Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 24
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Setjið kerti aldrei nálægt tækjum sem gefa frá sér hita s.s. sjónvarpi. Hiti frá tæki veldur aukinni hættu á óhappi. Munið að slökkva á kertunum i Jóladraumur Star Wars Lego leikföngin eru drauma- gjöf margra barna. DÓTABÚÐIN í Smáralind og Kringlunni hefur hætt að bjóða Lego-vörur í verslunum sínum. Í staðinn hafa þeir hafið sölu á öðr- um kubbaleikföngum. Að sögn inn- kaupastjóra Lego á Íslandi anna Lego-verksmiðjurnar ekki eft- irspurn og því er skortur á vörunni í allri Evrópu. Neytandi hafði samband við Morgunblaðið og kvartaði undan því að erfiðara væri að nálgast Lego-vörurnar en áður. M.a. væri Dótabúðin hætt að bjóða upp á þessi leikföng í verslunum sínum. „Við ákváðum að fara nýjar leiðir og bjóða nýja vöru, Megablocks, sem er gott betur en samkeppn- ishæf og á lægra verði, í stað þess að hafa sömu vöru á boðstólum í fleiri en einni verslun í Kringlunni og Smáralind,“ segir Aníta Ólafs- dóttir, verslunarstjóri Dótabúð- arinnar í Smáralind, og vísar þar til þess að Hagkaupsverslanirnar eru með Lego í sínum hillum. „Þannig erum við í raun að bjóða neytand- anum breiðara úrval.“ Hún segist ekki telja að með þessu sé verið að skerða þjónustu við neytendur. Lagerpláss versl- unarinnar bjóði ekki upp á að hafa bæði vörumerkin á boðstólum. „Á sínum tíma ákváðum við að bjóða fremur upp á Bratz-dúkkurnar en Barbie og það hefur alveg skilað sér. Vissulega eru Lego fínar vörur, góðar og þroskandi, en hing- að til hafa þær verið það eina sem við þekkjum í kubbaleikföngum því annað hefur ekki verið í boði. Mað- ur má ekki heldur vera of hræddur við að bjóða upp á nýjungar og mitt mat er að Megablocks séu skemmti- legri vörur.“ Sprenging í Star Wars-áhuga Þorleifur Stefánsson, inn- kaupa- og sölustjóri Lego á Íslandi, segir skort á Lego-vörum í allri Evrópu. „Aukn- ingin hefur verið svo mikil hjá Lego að þeir anna ekki eftirspurn. Hins vegar erum við nýbúin að fá send- ingu sem er að koma í verslanir þessa stundina en það má búast við að hún fari hratt. Það er engin spurning að það er vöruskort- ur.“ Hann segir símann ekki stoppa hjá sér vegna fyrirspurna út af Star Wars Lego, sem er nánast ófáanlegt í allri Evr- ópu. „Við, sem erum með Lego, hitt- umst yfirleitt á sýn- ingu í byrjun febrúar og þá hafði enginn innkaupamaður trú á Star Wars. Eðlilega fóru verksmiðj- urnar eftir því og fram- leiddu frekar það sem þeir, sem eiga að þekkja þetta, töldu að myndi seljast. Svo kom þessi sprenging í áhuga á Star Wars Lego og enginn skilur af hverju enda engin bíómynd í gangi eða annað sem ætti að ýta undir.“ Star Wars-aðdáendur ættu þó ekki að örvænta því von er á nýjum Star Wars Lego-leikföngum á næst- unni, þó ekki fyrir jól. „Strax í jan- úar verða búðirnar fullar af nýjum Star Wars-vörum en þá eru sex nýj- ar pakkningar væntanlegar.“ Skortur á Lego í verslunum Vinsælt Lego-verksmiðjurnar í Evrópu hafa ekki annað eftirspurn. neytendur 24 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð Móa grillaður kjúklingur heill ........ 479 719 479 kr. kg Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Bónus ferskir kjúklingaleggir ........ 349 449 349 kr. kg Bónus fersk kjúklingalæri ............ 349 449 349 kr. kg Ferskt ungnautahakk .................. 979 1259 979 kr. kg Ali hamborgarhryggur m.beini...... 1.189 1.528 1.189 kr. kg Ali hamborgarhryggur úrbeinaður . 1.539 1.979 1.539 kr. kg Frón piparkökudeig 300 g ........... 159 0 530 kr. kg Bónus ís m. sósufyllingu 1 ltr....... 259 0 259 kr. ltr Bónus ferskur trönuberjasafi 1 ltr. 198 259 198 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð FK jurtakryddað lambalæri .......... 1.298 1.855 1.298 kr. kg Hangiframp. úrb. frá Fjallalambi .. 1.273 1.698 1.273 kr. kg Ali „pork roast“ steik................... 1.123 1.498 1.123 kr. kg Hamborgarar 4x80 g m/brauði.... 398 498 99 kr. stk. SS hátíðarlæri............................ 1.998 0 1.998 kr. kg Grillaður kjúklingur ..................... 598 798 598 kr. stk. Mjúkís frá Kjörís 2 ltr................... 489 748 245 kr. ltr Mackint. 1.6kg +After Eight 200g 1.989 2.587 1.209 kr. kg Wagner stone oven pítsur 350 g .. 298 428 840 kr. kg Coca cola 4x2 ltr +DVD kaupauki 780 0 195 kr. stk. Hagkaup Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði....... 998 1.579 998 kr. kg Svínalundir fylltar úr kjötborði ...... 1.998 2.649 1.998 kr. kg Nautalundir frosnar .................... 2.799 3.998 2.799 kr. kg Danskur hamborgarhryggur ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg After Eight 400 g........................ 349 629 872 kr. kg Mackintosh dósir 3 kg ................ 2.599 3.899 866 kr. kg Kjörís mjúkís Bananasplitt 1ltr..... 499 319 319 kr. ltr Kjörís Mjúkís með súkkulaði ltr .... 499 319 319 kr. ltr Kjörís mjúkís pekanhn/karam.1ltr 499 319 319 kr. ltr Kjörís mjúkís vanilla 1 ltr ............. 499 319 319 kr. ltr Krónan Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð Móa kjúklingabringur magnpk....... 1.875 2.679 1.875 kr. kg Gríms gratin. ýsa m/brokk. 400 g . 299 396 748 kr. kg Gríms plokkfiskur 400 g ............... 299 399 748 kr. kg Móðir náttúra brokkólíbuff 320 g... 457 609 1.428 kr. kg Móðir náttúra sólskinssó 220 ml... 239 319 1.086 kr. ltr Bk jólagrísasteik .......................... 1.256 1.794 1.256 kr. kg Hóla hamborgarhryggur m/beini ... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Hóla hangiframpartur úrbeinaður .. 1.398 1.748 1.398 kr. kg Hóla bayonneskinka..................... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Freschetta pítsur XL 500 g 3 teg ... 389 449 389 kr. stk. Nóatún Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð Lambalundir .............................. 2.998 3.898 2.998 kr. kg Grísalundir m/sælkerafyllingu ..... 2.498 2.798 2.498 kr. kg Grísalundir................................. 1.798 2.598 1.798 kr. kg Eðalf. reyktur lax heil flök ............ 1.499 2.499 1.499 kr. kg Eðalf. graflax heil flök ................. 1.514 2.524 1.514 kr. kg ÍF fasanapatè krukka 200 g ........ 898 998 4.490 kr. kg ÍF hreindýrapatè krukka 200 g..... 898 998 4.490 kr. kg Ora jóla/árgangssíld 630 g ......... 499 599 792 kr. kg 1944 hangikjöt í uppstúf ............ 655 728 655 kr. pk. 1944 fiskibollur m/kartöflum ...... 448 498 448 kr. pk. Samkaup/Úrval Gildir 14. des.–17. des. verð nú verð áður mælie. verð Bautab. hamborgarhryggur ......... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Gourmet lambalæri bláberja ....... 1.387 1.874 1.387 kr. kg Gourmet ungnautahakk .............. 942 1.449 942 kr. kg Borg. villikry. hátíðarlambalæri..... 1.392 1.989 1.392 kr. kg Gæðagrís hamb.hryggur m/beini . 1.189 1.698 1.189 kr. kg Kalkúnn 1.fl ............................... 599 899 599 kr. kg Ísfugl kjúkl.leggir magnpakkn. ..... 389 599 389 kr. kg Nói konfekt 800 g ...................... 1.799 2.199 2.249 kr. kg Emmess jólaís 1,5 ltr.................. 399 599 266 kr. ltr Emmess ískaka 6 manna............ 599 799 599 kr. stk. Gratíneruð ýsa og grísalundir helgartilboðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.