Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ / KEFLAVÍK THE HOLIDAY kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ THE GRUDGE kl. 10 B.I. 16 / AKUREYRI DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 - 10 B.I. 12 SCANNER DARKLY ÁN TEXTA kl. 10 B.I. 16 SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára LA TRAHISON (SVIKIN) kl. 10 FRÁFÖLLNUHINIR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafoldeee SV, MBL ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. ÞESSAR HASARSKUTLUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. HEIMSFRUMSÝNING TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE ÞRJÁR Á TOPPNUM árnað heilla ritstjorn@mbl.is Sautján ára bílstjórar „óþroskuð börn“ VONANDI verður bílprófsaldurinn hækkaður um ár sem allra fyrst. Þegar þetta er skrifað höfðu þrír óþroskaðir sautján ára krakkar ver- ið teknir á Reykjavíkursvæðinu fyrir ofsaakstur um nóttina. Með því að hækka bílprófsaldurinn í átján ár væri lítið skref stigið til þess að bæta aðeins umferðarómenninguna hér á landi. Samt nokkuð stórt skref, því að þessi hópur sautján ára óhæfra bíl- stjóra hefur verið ótrúlega iðinn við að valda tjónum, líkamsmeiðingum og stuðla að hækkun trygging- ariðgjalda. Það sem helst einkennir þennan aldur í umferðinni er agaleysi, ábyrgðarleysi og ótrúlega glæfraleg sýndarmennska. Stefán Guðmundsson. Þvottastöðin Sóltúni MIG langar að vekja athygli á því að nú hefur bílaþvottastöðin í Sóltúni opnað aftur, mörgum til mikillar ánægju, þar á meðal mér (ég hélt það). Ég hef vanið komu mína þang- að í mörg ár með bíla mína og fengið góða þjónustu þar. Ástæða fyrir þessu bréfi mínu er að þarna fengu fatlaðir þvott á 800 krónur ef þeir sýndu svokallað P merki sem þeir eru með í bílum sín- um og mér til mikillar ánægju fór ég þangað um daginn með grútskítug- an bíl brosandi og beið í langri röð eftir að komast að með bílinn minn. Þegar kom að mér sáu þeir P merkið mitt og rukkuðu mig um 2000 krónur. Fékk minn nett sjokk og er greinilegt að þarna eru á ferð aðrir en voru áður. Þarna eru menn greinilega bara í gróðaskyni. Við sem erum fötluð eigum erfitt með að þvo bíla okkar og þess vegna fara margir í Sóltún. Nú hef ég ákveðið að fara ekki þangað sökum hversu þetta er orðið dýrt. Hvet ég aðra sem eru fatlaðir að fara ekki þangað aftur. Fara frek- ar annað, t.d. í Löður, þar er verðið 1600 kr. Mig langaði bara að koma þessu á framfæri. Arnar Klemensson, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Þáttur Íslands í Íraksstríðinu TEITUR Atlason skrifar í Blaðið 12. des. sl. um þátt Íslands í Íraksstríð- inu. Mér finnst vanta skýringu hjá honum á því hver var hvatinn að baki þeirri ákvörðun. Í aðdraganda síðustu alþing- iskosninga var ameríski herinn að búast til brottfarar af landinu. Fyr- irsjáanlegir voru erfiðleikar í efna- hags- og atvinnumálum á Suð- urnesjum og það hefði eflaust valdið stjórnarflokkunum vanda. Gæti hugsast að samið hafi verið um seinkun á brottför hersins fram yfir kosningar gegn því að Íslendingar styddu innrásina í Írak? Einar Vilhjálmsson. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80 ára afmæli – demantsbrúðkaup | Í tilefni áttræðisafmælis Þóru Björns- dóttur (Lóu) og demantsbrúðkaups hennar og Sveins Sveinssonar, Vall- arbraut 6, Njarðvík, bjóða þau vinum og vandamönnum að gleðjast með sér föstudagskvöldið 15. des. n.k. frá kl 19.30 í húsi Karlakórs Keflavíkur, að Vesturbraut 17, Keflavík. Blóm og gjafir eru vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja geta lagt góðu málefni lið með því að styrkja sjóð langveikra barna á Íslandi. 80ára af-mæli. Ólöf Björns- dóttir frá Kollsá, nú Safa- mýri 44, er átt- ræð í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Víkverji er mjögundrandi á fram- ferði samborgara sinna sem þurftu að bíða í bílaröðum á Vestur- og Suðurlandsvegi vegna umferðarslysa nýverið. Að skammast út í lög- regluna og aka í gegn- um slysstaðinn, hversu óþolinmótt og tillits- laust getur fólk verið? Er fólk orðið það sjálfs- elskt að ef það kemst ekki á réttum tíma í matarboð eða missir af einum sjónvarpsþætti þá hagar það sér eins og heimsendir sé í nánd? Öðrum þræði er Víkverji kannski ekki mjög undrandi yfir þessu fram- ferði. Eins og Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði sagði í Morg- unblaðinu í gær er það hraðinn í sam- félaginu sem veldur þessu. „Hver mínúta er skipulögð og það má ekk- ert út af bregða þá verður allt vit- laust,“ sagði Helgi. Það eru svo sem ekki nýjar fréttir að þetta samfélag okkar breyti fólki í skrímsli. Heyrst hefur um fólk sem slæst um bílastæði fyrir utan búðir, öskrar á afgreiðslufólk og stefnir lífi annarra í hættu bara til að komast á áfanga- stað fimm mínútum fyrr. Þessi skrímslahegðum gerir oft vart við sig fyrir jól- in, þá er stressið og hraðinn í hámarki. Allt sem átti að gera á árinu hefur dregist fram á seinasta mánuðinn og þá á að framkvæma það einn, tveir og núna: Fara í heimsókn til gleymdra ættingja, taka íbúðina í gegn, skipta um bíl, kaupa gjafir, fara í líkamsrækt, lita á sér hárið og finna full- komna „dressið“, láta sjá sig á jólatónleikum og eiga ógleymanlegar fjölskyldustundir. Allt þetta og mikið meira, auk þess að mæta í vinnuna og sinna daglegum skyldum. Það er ekki nema von að fólk verði klikkað. Þegar predikað er fyrir hver jól að fólk eigi að njóta jólanna og slaka á er það greinilega talað fyrir daufum eyrum. A.m.k hefur hegðun landsmanna ekkert skánað í gegnum árin. Ráð Víkverja við jólastressinu er að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenna að það verður ekki allt gert á nokkrum dögum. Leyfa kæru- leysinu að koma upp og hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og hvað aðrir gera og forðast verslunarmið- stöðvar. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is     dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 14. desember, 348. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Í GÆR birtust í Morgunblaðinu nokkrar af þeim hátt í 200 myndum sem Reuters-fréttastofan valdi sem myndir ársins. Eins og gefur að skilja er af mörgu að taka og hér til hliðar má sjá fleiri af myndunum sem ljós- myndarar Reuters festu á filmu á árinu sem senn er liðið. Myndir ársins 2006 Fórnfýsi Mith Laue kastaði sér á eftir körfuboltanum í miðjum leik. Skallinn Zidane skallaði kollega sinn Materazzi á HM í sumar. Vinir Þessir fjórfætlingar stóðu saman í flóðum í norðurhluta Indlands í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.