Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 23
Stór andlitsmynd af Hjörleifi Hallgríms var á
forsíðu Dags Austra, blaðs framsóknarmanna í
Norðausturkjördæmi, sem dreift var á dög-
unum, en þar voru frambjóðendur í prófkjöri
kynntir. Á forsíðunni er talið upp ýmislegt sem
Hjörleifur hefur fengist við og fólk hvatt til að
kjósa hann í 3. sætið. Hjörleifur mun hafa
keypt forsíðuna sem auglýsingu og aðrir fram-
bjóðendur eru sagðir lítt hrifnir...
Mætir menn sitja í íþróttaráði Akureyrar-
bæjar, en Ólafur Jónsson formaður og sam-
starfsmenn hans eru samt kallaðir hryðju-
verkamenn af gárungunum þessa dagana.
Þessi nefnd stjórnsýslunnar hefur um nokkuð
langt skeið verið kölluð Íþrótta- og tómstunda-
ráð Akureyrar, ÍTA, en eftir breytingar á
nefndaskipan bæjarins um daginn varð aftur
til Íþróttaráð Akureyrar, skammstafað ÍRA...
Fyrirtækið Svefn og heilsa ehf. hefur spurst
fyrir um það í bæjarkerfinu hvort leyfi fengist
til þess að breyta og byggja leiguíbúðir eða
hótel að Gleráreyrum 2, þar sem fyrirtækið er
til húsa. Verslunarmiðstöðin Glerártorg er þar
við hliðina, en hana er verið að stækka um
helming.
Sæmundur Ólason, sem tók við rekstri Sjall-
ans nýverið, hitti naglann á höfuðið þegar
hann ákvað að setja upp sýninguna Kvöldið er
okkar í húsinu, með lögum sem hljómsveit
Ingimars Eydal gerði vinsæl á sínum tíma.
Uppselt hefur verið á nær allar sýningar og nú
ætlar Sæmundur að endurvekja gamlan sið og
halda jólatrésskemmtun á öðrum degi jóla,
sem var gríðarlega vinsæl hjá ungu kynslóð-
inni fyrir margt löngu. Heyrst hefur að vertinn
ætli meira að segja hafa aðgang ókeypis.
Magga Stína heldur útgáfutónleika á Græna
Hattinum í kvöld þar sem hún syngur lög
Megasar. Með henni leika Sigtryggur Bald-
ursson, Hörður Bragason, Kristinn Árnason
og Jakob Smári Magnússon.
Aðventufundur Norðurlandsdeildar FAS
(Samtaka foreldra og aðstandenda samkyn-
hneigðra) verður á Sigurhæðum í kvöld kl. 20.
Á fundinum verður litið yfir farinn veg og lögð
á ráðin um starfið í félaginu á seinni hluta vetr-
ar. Foreldrar og aðstendendur samkyn-
hneigðra á Norðurlandi eru hvattir til að
mæta, spjalla, drekka kaffi og bragða á smá-
kökum, og nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikið fjör Gamla, góða Sjallastemmningin
hefur verið endurvakin síðustu vikurnar.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Sigrún Haraldsdóttir heyrðiummæli landbúnaðarráðherra
í sjónvarpinu: „Kýrin er móðir
mannsins“. Henni datt í hug:
Hinn glettna Guðna Ágústar
nú greini í öðru ljósi.
Hann barnfæddur og borinn var
af belju út’ í fjósi.
Jói í Stapa vann lengi við smíðar
vítt um land, einkum í Skagafirði
og á Suðurlandi, og í ljóðabókinni
Axarsköft sem hann sendi frá sér
nýlega er að finna brag um
Trésmiðinn laglausa:
Hann heflar og hamrar og sagar
hornsker og fellir í gróp.
Hann pússar og límir og lagar
listaverk engin þó skóp.
Hann erfiðar andlits í sveita,
í einrúmi draumalönd fann.
Á tónasvið löngum vill leita,
laglínu enga þó kann.
Um erfiði aldrei mun kvarta,
af andagift kveður sín ljóð.
Hans hugur á heimana bjarta
við hamarsins taktföstu ljóð.
Og eftirmáli Axarskafta er:
Þó að fenni í farna slóð
fyrnist sæmd og glatist auður
vera má að lítið ljóð
lifi þegar ég er dauður.
VÍSNAHORNIÐ
Borinn
af belju?
pebl@mbl.is
ÞANN 10. október síðastliðinn fór af
stað nýr vefmiðill, heilsubankinn.is,
sem er upplýsinga- og gagnabanki
yfir allt sem viðkemur heilsu og lífs-
stíl. Áherslan er á heildrænar með-
ferðir og mataræði og einnig er verið
að vinna að hreyfingarþætti á vefn-
um. Fljótlega verður svo opnað inn á
aðra undirvefi sem fjalla um alla
þætti er snúa að heimilinu og um-
hverfinu.
Flokkurinn yfir heimilið mun til
að mynda ná yfir hollar og umhverf-
isvænar vörur sem notaðar eru inni
á heimilum, t.d snyrtivörur, hreinsi-
vörur, fatnað og húsbúnað.
Í umhverfisflokknum verður stíl-
að inn á hvað almenningur getur
gert sjálfur til að vinna gegn meng-
un og ofnýtingu verðmæta.
Fyrir jólin verður sérstakur flokk-
ur á vefnum þar sem gefnar verða
ábendingar um hugmyndir að jóla-
gjöfum sem eru umhverfisvænar.
Einnig verður hægt að nálgast holl-
ar og góðar uppskriftir að jólamat,
kökum og eftirréttum.
Heilsu-
bankinn.is
heilsa
www.heilsubankinn.is
Fyrir jólin
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
Stór og lítil heimilistæki,
símtæki og ljós
í miklu úrvali
A
T
A
R
N
A
/
S
T
ÍN
A
M
.
/
F
ÍT
Kaffivél, brauðrist og hraðsuðukanna í sama stíl.
Nútíma tækni og ný glæsileg hönnun.
Siemens executive edition.
Sjáið jólatilboðin á
www.sminor.is
TK 65001
Ný alsjálfvirk kaffivél sem malar
baunir og býr til ýmsa kaffidrykki.
1400 W.
Jólaverð: 89.000 kr. stgr.
TT 61101 Brauðrist
Jólaverð: 3.900 kr. stgr.
TW 60101 Hraðsuðukanna
Jólaverð: 5.900 kr. stgr.
TC 60201 Kaffikanna
Jólaverð: 4.900 kr. stgr.
MK 55100 Ný matvinnsluvél. 800 W.
Jólaverð: 9.900 kr. stgr.
VS 08G2422 Afmælisryksugan.
Mjög öflug: 2400 W.
Virkilega þrífandi hrífandi.
Jólaverð: 26.900 kr. stgr.
SE 44M551SK
Ný glæsileg uppþvottavél úr ryðfríu
stáli. Mjög hljóðlát og fljót. A/A/A.
Jólaverð: 89.800 kr. stgr.
Gigaset S450
Glæsilegur þráðlaus sími.
Jólaverð: 8.900 kr. stgr.
Allt í stíl
Manet línan.
TB 21350 Ódýrt og gott straujárn.
Jólaverð: 3.900 kr. stgr.
iittala pottar og pönnur eru úr 18/10
ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og
mikla hitaleiðni. Ganga á öll helluborð.
iittala pottar og pönnur á
20% afslætti til jóla.