
okkur afhentar regnhlífar til afnota
um daginn. Það er ekki á Bandaríkja-
mennina logið þjóðerniskenndinni því
regnhlífarnar voru í bandarísku fána-
litunum og þjóðlegar í meira lagi.
Með þessar regnhlífar að vopni
lagði hópurinn minn af stað eftir öku-
túrinn í átt að Georgetown, sem
kunnugir segja mér að sé einn
skemmtilegasti hluti Washington. Í
Georgetown eru vissulega margar
verslanir og ekki úr vegi að kíkja í
búðir þar. Nefna má Pottery Barn,
Gap, H&M, Mac-snyrtivörubúð og
skóbúðir af öllu tagi. Verðið er í
bandarískum dúr, þ.e. talsvert lægra
en Íslendingar eiga að venjast í hér-
lendum verslunum. Ekki má heldur
gleyma því að barir og veitingastaðir
eru við hvert fótmál í Georgetown og
gott að stinga sér þar inn og hvíla
þreytta fætur.
Í Washington gisti ég á því flott-
asta hóteli sem ég hef komið á. Það
heitir Melrose og er við Pennsylvania
Avenue. Nóttin þar kostar vanalega
um 250 bandaríska dollara, en lögð
var áhersla á það við mig að fólk ætti
ekki að hika við að reyna að fá verðið
niður og sérstaklega nefnt að frá
fimmtudegi til sunnudags væri hægt
að fá nóttina niður í allt að 150 doll-
ara. Öll þjónusta var þar til mikillar
fyrirmyndar og aðeins steinsnar til
Georgetown. Neðanjarðarlestarstöð
er líka þar rétt hjá, þaðan sem hægt
er að komast til allra átta á einfaldan
hátt.
sia@mbl.is
Washington er ekki bara pólitík
Morgunblaðið/Sigrún Ásmundar
Þjóðlegar Regnhlífarnar björguðu því sem bjargað varð í rigningunni.
Í Washington má ým-
islegt annað gera en velta
sér upp úr heimsmál-
unum, eins og Sigrún Ás-
mundar komst að nýlega
í dagsheimsókn til borg-
arinnar.
Hvíta húsið Með löngum fyrirvara sagði leiðsögumaðurinn okkur að taka
upp myndavélarnar því við færum bráðum fram hjá Hvíta húsinu. Nær
komumst við svo ekki. En þessi sögufræga bygging er þó auðþekkjanleg.
The Melrose Hotel, Washington
D.C.
2430 Pennsylvania Avenue, NW,
www.melrosehoteldc.com
www.tourmobile.com
Þar sem hjólreiðatúrinn var felld-
ur niður vegna rigningar var
ákveðið að húrra sér í bíltúr með
leiðsögn. Fyrir valinu varð fyr-
irtækið Tourmobile þar sem boðið
er upp á slíka túra allan daginn.
Hægt er að kaupa sér miða sem
gilda þá allan daginn og fara frá
borði og um borð eins oft og hver
vill.
Hópurinn minn hafði hlutina þó
bara einfalda og tók túrinn eins og
hann lagði sig um minnismerkja-
slóðir. Þegar við komum í bílinn
var það fyrsta sem við sáum kona
nokkur sem sat með hljóðnema í
hendi og horfði út um gluggann.
Hún var nú ekkert sérstaklega
glaðleg á svipinn en við létum það
ekki á okkur fá og settumst hér og
þar, nóg var plássið því enginn
annar var í bílnum. Konan hóf upp
raust sína og sagði jafnóðum frá
því sem keyrt var framhjá. Leiðinn
í rödd hennar var þvílíkur að við
gátum ekki á okkur setið að grín-
ast með það okkar á milli, á ís-
lensku að sjálfsögðu, og hlógum
svo dátt. Það vakti þau viðbrögð
hjá blessaðri konunni að hún and-
varpaði: Var þetta fyndið? Við
skömmuðumst okkar pínulítið og
þögðum það sem eftir lifði túrsins.
Þegar ferðin var hálfnuð dró þó
til tíðinda þegar bílnum var lagt á
stæði nokkru og konan gekk frá
borði og við urðum hálffegnar þeg-
ar við áttuðum okkur á því að nýr
leiðsögumaður tæki við. Í dyrunum
mætti konan hinum nýja manni og
sagði við hann um leið og hún
bandaði hendinni í áttina að okkur:
Þær vilja bara tala sitt eigið tungu-
mál! Svo fór hún sína leið. Nýi leið-
sögumaðurinn reyndist svo vera
afar skemmtilegur, kynnti sig fyrir
okkur sem Kabir. Hann spjallaði
heilmikið, spurði hvaða tungumál
við töluðum á Íslandi, en vissi svo
alveg óvænt að Reykjavík væri
höfuðborg landsins og kvaddi okk-
ur að lokum með virktum, bros-
andi allan hringinn.
Leið og
leiðinleg
frá21.000
Vika í Þýskalandi
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Bíll úr flokki A
50 50 600 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
15
83
1
1/
06
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Tökum einnig á móti hópum.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com