Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 41
✝ Sesselja Gísla-dóttir fæddist í
Vesturholtum í
Djúpárhreppi 6.
nóvember 1912.
Hún lést 3. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónína Mar-
grét Ólafsdóttir, f.
5. janúar 1873, d. 4.
júlí 1943 og Gísli
Bjarnason bóndi í
Vesturholtum, f. 17.
júní 1863, d. 6. ágúst
1936.
Eiginmaður Sesselju var Kjart-
an Jónsson frá Brjánsstöðum í
Skeiðahreppi, f. 26. nóvember
1908, d. 4. maí 1984. Foreldrar
Kjartans voru hjónin Helga Þórð-
ardóttir, f. 12. september 1874, d.
7. júní 1949 og Jón Sigurðsson
bóndi á Brjáns-
stöðum, f. 29. apríl
1865, d. 20. apríl
1934.
Börn Sesselju og
Kjartans eru: 1)
Rögnvald, f. 18. júlí
1932, d. 16. júní
2003, maki Guðrún
Tómasdóttir; 2)
Grétar, f. 6. sept-
ember 1936, maki
Alíza Kjartansson,
f. 12. júlí 1947, d. 9.
febrúar 2003; 3)
Jón, f. 1. desember
1938 og 4) Jóhanna, f. 11. febrúar
1942, maki Ólafur Magnússon.
Barnabörn eru sex og barna-
barnabörn fimm.
Sesselja verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Elsku amma, nú ertu farin til afa
og Valda frænda og munt eiga jólin
með þeim eins og þú óskaðir sjálf eft-
ir nokkrum dögum áður en þú
kvaddir okkur. Með þessum línum
langar mig til að þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem ég átti með
þér. Mér er einna minnisstæðast
þegar ég var lítil og við frændsystk-
inin vorum hjá þér í Garðsendanum.
Þú bakaðir kleinur, pönnukökur og
flatkökur, allt eftir minni, og gerðir
karamellu handa okkur sem var í
miklu uppáhaldi. Þú varst okkur allt-
af svo góð og vildir allt fyrir okkur
gera.
Seinustu árin bjóst þú í þjónustuí-
búð í Hæðargarðinum, alltaf sjálf-
stæð en með hjálp barna þinna, þér
þótti vænt um það. Það var alltaf svo
gaman að líta inn til þín og ræða við
þig um daginn og veginn, þú vissir
svo margt og glettnin var sjaldan
fjarri.
Ég mun sakna þín og stunda okk-
ar saman en jafnframt er ég svo sátt
og ánægð með að þú sért komin á
betri stað með afa og svo mörgum
öðrum sem þú hefur kvatt í gegnum
árin.
Elsku amma mín, þakka þér fyrir
allt.
Þín,
Sigrún Ólafsdóttir.
Sesselja Gísladóttir
✝ Rósa Björk Ás-geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1955.
Hún lést á líkn-
ardeild LHS í Kópa-
vogi 8. desember síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Ás-
geirs Guðjóns Ingv-
arssonar, f. 29. jan-
úar 1918, d. 27.
september 1989 og
Árnýjar Kolbeins-
dóttur, f. 8. sept-
ember 1930, d. 24.
febrúar 2004. Bróðir Rósu Bjarkar
er Ingvar Ásgeirsson, f. 29. janúar
1958.
Dóttir Rósu
Bjarkar er Íris Árný
Magnúsdóttir, f. 30
janúar 1979. Sonur
Írisar er Davíð Örn,
f. 9. desember 1998.
Rósa Björk út-
skrifaðist sem gagn-
fræðingur frá Víg-
hólaskóla í Kópavogi
árið 1972 og sem
þroskaþjálfi frá
Þroskaþjálfaskóla
Íslands árið 1979 og
starfaði sem slíkur
allan sinn starfsferil.
Útför Rósu Bjarkar verður gerð
frá Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Lífsins klukka tifar hratt – og á
það erum við minnt reglulega. Mér
finnst eiginlega eins og það hafi verið
í gær sem við, harðskeyttur og glað-
vær krakkaskarinn, lékum okkur
saman í Hvömmunum í Kópavogi.
En fallegar æskuminningar brengla
tímaskynið og má út árafjöldann.
Núna hefur verið höggvið skarð í
hópinn. Rósa Björk Ásgeirsdóttir
lést undir miðnætti sl. föstudags-
kvöld, 51 árs að aldri. Hún kvaddi
eftir hetjulega og langvarandi bar-
áttu við banvænan sjúkdóm; krabba-
meinið. Það var sorglega ójafn leik-
ur.
Rósa Björk bjó í næsta húsi við
mig í æsku, Víðihvammi 2, en ég
Víðihvammi 4. Við vorum jafnaldrar;
bæði fædd 1955 en ótrúlegur fjöldi
barna var fæddur það ár í hverfinu.
Tvíburasystir mín, Guðrún Hauks-
dóttir, Dúna, stóð Rósu Björk auð-
vitað miklu nær. En það var engu að
síður svo, að barnaskarinn lék sér
mikið saman og til eru skemmtilegar
myndir af okkur öllum í fallega
mynstruðum lopapeysum í ærslafull-
um leikjum. Skrúðgarðurinn og
Kópavogslækurinn voru ævintýra-
heimur okkar Hvammara.
Pabbi Rósu Bjarkar, Ásgeir Ingv-
arsson, hafði nokkra sérstöðu í
hverfinu, hann var sá eini sem ók um
á Trabant, og fékk Rósa oft að heyra
það frá okkur strákunum að Trabb-
inn væri úr plasti og trabbaðist
áfram – með reykjarkófið í eftir-
dragi. Fínn karl Geiri pabbi hennar,
mælingamaður og listamaður sem
var mörgum Kópavogsbúum að góðu
kunnur.
Við strákarnir í þessu dásamlega
hverfi í Kópavoginum höfum nokkrir
haldið hópinn, en eins og gengur
urðu samskiptin slitróttari við aðra
þegar komið var á fullorðinsár, þar á
meðal við Rósu Björk. Ég rakst þó
nokkrum sinnum á hana þegar ég
skrapp í foreldrahús í Víðihvamminn
og hún var í sömu erindagjörðum.
Fyrir rúmum tveimur árum missti
Rósa Björk móður sína, Árnýju Kol-
beinsdóttur, eða Öddu, eins og hún
var ævinlega kölluð. Við jarðarför
hennar hittum við systkinin Rósu
Björk – þá í fyrsta sinn í langan tíma
– og það þurfti ekki margar setn-
ingar til að laða fram sögur úr
bernskunni.
Það var svo fyrir rúmu einu ári að
Ingi, bróðir Rósu Bjarkar, hringdi í
mig og sagði að nokkuð væri af syst-
ur sinni dregið í glímunni við hinn
banvæna sjúkdóm. Eftir það höfum
við tvíburasystkinin verið í reglulegu
sambandi við hana. Dúna systir hef-
ur þó verið miklum mun duglegri og
á hrós skilið. Hún hefur sömuleiðis
verið í ágætu sambandi við dóttur
Rósu Bjarkar, Írisi Árnýju Magnús-
dóttur.
Þegar ég heimsótti Rósu Björk á
líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi fyrir fáeinum vikum ræddum
við að venju gamla góða daga. Þá
hafði hún orð á því við mig hvað
áhyggjulaus æskuárin, bernsku-
brekin og minningar um gamla vini
væru sér ofarlega í huga í því stríði
sem hún háði við máttarvöldin. Hún
sagði að bernskuárin hlytu ævinlega
að koma reglulega upp í huga þeirra
sem komnir væru að því að kveðja.
Rósa Björk var hávaxin, bein-
skeytt í fasi og talaði tæpitungulaust
– stundum svo um munaði. Eitt í fari
hennar hefur samt alltaf vakið undr-
un mína alveg frá því við vorum
börn; það var ótrúlegt minni hennar
á nöfn. Hún mundi ekki aðeins for-
nöfn fólks heldur millinöfn eins og
ekkert væri. Þegar ég sagði eitthvað
á þá leið í samtölum okkar: „hvað hét
hann nú aftur...“ var hún með nafnið
á hraðbergi – og allt undir það síð-
asta. Þótt líkaminn ætti í vök að verj-
ast brást minnið henni ekki.
Við systkinin í Víðhvammi 4 í
Kópavogi blessum minningu Rósu
Bjarkar Ásgeirsdóttur og sendum
dóttur hennar og barnabarni góðar
kveðjur.
Það er komið að skilnaðarstundu.
Góður granni og æskufélagi er geng-
inn eftir erfiða glímu. Við kveðjum
sómakonu í dag.
Jón G. Hauksson.
Rósa Björk
Ásgeirsdóttir
✝ Rúnar ÞórHallsson fædd-
ist í Reykjavík hinn
6. desember 1941.
Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Inge-
borg Kristjánsson,
f. 22. apríl 1912, og
Hallur Kristjánsson,
f. 2. ágúst 1906.
Rúnar átti tvær
systur. Þær eru:
Inger Hallsdóttir, f. 14. desember
1935, eiginmaður Kristján Bald-
vinsson, f. 30. nóvember 1935,
eiga þau fimm börn; og Heba
Hallsdóttir, f. 2. október 1950,
eiginmaður Eyjólfur Edvaldsson,
f. 16. 1948, eiga þau fjögur börn.
Eftirlifandi eiginkona Rúnars
er Sigfríð Guðlaugsdóttir, f. 29.
Gekk í læri í Héðni og lærði til
vélvirkjameistara. Hann vann við
uppsetningu á öllum mögulegum
mannvirkjum, allt frá kirkju-
klukkum Hallgrímskirkju til
mannvirkja á borð við Búrfells-
virkjun. Í einni af þessum ferðum
í sambandi við síldarbræðslurnar
kynntist hann eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Sigfríð. Þau byrjuðu
sinn búskap í Reykjavík. Bjuggu
þar í átta ár. Þaðan fluttu þau til
Súgandafjarðar og höfðu hugsað
sér að búa þar í tvö ár en árin
urðu átta. Þaðan fluttu þau til Fá-
skrúðsfjarðar og bjuggu þar til
2006 . Þaðan máttu þau flytja
vegna veikinda Rúnars. Sigþór og
Margrét tóku þau á heimili sitt í
níu mánuði þar til sjúkdómurinn
gerði að þau máttu flytja end-
anlega til Reykjavíkur þar sem
þau settust að í Hátúni 6. Þar leið
þeim hjónum vel. Rúnar naut þess
að hafa útsýnið aftur yfir borgina
og fjölskylduna nálægt.
Útför Rúnars var gerð í kyrr-
þey.
október 1941. Synir
þeirra eru: 1) Guð-
laugur Rúnarsson, f.
12. nóvember 1963,
sambýliskona Astrid
Halland, f. 10. októ-
ber 1962, þau búa í
Noregi; og Guð-
laugur, á tvö börn úr
fyrra sambandi, bú-
sett í Svíþjóð. 2)
Hallur Ingi Rún-
arsson, f. 2. maí
1967, kvæntur Lor-
raine Rúnarsson f.
28. mars 1959, búa í
Englandi. Hallur á tvo syni úr
fyrra hjónabandi, þeir eru búsett-
ir í Englandi. 3) Sigþór Rún-
arsson, f. 11. október 1974,
kvæntur Margréti Helgu Kemp
Sigurpálsdóttur, f. 10. febrúar
1967, búa á Íslandi og eiga þau
fimm dætur.
Rúnar ólst upp í Reykjavík.
Rúnar, sem við kölluðum Bóa, lést
hinn 26. nóvember eftir stutta en
snarpa legu. Ekki grunaði mig, þeg-
ar ég lagði hann inn á Landspítalann
vegna byrjandi gulu, að þetta yrði
hans síðasta sjúkdómslega.
Ég kynntist Bóa fyrst sem táningi
fyrir 50 árum, þegar við Inger, eldri
systir hans, fórum að draga okkur
saman. Hann var hress og glaðsinna
unglingur. Allt lék í höndunum á
honum, þá sem endranær. Hann
lærði vélvirkjun, sem varð hans ævi-
starf, en hafði ótrúlegt verksvit og
verklag með alla hluti. Við nutum
snemma góðs af þessu. Fyrsti bíll
okkar hjóna var aldurhniginn og slit-
inn, en Bói hélt honum gangandi við
lítinn kostnað.
Fyrir níu árum barðist hann við
eitlakrabbamein og sigraðist á því
um árabil, en það tók sig upp aftur á
liðnu ári. Starfsgeta hans minnkaði
við þetta, en hann fór í fjarnám á
tölvu og vann með tölvunni, m.a. á
fiskmarkaði, til dauðadags.
Bói fékk illkynja sortuæxli á þessu
ári en lét aldrei hugfallast svo að ég
merkti það. Um miðjan nóvember
lagðist hann inn á Landspítalann
vegna byrjandi gulu. Í ljós kom, að
hann hafði fengið þriðja krabba-
meinið í briskirtil og útsæði frá því í
lifur og lungu.
Hann tók örlögum sínum af æðru-
leysi og karlmennsku. Okkur vinum
hans og vandamönnum finnst hann
hafa hlotið meira en sinn skammt af
erfiðleikum.
Við verðum að trúa því, sem skáld-
ið segir:
að bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð
var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.
Við Inger þökkum Bóa fyrir allt og
allt og óskum honum blessunar á
þeim brautum, sem hann hefur lagt
út á.
Ef bilun verður á Gullna hliðinu
veit ég engan betri en Bóa til að
kippa því í lag.
Konu hans og börnum óskum við
huggunar í harmi.
Kristján Baldvinsson.
Rúnar Þór Hallsson
✝
Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu samúð
við andlát og útför
KARITASAR Á.Þ. GUÐJÓNSDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Norðurbrún
og deild B4 Landspítala Fossvogi.
Guð blessi Rósu, Ragnheiði og ykkur öll.
Jóhannes Albertsson, Jósefína Hafsteinsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGILEIF ÞÓRA STEINSDÓTTIR
frá Kollabæ,
Fljótshlíð,
Hvassaleiti 25,
Reykjavík,
andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, miðviku-
daginn 6. desember.
Útför hennar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð laugardaginn 16. desember kl. 14.00.
Steinunn D. Sveinsdóttir, Jón Stefánsson,
Sigríður Sveinsdóttir, Ágúst Ólafsson,
Sigurbjörg Sveinsdóttir, Viðar Pálsson.
✝
Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR SVAVAR BÖÐVARSSON,
Berkeley,
Kaliforníu,
sem lést miðvikudaginn 29. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 16. desem-
ber kl. 13.30.
Róbert Daníel Böðvarsson, Erik Ma Böðvarsson,
Böðvar Stefánsson,
Stefán Magnús Böðvarsson, Anna Björg Þorláksdóttir,
Reynir Eyvindur Böðvarsson, Ann Olanders Böðvarsson
og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Minningargreinar