Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 31
tri starfskraftar, og við höldum líka fólkinu
kar. Það verður öruggara með sig og líður
tur í vinnunni. Svo verða notendurnir okk-
auðvitað mjög sælir, eins og sýndi sig á
kahófinu þar sem notendurnir mættu og
uddu sína starfsmenn mjög greinilega og
ru stoltir af þeim.“
átu ekki beðið
Námskeiðið var haldið að frumkvæði Þjón-
tumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, en
r er stærsta heimaþjónustusvæðið í
ykjavík. Líney segir að það hafi verið vax-
di vandi að útlendingar sem ráðnir eru til
sinna heimaþjónustu hafi sumir hverjir
ki skilið málið nægilega vel, og samstarfs-
enn þeirra sem tali íslensku hafi e.t.v. ekki
lið hvernig best væri að hjálpa þeim.
„Ég veit að þeir eru eitthvað að ræða það
ðri í Ráðhúsi að fara af stað með svona
rkefni, en við töldum að við gætum ekki
ðið, svo við ákváðum að fara af stað með
tta,“ segir Líney.
Árangurinn var svo góður að þegar hefur
rið ákveðið að bjóða upp á annað námskeið
anúar, fyrir þá starfsmenn sem ekki kom-
t á námskeiðið sem nú er lokið. Um 25
arfsmenn af erlendum uppruna sinna jafn-
heimaþjónustu í hverfinu og hafa þeir
ög misjafnt vald á íslensku. Líney sagði
ð raunar hafa komið á óvart að starfsmenn
m þau töldu tala ágætis íslensku vildu
arnan sækja námskeiðið og sögðust eftir að
í var lokið hafa grætt mjög mikið á því.
vinnutíma
árangri
ða betri starfskraftar og líður betur í vinnu
Morgunblaðið/Ásdís
mun á kunnáttu erlends starfsfólks eftir að starfstengdu íslenskunámskeiði lauk.
indadögum starfsmann-
anna hafi fækkað.
„Það hefur átt sér stað
hugarfarsbreyting á síð-
ustu mánuðum hjá fyr-
irtækjum. Þau eru að
átta sig á því að þetta er
ekki einkamál starfs-
mannanna, það kemur
bara vinnustöðunum til
góða að ýta undir ís-
lenskukennslu og kunn-
áttu,“ segir Einar. Hann
bendir þó á að starfs-
tengd íslenskukennsla sé
ekki endastöðin heldur
upphaf íslenskunáms.
Svo sé það einstakling-
anna að taka ábyrgð á
eigin íslenskunámi í
framhaldinu.
arfs-
um til að
íslensku-
r segir að
ki sem hafi
na forystu í
námskeið af
éu Grandi og
nnur fyr-
arin að taka
verktakafyr-
r árangurinn
unum afar
ndi hafi til að
nað sér-
rifin og kom-
starfs-
hafi
arfsánægja
og veik-
tu mánuðum
„ÞETTA var mjög flott námskeið,
ég var mjög ánægð með það,“
sagði Fatmire Hoda, sem fluttist
hingað til lands frá Kosovo fyrir
tæpum áratugi. Hún sagði að þó
hún hafi alveg getað tjáð sig á ís-
lensku áður en hún fór á nám-
skeiðið hafi það
verið mjög gott
fyrir sig að fara
á íslensku-
námskeiðið sem
Alþjóðahúsið
hélt á vinnustað
hennar í þjón-
ustuíbúðum aldr-
aðra við Dal-
braut.
„Kennarinn
sem kom hingað var mjög góður,
hún talaði bara íslensku við okkur.
Ég lærði mikið og samstarfsmenn
mínir hafa sagt við mig að ég hafi
bætt mig mikið eftir þetta nám-
skeið,“ sagði Hoda. Hún sagði þá
sem noti þjónustuna, aldraða og
fatlaða, einnig hafa minnst á
framförina.
Erfitt tungumál
„Það er erfitt að tala rétt, bera
orðin rétt fram og beygja þau
rétt, íslenskan er erfitt tungumál,“
sagði Hoda. Hún hafði áður farið
á kvöldnámskeið utan vinnustað-
arins, eftir vinnu, en það hafi ekki
gengið vel. Bæði var hún þreytt
eftir erfiðan vinnudag þegar nám-
skeiðið hófst en ekki bætti úr skák
að kennarinn talaði mikið ensku
sem Hoda hefur aldrei lært. Miklu
betra hafi verið að komast á ís-
lenskunámskeið í vinnunni, þá hafi
hún ekki þurft að þvælast um bæ-
inn í strætó í kuldanum í frítím-
anum.
Hoda sagðist mjög ánægð með
þetta átak vinnuveitanda síns.
„Við verðum að læra íslensku, það
er gott að búa hér og við sem vilj-
um búa hérna áfram verðum að
leggja á okkur að læra íslensku,“
sagði Hoda.
Bætti sig
mikið á nám-
skeiðinu
Fatmire Hoda
Almenningur og stjórnvöldá heimsvísu reyndust af-ar gjafmild árið 2005þegar kom að því að
veita fjármuni til neyðaraðstoðar í
kjölfar hamfara, því á heimsvísu
söfnuðust alls 17 milljarðar banda-
ríkjadalar eða sem samsvarar tæp-
um 1.200 milljörðum íslenskra
króna. Þar af námu framlög yf-
irvalda alls 840 milljörðum ísl. kr.
og framlög einstaklinga samtals
meira en 385 milljörðum ísl. kr.
Hins vegar reyndist nokkurt ójafn-
vægi þegar kom að samspili um-
fjöllunar fjölmiðla og fjármögnunar
neyðaraðstoðar. Þannig reynist
víða neyð í heiminum sem fyrir ein-
hverjar sakir njóta lítillar eða
engrar athygli jafnt ráðamanna
sem fjölmiðja.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í 14. árlegu hamfaraskýrslu
Alþjóða Rauða krossins sem kynnt
verður á alheimsvísu í dag. Hvað
fjársöfnun viðkemur er sem dæmi
bent á að á meðan fórnarlömb flóð-
bylgjunnar á Indlandshafi hafi að
meðaltali fengið um 85 þúsund kr.
á hvern einstakling í formi aðstoð-
ar þá hafi fórnarlömb hungurs-
neyðarinnar í Malaví aðeins fengið
stuðning að jafnvirði um 1.800 kr. á
hvern einstakling. Hvað fjölmiðla-
athygli varðar er sem dæmi bent á
að fellibylurinn Katrína sem varð
1.300 einstaklingum að fjörtjóni í
New Orleans í Norður-Ameríku
undir lok ágústmánaðar 2005 fékk
fjörutíufallt meiri fjölmiðlaathygli
en fellibylurinn Stan sem varð
1.600 manns að aldurtila í Gvate-
mala í Suður-Ameríku skömmu síð-
ar.
Í samtali við Kristján Sturluson,
framkvæmdastjóra Rauða kross Ís-
lands, segir hann markmið skýrsl-
unnar að líta með gagnrýnum aug-
um á hvernig til hafi tekist við að
veita neyðaraðstoð í kjölfar ham-
fara og skoða hvað betur megi
fara.
Segir hann umhugsunarvert í
ljósi þess að árið 2005 hafi verið
metár hvað framlög til neyðarað-
stoðar varðar hvað framlögum hafi
verið misskipt milli verkefna. Segir
hann greinilegt að þær hamfarir
sem hljóti mikla fjölmiðlaumfjöllun
fái aukin fjárframlög. Tekur hann
fram að vitanlega sé afar skilj-
anlegt að skyndilegar hamfarir á
borð við jarðskjálfta, fellibylji eða
flóðbylgjur fái meiri fjölmiðlaat-
hygli heldur en hægfara neyðarað-
stæður á borð við hungursneyð.
Að sögn Kristjáns hefur Rauði
kross Íslands löngum haft það að
markmiði að styðja vel við verkefni
sem ekki fara hátt. Nefnir hann í
því samhengi að á þessu ári hafi
samtökin sent tvo sendifulltrúa
sína til starfa á svæðum sem ekki
hafi vakið mikla athygli í fjölmiðl-
um. Þar er annars vegar um að
ræða Oddfríði Ragnheiði Þórisdótt-
ur, hjúkrunarfræðing, sem dvalið
hefur lungan úr árinu í Pakistan
þar sem hún hefur unnið að heilsu-
gæsluverkefni Rauða krossins og
Rauða hálfmánans í fjallahéruðum
þar í landi.
Matvælaaðstoð stöðvar aðeins
hungurdauða til skamms tíma
Hins vegar hefur Birna Hall-
dórsdóttir, sendifulltrúi, starfað við
matvælaverkefni Rauða krossins í
Malaví, sem er eitt fátækasta land í
heimi. Hungursneyð hefur ríkt þar
í landi sl. tvö ár og er ráðgert að
40% landsmanna, þ.e. 5 milljónir
íbúa, hafi á þeim tíma bráðvantað
matvælaaðstoð. Segir Kristján oft
ekki standa á hefðbundinni mat-
vælaaðstoð sem stöðvi aðeins hung-
urdauða til skamms tíma, en hins
vegar skorti oft langtímaúrræði
sem hjálpi til við að komast fyrir
rót vandans sem liggi í ónógri land-
búnaðarframleiðslu vegna skorts á
útsæði, áburði, áveitu og þekkingu.
Segir Kristján í þessum tilvikum
mikilvægt að vestræn stjórnvöld og
hjálparsamtök veiti langtímaaðstoð
til allt að 10-15 ára, því aðeins með
því móti sé hægt að ná árangri og
hjálpa viðkomandi þjóðum til þess
að verða raunverulega sjálfbjarga.
Að mati Kristjáns er nauðsyn-
legt að hugsa neyðaraðstoð ekki
síður sem fyrirbyggjandi aðstoð,
t.d. þegar ljóst sé að hungursneyð
er yfirvofandi á ákveðnu svæði.
Segir hann mun meira hægt að
gera sé gripið inn í áður en allt er
komið í óefni.
Hvers vegna vilja sum-
ar hamfarir gleymast?
Neyð í skugga þagnar
er yfirskrift árlegrar
hamfaraskýrslu Alþjóða
Rauða krossins.
Í HNOTSKURN
»Árið 2005 söfnuðust 1.200milljarðar ísl. kr. til neyð-
araðstoðar.
»Starfsmenn Rauða kross-ins hafa nokkrar áhyggjur
af því ósamræmi sem stundum
ríkir milli fjárþarfa og fjár-
framlaga. Segja þeir samspil
milli mikillar fjölmiðlaumfjöll-
unnar og gjafmildi.
»Á meðan fórnarlömb flóð-bylgjunnar á Indlandshafi
hlutu að meðaltali 85 þús. kr. á
hvern einstakling í formi að-
stoðar fengu fórnarlömb
hungursneyðar í Malaví að-
eins stuðning að jafnvirði
1.800 kr.
»Að mati framkvæmda-stjóra RKÍ þarf að huga
betur að þöglum vandamálum
á borð við langvarandi hung-
ursneyð. Þá er ekki nóg að
standa fyrir hefðbundinni
matvælaaðstoð, heldur þarf að
koma á fót langtímaaðstoð til
10-15 ára sem stuðlar að því
að komast fyrir rót vandans
og gera þjóðir sjálfbjarga til
lengri tíma litið.
silja@mbl.is
GETUM við á tímum hamfara leyft
okkur að setja kynjajafnrétti í
brennidepil þegar önnur og að því
virðist brýnni verkefni eru aðkall-
andi? Þetta er meðal þess sem spurt
er í nýjustu ársskýrslu Rauða kross-
ins. Niðurstaða skýrsluhöfunda er
sú að sé það ekki gert geti það leitt
af sér verri lífsafkomu til handa kon-
um og börnum, minni heilbrigð-
isaðstoð fyrir þennan þjóðfélagshóp,
ofbeldi og jafnvel dauðsföll.
Oddfríður Ragnheiður Þór-
isdóttir, hjúkrunarfræðingur og
sendifulltrúi RKÍ, tekur undir þetta
og segir afgerandi að hugað sé sér-
staklega að velferð kvenna og barna
í kjölfar hamfara. Sjálf dvaldi hún
meirihluta ársins í Pakistan og vann
að heilsugæsluverkefni Rauða
krossins og Rauða hálfmánans í
Kahan-dalnum, þar sem sérstök
áhersla var lögð á heilsufar kvenna.
Bendir Oddfríður á að eftir jarð-
skjálftann fyrir ári hafi komið í ljós
að fyrir skjálftan höfðu konur nán-
ast verið afskiptar þegar kom að al-
mennri heilbrigðisþjónustu á
skjálftasvæðum.
„Heilsugæslan var aðeins mönnuð
karlkyns starfsfólki á þessu svæði,
en konum er meinað að leita sér
læknisfræðilegrar aðstoðar hjá karl-
mönnum,“ segir Oddfríður og bend-
ir á að á svæðinu hafi starfað konur
sem sinntu mæðra- og ungbarnaeft-
irliti, en máttu ekki gefa lyf líkt og
starfsmenn heilsugæslunnar. „Í
skjálftanum ýmist dóu margar þess-
ara kvenna eða fluttu burt og því
höfðu konur sem bjuggu á svæðinu
fá úrræði vantaði þær lækn-
isfræðileg aðstoð,“ segir Oddfríður
og tekur fram að vinna hennar hafi
falist í því að byggja upp hreyf-
anlegar heilsugæslukjarnar sem far-
ið gátu um fjallahéröðin og veitt að-
stoð á staðnum. Segir hún einnig að
mikil áhersla hafi verið lögð á að
ráða konur til starfa í heilsugæsl-
unni til þess að kynsystur þeirra
gætu leitað sér læknisfræðilegrar
aðstoðar.
Ljósmynd/ Jakob Dall hjá Danska rauða krossinum
Kvenkynslæknar lykilatriði Í Pakistan er konum meinað að leita sér
læknisaðstoðar hjá karlkyns starfsmanni. Bætt lífsskilyrði kvenna og
barna hvílir sökum þessa á því að ráðnir séu kvenkyns læknar til starfa.
Áhersla lögð á heilsugæslu kvenna