Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HUGMYNDIR bæjaryfirvalda í Kópavogi um hafnarsvæði í bland við íbúabyggð með bryggjuhverfi á Kársnesi valda íbúum á svæðinu áhyggjum að sögn Péturs Eysteins- sonar, formanns íbúasamtaka vest- urbæjar Kópavogs. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi með bæj- arbúum í Salnum í gærkvöldi en í þeim er m.a. gert ráð fyrir 8 hæða hótelturni á Kársnesi, landfyllingum og niðurrifi atvinnuhúsnæðis. Pétur segir að verði hugmynd- irnar að veruleika muni íbúum í þessum bæjarhluta Kópavogs fjölga úr um 4.500 manns í yfir 10.000. Þær feli einnig í sér aukna starfsemi við höfnina og ljóst að umferð- armannvirki bæjarins beri það ekki. „Það er ekki nema ein stofnbraut sem þessari umferð er ætlað að fara eftir og það er Kársnesbrautin,“ segir hann. Áætlað sé að umferð um svæðið muni meira en tvöfaldast en ekki hafi verið kynntar neinar mót- vægisaðgerðir, utan þess að koma eigi upp þrennum umferðarljósum við Kársnesbraut. Verði hugmyndunum hrint í framkvæmd muni börnum í vest- urbænum fjölga og ekkert sé heldur farið að ræða hvernig bregðast eigi við auknum barnafjölda í Kárs- nesskóla. Um hafnarsvæðið segir Pétur að bæjaryfirvöld tali um að draga eigi úr skipakomum þangað úr fimm í þrjár til fjórar á viku. „En með fimm hektara uppfyllingu á hafnarsvæðinu eykst öll önnur starf- semi á höfninni allverulega,“ segir hann. Pétur segir að skipulags- hugmyndir bæjaryfirvalda feli í sér miklar breytingar á ásýnd vest- urbæjar Kópavogs. „Í staðinn fyrir að vera kyrrlátt íbúðarhverfi með lágreistum einbýlis- og parhúsum þá tvöfaldast íbúamagn, sem mest- megnis gerist vestast á nesinu og þarf öll umferð þar af leiðandi að fara í gegnum þá kyrrlátu byggð sem er í vesturbænum núna.“ Íbú- arnir séu uggandi yfir þessu og hissa. Allir séu sammála um að að eitthvað þurfi að gera á vestanverðu nesinu en samtökin vilji að þangað komi „hófleg íbúabyggð sem falli betur að þeirri byggð sem fyrir er á svæðinu, en ekki háhýsi, eins og átta hæða hótelturnar og fleira sem núna er kynnt“. Áhyggjur af umferð Að sögn Christers Magnússonar, formanns foreldraráðs Kárs- nesskóla, sendi ráðið á dögunum bréf til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Þar sé óskað eftir frekari upplýs- ingum um fyrirhugað skipulag. „Þegar svona mikil umferð verður á Kársnesi er spurning hvernig börn- in úr nýju og gömlu hverfunum eiga að komast í skóla,“ segir hann. For- eldrar hafi líka áhyggjur af aukinni umferð í námunda við skólann. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eftir eigi að ræða betur þær skipulags- hugmyndir sem fram hafa komið. Skipulagsreitirnir sem kynntir voru bæjarbúum í gær eru 10 en Gunnar segir að margir þeirra séu „hug- myndir framtíðarinnar“. Á bilinu 10–20 ár kunni að líða uns byggt verður á svæðinu. „Það liggur fyrir að við ætlum að byggja bryggjuhverfi, byggð niður að Kópavogstúni og svo end- urbótasvæði vestur á Kársnesi. „Ef þetta gengur eftir mun íbúum fjölga um 1.200–1.500,“ segir hann. Á und- anförnum 12–14 árum hafi íbúum í vesturbæ Kópavogs fækkað um á bilinu 400–500 manns. „Við viljum fá meira af ungu fólki þarna inn,“ segir Gunnar. Áhyggjur af hugmyndum um skipulag á Kársnesi Nýtt hverfi M.a er gert ráð fyrir byggjuhverfi í hugmyndum bæjaryfirvalda í Kópavogi. Segja mótvæg- isaðgerðir vanta Í HNOTSKURN »Grétar Halldórsson, að-stoðarskólastjóri Kárs- nesskóla, segir skólann hafa áhyggjur af aukinni umferð við skólann vegna nýrrar íbúðabyggðar. » Miklar umferðaræðar séuí nágrenni skólans, bæði austan- og vestanmegin við hann og vegna hafnarstarf- semi hafi umferð stórra bíla aukist. TIL stendur að setja uppstoppaða geirfuglinn sem er í eigu Náttúru- gripasafns Íslands í raka- og hita- stýrðan sýningarkassa. Einnig á að setja upp rakaskynjara í húsakynn- um safnsins og Náttúrufræðistofn- unar Íslands en engir slíkir skynj- arar eru þar nú. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta löngu tímabært en hafi ekki verið gert fram að þessu þar sem því hafi verið lofað æ ofan í æ, að nýtt húsnæði fyr- ir safnið og stofnunina væri handan við hornið. Á þriðjudagsmorgun lak á þriðja hundrað lítra af heitu vatni um sýn- ingarsali Náttúrugripasafnsins á fjórðu hæð Hlemms 3 sem jafnframt hýsir Náttúrufræðistofnun. Þetta var annar heitavatnslekinn í húsinu á þremur vikum. Í fyrra skiptið stóð bunan út á götu en fremur lítið vatn lak innanhúss. Í báðum tilvikum urðu menn fljótlega varir við lekann og skemmdir urðu tiltölulega litlar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar, ljóst að ef bilunin sem varð á þriðjudagsmorgun hefði orðið um helgi eða að nóttu til, hefði liðið mun lengri tími þar til menn hefðu orðið lekans varir og skemmd- irnar orðið mun meiri. Erfitt væri að segja til um hver örlög hins upp- stoppaða geirfugls hefðu orðið við slíkar aðstæður en honum hefði ver- ið mikil hætta búin. Nú hefði verið ákveðið að setja upp rakaskynjara í sýningarsölum safnsins og víðar í húsinu enda væru þar mörg verð- mæt vísindasöfn. Jón Gunnar benti á að safnið og stofnunin hefðu verið í bráðabirgða- húsnæði í um 40 ár. Með reglulegu millibili hefði því verið lofað að ný húsakynni yrðu reist og fyrir vikið hefðu menn verið ófúsir til að leggja miklar fjárhæðir í viðhald og end- urbætur. Enn bólaði hins vegar ekk- ert á efndum. Hamur hefði soðnað Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar og umsjón- armaður með sýningarsölum Nátt- úrugripasafnsins, telur að geirfugl- inn hafi sloppið óskemmdur en það hafi verið mikil heppni. „Ég á von á því að allir hamir hefðu soðnað í guf- unni af þessu ef þetta hefði verið heila nótt eða heilan dag en þetta voru í mesta lagi nokkrir klukku- tímar,“ sagði hún. Þegar fuglinn komst í íslenska eigu árið 1971 var verðið sem var greitt fyrir hann jafnvirði þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík. Álf- heiður sagði verðið þó ekki aðalatrið- ið. Það hefði verið einstakt að slíkur hamur var boðinn til sölu árið 1971 og hún vissi ekki til þess að það hefð- igerst aftur síðan þá. Rakaskynjarar verða settir upp í safninu Geirfuglinn fer í raka- og hitastýrðan sýningarkassa Morgunblaðið/ÞÖK Leki Á þriðja hundrað lítra af heitu vatni láku um safnið á þriðjudag. FJÁRHAGSLEG staða Seltjarnar- nesbæjar er með því besta sem þekkist en miðað við að rekstur haldist óbreyttur og bærinn ráðist ekki í fjárfesting- ar gæti hann borgað upp skuldir sínar á tæplega fjórum mánuðum. Þetta kemur fram í greinargerð Grant Thornton endurskoðunar um rekstur og fjárhagsstöðu sveit- arfélagsins. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með þessa útkomu,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarnesbæjar. Bæjar- stjórnin hafi frá árinu 2002 haft þann sið að láta óháðan aðila gera árlega úttekt á fjárhagsstöðu bæj- arins. Það sé afar ánægjulegt að sjá það svart á hvítu að fjárhagsstaðan hafi verið góð árið 2002 en hafi síð- an enn batnað. Þetta sé sérstaklega gott þegar litið sé til þess að út- svarið á Seltjarnarnesi sé umtals- vert lægra en annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu eða 12,35% en ekki 13,03% eins og víðast hvar. Þá sé ekki lagt á holræsagjald en það gæti numið tugum þúsunda fyrir heimili á ári. Í greinargerð Grant Thornton kemur fram að skatttekjur bæjar- sjóðs, á verðlagi í lok árs 2005, hækkuðu um 135% á árunum 1995– 2005 eða úr 151.000 krónur á íbúa í 355.000 krónur. Þetta væru hærri tekjur á hvern íbúa en í samanburð- arsveitarfélögunum en samanburð- urinn náði til höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Framlög til æsku- lýðs- og íþróttamála voru hvergi hærri en á Seltjarnarnesi. Frá árinu 1998 hefur íbúum þar fækkað um 212 eða um 4,5% og í greinargerðinni er bent á að áfram- haldandi fækkun íbúa hljóti, að öðru óbreyttu, að veikja núverandi fjár- hagsstöðu bæjarins. Jónmundur vonast til að í nýjum hverfum á Hrólfsskálamel og Bygggörðum verði pláss fyrir 400–600 nýja íbúa. Með því besta sem þekkist Jónmundur Guðmarsson SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Heimilisryksugur Frábær hönnun 4 lítra flíspoki Snúningshringur á legu snýst 360° Snúra dregst inn HEPA 12 sía hreinsar 99,5% óhreininda VC 6100 / VC 6200 ■ Afl: 1800/2000 w ■ HEPA 12 sía ■ Hæðarstilling á röri ■ Aukahlutir A 2204 / A 2604 ■ Sýgur blautt og þurrt ■ Einnig fyrir útblástu ■ 18 / 25 ltr tankur VC 5200 / VC5300 ■ Afl: 1800/2000 w ■ Hepa 12 sía ■ Sérlega nett ■ Hæðarstilling á röri ■ 3,3 ltr poki Aflmiklar og hljóðlátar Fylgihlutir geymast í vél 360°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.